Morgunblaðið - 13.07.2001, Síða 33

Morgunblaðið - 13.07.2001, Síða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 33 ✝ Ragnheiður ÞóraKristín Eiríks- dóttir fæddist 8. mars 1915 á Stokkseyri. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Skjóli 5. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Eiríkur Ei- ríksson, bakara- meistari frá Djúpa- vogi, f. 17.6. 1881, d. 18.6 1941, og Mar- grét Jónsdóttir, hús- móðir úr Reykjavík, f. 13.10. 1882, d. 4.10. 1954. Systkini Ragn- heiðar, sem öll eru látin, voru, Ei- ríkur Karl, eiginkona hans er Ingi- björg Adolfsdóttir, þeirra sonur er Friðrik; Jóna Guðrún, eiginmaður hennar var Guðni Guðleifsson, upp- Rögnu Valdísi, og þrjú barnabörn. Sumardaginn fyrsta 1948 giftist Ragnheiður seinni manni sínum, Jóni Tómassyni, póst- og símstöðv- arstjóra í Keflavík, f. 26.8. 1914, d. 13.7. 1996. Börn þeirra eru: Bjarni Ómar, f. 1948, sambýliskona hans var Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, d.1989, og eru dætur þeirra Rósa og Ragnheiður; Tómas, f. 1950, eig- inkona hans er Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, þeirra börn eru Jón, Rut, Ari og Anna María, þau eiga eitt barnabarn; Eiríkur, f. 1950, eig- inkona hans er Ingibjörg Kjartans- dóttir, dóttir þeirra er Ragnheiður; og Margrét, f. 1956, sambýlismaður hennar er Sæmundur Benedikts- son. Áður átti Jón son, Sveinbjörn f. 1945, eiginkona hans var Sigríður Kalmannsdóttir, þau skildu, börn þeirra eru Linda Rós og Ragnar Ingi. Barnabörnin eru fjögur. Flest búskaparár sín bjuggu Ragna og Jón í Keflavík, en árið 1987 fluttu þau til Reykjavíkur. Ragnheiður hefur búið á Hjúkrun- arheimilinu Skjóli frá 1993. Útför Ragnheiðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. eldisbörn þeirra eru Birna og Marteinn; Ólöf, eiginmaður hennar var Alan Freemann, börn þeirra eru Eiríkur Edward, Margrét og Elísabet. Ragnheiður bjó á Stokkseyri fyrstu 12 æviárin en flutti þá með foreldrum sínum til Keflavíkur og síðar í Hafnarfjörð. Árið 1936 giftist hún þar fyrri manni sínum Bjarna Ísleifssyni, f. 25.10. 1913. Hann fórst með togaranum Sviða í desember 1941. Sonur þeirra er Júlíus Grétar, f. 1939, hans kona er Birna Björns- dóttir, eiga þau fjögur börn, Magn- fríði, Bjarna Má, Björn Starra og Ragna amma hefur kvatt jarðlífið og hún var eflaust sátt við að fara, eftir að hafa verið mikið rúmliggj- andi síðustu árin. Hún var líka orðin ekkja í annað sinn á ævinni og mér finnst trúlegt að hún hafi hlakkað til að hitta mennina sína hinumegin. Það er erfiðara fyrir okkur hérna- megin lífs og dauða að hafa hana ekki lengur hjá okkur. En minningin um góða manneskju lifir. Í mínum huga er hún fyrst og fremst amma mín, sem ég hef heimsótt af og til síðustu fjörtíu árin og alltaf fengið hlýjar móttökur. Mörg minningabrot úr æsku snúast um ömmu sem húsmóð- ur. Amma í eldhúsinu á Vatnsnes- veginum að undirbúa mat, bera á borð og ganga frá. Það hefur örugg- lega enginn farið frá hennar heimili með tóman maga. Ég sé hana fyrir mér sístarfandi við að skapa þægi- legt heimili fyrir afa, börnin, barna- börnin og alla sem litu við í heim- sókn. Í amstri heimilisstarfanna gaf hún sér einnig tíma til að gantast við okkur krakkana og spyrja hvernig lífið og tilveran gengi. Yfirleitt var skapið létt og stutt í stríðnistóninn. Einu skiptin sem ég man eftir höst- ugum tóni var ef henni fannst við tala af