Morgunblaðið - 13.07.2001, Side 34
MINNINGAR
34 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Elínborg Guð-mundsdóttir
fæddist á Háhóli,
Álftaneshreppi á
Mýrum, hinn 23.
september 1917.
Hún lést á heimili
dóttur sinnar í Hafn-
arfirði 4. júlí síðast-
liðinn. Elínborg var
dóttir hjónanna
Ólafar Jóhannsdótt-
ur og Guðmundar
Sigurðssonar, bónda
á Háhóli og síðar
verkamanns í
Reykjavík, yngst
fimm systkina. Þau eru: Sig-
mundur, f. 29.9. 1908, Sigurlín, f.
16.10. 1911, Jóhann f. 28.2. 1913,
og Sigurður, f. 14.1. 1914. Þau
eru nú öll látin
nema Sigurlín. Elín-
borg giftist Jóni Jó-
hannessyni togara-
sjómanni, f. 18.3.
1884 í Hraunsmúla í
Staðarsveit, Snæ-
fellsnesi, d. 5.9.
1965, dóttir þeirra
er Svandís Borg,
gift Ólafi Ragnars,
börn þeirra eru Jón
Þór, nemi í við-
skiptafræði við HÍ,
f. 30.5. 1973, og
Hulda Hlín, B.A. í
félagsfræði, f.
29.12. 1976.
Útför Elínborgar fer fram í
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Gengin er Elínborg Guðmunds-
dóttir Þegar Elínborg gekk á vit for-
feðra sinna var hún í sátt við sjálfa
sig og aðra samferðamenn og hafði
því vissulega fullnægt því hlutverki
sem almættið ætlaði henni í upphafi.
Hún lifði lífinu fram til síðasta dags
þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm en eng-
inn má sköpum renna, vitað er að
þetta er hið eina sem allra bíður.
Elínborg var glæsileg kona, gegn-
heiðarleg til orðs og æðis og verð-
ugur fulltrúi sinnar kynslóðar, þeirr-
ar sem nú er óðum að hverfa, hún
hafði sannleikann ætíð að leiðarljósi
og er til efs að hún hafi talað illa um
nokkurn mann.
Er hún missti eiginmann sinn stóð
hún ein uppi með unga dóttur og
beindist atorka hennar að því að
veita henni brautargengi út í lífið.
Hún vann ýmis störf þeim til fram-
færslu, lengst af í Hraðfrystistöð
Reykjavíkur. Elínborg varðveitti
uppruna sinn í hjarta sínu og ferðað-
ist gjarnan til æskuslóðanna sem og
um land sitt og þá gjarnan með veiði-
stöngina í farteskinu, en þann áhuga
tók hún með sér úr föðurhúsum, vissi
hún fátt skemmtilegra en að renna
fyrir fisk í ám og vötnum. Er hún lét
af störfum um sjötugt beindist áhugi
hennar og orka til ferðalaga út í heim
og gerði hún mjög víðreist bæði aust-
an hafs og vestan, kynntist menn-
ingu og háttum annarra þjóða og
svalaði fróðleiksþrá sinni sem var
óþrjótandi. Lífsgleði og orka hennar
var með ólíkindum sem glöggt kom
fram þegar hún sárlasin ákvað að
taka að fullu þátt í útskrift dóttur-
dóttur sinnar sem lauk háskólaprófi
fyrir nokkrum dögum. Að því loknu
dró hægt af henni, við skynjuðum að
útskriftin vó þungt á vogaskálum lífs
hennar, menntun var henni ofarlega í
huga til handa barnabörnunum,
nokkuð sem ekki stóð bóndadóttur á
Mýrunum til boða á kreppuárunum
þrátt fyrir nægar gáfur. Ljóst er að
máltækið hugurinn ber hálfa leið átti
ekki við þarna, hugurinn bar hana
alla leið.
Það er vissulega mikil auðna fyrir
undirritaðan að hafa átt Elínborgu
að tengdamóður, vini og bakhjarli í
nær þrjá áratugi, tími sem bar aldrei
neinn skugga á, þennan tíma fór
aldrei styggðaryrði á milli. Guð
blessi Elínborgu Guðmundsdóttur.
Ólafur Ragnars.
Í dag kveðjum við systkinin
heimsins bestu ömmu og efst í huga
okkar er þakklæti og aðdáun. Það
sem eftir situr eru allar góðu minn-
ingarnar í huga okkar sem aldrei
hverfa. Það fyrsta sem kemur upp í
huga okkar er hversu gott var að
koma til ömmu á Hringbrautina,
þegar við vorum bæði í Háskólanum
hittumst við oft hjá ömmu á föstu-
dögum í mat og var þá alltaf veislu-
matur með kransakökum í eftirmat.
