Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 27
víst þykir
ið verður
Pounds.
aumferðin
nars hvors
að
kana
ýs forseta
ympíuleik-
r af þeim
komi illa
ðasérsam-
C-fulltrúa
ý til borga
en undir
hægt án
reyfingar-
Að tillögu
tteðfyrra,
rrverandi
aríkjanna,
íþrótta-
C. Forset-
t sérstaka
nefndinni.
andi land-
nig eru 5
ss einu og
uður-Am-
ni til sam-
r vaxi um
fnaðar.
ð Alþjóða-
innan við
nka en nú
milljarðar.
þótt Sam-
li deilt út
hafa verið
nn þungi
lþjóðasér-
píunefnda
ni og þarf
ig pening-
konar ein-
eftir fund-
a og ríkti
lengi vel eftir að Samaranch tók við
af Killanin lávarði í sömu borg fyrir
21 ári. Loks má gera ráð fyrir að
spillingarsárin opnist á ný þegar
flautað verður til leiks í Salt Lake
City á næsta ári er spurningar vakna
á ný um hvernig gangverk Alþjóða-
ólympíunefndarinnar geti orðið
gegnsærra og starfsemi hennar og
fulltrúanna ábyrgari. Verðandi for-
seti verður sagður valdamesti mað-
urinn í heimi íþróttanna en þrátt fyr-
ir auðlegðina og áhrifin verður starf
hans enginn dans á rósum.
IOC-fulltrúarnir kjósa í dag um
hvar ólympíuleikarnir árið 2008 verða
haldnir en valið stendur milli fimm
borga sem eftir ítarlegt forval hafa
verið úrskurðaðar fullbærilegar til að
halda mótið á grundvelli umsókna
sinna. Mestar líkur þykja á að Kín-
verjar hreppi hnossið og að leikarnir
verði haldnir í Peking. Er þess þó að
minnast að í níu tilvikum af síðustu 11
hafa leikarnir ekki hlotnast þeirri
borg sem fyrirfram hefur verið talin
sigurstranglegust í keppninni um þá.
Þess vegna útilokar enginn IOC-
fulltrúi að annað hvort París eða Tor-
onto verði fyrir valinu, en almennt er
búist við að Osaka í Japan og Istanbúl
í Tyrklandi falli úr leik í fyrstu tveim-
ur umferðunum. Fyrirkomulag vals-
ins er með þeim hætti að í fyrstu um-
ferð stendur valið milli allra borganna
fimm, í þeirri næstu er nafn þeirrar
sem fæst fékk atkvæðin ekki lengur
að finna á kjörseðlinum og þannig
koll af kolli þar til meirihluti IOC-
fulltrúanna 122 hefur greitt einhverri
borginni atkvæði sitt.
Úrslitanna er beðið með mikilli
eftirvæntingu. Ekki aðeins vegna
sterkrar stöðu Peking sem árið 1993
varð að sjá á eftir þúsaldar-
ársleikunum til Sydney með aðeins
einu atkvæði, en þá var átta árum
styttra en nú frá fjöldamorðum kín-
verska alþýðuhersins á Torgi hins
himneska friðar 1990. Heldur og
vegna þess að niðurstaðan í staðar-
valinu er talin geta ráðið miklu um
hver verður valinn eftirmaður Sam-
aranch sem forseti IOC. Altént ótt-
ast IOC-fulltrúar sem undirritaður
hefur rætt við og styðja Jacques
Rogge, að mörgum þætti of mikið af
því góða að velja bæði Frakka sem
gestgjafa árið 2008 og Belgann sem
forseta IOC á sama fundinum.
Sömuleiðis ganga þeir út frá því að
stuðningur reytist af Kóreumannin-
um Kim Un Yong verði Peking fyrir
valinu þar sem þegar hefur verið
ákveðið að HM í fótbolta 2002 fari
fram í Suður-Kóreu og Japan á
næsta ári og muni IOC-fulltrúum
þykja það nóg fyrir Asíu. Ef þessar
kenningar eru réttar hefur Dick
Pound líklega ekkert á móti því að
heimaborg hans, Toronto, falli
snemma úr leik.
