Morgunblaðið - 13.07.2001, Side 17
ÚR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 17
TÍMAMÓT urðu í útgerðarsögu Ís-
lendinga í vikunni þegar vertíðar-
bátarnir níu sem smíðaðir voru í
Kína komu til landsins. Íslendingar
hafa ekki ráðist í sambærilegt
raðsmíðaverkefni frá því að Jap-
anstogararnir tíu voru smíðaðir
fyrir íslenska útgerðarmenn í upp-
hafi 8. áratugarins. Raðsmíðaskipin
frá Kína voru hönnuð af skipaverk-
fræðistofunni Skipasýn ehf. og er
Kristinn Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri hennar, sannfærður
um að framhald verði á skipasmíði
fyrir íslenskar útgerðir í Kína.
Kristinn segir aðdragandann að
smíði skipanna níu ná aftur til árs-
ins 1996 en hann var þá á ferð í
Kína að kynna sér starfsemi skipa-
smíðastöðva þar í landi. Það varð
til þess að ári seinna var send fyr-
irspurn til Kína vegna smíði á 18
metra löngum báti og til baka kom
tilboð frá Limac Company Ltd.
sem á skipasmíðastöðina í Dalian í
Norður-Kína. „Tilboðið þótti mjög
áhugavert og á næstu mánuðum
þróuðust málin þannig að ákveðið
var að smíða 21,5 metra langa báta.
Í upphafi voru þrír til fjórir aðila
að velta fyrir sér nýsmíði en þegar
yfir lauk voru þeir orðnir níu.
Samningurinn var síðan undirrit-
aður í apríl 1999.“
Mikill munur á gæðakröfum
Við undirritun smíðasamninga
var miðað við að bátarnir yrðu af-
hentir í september á síðasta ári og
hefur afhendingunni seinkað um 8
mánuði. Kristinn segir að allir hafi
gert sér ljóst strax í upphafi að
kröfur sem íslenskir útgerðarmenn
geri til fiskiskipa séu allt aðrar en
Kínverjar hafi vanist. „Á móti kom
að þeir voru að bjóða töluvert
lægra verð en við höfðum áður séð.
Þetta bil þurfti síðan að brúa og
það hefur kannski valdið töfunum.
En miðað við þær væntingar sem
við gerðum í upphafi tel ég að allir
geti vel við unað, bæði íslensku út-
gerðarmennirnir og kínversku
skipasmiðirnir.“
Kristinn segir að samskiptin við
kínversku skipasmíðastöðina hafi
gengið vel, enda Kínverjarnir lagt
metnað sinn í að skipin yrðu sem
best úr garði gerð. „Auðvitað komu
upp ágreiningsmál og menn höfðu
á stundum mismunandi skilning á
því hvernig gera átti hlutina. En
þetta tókst engu að síður vel að
lokum.“
Mesti kúfurinn farinn
af nýsmíðaöldunni
Kristinn segist ekki í vafa um að
framhald verði á skipasmíðum fyrir
íslenskar útgerðir í Kína, þó hann
telji að kúfurinn sé farinn af ný-
smíðaöldunni í bili. Hann bendir á
að íslenskir útgerðarmenn hafi í
gegnum tíðina leitað með nýsmíðar
á ódýrari markaði og í dag bjóði
Kínverjar hagstæðasta verðið.
„Lægra verð kemur hinsvegar allt-
af niður á gæðum. Því er ekki að
neita að íburðurinn í skipunum frá
Kína er ekki eins mikill og hand-
bragðið ekki eins vandað og til
dæmis í norskum eða íslenskum
skipum. Ég er hinsvegar sannfærð-
ur um að Íslendingar eiga í aukn-
um mæli eftir að leita til Kína með
nýsmíðar. Ég á samt sem áður ekki
von á því að sami krafturinn verði í
nýsmíðum og undanfarin tvö ár.
Það kom ákveðinn toppur í nýsmíð-
arnar eftir að rúmmetrareglan svo-
kallaða var afnumin og menn gátu
endurnýjað flotann með eðlilegum
hætti og menn höfðu væntingar um
að kvótinn yrði aukinn. Ég á hins-
vegar ekki von á því að sjá sams-
konar kraft á næstu þrem til fjór-
um árum, þó væntanlega verði
samið um smiði tveggja þriggja
skipa á þessu tímabili.“
Kristinn segir að enn sé þörf fyr-
ir frekari endurnýjun á íslenska
fiskiskipaflotanum, sérstaklega í
hinum svokallaða vertíðarbátaflota.
Niðursveifla í efnahagslífinu hafi
hinsvegar slegið á fjárfestingar í
bili. „Við höfum öðlast mjög dýr-
mæta reynslu með skipamíðunum í
Kína. Kínverjar eru leynt og ljóst
að sækja inn á þennan markað og
þeir hafa ekki síður öðlast mikla
reynslu. Þeir líta á það sem heiður
að fá þessi verkefni fyrir Íslend-
inga því þeir vita vel hversu fram-
arlega við stöndum í fiskveiðum,“
segir Kristinn.
Fleiri skip verða
smíðuð í Kína
Morgunblaðið/Jim Smart
Sævar Birgisson, skipatæknifræðingur hjá Skipsýn og Kristinn Hall-
dórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, ánægðir með gang mála.
Framkvæmda-
stjóri Skipasýnar
segir Kínverja
bjóða hagstæð-
asta verðið
Fyrirtækið ICEDAN hefur
annast sölu á stærstum hluta
öryggisbúnaðar um borð í fjöl-
veiðiskipin níu sem komu með
þýska flutningaskipinu Wiebke
og sjósett hafa verið í Hafn-
arfjarðarhöfn á síðustu dögum.
Skipin bíða nú haffærnisskír-
teina í Hafnarfjarðarhöfn en
lokafrágangi skipanna mun
ljúka á næstu dögum og er
hluti af honum að setja björg-
unarbúnað um borð í öll skipin.
Fyrirtækið ICEDAN hefur
annast sölu á öllum öryggis-
búnaði um borð í skipin s.s.
björgunarbátum frá VIKING
AS í Danmörku og björgunar-
vestum frá fyrirtækinu Baltic í
Svíþjóð. Einnig sjá þeir skip-
unum fyrir slökkvitækjum,
blysum, bjarghringjum, bjarg-
hringjalínum, línubyssum og
bjarghringjaljósum, björgun-
argöllum og Markúsarnetinu.
Icedan ehf. er eitt af stærstu
fyrirtækjum landsins á sviði
veiðarfæraþjónustu og er með
veiðarfæragerðir á Akureyri, í
Þorlákshöfn og í Hafnarfirði,
en þar eru framleidd fullbúin
veiðarfæri. Höfuðstöðvar fyr-
irtækisins eru að Óseyrar-
braut í Hafnarfirði en þar er
sinnt, ásamt venjulegum skrif-
stofustörfum, sölu, inn- og út-
flutningi og lagerstjórnun.
Einnig er starfrækt dótturfyr-
irtæki þeirra, Icedan Canada
Inc. í St. John’s á Nýfundna-
landi og er það orðið eitt
stærsta veiðarfærafyrirtækið á
Nýfundnalandi og sér um af-
greiðslu á flestum erlendum
skipum sem koma til löndunar
þar.
ICEDAN
selur
öryggis-
búnaðinn