Þegar við vorum yngri ferðuðumst
við oft með ömmu innanlands og var
þá veiðistöngin alltaf með í för því
amma hafði gaman af því að veiða.
Svo voru það ferðalögin erlendis sem
eru ógleymanleg. Amma var góður
ferðafélagi, hún var alltaf í góðu
skapi og til í allt, „ég fer bara með
ykkur“ var hún vön að segja. Henni
fannst gaman að koma á nýja staði
og sjá eitthvað nýtt. Síðustu ferðalög
hennar voru í fyrrasumar og þá var
ferðinni heitið til Skotlands og Mal-
lorca.
Þegar mamma og pabbi ferðuðust
kom amma alltaf til okkar með
prjónana sína og passaði okkur, þessi
tími var frábær enda mátti allt hjá
ömmu og voru pönnukökurnar henn-
ar í alla mata. Samskipti okkar við
ömmu voru mjög náin og voru þau
nær daglega. Við höfðum yndi af því
að snúast í kringum hana, keyra
hana í bankann, í spilin og með sokk-
ana sem hún var alltaf að prjóna. Síð-
ustu mánuðina var amma heima hjá
okkur og voru samskipti okkar við
ömmu mjög náin. Við borðuðum oft
saman í hádeginu, við brauð, en hún
hræringinn sinn. Amma okkar var
hversdagshetja, hún var umhyggju-
söm, ósérhlífin en umfram allt heið-
arleg. Hún mátti ekkert aumt sjá og
var alltaf boðin og búin til að hjálpa
öðrum. Amma var alltaf jákvæð og
létt í lund, kvartaði aldrei og velti sér
ekki upp úr hlutum sem gegn henni
streymdu. Þegar amma veiktist tók
hún því með sama æðruleysi og hana
einkenndi, hún var vön að segja
„svona er þetta bara og það þýðir
ekki að tala um það“. Þetta æðru-
leysi gerði okkur öllum auðveldara
að takast á við aðstæðurnar, þetta
lýsir því vel hvernig amma var.
Efst í huga okkar í dag er hversu
tignarleg, fín og glöð hún var í út-
skrift Huldu 23. júní síðastliðinn.
Enda lét hún aldrei veislur fram hjá
sér fara, hún mætti með þeim fyrstu
og fór með þeim síðustu.
Í okkar huga er amma farin í
ferðalag sem verður lengra en öll hin
sem hún hefur farið í, vonandi sér
hún eitthvað nýtt og hittir einhverja
sem hún hefur ekki séð lengi.
Við kveðjum nú ömmu okkar með
sorg og söknuði, einnig með miklu
þakklæti því hún hefur hefur gefið
okkur svo margt sem við búum að í
framtíðinni. Takk fyrir allt, elsku
besta amma.
Hulda Hlín og Jón Þór.
Nú þegar kær frænka mín hefur
kvatt þetta líf langar mig að minnast
hennar í nokkrum orðum.
Ég á margar minningar tengdar
frænku minni, t.d. allar berjaferðirn-
ar sem hún bauð okkur í þegar við
vorum börn.
Borga frænka átti forláta mynda-
vél sem hún var dugleg að taka
myndir á þegar við vorum lítil, sem
við njótum góðs af í dag, einnig er
mér minnisstætt að hún gaf okkur
systrunum fyrstu myndavélina sem
við eignuðumst. Þá vorum við líklega
9-10 ára, á þessa myndavél tókum við
myndir í mörg ár. Borga frænka var
glaðleg og skemmtileg kona sem allt-
af var gaman að hitta, einnig var hún
ómissandi á öllum stærri stundum í
lífi mínu eins og fermingum
barnanna minna og stærri afmælum
í gegnum árin. Ég og fjölskylda mín
vottum Svandísi einkadóttur hennar
og fjölskyldu okkar dýpstu samúð á
þessari stundu.
Ég minningar geymi, ég man þær og skil,
þær minna á vordagsins blessaðan yl.
Því syrgir minn hugur, ég sé þína mynd
í sólhýru blómi, í fjallanna lind.
(Steinunn Þ. Guðmundsdóttir.)
Ég minnist Borgu frænku minnar
með virðingu og þakklæti og bið
henni Guðs blessunar á nýjum veg-
um.
Þín bróðurdóttir,
Ólöf Sigurðardóttir.