Dvínandi andstaða við
að Kínverjar fái leikana
Andstaða við að Kínverjar fái leik-
ana hefur dalað undanfarið og skipt-
ir mestu að bandarísk stjórnvöld
hafa ekki viljað leggja þeirri baráttu
lið og tilraun til að fá Bandaríkjaþing
til að taka fyrir tillögu þar sem Al-
þjóðaólympíunefndin er hvött til að
veita Kínverjum ekki leikana mis-
heppnaðist vegna andstöðu þing-
manna sem vilja vinna að aukinni frí-
verslun við Kína. Stjórn George W.
Bush hefur ekki viljað efna til átaka
við Kínverja á nýjum vettvangi á
sama tíma og freistað er að lappa
upp á samskipti ríkjanna og ágrein-
ing á sviði viðskipta, njósnamála,
mannréttindamála og um Taiwan.
Kínverskir andófsmenn, nokkrir
bandarískir þingmenn og samtök
sem láta sig mannréttindamál varða
halda því fram að kínverskir ráða-
menn muni túlka það stjórnarstefnu
sinni í hag verði Peking fyrir valinu.
Stuðningsmenn Peking eru á öðru
máli og telja að val borgarinnar
muni miklu fremur leiða til opnunar
stjórnkerfisins og umbóta því mann-
réttindamálin í Kína muni fyrir vikið
verða undir miklu meira eftirliti al-
þjóðasamfélagsins en áður. Það
haldreipi nota fulltrúar viðskiptalífs-
ins en mannréttindasinnar segja
græðgi þeirra og sérplægni fremur
ráða ferð. Þeir segja forstjóra
bandarískra stórfyrirtækja, sem
fjármagni kosningabaráttu fjöl-
margra bandarískra þingmanna,
bera hönd fyrir blinda augað þegar
mannréttindi séu annars vegar
vegna vonarinnar um aukinn aðgang
að hinum risastóra markaði sem fyr-
ir hendi sé í Kína. Þá er það og hagur
bandarískra sjónvarpsfyrirtækja og
íþróttaleiðtoga að Toronto verði ekki
fyrir valinu því það myndi hafa í för
með sér enn lengri bið eftir því að
leikarnir verði á ný haldnir í Banda-
ríkjunum.
Áróðurinn gegn Peking
getur virkað öfugt
Í einkasamtölum segja fulltrúar í
Alþjóðaólympíunefndinni að utanað-
komandi þrýstingur á þá frá margs
konar stofnunum og hugsjónasam-
tökum, sem beri velferð og mann-
réttindi óbreyttra Kínverja fyrir
brjósti, hafi lítil áhrif er þeir ákveða
hvar leikarnir 2008 skuli haldnir.
Nær væri að áhrifin yrðu önnur en
til var stofnað. Reyndar benda þeir
sömu á að afstaða til mannréttinda-
mála hafi ekki ráðið úrslitum er
Sydney fékk 2000-leikana. Þar hafi
Peking fengið flest atkvæði þangað
til í fjórðu og síðustu umferð er
Manchester datt úr leik og atkvæði
greidd þeirri borg fóru flest yfir á
Sydney. Þá eru fjöldamargir IOC-
fulltrúanna frá ríkjum þar sem
mannréttindum er einnig ábótavant
og í millitíðinni hafi Kínverjar verið
iðnir við að afla sér velvildar með því
að byggja upp íþróttamannvirki,
leggja til tækjabúnað og efna til
þjálfunarbúða í þróunarlöndum.
Fulltrúar með nef fyrir markaðs-
málum sjái urmul tækifæra með því
að velja Peking og borgin muni njóta
atkvæða fulltrúa sem finnst IOC
snúast um of um Evrópu.
Vegna kosninganna á þingi IOC í
Moskvu verða bæði borgirnar sem
vilja leikana og forsetaefnin fimm að
fást við nýtt afl innan IOC, fulltrúa
íþróttafólksins sem stórfjölgað var
er reynt var að efla tiltrú á Alþjóða-
ólympíunefndina í kjölfar hneykslis-
málanna í Salt Lake City. Atkvæði
þeirra eru talin mikilvæg og Kín-
verjum stendur t.a.m. ógn af þeim
því íþróttamennirnir 11 vilja ekki til
Peking með leikana 2008, heldur
Parísar eða Toronto. Í forsetaslagn-
um eru þeir á bandi Jacques Rogge.
Á næsta ári fjölgar fulltrúum
íþróttafólksins í 15 er keppendur á
leikunum í Salt Lake kjósa fjóra úr
sínum röðum inn í nefndina.
Er Samaranch hélt til Mosku
bærðust þrjár óskir í brjósti hans.
