Morgunblaðið - 13.07.2001, Side 16

Morgunblaðið - 13.07.2001, Side 16
NÚ voru um það fréttir í vikunni að fjármögn- unarsamningi ykkar við Íslandsbanka hefði verið rift. Síðar kom yfirlýsing um að tíma- rammi samningsins hefði runnið út og hlutverki Íslandsbanka væri þar með lokið, hvort er rétt? „Það er rétt að aðilar samningsins voru sam- mála um að tímarammi samningsins hefði runn- ið út. Samningnum var ekki rift, hvorki af okkar hálfu né Íslandsbanka. Það tókst ekki að ljúka fjármögnun á tilsettum tíma og hlutverki Ís- landsbanka er því lokið. Stjórnin hefur núna tekið málin í sínar hendur og er að skoða aðrar leiðir til að ljúka þessari fjármögnun, meðal annars með útgáfu skuldabréfa sem hægt er að breyta í hlutafé. Hlutafjárútboð ÍS var lokað útboð þar sem völdum hópi fjárfesta var boðið að koma að félaginu. Það hefur verið einkennilegt að fylgj- ast með fréttaflutningi af þessu útboði þar sem útboðsgögn eru trúnaðarmál. Ég veit ekki bet- ur til en að útboðsgögnin séu nú komin inn á borð hjá flestum fjölmiðlum á Íslandi og í sum- um tilfellum með rangtúlkunum þeirra sem komu þeim þangað. Menn mega draga þær ályktanir sem þeir vilja af þessari staðreynd og þeirri að margir fjölmiðlar hafa birt fréttir sem eru mjög villandi og oft beinlínis rangar.“ Það kom fram að náðst hefði að fjármagna hlutafjáraukninguna að 65%, koma þessir aðilar inn sem hluthafar í Íslenska sjónvarpsfélagið? „Það eru fjórir aðlilar sem hafa ákveðið að koma með fjármagn inn í reksturinn. Við bú- umst við að klára fjármögnunina á næstu vik- um. Fjármálamarkaðir hafa verið í lægð að und- anförnu og við hjá ÍS höfum ekki farið varhluta af því.“ Þið voruð með samning við Burnham á Ís- landi um að sjá um hlutafjárútboð Íslenska sjónvarpsfélagsins, hvers vegna sá Burnham ekki um útboðið? „Við mátum það svo að þessum tímapunkti að Íslandsbanki væri besti aðilinn fyrir okkur til að sjá um þetta útboð þar af leiðandi komumst við að samkomulagi við Burnham um að losna und- an þessum samningi.“ Það kemur fram í áreiðanleikakönnun Del- oitte og Touche að það eru gerðar athugasemdir við eignfærslu kostnaðar meðal annars við dag- skrárgerð og auglýsingar. Væri ekki eðlilegt að gjaldfæra þennan kostnað í stað eignfærslu hans? „Það er rétt að það er gerð athugasemd við þetta. Þegar SkjárEinn fór af stað, fyrir okkar tíma, þá var gerð skoðannakönnun þar sem uppsafnað áhorf var 21%. Þegar við tökum við félaginu ári síðar var enn 21% uppsafnað áhorf. Í síðustu könnun er SkjárEinn með 64% upp- safnað áhorf og er örugglega með töluvert meira í dag. Það tókst ekki á einu ári að auka áhorfið um eitt einasta prósent en á einu og hálfu ári er búið að þrefalda áhorfið. Það er búið að leggja gríðarlega mikið í dagskrárgerð og markaðssetningu til að opna augu almennings og sýna fram á að SkjárEinn sé skemmtilegur. Við teljum því þetta varlega áætlaðan kostn- aðarauka sem hefur hlotist af því að auka áhorf- ið svona mikið. Fjölmiðlanotkun er vanabundin, þess vegna þarf að vera með mikla markaðs- setningu til að vinna sig upp í svona áhorf. Þetta er sá kostnaður sem