Morgunblaðið - 13.07.2001, Side 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FJÖGUR norsk loðnuskip voru tekin
innan íslenskrar landhelgi á sunnu-
dag grunuð um að hafa brotið lög um
landhelgi Íslands. Gylfi Geirsson,
forstöðumaður fjarskipta- og upplýs-
ingatækni hjá Landhelgisgæslunni,
segir að fjölþjóðlegt fjareftirlit sem
Íslendingar eru aðilar að hafi átt
stóran þátt í þessari aðgerð. Upplýs-
ingar um staðsetningu skipanna
komu í gegnum gervihnött frá norsk-
um yfirvöldum, samkvæmt milli-
ríkjasamningi sem hefur verið í gildi í
eitt ár. Íslensku varðskipin höfðu
nánari afskipti af skipunum þegar
grunur vaknaði um að ekki væri þar
allt með felldu.
Síðustu tvö ár hafa löndin sem eiga
aðild að NEAFC (North East Atl-
antic Fisheries Commission) átt í
samstarfi um fiskveiðieftirlit á Norð-
austur-Atlantshafi. Auk Íslands eiga
Grænlendingar, Færeyingar, Norð-
menn, Pólverjar, Rússar og Evrópu-
sambandslöndin þar aðild. Að sögn
Gylfa eru löndin misjafnlega langt
komin hvað varðar þetta eftirlit. Gylfi
segir að Íslendingar séu í fremstu röð
hvað þetta eftirlit varðar.
Gögnin koma frá yfirvöldum
viðkomandi skips
Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri
Landhelgisgæslunnar, segir að fjar-
eftirlitið geri eftirlitið mikið gleggra
og skilvirkara. „Við getum séð ná-
kvæma staðsetningu skipanna og á
hvaða hraða skipið siglir, sem getur
gefið vísbendingar um hvort tilefni sé
til nánara eftirlits,“ segir Hafsteinn.
Hann leggur þó áherslu á að fjareft-
irlitið komi ekki í staðinn fyrir raun-
verulegt eftirlit. Hafsteinn segir að
verulegur sparnaður og hagræðing
felist í þessari tækni.
Fjareftirlitið virkar þannig, að
sögn Gylfa, að skip senda frá sér
merki á minnst klukkutíma fresti upp
í gervitungl. Þaðan fer merkið til
Landhelgisgæslunnar, eða sambæri-
legs eftirlitsaðila í því landi sem skip-
ið er skráð. Upplýsingarnar eru síðan
framsendar, annaðhvort til höfuð-
stöðva NEAFC í London ef skipið er
á alþjóðlegu hafsvæði, eða þá til
þeirrar stofnunar sem sér um eftirlit
í þeirri landhelgi sem skipið er í.
„Þegar norskt skip fer inn í ís-
lenska lögsögu skynjar kerfið í Nor-
egi það og sendir sjálfvirkt komu-
skeyti til Íslands. Svo sendir kerfið
skeyti á minnst tveggja stunda fresti
meðan það er innan íslenskrar
lögsögu. Svo þegar skipið fer aftur út
úr lögsögunni sendir kerfið sjálfvirkt
brottfararskeyti og hættir þá að
framsenda staðsetningarnar.“ Það
sama á að sjálfsögðu við um íslensk
skip sem fara yfir í erlenda landhelgi,
þá eru gögn send til viðkomandi yf-
irvalda frá Landhelgisgæslunni.
Samkvæmt ákvæðum í fiskveiði-
löggjöfinni verða skip sem stunda
veiðar á alþjóðlegu hafsvæði, eða inn-
an lögsögu annarra ríkja að hafa
þennan búnað um borð. Þau fá ekki
útgefið veiðileyfi frá Fiskistofu fyrr
en Landhelgisgæslan er búin að lýsa
því yfir að skipið sjáist í fjareftirliti.
Þegar skipin koma inn í nýja lög-
sögu eiga þau að tilkynna hversu
mikill afli er um borð, með skeyti sem
er nokkurs konar tölvupóstur, að
sögn Gylfa. Eftir það eiga skipin að
senda daglega skeyti þar sem fram
kemur hver heildaraflinn er. Þegar
skipið fer úr landhelginni sendir
skipstjórinn skeyti um heildaraflann
og í gegnum hvaða eftirlitspunkt
hann ætli að sigla. Þá er hægt að
stöðva skipið og sjá hvort aflinn um
borð er í samræmi við það sem var
gefið upp. „Þessar upplýsingar fara
sjálfvirkt um borð í varðskipin og
koma sér vel sem samanburðargögn
við rauneftirlit. Þetta er ansi öflugt
upplýsingakerfi. Misræmið kemur
strax í ljós,“ segir Gylfi.
Staðsetningin hárnákvæm
Gylfi segir að staðsetningin sé
send úr skipunum sjálfum og síðan í
gegnum viðkomandi yfirvöld, þannig
að gögnin séu í raun og veru ekki frá
Landhelgisgæslunni komin.
Skipstjórar norsku skipanna
þriggja sem voru fluttir til hafnar á
Seyðisfirði hafa verið ákærðir um að
hafa veitt í íslenskri lögsögu þegar
þeir höfðu sagst vera í þeirri græn-
lensku. Þeir neituðu sakargiftum í
Héraðsdómi Austurlands á miðviku-
dag og sögðu að staðsetningartæki
þeirra hafi gefið upp að þeir væru í
grænlenskri landhelgi. Réttarhöldin
munu, að sögn lögmanns Norðmann-
anna, snúast um hvort hægt verði að
sanna hvort upplýsingarnar úr fjar-
eftirlitinu séu óvefengjanlegar.