Sú fyrsta að Peking fái leikana 2008,
önnur að Jacques Rogge verði valinn
eftirmaður hans og sú þriðja, að son-
ur hans og alnafni verði kosinn inn í
Alþjóðaólympíunefndina. Merki eru
um að jafnvel þeim sem næst honum
standa hafi verið misboðið með síð-
ustu tillögunni og þyki Samaranch
hafa misbeitt stöðu sinni. Sonurinn
hafi lítið látið til sín taka á íþrótta-
sviðinu og fyrst og fremst verið vara-
formaður Alþjóðanútímafimmtar-
þrautarsambandsins til átta ára upp
á punt. Rogge og Pound lögðu báðir
að Samaranch að stinga ekki upp á
syni sínum. Enginn greiddi þó at-
kvæði gegn tillögunni er forsetinn
bara hana upp í framkvæmdastjórn-
inni í maí og umræða um hana varð
engin. Spurningin er hvort óbreyttir
IOC-fulltrúar hafa kjark til að
snupra fráfarandi foringja sinn og
stinga upp á fleirum til kjörs er til-
laga stjórnarinnar um sjö nýja full-
trúa verður á dagskrá í Moskvu.
og nýjan ólympíuforseta á þingi Alþjóðaólympíunefndarinnar í Moskvu
Reuters
á ólympíuskilti í Peking í gær. Líklegt er talið að borgin hreppi ólympíuleikana 2008.
nd á krossgötum
agas@mbl.is
JUAN Antonio Samaranch læt-ur um helgina af starfi for-seta Alþjóðaólympíunefnd-
arinnar eftir 21 ár á valdastóli. Þar
með hverfur úr starfi áhrifamesti
forseti IOC frá Pierre de Coubertin
en aðeins sjö menn hafa gegnt
starfinu í 107 ára sögu nefnd-
arinnar. Samaranch tók við
óburðugum samtökum en hefur
eflt þau og skóp um tíma órofa ein-
ingu meðal ólympíuhreyfing-
arinnar. Hefði hann hætt leik þá
hæst hann stóð, eftir glæsilega
ólympíuleika í heimabæ hans,
Barcelona, 1992 ríkti meiri ljómi
yfir valdatíð hans en nú er.
Samaranch sneri sér snemma að
stjórnmálum og reis hratt upp í
valdakerfi Francos einræðisherra
og um tíma ráðherra. Í krafti for-
mennsku sinnar í ólympíunefnd
Spánar valdist hann inn í Al-
þjóðaólympíunefndina árið 1966.
Samaranch lifði af breyting-
arnar frá einræði til lýðræðis eftir
dauða Francos og var útnefndur
fyrsti sendiherra Spánar í Moskvu
árið 1977. Sú ráðstöfun reyndist
honum farsæl og var í raun stökk-
pallur hans í forsetastól Alþjóðaól-
ympíunefndarinnar. Pólitísk átök
vegna Moskvuleikanna og fjarvera
fjölda ríkja frá þeim varð til þess að
Killanin lávarður hrökklaðist af
forsetastóli. Forsetakjörið var
formsatriði því Samaranch fékk
drjúgan meirihluta í fyrstu umferð
þess og naut m.a. einróma stuðn-
ings kommúnistaríkjanna.
Á þessum tíma þótti stefna í
hægt andlát IOC. Hreyfingin átti
innan við 500.000 dollara á banka
og fulltrúarnir þurftu sjálfir að
kosta sig á fundi hennar sakir fá-
tæktar nefndarinnar. Og fyrir lá að
reynt yrði að fá ríki til að snið-
ganga leikana 1984 í Los Angeles í
hefndarskyni fyrir heimasetu ann-
arra er Moskvuleikarnir fóru fram.
Við því fékk Samaranch ekkert
gert en tvennt varð honum og IOC
þó til bjargar.
Annars vegar leiddi mikill hagn-
aður af Los Angeles-leikunum til
þess að borgir kepptust á ný um
leikana. Og örlagaríkur fundur
með Horst Dassler, erfingja
Adidas-veldisins, leiddi til mjög
ábatasamrar markaðssetningar ól-
ympíuhringanna og gífurlegra
tekna af sjónvarpsréttarsamn-
ingum. Smám saman ruddi hann og
atvinnumennsku í íþróttum leið inn
á ólympíuleikana og gerði þá óum-
deilanlega að enn meiri íþróttahá-
tíð en áður.