léttúð um trúmál. Það leyfðist eng- um í hennar návist. Þrátt fyrir að lík- aminn gæfi sig síðustu æviárin hélst minnið og athyglin óskert. Hún virt- ist fylgjast ótrúlega vel með því hvað allir í fjölskyldunni voru að gera og hún lagði mikið af sínum takmarkaða starfskrafti í að búa til handunnar jólagjafir fyrir okkur afkomendur sína. Þessir hlutir minna á síðustu ár ömmu og eru tákn um þá umhyggju sem hún sýndi alla tíð. Umhyggju- söm, hlýleg og glettin – þannig minn- ist ég ömmu. Magnfríður Júlíusdóttir. Elsku Ragnheiður Þóra Kristín Eiríksdóttir, amma okkar. Yndislega amma okkar er látin. Um leið og við kveðjum hana í hinsta sinn koma upp í hugann liðnar samverustundir. Okkur systkinunum þótti alltaf jafn- gaman að fara með rútunni til Kefla- víkur og heimsækja ömmu og afa á Vatnsnesvegi. Eftirvæntingin var mikil því þar var margt hægt að gera: Dorga niður á höfn, selja Faxa fyrir afa í von um að verða sölukóng- ur/drottning og fá mynd af sér í næsta tölublaði, fara í sunnudaga- skólann, gera prakkarastrik en alltaf koma til baka í ómótstæðilega sunnu- dagssteik hjá ömmu að ógleymdri hjónabandssælunni sem fræg er orð- in. Þannig liðu ófáar helgar í sælu- vímu og alltaf biðum við óþreyjufull eftir að skólanum lyki á föstudögum. Amma var ætíð með ljóð eða hnyttin tilsvör á takteinum og létti okkur ávallt lundina þegar við vorum ósátt. Kímni hennar og kátína kom okkur í gott skap aftur. Þó vakti það örlítinn ugg þegar hún tók út úr sér fölsku tennurnar mest til að stríða okkur. Kannski engin furða að við fengum öll vænan skammt af stríðni í arf! Eins vildum við sofna á undan ömmu til þess að hroturnar héldu ekki fyrir okkur vöku. Allt var þó gleymt er nýr dagur hjá ömmu og afa var í vændum. Amma var mikil öðlingskona, blíð og góð. Allir nutu hjartagæsku hennar, ekki síst við barnabörnin sem hún hvatti til dáða og efldi á alla lund. Hún sýndi öllum gjörðum okkar áhuga og var ekki spör á hrósið. Minnið brást henni ekki þó að aldurinn færðist yfir og rifjaði oft upp liðnar stundir, jafnvel atburði sem við höfðum sjálf gleymt. Með miklum söknuði kveðjum við ömmu Rögnu en erum samt fullviss að afi beið hennar með mikilli eft- irvæntingu. Nú þarf hann ekki leng- ur að telja uppá einn, tveir og sjö og reka á eftir. Við hefðum gjarnan vilj- að eiga fleiri stundir með ömmu til að rifja upp síðar meir en við munum öll verða sameinuð á ný. Þangað til njót- um við góðra minninga um yndislega og kærleiksríka konu. Guð geymi þig, amma okkar. Jón, Rut, Ari og Anna María. RAGNHEIÐUR ÞÓRA KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR ✝ Olgeir GunnarÁsgeirs Gíslason fæddist á Gullhúsám á Snæfjallaströnd 21. mars 1930. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Gísli Jón Gísla- son og Guðmundína Kristín Ingimundar- dóttir, bæði ættuð af Snæfjallaströndinni. Systkini Olgeirs eru: Þórunn, f. 1919, d. 2000, Ólafur Kristinn, búsettur á Akranesi, f. 1932, og Gísli Jón, búsettur á Hellissandi, f. 1936. Á barna- og unglingsárunum ólst Olgeir upp í foreldra- húsum á Ísafirði en fluttist til Ólafsvíkur 1955 þar sem hann bjó til dánardags. Ár- ið 1964 kvæntist Ol- geir eftirlifandi konu sinni Þórunni Sigur- borgu Jóhannsdóttur frá Ólafsvík. Kjör- sonur þeirra hjóna er Gunnar Þór, f. 1973, kvæntur Marilou Pi- alan Villacorta. Þau eiga eina dóttur. Útför Olgeirs fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Vinnufélagi