Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GEIMSKUTLAN Atlantis hóf sig á loft frá geimvísindastöðinni á Canaveralhöfða á Flórída í gær- morgun og hafði innanborðs nýja hurð á alþjóðlegu geimstöðina Alpha, að verðmæti um 16 millj- arðar króna. Var flugtak klukkan fjórar mínútur yfir fimm að stað- artíma, eða 9.04 að íslenskum tíma, um mánuði á eftir áætlun vegna vandamála er komið hafa upp í geimstöðinni. Í áhöfn Atlantis eru fimm manns og er áætlað að hún kom til Alpha í kvöld. Þar um borð eru tveir Bandaríkjamenn og einn Rússi, og hafa þeir ekki fengið heimsókn í um tvo mánuði. Bilun kom upp í vélararmi stöðv- arinnar og þurfti að gera við hann áður en hægt var að koma með nýju hurðina. Dyrnar eru fyrir geimgöngur. Í raun er um að ræða þrýstiklefa, svonefndan loftlás, sem vegur alls sex og hálft tonn, og þarf að nota vélararminn til að koma loftlásn- um fyrir. Hefjast á handa við verkið annað kvöld. Nýja hurðin mun auðvelda geimgöngur fyrir þá sem gista stöðina, en eins og er þurfa bandarískir geimgöngu- menn að fara út úr stöðinni frá rússneska hluta hennar og klæð- ast rússneskum geimbúningum af því að bandarískir geimbúningar eru ekki samhæfðir rússneska kerfinu. Með nýja loftlásnum geta bandarískir geimfarar notað bandaríska geimbúninga hvenær sem er. Slíkt er nauðsynlegt eigi bandaríska geimvísindastofnunin, NASA, að geta lokið byggingu geimstöðvarinnar á næstu fimm til sex árum, eins og vonir standa til. AP Ný hurð á geim- stöðina Canaveralhöfða. AP. Rússar hætta kavíarvinnslu Moskva. AP. RÚSSAR hyggjast tímabundið hætta styrjuveiðum í Kaspíahafi – og þar með kavíarvinnslu – til að koma í veg fyrir að styrjustofninn deyi út. Stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um verslun með afurðir dýrastofna í útrým- ingarhættu, hafði hótað að leggja bann við öllum útflutningi kavíars frá löndunum við Kaspíahaf ef þau gripu ekki til aðgerða til verndar styrjustofninum. Azerbaídsjan og Kazakstan hafa fylgt í fótspor Rússa og sett tímabundið bann við styrjuveiðum, en Túrkmenar hafa enn sem komið er ekki samþykkt að taka þátt í verndunaraðgerð- unum. Íranir eru undanþegnir styrju- veiðibanninu, þar sem stofnunin, CITES, telur þá standa vel að fiskveiðistjórnun. Samkvæmt samkomulagi styrju- veiðiþjóðanna við CITES féllust þær á að hætta kavíarvinnslu tímabundið og flytja einungis út birgðir sem þegar voru á lager. Innflytjendur í Evrópu og Banda- ríkjunum eiga von á að verð kav- íars hækki verulega af þessum sökum. Styrjustofnarnir í Kaspíahafi hafa hrunið um nær 90% á síðustu tveimur áratugum vegna eyðilegg- ingar hrygningarsvæða, mengunar og skorts á reglum og eftirliti eftir upplausn Sovétríkjanna. JACQUES Chirac Frakklandsfor- seti undirbýr nú gagnsókn gegn rannsóknardómurum sem rannsaka meint fjármálamisferli forsetans frá þeim tíma er hann gegndi emb- ætti borgarstjóra Parísar. Hið meinta misferli snýst um ferðir sem Chirac fór í ásamt sínum nán- ustu á árunum 1992–1995 og greitt var fyrir með beinhörðum pening- um. Forsetinn snýst til varnar í kjöl- far þess að dómararnir kölluðu dóttur hans, Claude, til yfirheyrslu á miðvikudag. Hyggst útskýra hvaðan peningarnir komu Forsetinn hefur enn sem komið er neitað að bera vitni í málinu en mun ætla að tjá sig um hið meinta fjármálahneyksli í hefðbundnu Bastilludagsávarpi Frakklandsfor- seta á þjóðhátíðardaginn. Ávarpinu verður sjónvarpað í beinni útsend- ingu á morgun, 14. júlí. Haft er eftir nánum samstarfs- manni og ráðgjafa Chiracs, Maur- ice Ulrich, sem einnig hefur verið yfirheyrður vegna málsins, að við- brögð forsetans verði ekki „dauf- leg“. Þess er vænst að Chirac muni út- skýra að fjárfúlgurnar sem hann notaði til að greiða fyrir umræddar orlofsferðir, þar á meðal lúxusferð til New York að andvirði 1,5 millj- óna króna, komi úr sérstökum sjóði ríkisstjórnarinnar sem hann tók með sér er hann lét af embætti for- sætisráðherra Frakklands árið 1988. Sjóðir sem þessir eru ætlaðir háttsettum opinberum starfsmönn- um og eru umdeild en lögleg leið til að liðka fyrir opinberri starfsemi. Sjóðirnir eru ætlaðir til að greiða fyrir leynilegar njósnaferðir, til að greiða lausnargjald og sem umbun fyrir ráðherra og aðstoðarmenn þeirra. Notkun þessara sérstöku sjóða á að vera „algert leyndarmál“ og dómarar hafa ekki valdsvið til að krefjast þess að gerð sé grein fyrir því til hvers þeir eru notaðir. Dómararnir sakaðir um pólitískan áróður Franska dagblaðið Le Figaro hefur eftir talsmönnum