Samaranch notaði og pólitíska
kænsku sína og fékk ríki heims til
að sameinast í þátttöku á ólymp-
íuleikunum í Seoul í Suður-Kóreu
1988. Ákafar tilraunir Norður-
Kóreumanna til að fá ríki heims til
að sniðganga leikana misheppn-
uðust algjörlega. Og leikarnir fjór-
um árum seinna í Barcelona þóttu
sem stærsti gimsteinn í kórónu for-
setans. Hefði hann stigið af valda-
stóli í framhaldi af þeim væri Sam-
aranch óumdeildur bjargvættur
ólympíuhreyfingarinnar.
En hann kaus að sitja áfram og
lét hækka aldursmörk nefndar-
manna og forseta til að svo mætti
vera. Á sama tíma kraumaði undir
óánægja með bruðl og gjafir til
IOC-fulltrúanna frá borgum sem
sóttust eftir ólympíuleikum og
voru tilbúnar að múta fulltrúunum
til að fá atkvæði þeirra. Margir
stóðust ekki freistingarnar og sjálf-
ur sætti Samaranch vaxandi gagn-
rýni fyrir flottræfilshátt með því að
baða sig í auði hreyfingarinnar og
m.a. ferðast um heiminn á einka-
þotum á kostnað IOC.
Peningarnir streymdu inn en lít-
ið var spurt hvernig þeim var var-
ið. Hafi peningahyggjan þótt ámæl-
isverð sköðuðu leikarnir í Atlanta
1996 ímynd IOC enn frekar, svo of-
urseldir voru þeir auglýsinga-
mennskunni. Samaranch hafði enn
tækifæri til að draga sig í hlé sem
óumdeildur foringi en var ekki á
því og fékk aldursmörk forseta enn
hækkuð. Sem þýddi að hann stóð
enn við stýrið er spillingarmálin
tengd Salt Lake City voru dregin
fram í dagsljósið. Tíu fulltrúar í Al-
þjóðaólympíunefndinni voru ýmist
reknir eða neyddir til afsagnar og
forsetinn neyddist til að biðja um
traustsyfirlýsingu. Þótt 86 fulltrú-
ar hafi greitt honum atkvæði en að-
eins tveir ekki hafði hann ekki
lengur þau öruggu tök á fulltrúun-
um sem áður var. Gagnrýnisraddir
fengu hljómgrunn og Samaranch
neyddist til að hrinda af stað víð-
tækum umbótum á nefndinni.
Engum blöðum er um það að
fletta að Samaranch er aðsóps-
mesti forseti Alþjóðaólympíunefnd-
arinnar eftir Coubertin. Þjóðhöfð-
ingjar hafa beygt sig að vilja hans
þegar á hefur þurft að halda og
þótt hann segi að eining hreyfing-
arinnar sé mikilvægasta veganesti
arftaka síns stígur Samaranch upp
af valdastóli með mun klofnari
hreyfingu en hann sjálfur hefði
kosið. Fulltrúarnir eru andvígir
allsherjarbanni við heimsóknum til
borga sem vilja fá leika og sumir
halda því jafnvel fram opinberlega
að Samaranch hafi látið hagræða
niðurstöðum forvalsnefndar, sem
lagði mat á umsækjendur um leik-
ana 2008, Peking í hag. Og reynt
að fá nefndina til að mæla ekki með
Osaka og Istanbúl til að auðvelda
Kínverjum róðurinn. Og gegn ráð-
um nánustu ráðgjafa sinna og í
skugga Salt Lake hneykslisins hef-
ur hann lagt til að sonur hans verði
kjörinn inn í IOC í Moskvu, ein-
ungis til að styrkja þá skoðun að
taumur ættmenna og vina sé enn
dreginn innan IOC.
En þrátt fyrir átök og upplausn
munu undirsátar Samaranch
þakka starf hans í þágu nefnd-
arinnar og útnefna hann heið-
ursforseta IOC til æviloka á fund-
inum í Moskvu. Minning hans
verður og ódauðleg með því að ól-
ympíusafnið í Lausanne verður
nefnt upp á nýtt og í höfuðið á hon-
um. Öðrum forsetum en Coubertin
hefur ekki verið sýndur sambæri-
legur heiður.
Reuters
Samaranch með Pútín Rússlandsforseta í móttöku í Kreml í gær.
Bjargvætturinn
frá Barcelona