þarf af fara í til að kynna stöðina og við töldum þess vegna að það mætti rökstyðja það að eignfæra jafnvel meira af þess- um kostnaði. Þetta er lítill hluti af þeim kostnaði sem við höfum lagt í að byggja upp þessa stöð“. Það kemur einnig fram að stór hluti lána félagsins sé fallinn í vanskil er þetta rétt? „Þetta er alveg rétt, við höfum orðið að glíma við fortíðardrauga varðandi sjónvarpsrekstur á Íslandi. Þannig hefur verið erfitt að fjármagna hugmyndir stjórnenda og stofnfjárfesta, við höfum þurft að sýna fram á að þetta sé hægt. Við höfum því þurfta að reka fyrirtækið að mestu á skammtímaskuldum. Það er erfitt að fá langtímafjármögnun þegar reksturinn er ekki kominn yfir núllið. Ástæða þess að þessi lán eru fallin í vanskil er að útboðið tók lengri tíma en ráð var fyrir gert. Markmið útboðsins var að sjálfsögðu að laga þessa stöðu félagsins, auka eigið fé og breyta skammtímaskuldum yfir í langtímaskuldir.“ Það kemur í ljós við lestur áætlana að í árslok 2001 er enn gert ráð fyrir að skammtímaskuldir séu um 334 milljónir, verður staðan ekki erfið þrátt fyrir aukningu á eigin fé og breytingu skammtímaskulda yfir í langtímaskuldir? „Við mátum það ásamt Íslandsbanka að þetta væri nægjanlegt fyrir félagið. Um áramót voru skammtímaskuldir um 580 milljónir. Þá var ÍS ekki í teljandi vanskilum. Væntanlegt tekju- streymi á að standa undir greiðslum á þessum skuldum og áætlanir gera ráð fyrir því.“ Eignastaðan um áramót er ekki góð. Veltu- fjárhlutfall er til dæmis lágt, er ekki erfitt að vera í þessari stöðu núna? Þetta er ekki auðveldur tími en hefur að vísu ekki verið það frá byrjun. Á fyrsta heila rekstr- arári félagsins var tap upp á rúmar 200 millj- ónir. Staðan um áramót er einungis yfirlit yfir fyrsta rekstrarárið og það er ekki hægt að ætl- ast til þess hvorki í þessum rekstri né öðrum að félög skili hagnaði á fyrsta árinu.“ Í lýsingu er gert ráð fyrir að auglýsingar í sjónvarpi aukist töluvert á næstu árum og SkjárEinn taki til sín töluvert af þeirri aukn- ingu, er þetta raunhæft? „Markmið stjórnenda er annað en það sem reiknað er með í lýsingunni. Markmið okkar er að vera með um 50% af sjónvarpsauglýsinga- markaði árið 2005. Sú tekjuáætlun, sem var gerð á sínum tíma í útboðinu hjá Burnham, stóðst og vel það. Bara í desember vorum við 10 milljónum yfir áætlun, sem var jafnframt mark- mið stjórnenda okkar í sölu auglýsinga. Hlutfall sjónvarpsauglýsinga á móti heildarauglýsing- um hefur verið að aukast verulega milli ára og fóru sjónvarpsauglýsingar úr 32 prósentum í 45 prósent milli áranna 1999 og 2000. Í áætlunum er einungis gert ráð fyrir 5–10% vexti á mark- aðnum. Sjónvarpsauglýsingamarkaðurinn hef- ur því vaxið meira en heildarauglýsingamark- aðurinn. Eitt er markmið stjórnenda og annað er það sem gert er ráð fyrir í áætlun. Þar er gert ráð fyrir að auglýsingatekjur SkjásEins fari úr um 573 milljónum á þessu ári í tæpar 900 millj- ónir árið 2005. Þar erum við ekki að tala um að Rúv fari út af sjónvarpsauglýsingamarkaði eins og sumir fjölmiðlar hafa haldið fram. Við teljum þessa aukningu raunhæft markmið.