forseta- embættisins að frekari áform séu uppi um gagnsókn gegn rannsókn- ardómurunum. Þeir verði sakaðir um brot á verklagsreglum og póli- tíska mismunun, nú þegar einungis tíu mánuðir eru fram að forseta- kosningum. Nokkrir stjórnmála- menn af hægri vængnum hafa tekið í sama streng og saka dómarana um að vera hliðhollir sósíalistanum Lionel Jospin, núverandi forsætis- ráðherra landsins, en hann er tal- inn líklegur til að bjóða sig fram til forseta gegn Chirac. Leiðtogi Gaullistaflokks Chiracs, Josselin De Rohan, sagði í viðtali við Le Figaro að aðgerðirnar gegn Chirac eigi sér „augljóslega pólitískan til- gang“. Fyrrverandi bílstjóri Chiracs hefur nú tjáð fjölmiðlum að hann sé tilbúinn til að bera vitni gegn for- setanum verði hann kallaður fyrir rannsóknardóminn. Bílstjórinn, sem þjónaði Chirac í 25 ár, lét hafa eftir sér í samtali við AFP að hann hafi verið látinn fara úr starfi sínu vegna þess að hann „vissi of mikið“. Deilur vegna meints fjármálamisferlis Frakklandsforseta Chirac hyggst snúast til varnar París, AFP. AP. APJacques Chirac Frakklandsforseti. ÆÐSTA vísindanefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna IPCC (Inter- governmental Panel on Climate Change) greindi frá því á frétta- mannafundi í Amsterdam sl. þriðjudag, að hún telji að hitastig á jörðinni muni hækka um á bilinu 1,5 til 5,8 gráður á Celsíus á tíma- bilinu 1990 til 2100. Líkur á náttúru- hamförum aukast Dr. Robert Watson, yfirmaður vísindanefndarinnar, sagðist telja að slík hitastigshækkun verði nóg til þess að hitabylgjum muni fjölga, úrhelli vaxa, flóð aukast og þurrkar og plágur muni ógna milljónum heimila. Á fréttamanna- fundinum var skýrsla IPCC birt opinberlega en hún byggir á á rannsóknum sem 3.000 vísinda- menn hafa gert um loftslagsbreyt- ingar. Í skýrslunni, sem áður hef- ur verið birt óopinberlega, kemur fram að vísindamennirnir eru flestir sammála þeirri kenningu að hitastig á jörðinni hækki mun hraðar en búist hafi verið við. Vantar réttmætar reglur í Kyoto-bókunina Nýsjálenska stjórnin tilkynnti í gær að samkomulag þyrfti að nást um skýrar, „sanngjarnar“ reglur, sem hægt yrði að framfylgja, áður Vísindanefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna úrskurðar um loftslagsmál Hitastig hækkar hratt Wellington. AP. en Nýja Sjáland gæti staðfest Kyoto-bókunina um gróðurhúsa- áhrif. „Nýsjálendingar eru enn skuldbundnir til að undirrita bók- unina á næsta ári og eru ekki að láta af stuðningi sínum við sam- komulagið,“ sagði Peter Hodgson, ráðherrann sem samningar um viðbrögð við gróðurhúsaáhrifunum heyra undir. „En Nýja Sjáland getur ekki staðfest bókun sem ekki er stað- festanleg,“ sagði Hodgson. Hann segir vanta reglur í bókunina sem er „auðvelt að skilja og erfitt að brjóta. Þetta þyrftu að vera reglur sem gera okkur kleift að selja öðr- um ríkjum losunarkvóta“. Hodgson sagði enn fremur að Nýja Sjáland myndi þrýsta á að samdar yrðu og teknar í gildi skýrar reglur þegar ráðherrar koma saman til samningaviðræðna um bókunina í Bonn í næstu viku. George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur neitað að staðfesta bók- unina, sem kveður á um minnkun á losun svonefndra gróðurhúsaloft- tegunda og segir hana ósann- gjarna í garð Bandaríkjanna. Gróðurhúsalofttegundir, aðal- lega koltvísýringur frá stóriðnaði og bílum, draga úr útstreymi hita úr andrúmsloftinu, með þeim af- leiðingum að hitastig á jörðinni hækkar. ÞING Júgóslavíu kom saman í gær til að ræða tillögu stuðningsmanna Slobodans Mil- osevic, fyrrver- andi forseta, um að mótmæla framsali hans til stríðsglæpadóm- stóls Sameinuðu þjóðanna í Haag. Þingfundinum var hins vegar slitið klukkustund eftir að hann hófst vegna deilu um hvort sýna ætti um- ræðuna í beinni sjónvarpsútsend- ingu. Líklegt er að tillagan verði rædd á þinginu í næstu viku. Stuðningsmenn Milosevic vilja að þingið samþykki yfirlýsingu um að framsal hans hafi verið ólöglegt og skaðað hagsmuni Júgóslavíu, auk þess sem mannréttindi hans hafi verið virt að vettugi. Milosevic var framseldur 28. júní þótt júgóslavneskur dómstóll hefði úrskurðað að framsalið bryti í bága við lög Júgóslavíu. Einn af lögfræðingum Milosevic í Haag sagði í gær að þeir hygðust fara þess á leit við hollenskan dóm- stól að hann lýsti framsalið ólöglegt og fyrirskipaði að forsetinn fyrrver- andi yrði leystur úr haldi. Deilur á Júgóslavíuþingi Belgrad. AP. Slobodan Milosevic Framsali Milose- vic mótmælt?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.