Morgunblaðið - 13.07.2001, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 13.07.2001, Qupperneq 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 23 HELGA Birgisdóttir og Olga Páls- dóttir opna sýninguna Líf og dauði í listasalnum MAN, Skólavörðustíg 14, á laugardag kl. 17. Listakonurnar hafa nýlokið námi frá Listaháskóla Íslands og er yfirskrift sýningarinn- ar í tengslum við þema sem þær unnu að við útskriftaverkefni sín. Sýndir verða leikskúlptúrar og graf- ísk verk. Sýningin verður opin virka daga kl. 10:00–18:00 og um helgar 14:00– 18:00. Henni mun ljúka 3. ágúst 2001. Líf og dauði Á SJÖUNDU tónleikum sumartón- leikaraðar veitingahússins Jómfrú- arinnar við Lækjargötu á laugardag kemur fram kvartett saxófónleikar- ans Hauks Gröndal. Með Hauki leika Björn Thoroddsen á gítar, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Matth- ías Hemstock á trommur. Tónleik- arnir hefjast kl. 16 og standa til kl. 18. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. Kvartett Hauks Gröndal á Jómfrúnni ♦ ♦ ♦ SAGAN segir að hollensk-banda- ríski listmálarinn Willem de Koon- ing – sem þekktur var fyrir sína hömlulitlu expressjónísku abstrakt- list – hafi staðið frammi fyrir mál- verki eftir landa sinn Piet Mondrian – föður geómetrískrar abstraktlistar – og látið í ljós öfund yfir frelsinu sem hann taldi sig sjá í nákvæmum vinnubrögðum hans. Nærstaddir tóku þessu hneyksl- aðir sem heldur gráu gamni, einkum þar sem ekki var langt um liðið frá andláti strangflatameistarans. Fæstir skildu að de Kooning var fúl- asta alvara. Það vill oft gleymast að tjáning- arfrelsi listamannsins er afstætt líkt og annað frelsi. Ástæðan fyrir því hve auðveldlega de Kooning gat sett sig í spor Mondrian var sú að hann vissi vel hvaða verði frelsið var keypt. Því óheftar sem maðurinn tjáir sig því sterkara taumhald verð- ur hann að hafa á umsvifum sínum. Eggert Pétursson ætti því að geta sett sig í spor beggja. Þegar málverk Eggerts eru farin að nálgast það sem sjá má á sýningu hans í Gallerí i8 má segja að hann sé búinn með frelsiskvótann, eða taum- lausa óreiðuna sem býr í undirlag- inu. Á móti er yfirborðið allt hið ná- kvæmasta. Með stækkun flatarins koma í ljós tengsl hans við arfleifð- ina eins og hún artaði sig frá Monet til Pollock. Verk Eggerts eru vissulega mál- uð með yfir-allt-tækni – all over ef- fect – eins og vatnaliljumyndir Mon- et. Í þeim er enginn einn brenni- punktur heldur flæðir myndefnið eftir yfirborðinu eins og endalaust rósmynstrað veggfóður. Fífubreiðan er til marks um hlutbundna og óhlutbundna túlkun saman komna í einu og sama verkinu. Takist áhorf- endum að skoða bakgrunninn milli hvítra fífuhnoðranna taka þeir sjálf- sagt eftir því að hann er svo til allur úr óhlutbundnum og óræðum lit- böndum. Það eru einstæðir hæfileikar Egg- erts að geta fangað þessa óreiðu alla og kynnt hana líkt og hverri jurt hefði verið fundinn staður eftir ná- kvæmu skipulagi. Eitt stendur gest- um þó ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um þegar þeir horfa á myndir hans. Það er gróðurinn við fætur okkar – lyngkápan og ylmandi grassvörður- inn – þessi viðkvæmu og hversdags- legu jarðarklæði sem þó eru svo nærtæk að fáir geta látið það vera að hnoðast í þeim eins og dúnmjúkri sæng. Er það ef til vill minnið um dýpstu og mikilvægustu snertingu okkar lifandi rótleysingja við alla hina bjargföstu hlýju sem dregur okkur að þessum ómótstæðilegu myndum? Að fanga óreiðuna MYNDLIST G a l l e r í i 8 Til 28. júlí. Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13–17. MÁLVERK EGGERT PÉTURSSON Halldór Björn Runólfsson Eitt af blómamálverkum Egg- erts Péturssonar á sýningu hans í Galleríi i8, við Klapparstíg. Sýningarsalur Íslenskrar grafíkur Einkasýningu Stellu Sigur- geirsdóttur, „Portrett landslag – tuttugu orð“, lýkur sunnu- daginn 15. júlí. Sýningu lýkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.