Morgunblaðið - 13.07.2001, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 13.07.2001, Qupperneq 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 19 NOKKUR hundruð Búlgarar hafa á undanförnum vikum komið til Nor- egs með rútum og hafa þeir látið heillast af auglýsingum sem birtar hafa verið í heimalandinu. Þar er meðal annars sagt að milljón störf séu laus í Noregi. Talið er að menn sem standa að auglýsingunum græði vel á tiltækinu. Fólkið kemur flest frá smáborg- inni Ruse á landamærum Búlgaríu og Rúmeníu og mun einkum vera um sígauna og Búlgara af tyrkneskum uppruna að ræða. Þegar komið er á áfangastað er sótt um pólitískt hæli en að sögn embættismanna hjá norska útlendingaeftirlitinu fullnæg- ir fólkið sjaldan skilyrðum sem sett eru fyrir því að fá dvalarleyfi. Talið er að samstarf sé á milli búlg- arskra milliliða og manna í Noregi um að lokka fólkið af stað. Lofað er ókeypis húsnæði og vinnu. Þrír búlg- arskir rútubílstjórar voru handteknir í Ósló í gær og sakaðir um smygl á fólki. Í farartækjum mannanna voru 80 Búlgarar sem allir sóttu um hæli. Búlgaría hefur samið við Schengen- löndin um að ekki þurfi vegabréf til að ferðast á milli landsins og Scheng- en-svæðisins, rútubílstjórarnir geta því ekið rakleitt til Ósló og sagt að þeir séu með ferðamenn í bílnum. Samþykkt hefur verið áætlun í norska útlendingaeftirlitinu um að afgreiða með hraði umsóknirnar. Margir Búlgaranna hafast nú við í tjaldbúðum í grennd við Ósló. Sígaunar lokk- aðir til Noregs Ósló. Morgunblaðið. FRÖNSK yfirvöld höfnuðu í gær beiðni bandaríska flótta- mannsins Ira Einhorns um að ógilda tilskipun um að hann yrði framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann var dæmdur í lífs- tíðarfangelsi fyrir að myrða sambýliskonu sína árið 1977. Lögfræðingur Einhorns sagði að hann hefði reynt að fyrirfara sér með því að skera sig á háls á heimili sínu eftir að honum var skýrt frá úrskurðinum. Honum snerist hins vegar hugur á síð- ustu stundu og fékk minniháttar sár á hálsinn, að sögn lögfræð- ingsins. Í kjölfar sjálfsvígstil- raunarinnar féllust frönsk yfir- völd á að fresta framsalinu um eina viku. Franskir sjónvarpsmenn, sem var boðið að taka viðtal við Einhorn, komu að honum í eld- húsinu eftir að hann skar sig. Læknir batt ekki um sárið fyrr en viðtalinu var lokið. Einhorn gagnrýndi Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, fyrir að fallast á framsalsbeiðni bandarískra yf- irvalda. „Hann á sök á þessu,“ sagði hann og benti á sárið. Einhorn flúði frá Bandaríkj- unum árið 1981, skömmu áður en hann átti að koma fyrir rétt í Pennsylvaníu vegna morðsins. Hann var dæmdur í lífstíðar- fangelsi árið 1993 í réttarhöld- um sem fóru fram að honum fjarstöddum. Rússnesk lög um stjórn- málaflokka VLADÍMÍR Pútín Rússlands- forseti undirritaði í gær umdeild lög sem hann segir verða til þess að stofnaðir verði nokkrir stórir flokkar í stað rúmlega 200 stjórnmálahreyfinga sem starfa nú í landinu. Efri deild þingsins samþykkti lögin með miklum meirihluta atkvæða í síðasta mánuði en áður voru þau sam- þykkt naumlega í neðri deild- inni, dúmunni. Kommúnistar, bandamenn þeirra og þingmenn Sambands hægriaflanna voru andvígir lögunum. Lögin kveða m.a. á um að flokkar þurfi að hafa að minnsta kosti 10.000 félaga til að verða skráðir og a.m.k. hundrað félaga í hverju héraði. Sundhættur í Rússlandi EFTIR að sumar gekk í garð um austanverða Evrópu og æ meira freistandi varð að skella sér til sunds í ám og vötnum hafa hundruð manna drukknað við þá iðju í Rússlandi og Úkr- aínu. Fjörutíu og fjórir drukkn- uðu í og við Moskvu í júnímán- uði og 15 til viðbótar var bjargað úr „sundháska“, eftir því sem talsmaður yfirvalda greindi frá. Munu margir hinna drukknuðu hafa verið drukknir. Það sem af er þessu ári hafa 634 drukknað í ám og vötnum Úkraínu, að sögn talsmanns Úkraínustjórnar. STUTT Einhorn framseldur Einhorn eftir sjálfsvígstil- raunina í gær. 5 690691 200008 27. tbl. 63. árg. 10. júlí, 2001. VERÐ 499 kr. M/VSK. Lífsreynslusaga * Heilsa * Ferðamál * Matur * Krossgátur Útlendar konur í góðum störfum Poppstjörnur og mömmur þeirra fyrir verslunarmannahelgina Ástfangin í Seattle Elfa Gísladóttir leikkona Göt um allan kropp Samdi vinsælasta jarðarfaralagið Nýtt útlit • betra blað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.