Morgunblaðið - 13.07.2001, Síða 22

Morgunblaðið - 13.07.2001, Síða 22
LISTIR/KVIKMYNDIR 22 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Acidophilus FRÁ Apótekin Fyrir meltinguna og maga með GMP gæðastimpli 100% nýting/frásog H á g æ ð a fra m le ið sla Fríhöfnin Mörgum sinnum sterkara LESTUR og spjall verður með þýska ljóðskáldinu og þýðandanum Manfred Peter Hein í dag kl. 15 í stofu 301 í Nýja Garði v/Suðurgötu, en hann er gestur Þýðingarseturs Hugvísindastofnunar HÍ. Þar mun hann lesa ljóð og texta eftir sig sem að hluta verða þýdd á íslensku. Manfred Peter Hein hefur verið búsettur í Finnlandi frá 1958 og hef- ur gefið út fjölda ljóðabóka og einnig prósa og mikið af þýðingum úr finnsku, ljóð, prósa og leikrit. Lestur og spjall með ljóðskáldi Bræðsluminjasafnið Grána kl. 21. Norrænar ballöður og miðalda- söngvar. Flytjendur: ALBA, Dan- mörku Poul Høxbro, flautur og trommur, Miriam Andersen, söngur og harpa. Þjóðlagahátíð á Siglufirði FRUMSÝNINGAR ANIMAL Laugarásbíó, Regnboginn, Stjörnubíó BRIDGET JONES DIARIES Bíóhöllin, Háskólabíó Memento Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Chri- stopher Nolan. Aðalleikendur: Guy Pierce, Carrie-Anne Moss, Joe Pantoliano. Sérlega áhugaverð, um mann með ekkert skamm- tímaminni. Frábærlega útsmogin og úthugs- uð, spennandi og fyndin. ½ Bíóborgin. Rien Sur Robert Frönsk. 1999. Leikstjóri og handrit: Pascal Bonitzer. Aðalleikendur: Fabrice Luchini, Sandrine Kiberlain, Valentina Cervi, Michel Piccoli. Undarlegir vegir ástarinnar reynast án enda í dálítið sjarmerandi, vel leikinni og óvenjulegri tilfinningamynd.  Háskólabíó. Spy Kids Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit: Ro- berto Rodriguez. Aðalleikendur; Antonio Banderas, Carla Gugino, Alan Cumming. Æv- intýraleg, spennandi og skemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna.  Laugarásbíó, Regnboginn. Tilsammans Sænsk. 2001. Leikstjóri og handrit: Lukas Moodyson. Aðalleikendur: Lisa Lindgren, Michael Nyqvist, Gustaf Hammarslen.  Háskólabíó. The Mummy Returns Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Stephen Sommers. Aðalleikendur: Brendan Fraser, Rachel Weisz, John Hannah. Múmían snýr aftur með miklum látum. Ósvikin fjöl- skylduskemmtun með mögnuðum brellum. ½ Bíóhöllin. Nýi stíllinn keisarans – The Emperor’s New Groove Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Mark Dindal. Handrit: Thomas Schumacher. Það kveður við nýjan tón í nýjustu Disney- myndinni sem fjallar um spilltan keisara sem breytist í lamadýr og lærir sína lexíu. Bráðfyndin mynd fyrir börn og fullorðna. ½ Bíóhöllin. One Night at McCooĺs Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Harald Zwart. Handrit: Moon Shark. Aðalleikendur: Liv Tyl- er, Matt Dillon, Michael Douglas. Skrautleg- asta gamanmynd um flónin sem flækjast inn í ráðabrugg hinnar kynþokkafullu Liv Tyler. Michael Douglas er eftirtektarverður. ½ Laugarásbíó, Regnboginn. Baise moi Frönsk. 2000. Leikstjórn og handrit: Virginie Despentes og Coralie Trinh Thi. Aðalleikend- ur: Raffaela Anderson, Karen Bach. Sérlega átakanleg og raunsæ lýsing á kynlífs- og morðferðalagi tveggja franskra undirmáls- dama. Tilgangur myndarinnar eitthvað á huldu, en enginn fer ósnertur út af henni. Regnboginn. Along Came a Spider Bandarísk. 2001. Leikstjóri Lee Tamahori. Handrit: Marc Moss. Aðalleikendur: Morgan Freeman, Monica Potter, Michael Wincott. Snyrtilega gerð glæpamynd um mannrán og mistök. Vel leikin af Freeman en ótrúverðug, með ógnarlega möskvastærð. Háskólabíó. Crocodile Dundee in Los Angeles Áströlsk/Bandarísk. 2001. Leikstjóri Simon Wincer. Handrit: Matthew Berry. Aðalleikend- ur: Paul Hogan, Linda Kozlowski, Jonathan Banks. Krókódílamaðurinn í bragðdaufum ævintýrum í kvikmyndsborginni. Barnamynd. Bíóborgin, Kringlubíó. See Spot Run Bandarísk. 