Morgunblaðið - 13.07.2001, Síða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
AFBROTUM hefur fjölgað
verulega á þeim stöðum sem
hafa framlengt vínveitinga-
og skemmtanaleyfi umfram
þá staði sem ekki hafa slíkt
leyfi. Almennar ónæðiskvart-
anir um helgar eru nú seinna
á næturnar en áður en opn-
unartími veitingastaða var
framlengdur en litlar breyt-
ingar hafa orðið í heimilisof-
beldismálum.
Hins vegar telur lögregla
auðveldara að halda uppi al-
mannafriði að næturlagi um
helgar en áður.
Þetta er meðal niðurstaðna
í nýrri áfangaskýrslu lögregl-
unnar um lengdan opnunar-
tíma veitinga- og skemmti-
staða, en skýrslan var meðal
þeirra gagna er fylgdu
skýrslu samstarfshóps um
miðborgarmál sem fjallað var
um í Morgunblaðinu í gær.
Í áfangaskýrslu lögreglu er
lagt mat á breytingu á veit-
ingatíma áfengis og opnunar-
tíma skemmtistaða um helg-
ar en um mitt ár 1999 voru
reglur þar að lútandi rýmk-
aðar og opnunartíminn
lengdur.
Um var að ræða tilraun til
að takast á við þann vanda
sem skapaðist við það að fólk
þyrptist út af skemmtistöðum
í miðborginni á sama tíma
þegar veitingastaðirnir lok-
uðu klukkan þrjú. Í skýrsl-
unni segir að tilraunin hafi
einnig átt að gera lögreglu
auðveldara að sinna verkefn-
um sínum og veita henni
tækifæri til að endurskipu-
leggja starf sitt í miðborginni
um helgar.
Aukið hlutfall afbrota
á stöðunum
Þegar tölur um brotafjölda
á veitingastöðunum eru skoð-
aðar má sjá þróun í þá átt að
tilkynningum um brot hefur
fjölgað mun meira á þeim
stöðum sem hafa framlengt
leyfi en á þeim sem ekki hafa
slíkt leyfi. Gildir þetta um
flestar tegundir brota, svo
sem líkamsárásir, þjófnaði og
ölvun á almannafæri. Fyrir
breytinguna hafði þróunin
verið svipuð á þessu stöðum
þó að minna hafi verið um
brot, þar sem ekki er fram-
lengdur opnunartími í dag, þá
sem nú.
Í áfangaskýrslunni er einn-
ig skoðað hvert hlutfall þess-
ara brota inni á skemmtistöð-
unum sé af heildarfjölda
brota. Skoðaðar eru sérstak-
lega tölur sem varða líkams-
árásir og kemur í ljós að frá
1999 til 2000 varð nokkuð
stökk í hlutfalli líkamsárása
sem eiga sér stað á þeim
stöðum þar sem opnunartími
var framlengdur en hlutfallið
er hins vegar nokkuð stöðugt
á þeim stöðum sem ekki hafa
framlengt leyfi. Á sama tíma
fjölgaði líkamsárásum í heild
um 5 prósent „þannig að gera
má ráð fyrir því að þessi
fjölgun í tilkynningum á stöð-
um með framlengt leyfi sé
ekki eingöngu tilkomin vegna
raunverulegrar fjölgunar
mála heldur einnig vegna til-
færslu mála af heimilum og
götum úti inn á staðina,“ eins
og segir í skýrslunni.
Svipaðar niðurstöður koma
í ljós þegar tölur er varða
þjófnaði og ölvun á almanna-
færi eru skoðaðar en tilkynn-
ingum um slík brot fjölgaði á
þeim stöðum sem hafa fram-
lengt vínveitingarleyfi eftir
1999.
Meiri áfengis- og vímu-
efnaneysla en áður
Í niðurlagi skýrslunnar
segir að auðvelt væri að
draga þá ályktun að fram-
lenging vínveitinga- og
skemmtanaleyfa hafi leitt til
fjölgunar afbrota í borginni
en hafa verði nokkurn fyr-
irvara á þeirri ályktun. „Í
fyrsta lagi felur lengdur opn-
unartími í sér lengda viðveru
á þessum stöðum og að sama
skapi tilfærslu brota þang-
að,“ segir í skýrslunni.
Þá eru teknir saman helstu
gallar við lengdan afgreiðslu-
tíma. Bent er á að neysla
áfengis fari lengur fram í
miðbænum og líklegt sé að
neysla áfengis og hugsan-
legra vímuefna sé því meiri
en hún var fyrir breytingu.
Þá hafa erfiðleikar skapast
við gatnahreinsun að morgni
helgidaga og að væntingar
um fækkun ofbeldisbrota í
miðborginni hafa ekki náð
fram að ganga.
