Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Farfuglaheimilið í Laugardal Miklar annir – líf og fjör Farfuglaheimilið íLaugardal er starf-rækt allt árið en miklar annir eru þar yfir sumarmánuðina. „Þetta er þó að breyt- ast, „sumarið“ er að lengj- ast ef svo má segja, ann- irnar byrja nú fyrr, strax í mars og apríl og hætta síð- ar, eða í nóvember,“ sagði Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri umrædds farfuglaheimilis. – Hvers vegna er þetta að breytast? „Á haustönn og yfir vet- urinn er núna æ meira um skólahópa frá Skandinavíu og Englandi sem koma og dvelja nokkra daga í senn. Þá er farfuglaheimilið hentugur kostur því við bjóðum aðstöðu til að hóparnir geti séð um sig sjálfir í matargerð og með fundaaðstöðu. Við ætlum raunar að bjóða meiri fræðslu og tækifæri til funda fyrir alla – einnig Íslendinga. Á vorin erum við að fá gesti í tengslum við Go- flugið, sem er ódýrt flug frá Eng- landi. Meira er um fólk sem stansar hér á leið sinni frá Evr- ópu til Ameríku. Ég hef og orðið vör við aukinn áhuga fólks á að dvelja hér í Reykjavík í nokkra daga.“ – Hafið þið húsakost fyrir stóra hópa? „Í vor var farfuglaheimilið á Sundlaugavegi 34 stækkað þann- ig að nú getum við tekið á móti allt að 196 manns í einu í 40 her- bergjum. Meiri hlutinn, eða 28 herbergi, eru með baði. Herberg- in hýsa tvo og allt upp í sex gesti.“ – Er það einhver sérstakur hópur fólks sem kemur til ykkar? „Þetta er að vísu mislitur hópur en á það sammerkt að vera á hött- unum eftir einfaldri og ódýrri gistingu. Þetta er fólk á öllum aldri, alls staðar að og ég verð að segja að gestirnir okkar eru ein- staklega þægilegt og jákvætt fólk. Þetta er fólk sem leggur meira upp úr upplifun og nátt- úruskoðun og vill eyða peningun- um sínum fremur í ferðina sem slíka en lúxus í aðbúnaði. Ég hitti um daginn hollenskan mann um þrítugt sem tvisvar hafði farið til útlanda og í bæði skiptin hafði hann notað tækifærið og ferðast til Íslands. Þetta er dýrt ferðalag en með því móti að nota okkar að- stöðu réð hann við það peninga- lega að ferðast til þeirra staða á Íslandi sem fólk almennt fer að sjá þegar það heimsækir landið.“ – Hvaða þjónustu veitið þið? „Auk gistingar bjóðum við tækifæri til að kynnast öðru fólk inni á farfuglaheimilinu þar sem við erum með aðstöðu til að elda og þar matreiðir fólk fyrir sig hlið við hlið. Þótt við séum með fjöl- skylduherbergi getur fólk einnig valið að deilda herbergi með ókunnugum í fimm og sex manna herbergjum. Oft myndast þá mjög skemmtileg tengsl. Við er- um einnig með þvotta- aðstöðu fyrir gesti og þessa dagana erum við að setja upp nettengd- ar tölvur.“ – Er þetta farfugla- heimili hluti af keðju? „Já, við erum hluti af stærstu gistihúsakeðju í heimi, Hostelling International, sem á hlut í yfir 4000 farfuglaheimilum í rösklega sextíu löndum. Við fáum því mjög víðtæka og góða kynningu út á við og státum af því að vera í lykilað- stöðu í þessari keðju, staðsett hér í Reykjavík, stórt heimili og norð- arlega á hnettinum.“ – Rekið þið líka tjaldstæði? „Já, við rekum tjaldstæðið í Laugardal yfir sumartímann. Þar gistir skemmtileg flóra ferða- manna yfir hásumartímann.“ – Hvaða þjónustu fær fólk þar? „Þjónustan kemur flestum þægilega á óvart. Þar er móttak- an opin allan sólarhringinn. Fólk getur þvegið þvottinn sinn, þar eru sturtur og eldhús, grill og hjólaleiga. Auk þess fær fólk allar upplýsingar sem það þarfnast um Ísland.“ – Eruð þið með ferðir út á land? „Við skipuleggjum ekki sjálf neinar ferðir ennþá en erum með upplýsingagjöf og sölu á kynnis- ferðum ýmissa fyrirtækja.“ – Eruð þið með einhverja mat- sölu? „Við bjóðum morgunverðar- hlaðborð en þar sem langt er í næstu veitingastaði erum við að velta fyrir okkur möguleikum á frekari matsölu.“ – Hvað kostar að gista hjá ykk- ur? „Allt frá 1400 krónum fyrir ein- staklinginn – vilji maður deila herbergi með fjórum til fimm öðr- um gestum – og upp í 2500 krónur fyrir manninn í tveggja manna herbergi með baði. Þetta verð miðast við félagsmannaverð. – „Hvað áttu við með því? „Það er hægt að ganga í Banda- lag íslenskra farfugla fyrir litlar 1200 krónur fyrir manninn á ári. Eins geta hjón með börn undir 16 ára aldri fengið fjölskylduskír- teini. Þetta skírteini gildir í eitt ár sem af- sláttarskírteini á öll 4000 heimilin innan Hostelling-keðjunnar hvar sem er í heimin- um. Hjá okkur hér í Laugardalnum getur fólk fengið allar upplýsingar um farfugla- heimili keðjunnar, þar af heimilin 26 sem er að finna víða um Ísland. Það þarf að bóka hér fyrirfram og þegar er nær fullbókað fram á haust. Loks vil ég geta þess að ég er með frábært starfsfólk hér sem er tilbúið að svara spurningum og greiða götu gesta.“ Sigríður Ólafsdóttir  Sigríður Ólafsdóttir fæddist 21. apríl 1969 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1989 og prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1995. Hún starfaði þrjú ár við menntamálaráðuneytið við end- urgerð nýrra námsskráa og kenndi einn vetur við Vesturbæj- arskólann. Frá febrúar sl. hefur hún verið rekstrarstjóri Far- fuglaheimilisins í Laugardal. Sigríður er í sambúð með Berg- þóri Haukssyni, eðlis- og tölv- unarfræðingi hjá OZ, og eiga þau tvö börn. „Sumarið“ er að lengjast og gestum fjölgar Því miður, ráðherra, hún fúlsar meira að segja við að nærast á skrúfblýantsnagi, hún vill bara dollara og pund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.