Mikil heiðurskona, Elínborg Guð-
mundsdóttir, er látin. Í hartnær 50
ár var hún heimilisvinur og aufúsu-
gestur á heimili foreldra minna og nú
á kveðjustundu eru henni færðar
þakkir fyrir vináttu og órofa tryggð í
gegnum árin.
Fyrstu kynni mín af Elínborgu
voru þau að hún kom vikulega í mörg
ár og aðstoðaði móður mína við heim-
ilisstörfin. Við systur vorum þá allar
á skólaaldri og ég minnist þess að
þessi hægláta og hlýlega kona sýndi
okkur strax mikinn velvilja og vænt-
umþykju og átti enda hug okkar allra
frá fyrstu tíð. Síðar breyttust að-
stæður þannig að Elínborg sneri sér
að öðrum störfum um nokkurra ára
bil. Sem betur fer gaf hún sig þó á ný
að heimilishjálp og aðstoð við aldr-
aða og varð það fleirum en aldraðri
móður minni mikill happafengur.
Elínborg var mörgum góðum
kostum búin. Hún var víðsýn og
skemmtileg, jafnan glöð og hress í
bragði og gekk rösklega til verka.
Hún hafði léttan hlátur og góða
kímnigáfu, en var engu að síður ró-
lynd og yfirveguð. Allt hennar fas
einkenndist af mikilli greiðvikni og
hlýju í garð okkar sem áttum með
henni samleið og nutum aðstoðar
hennar. Henni var flestum betur lag-
ið að hjálpa og aðstoða og ég þykist
vita að allir þeir sem nutu góðs af
þessum eiginleikum Elínborgar
hugsa nú til hennar með þakklæti og
virðingu sem vinar og velgjörðar-
manns.
En hún Elínborg okkar lifði svo
sannarlega ekki aðeins fyrir aðra.
Sjálf varð hún mikillar gæfu aðnjót-
andi, þar sem hún eignaðist yndis-
lega dóttur, tengdason sem hún hafði
miklar mætur á og efnileg barna-
börn. Hún kunni líka betur en marg-
ur að njóta þess sem lífið hefur upp á
að bjóða og þeim mun betur eftir því
sem árin urðu fleiri og aðstæður
betri. Margsinnis lagði hún land und-
ir fót og ferðaðist bæði hér heima og
erlendis. Einnig var hún félagslynd í
besta lagi og naut þess jafnan að
sækja fundi og félagsstarf aldraðra.
Elínborg Guðmundsdóttir bar aldur
sinn með mikilli reisn og henni tókst
ótrúlega vel að bægja elli kerlingu
frá eftir því sem árin færðust yfir.
Vissulega hefðum við óskað henni
lengri lífdaga í skjóli dóttur sinnar
og fjölskyldu hennar, en minningin
um einstaka konu lifir í huga allra
þeirra sem henni kynntust.
Guðbjörg Tómasdóttir.
ELÍNBORG
GUÐMUNDSDÓTTIR
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnuð 1990
Rúnar Geirmundsson
útfararstjóri
Traust persónuleg
alhliða útfararþjónusta.
Áratuga reynsla.
Símar 567 9110 & 893 8638
utfarir.is
#$
'4
':"
'4
'
5*((*,')
$ 5+6 ;/
:6< 2
+
5
+ !
!!"
( (
) * ) )6 ) 6 ! *6 06*
* *
! 0, *2 *) *06*
*6 0, *2 $ * 06*
$ * 0, *2 *)06*
:* 0, *06* * * 2
0, *#*)* 0, *2 : * % % 06*
6 $ 0, *06* *)*) 2
1 * 1 * 2 1 * 1 * 1 * !
,
-8=
#'
>%$
'4&"" +, * 1?..@
) ) 6 *$ 1
2
0+ ) &(& )
3+ 7
( 6 *$ 06*
*)* 06*
A 06*
2 !
'3
-%&
'
*) *, )*
) *5*)
# (
8'""
*)* *,06*
0 *,06* * *2
%6 *,2 :* 3 506*
(* * *,06* ,**2
)* 6 *,06* * : * 2
: *,2
2 1 * 1 * !
9 ( $ + (
7 )7) + -8=
'$
'4&""-%'"' ) +, A ..!
* * 5( !5( 2
46* * *"+2*0 *2 :* * *
2 5 0*!
9 ( $ + (
7 )
+
B
--8'4&""- + )C
'**!
& !?, 02
* 5 + 0*& 06* *** 2
0 & 06*
) *B* & 2
* 0 *:** B<
2 0*& * *1 * !