Þegar litið er á kostina
hins vegar er bent á að ekki
er lengur sama hópsöfnun í
miðbænum og vandamál því
tengdu og auðveldara sé fyrir
lögreglu að halda uppi al-
mannafrið. Eins eru ekki
sömu vandamál fyrir almenn-
ing að fá þjónustu leigubif-
reiða og áður var. Loks segir
að þar sem þróun afbrota
sýni að fjölgun brota verði
einkum hjá þeim stöðum sem
hafa lengri afgreiðslutíma
megi álykta sem svo að hinn
almenni borgari verið síður
fyrir afbrotum nema hann
sæki sérstaklega skemmtanir
svo síðla nætur.
Bent er á það í skýrslunni
að í upphafi tilraunarinnar
hafi ekki verið gert ráð fyrir
svo miklum fjölda veitinga-
staða sem hefðu framlengdan
opnunartíma en auðveldara
væri að hafa eftirlit með
þessum stöðum væru þeir
færri. Einn kosturinn í stöð-
unni sé að veita ótakmarkað
leyfi til klukkan fimm að
morgni en slíkt myndi setja
skýrari ramma fyrir störf
lögreglu þótt viss hætta væri
fyrir hendi að það myndi ein-
ungis verða til þess að mann-
mergð yrði um fimmleytið í
bænum í stað klukkan þrjú
áður. Nýlega var þó ákveðið í
borgarráði að afgreiðslutími
skyldi gefinn frjáls til klukk-
an hálfsex á morgnana um
helgar auk þess sem af-
greiðslutími á fimmtudögum
var rýmkaður til klukkan tvö
á nóttunni.
Miðborgarvaktin farin
milli kl. fimm og hálfsex
Karl Steinar Valsson að-
stoðaryfirlögregluþjónn segir
að með því að takmarka opn-
unartímann til fimm eins og
lögreglan lagði til hefði borg-
aryfirvöldum gefist tækifæri
til að þrífa til í miðborginni
eftir næturskemmtanir um
helgar áður en fólk er komið
á stjá að morgni. „Við hefðum
viljað halda þessum tíma
vegna þess að miðborgar-
vaktin fer á milli klukkan
fimm og hálfsex á morgnana
úr miðbænum vegna hvíld-
arákvæða en borgin varð hins
vegar ekki við þessum til-
mælum okkar. Við vorum líka
andvígir því að hafa opið til
klukkan tvö á fimmtudögum
og það er líka búið að rýmka
alla virka daga um hálftíma
til viðbótar sem við teljum
ekki að sé til bóta,“ segir
hann.
En þar sem um tilraun er
að ræða, kemur þá ekki til
greina að færa afgreiðslutím-
ann aftur í gamla horfið? „Við
erum reyndar ekki hlynntir
því,“ segir Karl Steinar. „Við
teljum að það þurfi meira
svigrúm, fyrst og fremst til
þess að tryggja að fólk kom-
ist í burtu og sé ekki fast
niðri í miðbæ. Í sjálfu sér
teljum við að við getum hald-
ið vel utan um ástandið eins
og það er núna en þessi mikli
samsöfnuður af einstakling-
um sem var hér áður var lög-
gæslulegt vandamál.
Við viljum gera mikið til að
lenda ekki í því aftur því
meiri líkur eru á því að við
lendum í vandræðum með að
hafa stjórn á hlutunum þegar
mannfjöldinn er svona mik-
ill.“
„Bitamunur en ekki fjár“
Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir borgarstjóri segir að með
því að lengja afgreiðslutíma
veitingastaða til klukkan tvö
á fimmtudögum í sumar hefði
borgarráð verið að koma til
móts við óskir samtaka veit-
inga- og gistihúsaeigenda.
„Þeir töldu að það skipti
miklu máli fyrir ferða-
mennskuna í borginni,“ segir
hún. „Hitt er kannski bita-
munur en ekki fjár hvort opið
er til klukkan fimm eða hálf-
sex um helgar og ég sé ekki
stóran mun á því.“
Hún segir ekki allt sem
sýnist varðandi fjölda þeirra
veitingastaða sem hafa leyfi
til lengri opnunartíma en til
klukkan þrjú. „Það eru ekki
allir sem eru með opið fram á
morgun sem hafa leyfi til
þess. Ætli það séu ekki sex
staðir sem voru með alveg
opið framundir sjö–átta á
morgnana.
Eins verður lögreglan að
hafa í huga að borgaryfirvöld
verða að gæta jafnræðis. Þau
verða að byggja bæði leyfis-
veitingar og synjanir á efnis-
legum rökum.“
Áfangaskýrsla lögreglu um lengdan afgreiðslutíma veitinga- og skemmtistaða
Afbrotin hafa
færst inn á
skemmtistaðina
%
00
0
1.
2.
3.
,.
-.
4.
+.
5.
.
5662
5661
5666
+...
0
%7%
1.
