Morgunblaðið - 13.07.2001, Side 13

Morgunblaðið - 13.07.2001, Side 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 13 Blaðbera vantar • Skerjafjörður Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu ⓦ vantar Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600. í syðri hluta Oddeyrar, Rimasíðu - Lindasíðu, Byggðaveg - Ásveg. skemmta föstudags- og laugardagskvöld Hljómsveitin Einn & sjötíu Opið öll kvöld frá kl. 20. Lokað á mánudögum. Við Pollinn, Strandgötu 49, Akureyri FYRSTU ungunum var fyrir fáum dögum komið fyrir í eldishúsi Ís- landsfugls í landi Ytra-Holts, skammt sunnan Dalvíkur. Búist er við að fyrstu kjúklingar fyrirtækisins komi á markað um miðjan ágúst. Í fyrstu atrennu voru um 13 þús- und ungar settir í einn sjötta hluta hússins sem er skipt niður í sex bil. Ungar verða síðan settir í húsið einu sinni í viku næstu vikurnar. Sam- kvæmt því verða fuglar komnir í allt húsið um miðjan ágúst, eða um það leyti sem byrjað verður að slátra fyr- stukjúklingunum. Iðnaðarmenn lögðu nótt við dag síðustu sólarhringa til þess að tryggja að unnt yrði að setja fyrstu ungana inn í húsið í dag – og það tókst. Auðbjörn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsfugls, sagði þetta mikinn og merkan áfanga í sögu fyrirtækisins sem gæfi góð fyr- irheit um framhaldið. Valgerður Jóhannsdóttir, gæða- stjóri Íslandsfugls, fylgdist með að flutningar á ungunum væru eftir settum heilbrigðisreglum, en fyrir- tækið hefur sett sér gífurlega strang- ar sóttvarna- og heilbrigðiskröfur og það gildir um allt ferlið, frá útung- unarvélinni í eldishúsið og allan þann tíma sem fuglinn er í eldi í húsinu. Síðast en ekki síst verður að sjálf- sögðu fylgt mjög ströngum reglum við slátrun og sjálfa kjötvinnsluna. Tölvustýrður útbúnaður sér til þess að tryggja alltaf réttan hita í eldishúsinu, svo og rakastig. Hita- lagnir í gólfi hússins gera það að verkum að enn betra verður að tryggja rétt hitastig. Til að byrja með er hitastigið haft röskar þrjátíu gráð- ur. Eldishús Íslandsfugls í Ytra-Holti Morgunblaðið/Helgi Jónsson Magnús Jónasson og Karl Sævaldsson hjá Íslandsfugli með ungana. Fyrstu ungarnir komnir í húsið ÞAÐ voru talsverð viðbrigði fyrir Norðlendinga að fá norðanátt og kalsarigningu eftir einmuna veð- urblíðu sem verið hefur síðustu vik- ur en þessir krakkar í unglinga- vinnu Akureyrarbæjar létu veðrið ekki á sig fá og unnu sér til hita í miðbæ Akureyrar í skjóli skemmti- ferðaskipsins. Veðrið hefur á ný lagast heldur og bíða menn þess hvernig viðra muni í dag, föstudag, þegar hundadagar hefjast, en spá- menn Veðurklúbbnum á Dalvík telja að veðrið þann dag muni segja fyrir um framhaldið út hundadag- ana. Morgunblaðið/Rúnar Þór Unnið í skjóli skips BÆJARRÁÐ Akureyrar heimilaði á fundi sínum í gær að gengið verði til viðræðna við austurríska skíðalyftu- framleiðandann Doppelmayr um kaup á nýrri stólalyftu sem sett verð- ur upp í Hlíðarfjalli. Lyftan verður ein sú fullkomnasta hér á landi og um leið sú afkasta- mesta. Stólalyftan sem fyrir er var sett upp árið 1967 og hefur Vinnueftirlit gert athugasemdir við hana og lá fyrir að hún yrði ekki sett í gang á komandi vetri án viðamikils viðhalds og end- urnýjunar. Fyrr í sumar heimilaði bæjarráð að óskað yrði tilboða í nýjar lyftur og bárust fjögur. Eftir ítarlegan samanburð á þeim þar sem bæði var horft til verðs og af- kastagetu var samhljóða niðurstaða í bæjarráði að tilboð Doppelmayr væri hagstæðast. Sú lyfta er aðeins dýrari en lægsta tilboðið frá Leitner hljóðaði uppá, en afkastageta hennar meiri. Miðað er við að nýja lyftan geti flutt 2000 manns á klukkustund. Gamla lyftan flutti 450 manns á klukkustund. Sú nýja yrði fjögurra sæta, um 1.000 metra löng og verður sett upp á sama stað og sú gamla. Gert er ráð fyrir að í fljótlega verið hafist handa við að taka gömlu lyftuna niður, þá tekur við jarðvegsvinna og uppsteypa nýrra stöpla. Áætlanir gera ráð fyrir að lyftan verði sett upp í október til nóvember og stefnt að því að hún vinnu við uppsetningu hennar ljúki um miðjan desember. Heildarkostnaður við nýju stóla- lyftuna og uppsetningu hennar er um 160 milljóni króna og greiðir Vetrar- íþróttamiðstöð Íslands sem ríkið og Akureyrarbær