2001. Leikstjóri: JohnWhitesell. Handrit: William Kid. Aðalleikendur: David Arquette, Michael Clarke Duncan. Meinlaus barnamynd um hressan bolabít og heimska tvífætlinga, ástir og uppeldismál. Dágóð til sins brúks. Kringlubíó. Evolution Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Ivan Reitman. Handrit: Abraham Vincente Nicholas. Aðal- leikendur: David Duchovny, Juliane Moore, Orlando Jones. Loftsteinn hrapar á jörðina og getur af sér furðuskepnur í mislukkaðri gam- anmynd ½ Stjörnubíó, Laugarásbíó. Head Over Heels Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Mark Waters. Handrit: John Deere. Aðalleikendur Freddie Prinze Jr., Monica Potter. Meinlausir tilburðir til að stæla Gluggann á bakhliðinni. Enginn Hitchcock í sjónmáli. ½ Bíóhöllin. Pearl Harbor Bandarísk 2001. Leikstjóri Michael Bay. Handrit William Wallace. Aðalleikarar Josh Hartnett, Ben Affleck, Kate Beckinsdale. Af- skaplega langdregin og leiðinleg mynd sem, þegar öllu er á botninn hvolft, fjallar ekki um neitt. ½ Bíóhöllin, Bíóborgin, Kringlubíó. Tomb Raider Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Simon West. Handrit: Martin Hudsucker. Aðalleikendur: Angelina Jolie, Jon Voight, Iain Glen, Noah Taylor. Bústinn barmur og bardagaatriði eru í aðalhlutverki í þessari mynd sem byggð er á samnefndum tölvuleik. Ófrumlegur vitleysis- gangur en Jolie er alvöru töffari. ½ Háskólabíó, Laugarásbíó. Watcher Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Joe Sharbanic. Handrit: David Elliot og Clay Ayers. Aðalleik- endur: James Spader, Keanu Reeves, Ernie Hudson, Marisa Tomei. Spennulaus mynd um fjöldamorðingja sem hyggst klekkja á lögreglumanni. Bragðlaust allt saman.  ½ Háskólabíó. Dr Dolittle 2 Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit Steve Carr. Aðalleikendur Eddie Murphy. Jeffrey Jo- nes, Kevin Pollak, Kristen Wilson. Agalega slök mynd um dýralækninn vinsæla. Sagan er of einföld og óáhugaverð og húmorinn lé- legur og ósmekklegur. Eddie Murphy má fara að hugsa sinn gang.  Kringlubíó, Regnboginn. Pokémon 3 Bandarísk 2001. Leikstjóri Michael Haigney. Handrit Haigney og Norman Grossfeld. Þriðja Pokémon-myndin er einsog þær fyrri; realísk stuttmynd kemur á undan háskaævintýrinu þar sem Pokémonar berjast og Ash bjargar málunum. Óaðlaðandi og óspennandi að öllu leyti.  Bíóborgin. Valentine Bandarísk. 2001. Leikstjóri: James Blanks. Handrit: Tom Savage. Aðalleikendur: Denise Richards, David Boreans. Óspennandi hryll- ingsmynd með réttdræpum persónum. ½ Kringlubíó. Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir MARVIN Marge (Rob Schneider) vinnur skrifstofustörf hjá lögregl- unni en dreymir um að gerast al- vöru lögreglumaður. Kvöld eitt svarar hann neyðarkalli og þar sem enginn lögreglumaður er við á stöð- inni stekkur hann sjálfur af stað. Hann missir af bófunum en lendir í alvarlegu bílslysi. Sá sem bjargar honum úr bílflak- inu er sérvitur vísindamaður sem rannsakað hefur erfðavísindi og komist að ákveðnum niðurstöðum og notar aumingja Marvin sem til- raunadýr. Hann græðir í hann ýmis líffæri úr dýrum og brátt fer Marvin að haga sér ákaflega einkennilega, svo ekki sé meira sagt. Þannig er söguþráðurinn í banda- rísku gamanmyndinni The Animal sem frumsýnd er í fimm kvik- myndahúsum í dag. Með aðalhlut- verkin í henni fara Rob Schneider, Colleen Haskell, John C. McGinley, Guy Torry og Edward Asner. Leik- stjóri er Luke Greenfield en Adam Sandler er einn af framleiðendum myndarinnar. „Þetta er mynd um mann sem reynir að vera ekki dýrslegur en hefur ekki erindi sem erfiði,“ er haft eftir gamanleikaranum Schneider. „Hann rembist við að halda mann- legum eiginleikum sínum en hann er með öll þessi líffæri úr dýrum og þau eiga eftir að taka yfirhöndina.