“ Almennur efnahagssamdráttur hlýtur samt sem áður að koma við auglýsingatekjur eða hvað? „Auðvitað er þetta rétt. Hins vegar erum við alltaf að bæta við okkur áhorfi og verðum þess vegna ákjósanlegri miðill fyrir auglýsendur fyr- ir vikið. Við erum stöðugt að auka auglýsinga- tekjur okkar á milli mánaða vegna þess að aug- lýsendur vilja fá sem mest fyrir peninginn. Sumarið er hins vegar erfiður tími á auglýs- ingamarkaði eins og allir vita. Við viljum meina að í erfiðu árferði vandi menn betur til birtinga og það skili sér til SkjásEins vegna þess að við erum eina auglýsingsjónvarpið á Íslandi og í harðnandi árferði hætta menn að borga áskrift- ir og horfa á fría miðilinn.“ Það kemur einnig fram í áreiðanleikakönnun Deloitte og Touche að vandséð sé að verðmæti umfram bókfært verð felist í eignarhlutum ÍS í Skjávarpi, Japís og SkjáEinum, hvert er þitt mat á þessu? „Ef við byrjum á SkjáEinum þá er Deloitte og Touche að horfa eingöngu á verðmæti í árs- reikningum. Þarna er ekki verið að meta við- skiptavild, framtíðarvirði eða tekjustrauma félagsins. Endurskoðendur meta ekki fyrirtæki sem er með rúmar 100 milljónir í eigið fé og tap upp á um 200 milljónir, á hundruð milljóna. Við stjórnendur ÍS erum eðlilega á annarri skoðun. Varðandi Skjávarpið og Japís þá er dreifi- kerfi SkjásEins að töluverðu leyti í gegnum Skjávarp á höfuðborgarsvæðinu og alfarið úti á landi. Ef við værum ekki með Skjávarpið hefði það veruleg áhrif á áhorfsmælingar SkjásEins. Þessi eign er því verulega mikils virði fyrir félagið. Skjávarpið er eina eignfærsla á dreif- ingakerfi SkjásEins og því er 92 milljóna króna eignfærsla ekki ofaukið fyrir það. Til dæmis er dreifikerfi RÚV bókfært á um 650 milljónir í dag. Varðandi Japís þá er það félag sem var að velta í fyrra tæplega 300 milljónum og er að velta um 500 milljónum á þessu ári og rekst- urinn verður í jafnvægi. Áætlanir gera ráð fyrir hagnaði á næsta ári hjá Japís. Sá virðisauki sem búinn hefur verið til í Japís gerir fyrirtækið meira virði en bókfærðar tæp- ar 80 milljónir. Deloitte og Touche er einungis að horfa á stöðuna í ársreikningi 31.12. árið 2000, ekkert annað. Við metum þetta á meira en svo.“ Meira og minna allir fjölmiðlar á Íslandi fyrir utan Fréttablaðið eru reknir á samblandi af auglýsinga- og áskriftartekjum. Er mögulegt að reka sjónvarpsstöð á þessum forsendum? „Af okkar reynslu erum við sannfærðir um að það sé hægt. Þetta er búinn að vera gríðarlegur vöxtur undanfarið en reksturinn er að komast fyrir vind. Við eigum að vísu enn eftir að um- breyta efnahagsreikningnum til batnaðar. Við höfum haft mikla trú á þessu rekstrarformi frá upphafi og höfum það enn. Það hamlar áskrift- armiðli að ná ekki til allra, bara áskrifenda. Með því að vera í opinni dagskrá og ná til fleiri færð þú meiri auglýsingatekjur.“ Hvernig sérð þú fyrir þér sjónvarp á Íslandi eftir fimm ár, verða ennþá þrjár ráðandi stöðv- ar Rúv, Stöð 2 og SkjárEinn? „Já, ef menn einbeita sér að því sem þeir eru að gera. Við erum á auglýsingamarkaðnum og verðum þar. Stöð 2 er áskriftarsjónvarp og Rúv er náttúrlega ríkisfjölmiðill. Ég ætla ekki að leggja dóm á hinar tvær stöðvarnar en ég er sannfærður um að okkar eining kemur til með að bera sig.