standa að 55 milljónir króna og bæjarsjóður Akureyrar það sem á vantar eða röskar 100 milljónir króna. Með tilkomu nýju lyftunnar væntir Guðmundur Karl Jónsson forstöðu- maður í Hlíðarfjalli þess að það verði á ný besta og eftirsóttasta skíðasvæði landsins, en þessi afkastamikla lyfta skapar möguleika á að taka við mun fleiri gestum en áður. Rætt við Doppelmayr um nýja stólalyftu í Hlíðarfjalli Afkastagetan um 2.000 manns á klukkustund Heildarkostnaður um 160 milljónir og lyftan tilbúin í desember Bókmenntakvöld í Deiglunni Endir allra funda ENDIR allra funda er yfirskrift bókmenntakvölds sem haldið verð- ur í Deiglunni, Kaupvangsstræti á Akureyri, föstudagskvöldið 13. júlí. Þorsteinn Gylfason hefur umsjón með þessu bókmenntakvöldi og sá um samantekt þess. Flutt verða kvæði eftir Tómas Guðmundsson og Magnús Ásgeirsson. Sif Ragnhild- ardóttir og Michael Jón Clarke syngja við undirleik Richards Simm. Aðgangseyrir er 1.000 krón- ur. gerð upptæk. Manninum var gert að greiða allan sakarkostnað. Hann var ákærður fyrir brot á lögum um lax- og silungsveiði með því að hafa verið með tvö ómerkt silunganet í sjó í Eyjafirði, úti fyrir landi jarðar sinn- ar án þess að netin væru fest í land. Veiðieftirlitsmenn komu að netun- um í byrjun júní í fyrrasumar. Mað- urinn játaði verknaðinn en neitaði refsiverðri sök. Vísaði hann til þess að netin hefðu verið lögð fyrir eigin landi og hann talið ástæðulaust að merkja þau. Vegna ágangs fólks um fjörur lögbýlisins hefði hann ekki haft þau landföst. Loks véfengdi hann gildi auglýsingar í Stjórnartíð- indum frá 1979 um bann við veiði göngusilungs í net í Eyjafirði frá 15. maí til 15. ágúst og taldi gildi hennar tímabundið. Að mati dómsins höfðu fyrirmæli framkvæmdavaldhafa um netaveið- ar í sjó fullnægjandi lagastoð og var netalögn mannsins í andstöðu við þau. BÓNDI í Dalvíkurbyggð hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur til að greiða 20 þús- und krónur í sekt til ríkissjóðs vegna brota á lögum um lax- og silungs- veiði. Haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár fellur refsingin niður, en rjúfi hann skilorðið skal hann sæta 5 daga fangelsi greiði hann ekki sektina inn- an fjögurra vikna frá því honum er tilkynnt um að refsing verði fram- kvæmd. Þá voru tvö net mannsins Bóndi sektaður vegna ólög- legrar netalagnar í sjó Söguganga um Innbæinn og Fjöruna SÖGUGANGA um Innbæinn og Fjöruna á vegum Minjasafnsins á Akureyri verður farin á morgun, laugardag, 14. júlí, kl. 14. Þar verður saga bæjarins rakin út frá þeim húsum sem nú standa og þeim sem þekkt eru frá fyrri tíð. Danir settu mark sitt á verslun- arbæinn Akureyri. Þeir söknuðu m.a. gróðursins að heiman og hófu hér trjárækt og matjurtarækt. Upp úr 1840 fór menningarlíf að taka við sér á Akureyri og haft er eftir séra Matthíasi Jochumssyni, sem flutti til bæjarins 1887, að hér væru þó bækur og dálítið af „comfort og soc- iety.“ Leiðsögumaður í skoðunarferð- inni um gömlu Akureyri er Hörður Geirsson safnvörður. Þeim sem vilja kynnast sögu bæjarins frá fyrstu tíð enn betur er bent á sýninguna Ak- ureyri – bærinn við Pollinn í Minja- safninu á Akureyri. STEFÁN Jónsson myndlistarmaður á Akureyri vinnur nú að gerð nýstár- legs listaverks sem sett verður upp í göngugötunni í Hafnarstræti á Ak- ureyri. Um er að ræða stækkun og út- færslu á verki sem verður einskonar tilbrigði við eitt frægasta málverk Íslendinga, Fjallamjólk eftir Jó- hannes S. Kjarval. Verkið verður um 250 cm að umfangi og 180 cm að hæð og hefur staðsetning þess verið ákveðin syðst í göngugötunni, aust- anmegin eða rétt sunnan við París. Páll Stefánsson verkefnisstjóri sagði að Stefán hefði unnið að nokkr- um hugmyndum í svipuðum dúr, en hann væri þekktur fyrir að endur- skapa þekkt listaverk í þrívídd. „Okkur þótti þetta mögnuð hug- mynd, en hún er ein sú nýjasta úr smiðju Stefáns,“ sagði Páll. Umfangsmiklar breytingar eru fyrirhugaðar á göngugötunni, sem m.a. felast í því að umferð bíla verður leyfð. Verkið hefur verið boðið út og verða tilboð opnuð í lok júlí en fram- kvæmdir hefjast 15. ágúst. Höggmynd sett upp í göngugötunni Tilbrigði við Fjalla- mjólk Kjarvals ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.