2.
3.
,.
-.
4.
+.
5.
.
8%
4.
5666
9
+.:
%5666
!
%
00
0
%7%
%
00
+,;
+.;
5,;
5.;
,;
.
5662 5661 5666 +...
+,;
+.;
5,;
5.;
,;
.
<
Miðborg
„Sjáðu okkur, við erum að
borða ávexti úti,“ heyrðist frá
nokkrum glaðbeittum krökk-
um sem sátu og hámuðu í sig
safaríkar appelsínur úti í
garði á leikskólanum Urðar-
hóli í gær. Viðmælandi þeirra
var Þórhildur Líndal, um-
boðsmaður barna, sem var í
heimsókn hjá þeim þennan
daginn.
Þetta er í fyrsta sinn sem
Þórhildur heimsækir leik-
skóla með skipulögðum hætti
en Urðarhóll var fyrsti skól-
inn af sex sem hún hyggst
heimsækja þessa dagana. Áð-
ur hefur hún farið í heimsókn-
ir í grunnskóla og fleiri staði
sem börn koma við sögu.
„Tilgangurinn með þessum
heimsóknum er sá að kynna
sér aðbúnað barnanna og að
þessu sinni ákvað ég að velja
úr tiltekna leikskóla sem hafa
einhver yfirlýst markmið úr
aðalnámskránni,“ segir Þór-
hildur eftir að hafa spjallað
við krakkana og skoðað leik-
skólann þeirra. „Til dæmis
gengur þessi skóli undir nafn-
inu heilsuleikskóli sem mér
fannst mjög forvitnilegt að
kynna mér.“
Tölvur, tjáning og tónlist
Áherslur hinna leikskól-
anna sem Þórhildur hyggst
kynna sér að þessu sinni eru
margvíslegar. Einn leggur
áherslu á að kenna börnunum
á tölvur, annar byggir á
Hjallastefnunni, þá ætlar hún
að heimsækja Waldorfleik-
skóla, leikskóla sem leggur
áherslu á tjáningu, vistvænan
leikskóla og leikskóla sem er
með tónlistarlegt uppeldi.
Hún segir afskaplega gef-
andi að fara svona út og hitta
umbjóðendur sína. „Ég reyni
að ræða við þau en það er
fyrst og fremst um það hvað
þau eru að gera nákvæmlega
núna því veröldin er bara dag-
urinn í dag hjá þeim. Ein
stelpan sagði mér nú samt að
hún væri að fara til útlanda og
að hún ætti bleikan sundbol
og svona,“ segir hún og hlær.
Að sögn Þórhildar hefur
reynslan frá grunnskólaheim-
sóknunum sýnt að þær leiða
alltaf af sér ákveðin viðbrögð.
„Eftir að ég hef komið til baka
á skrifstofuna er haft sam-
band og menn bera upp er-
indi, bæði börnin, kennarar og
foreldrar því í heimsóknunum
er börnunum afhentur bækl-
ingur þar sem kemur fram
hvað ég er að gera og að ég sé
að vinna í þeirra málum.“
Foreldrar barna á leikskól-
unum fá einnig bækling eftir
heimsóknir Þórhildar. „Þar
kemur fram hvert er mitt
hlutverk, þar er aðeins minnst
á barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna sem er mikilvægur
grunnur undir þetta starf sem
ég er að vinna og þar eru upp-
lýsingar um hvernig hægt er
að nálgast mig,“ segir Þór-
hildur og hnykkir á því að lok-
um að fólk eigi ekki að hika
við að hafa samband því henn-
ar hlutverk sé einmitt að
þjóna börnunum.
Umboðsmaður barna kynnir sér aðstæður barna á leikskólum
Hittir um-
bjóðendurna
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Umboðsmaður barna naut veðurblíðunnar með börnunum á Urðarhóli í gær.
Kópavogur
STEFNT er að því að halda
áfram að leggja malbik á
Hringbrautina á mánudag eða
þriðjudag eftir nokkurra daga
hlé vegna bilunar sem varð í
malbikunarstöð á staðnum á
miðvikudag. Veður til malbik-
unarframkvæmda er þó ekki
hagstætt í höfuðborginni þar
sem spáð er rigningu frá
mánudegi. Beðið er eftir vara-
hlutum í malbikunarstöðina
erlendis frá, en á meðan er
malbikað annars staðar í
Reykjavík þar sem ekki er
þörf á eins mikilli malbikunar-
framleiðslu og við Hringbraut-
ina. Borgartúnið var malbikað
á miðvikudag og í gær hélt
malbikunarflokkur vestur á
Tómasarhaga og í Frostaskjól
til að leggja slitlag á götur. Það
sem af er sumri hafa malbik-
unarframkvæmdir gengið vel í
höfuðborginni.
Hring-
braut
kláruð
eftir helgi
Vesturbær