“ Rangar fullyrðingar hafa komið fram í fjölmiðlum segir Kristján Ra., fjármálastjóri ÍS Fyrirkomu- lagi fjármögn- unar breytt Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristján Ra. Kristjánsson, fjármálastjóri SkjásEins. Íslenska sjónvarpsfélagið, sem rekur meðal annars sjónvarpstöðina SkjáEinn, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki að undanförnu. Tómas Orri Ragnarsson ræddi við Kristján Ra. Kristjánsson, fjármálastjóra félagsins. tomasorri@mbl.is VIÐSKIPTI 16 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ AUÐUR Finn- bogadóttir, fram- kvæmdastjóri MP Verðbréfa hf., segir ótíma- bært að gefa út yfirlýsingu vegna viðræðna við Verðbréfastofuna um sameiningu. Aðspurð segir Auður að MP Verðbréf séu mun stærra fyrirtæki en Verðbréfastofan og hafa tekið þá stefnumótandi ákvörðun að verða fjárfestingabanki. Kaup á Verð- bréfastofunni eða sameining við hana gæti verið æskilegur áfangi á þeirri leið. Eigið fé MP Verðbréfa var um 450 milljónir króna í lok síðasta árs en eigið fé Verðbréfastofunnar í kringum 185 milljónirkróna. Starfs- menn MP Verðbréfa er nú 15 en 13 manns starfa hjá Verðbréfastof- unni. MP Verðbréf og Verðbréfastofan Kaup og/eða sameining Auður Finn- bogadóttir Íslandssími með afkomu- viðvörun ÍSLANDSSÍMASAMSTÆÐAN hefur sent frá sér afkomuviðvörun þar sem ljóst er að afkoma félagsins fyrri hluta árs 2001 er lakari en gert var ráð fyrir í áætlunum. Í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands kemur fram að kostnaður vegna gagnasambanda við útlönd og samtengigjalda er meiri en gert var ráð fyrir og gengisþróun hefur verið móður- og dótturfélögum óhagstæð. Þá er afkoma Títans, sem Íslands- sími á 58 % í, mun lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Frá skráningu á markað 13. júní sl. hefur gengi félagsins lækkað um tæp 35% frá útboðsgengi til almenn- ings, úr 8,75 í 5,70. ESB skoðar sænsk- an bankasamruna FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hefur hafið rann- sókn á samruna sænsku bankanna Skandinaviska Enskilda Banken AB og Förenings Sparbanken AB en sameiginlegur banki yrði sá næst stærsti á Norðurlöndum. Í yfirlýsingu frá framkvæmda- stjórninni segir að sameinaður banki kunni að njóta yfirburða á ýmsum sviðum bankaviðskipta í Svíþjóð, einkum í bankaþjónustu til einstaklinga og meðalstórra fyr- irtækja. Bankarnir tveir tilkynntu um samrunann í febrúar. Áforma þeir að mynda nýjan sameiginleg- an banka, SEB Swedbank. Aðeins Nordea, sem var stofnaður í fyrra við samruna finnsk-sænska bank- ans MeritaNordbanken, danska bankans Unidanmark og norska bankans Christiania Bank og Kreditkassen yrði stærri á Norð- urlöndum. Samkeppnisyfirvöld í Evrópu- sambandinu hafa nú fjóra mánuði til að rannsaka samrunann og taka ákvörðun um hvort hún verður heimiluð eða ekki. Skandinaviska Enskilda Banken sýndi áhuga á að kaupa ráðandi hlut í Landsbanka Íslands hf. fyrir nokkrum árum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.