Gylfi segir að skipstjórarnir ættu
að sjá sömu staðsetningarhnit um
borð og skipin senda frá sér.
„Skekkjan er svo lítil, þetta er nánast
100% nákvæmt. Ef skip sem er verið
að fylgjast með kemur til hafnar
sjáum við t.d. ekki eingöngu hvar
skipið er við höfnina, heldur líka
hvort það liggur við bryggju eða
hvort það sé skip á milli,“ segir Gylfi.
Íslenskur hugbúnaður
Nú er unnið að því að setja upp
sambærilegt fjareftirlitskerfi á vest-
urhluta Atlantshafsins, að sögn
Gylfa, hjá stofnun sem heitir NAFO
(North West Atlantic Fisheries Org-
anisation) og er í Halifax í Kanada.
„Það er gaman að geta þess að tölvu-
kerfin og allur hugbúnaður, sem er
notaður hér, í Færeyjum, á höfuð-
stöðvum NEAFC í London og sem
verið er að setja upp í Kanada er
hannaður hér á Íslandi,“ segir hann.
Það er íslenska fyrirtækið Stefja sem
hannaði búnaðinn og hleypur kostn-
aður við hönnun og þróun búnaðarins
á tugum milljóna króna, að sögn
Gylfa.
Íslenskur hugbúnaður hefur eflt fiskveiðieftirlit á Atlantshafi til muna
Í fyrsta sinn sem reynir
á fjareftirlitskerfið
Mál norsku skipstjór-
anna sem hafa verið
ákærðir fyrir landhelg-
isbrot er fyrsta málið
sem fer fyrir dómstóla
eftir að nýtt fjareft-
irlitskerfi var tekið í
notkun. Nína Björk
Jónsdóttir kynnti
sér kerfið.
Morgunblaðið/Ásdís
Halldór Nellett, yfirmaður gæsluframkvæmda, og Guðni Skúlason
varðstjóri. Á tölvuskjánum er hægt að fylgjast með staðsetningu skipa
innan íslensku landhelginnar. Í gær mátti sjá hvar þrjú norsk loðnuskip
höfðu raðað sér á miðlínuna, en kvóti Norðmanna í íslenskri lögsögu er
uppurinn.
!
"#$%&''
()
"#$
*+,
*+,
*+,' *-..
/
"'
!
ninabjork@mbl.is
HAFSTEINN Hafsteinsson, for-
stjóri Landhelgisgæslu Íslands,
vill að tilkynningarskylda ís-
lenskra skipa verði færð undir
Landhelgisgæsluna. Hann telur
að þannig væri hægt að auka ör-
yggi íslenskra sjómanna og ná
fram talsverðri hagræðingu og
sparnaði.
Í fjareftirlitskerfi sem Land-
helgisgæslan hefur notað í tvö ár
við fiskveiðieftirlit er hægt að sjá
nákvæmlega hvar skip, sem eru
búin ákveðnum tækjum, eru
stödd. Enn sem komið er hefur
kerfið einungis verið notað hér á
landi til að uppfylla milliríkja-
samninga um fiskveiðieftirlit, en í
nágrannalöndunum er byrjað að
nota kerfið einnig til eftirlits inn-
an lögsögunnar.
Öll skip sem stunda veiðar utan
íslenskrar lögsögu eru búin þess-
um fjareftirlitsbúnaði og vill Haf-
steinn að búnaðurinn verði settur
í öll íslensk skip. „Með okkar
kerfi getum við fundið öll nær-
stödd skip, lendi eitthvert skip í
vandræðum, og sent þau á stað-
inn eins og skot,“ segir hann.
Skipin senda frá sér staðsetn-
ingarhnit á klukkustundarfresti
og eru þessar upplýsingar síðan
sendar áfram til tilkynning-
arskyldunnar tvisvar á sólar-
hring. „Hið raunverulega eftirlit
er því hjá okkur,“ segir Haf-
steinn.
Hagsmunaaðilar hafa tekið
hugmyndinni vel
Hann segir að þessi hugmynd
hafi verið rædd bæði við Sólveigu
Pétursdóttur dómsmálaráðherra
og Árna M. Mathiesen sjáv-
arútvegsráðherra. Sömuleiðis
hafi þetta verið rætt við Slysa-
varnafélagið Landsbjörgu, sem
hefur umsjón með tilkynning-
arskyldunni, og Landssamband
íslenskra útvegsmanna.
Hafsteinn segir að vel hafi ver-
ið tekið í þessar hugmyndir og að
enginn hafi til þessa viðrað rök
fyrir því að halda bæri óbreyttu
kerfi. Búnaðurinn sé þegar til
staðar og ekki þurfi að leggja í
mikinn viðbótarkostnað.
Lagabreytingu þyrfti til að
færa tilkynningarskylduna til
Landhelgisgæslunnar, því í 8.
grein laga um tilkynningarskyldu
íslenskra skipa segir að Slysa-
varnafélag Íslands fari með yfir-
stjórn tilkynningarskyldunnar.
Tilkynningarskyldan
verði færð til
Landhelgisgæslu
Myndi
auka
öryggi
sjófarenda