“ Schneider gerði fyrir ári eða svo gamanmyndina Deuce Bigalow: Male Gigolo í samstarfi við grín- arann Adam Sandler og þeir ákváðu að gera aðra mynd saman. En sam- starf þeirra nær lengra aftur í tím- ann, báðir eru uppistandarar og unnu við Saturday Night Live, ein- hverja vinsælustu gamanþætti bandaríska sjónvarpsins. Einn af leikurunum í The Animal er Colleen Haskell sem reyndar er ekki leikkona heldur tók hún þátt í fyrstu Survivor-seríunni og var strandaglópur á eyðieyju. Hún vakti mikla athygli í þáttunum og Schnei- der fékk hana til þess að fara með aðal kvenhlutverkið í myndinni sinni. Hún leikur konu að nafni Ri- anna, mikinn umhverfisverndar- sinna sem vingast við Marvin. „Colleen er algjört náttúrubarn í leiklist,“ segir leikstjórinn Green- field. „Þetta gerðist allt mjög hratt,“ segir Colleen, „en það var verulega gaman að vinna með Rob. Ég hef enga reynslu af kvikmynda- leik en hann gerði mér þetta allt saman auðveldara. Hann kenndi mér allt sem ég kann svo ef ég stend mig ekki í stykkinu er auðvelt fyrir mig að segja að það sé honum að kenna. Elsti leikarinn í myndinni er gamla sjónvarpsstjarnan Ed Asner. „Mér fannst frábært að Ed vildi leika í myndinni,“ segir Schneider. Asner segir húmorinn hafa breyst mikið frá því hann lék í gamanþátt- um sjónvarpsins. „Það er meiri fáránleikahúmor í gangi núna en áð- ur en lífið er líka oft fáránlegt.“ Leikarar: Rob Schneider, Colleen Haskell, John C. McGinley, Guy Torry og Edward Asner. Leikstjóri: Luke Greenfield. Sirkusselur; Schneider í hlutverki sínu í gamanmyndinni The Animal. Dýrið tekur yfirhöndina Laugarásbíó, Regnboginn, Stjörnubíó, Borgarbíó Akureyri og Nýja bíó Keflavík frumsýna bandarísku gamanmyndina The Animal. BRIDGET Jones (Renee Zellweger) er kona á fertugsaldri sem býr í London. Hún vaknar með timbur- menn á nýársdag og enn er hún ein- hleyp. Ekki bætir úr skák að hún þarf að mæta í árlegt kalkúnaboð hjá for- eldrum sínum. Einn af gestunum þar er lögmaðurinn Mark Darcy (Colin Firth), sérlega glæsilegt mannsefni, en Bridget missir áhugann á honum þegar hún heyrir hann tala um sig í heldur niðrandi tón. Bridget ákveður að halda dagbók og heitir sér því að tapa nokkrum aukakílóum og finna sér kærasta. Hún er mjög skotin í yfirmanni sínum í útgáfufyrirtækinu þar sem hún vinnur. Hann heitir Daniel Cleaver (Hugh Grant). Í ljós kemur að áður- nefndur Mark og Daniel voru vinir þar til Mark reyndi við kærustu Daniels. Þannig er upphaf sögunnar í gam- anmyndinni Dagbók Bridget Jones eða The Bridget Jones’s Diary, sem frumsýnd er í fjórum kvikmyndahús- um í dag. Með aðalhlutverkin í henni fara Renee Zellweger, Hugh Grant, Colin Firth, Jim Broadbent, Gemma Jones, James Callis, Shirley Hend- erson og Sally Phillips. Leikstjóri er Sharon Maguire. Dagbók Bridget Jones varð til árið 1995 sem vikulegur dálkur í breska blaðinu Independent þegar blaða- maðurinn Helen Fielding byrjaði að skrifa greinar um einhleypa konu á fertugsaldri í leit að ást í hörðum heimi. Fielding skrifaði skáldsögu sem byggði á dálkaskrifum hennar og hún kom út árið 1996 og varð metsölubók á stundinni. Bókin seldist um allan heim í yfir fjórum milljónum eintaka og þess var ekki langt að bíða að kvik- myndagerðarmenn keyptu réttinn til þess að kvikmynda hana. Working Title Films hreppti þann rétt en mesta athygli vakti hjá þeim sem best töldu sig þekkja til mála, að banda- rísk leikkona var fengin til þess að fara með hlutverk Bridget hinnar bresku. Það gekk reyndar ekki andskota- laust að finna réttu leikkonuna í hlut- verkið og tók tvö ár að leysa úr því vandamáli. Renee talar með texas- hreim enda frá Texas og sótti stíft nám hjá talkennara, sem áður hafði tekist að gera Gwyneth Paltrow að Breta í myndinni Sliding Doors. Að auki settu framleiðendur myndarinn- ar Renee í vinnu hjá útgáfufyrirtæki í London undir dulnefninu Bridget Ca- vendish. Enginn innan fyrirtækisins komst að hinu sanna. Þá þurfti Renee að fita sig talsvert fyrir hlutverkið og sökkti sér í skyndibitabras og ísát. Niðurstaðan varð sú að Renee þótti smellpassa í hlutverkið ef marka má viðtökur þær sem myndin hefur fengið. Leikarar: Renee Zellweger, Hugh Grant, Colin Firth, Jim Broadbent, Gemma Jones, James Callis, Shirley Henderson og Sally Phillips. Leikstjóri: Sharon Maguire. Dæmalausar dagbækur Háskólabíó, Sambíóin Álfabakka, Nýja bíó Akureyri og Nýja bíó Keflavík frum- sýna gamanmyndina The Bridget Jones’s Diary með Renee Zellweger. Reuters Renee Zellweger í hlutverki Bridget í gamanmyndinni The Bridget Jones’s Diary. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.