minn til margra ára Olgeir Gíslason er látinn. Lát hans kom öllum mjög á óvart en hann hafði verið við ágæta heilsu eins og hann sagði sjálfur í langan tíma. Ég kynnt- ist Geira, eins og hann var alltaf kall- aður meðal vina sinna, þegar hann var hafnarvörður í Ólafsvík 1970. Hafnarverðir sem unnu þau störf á þeim tíma voru lykilmenn í sínu starfi. Þá var ekki sími kominn í bátana og talstöðin var eina tækið sem notað var til að hafa samskipti við land. Í verstöð eins og Ólafsvík var á þeim tíma, með miklum fjölda báta, þurfti góða menn á hafnirnar til að allt gengi snurðulaust fyrir sig. Þar var Olgeir á réttum stað. Mikil samskipti voru milli hafnarvarða og skipstjóra og þýðingarmikið var að skilaboð af sjónum bærust alla leið. Skipstjórar treystu Geira og vissu að hann kom öllu til skila hvort sem panta þurfti kost, viðgerðarmann, fá vatn um borð eða hvað sem var og allt var til reiðu þega komið var til hafn- ar. Þótt aðstaða hafnarvarða væri þá ekki eins og núna var Geiri ekki að súta það heldur vann hann sín störf að miklu æðruleysi og alúð. Geiri var sjálfur sjómaður og hann var búin að stunda lengi sjó í Ólafsvík áður en hann gerðist hafnarvörður 1970. M.a. var hann stýrimaður á Jóni Jónssyni með aflamanninum og skipstjóranum Jóni Steini Halldórssyni á Jóni Jóns- syni SH 187 í fjölda ára. Segir það sína sögu um trúmennsku og stað- festu Geira. Eftir að Geiri hættir á sjónum fer hann í Fiskimjölsverk- smiðju Ólafsvíkur og er þar í nokkur ár. Hann ræður sig síðan í saltfisk- vinnsluna Hróa hf. í Ólafsvík og þar lýkur hann sínum starfsferli áður en hann fór á Dvalarheimilið Jaðar í Ólafsvík ásamt sinni góðu konu Þór- unni Jóhannsdóttur. Í Hróa var Geira falið ákveðið starf sem hann sinnti af mikili kostgæfni. Geiri var rólegur maður og með mik- ið jafnaðargeð og góður vinnufélagi. Hann sá ætíð spaugilegu hliðina á málum er upp komu og hann var mjög skemmtilegur í viðræðum. Hann var mikil sagnamaður og haf- sjór af fróðleik og gaman að hlusta á hann segja frá. Geiri var fæddur fyrir vestan og hann kunni margar sögur þaðan af mönnum og málefnum og þreyttist aldrei á að fræða viðmæl- endur á þeim. Þá var hann mjög fróð- ur um alla báta og kunni skil á nær öllum stærri bátum við landið en ma. skrifaði hann greinar um báta í blaðið Ólsarann sem gefið var út í Ólafsvík fyrir mörgum árum. Geiri var heiðr- aður af sjómönnum í Ólafsvík á sjó- mannadaginn 1997. Að leiðarlokum viljum við votta konu hans Þórunni innlegustu samúð okkar hjóna og ennfremur Gunnari Þór og konu hans Marilou og fjöl- skyldunni allri en skyndilegur missir þeirra er mikill við fráfall Olgeirs Gíslasonar. Guð blessi minningu þessa mæta manns. Pétur S. Jóhannsson. OLGEIR GÍSLASON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.                                !!"   ! #$        " #$ %& '  ()* +, -**)  ./          % &        '""         (    (      )   *      +   (   *  0 1 * 2 1 * 1 * ! ,      '3'%& 4&"" 5*  0 * 0    ) )    -)   .    /  0+   . + 1  /"  2"" 3      )     * ) )  -)  .  )1 * %6 06* , ' 5*)2   *6 %6 2   *)*$ 06* * %6  , 06*  7*)* , 06* $0  *6 06*! 4                  -8 "   -7& -%&  72*  9 2* *  (  "  255 ), 006* %6* ) 06* )6 %6 2  )* * ) 06* '* 5 *  *)2   +) 06* * !) 2  ), 0*) *) 2  '  !  *06* $ 76*) 2  '  * )1 *06* 1 * 1 * 2  5 1 * !

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.