Morgunblaðið - 13.07.2001, Síða 44
FÓLK Í FRÉTTUM
44 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BJÖRN OG Unnur falla vel
undir skilgreininguna „ungt
fólk á uppleið“. Þau eru par
við nám í Listaháskólanum á
leiklistarbraut. Þau stofnuðu
fyrirtækið Réttur dagsins
ehf. ásamt Berki Sigþórs-
syni í kringum framleiðslu
sinnar fyrstu kvikmyndar og
nú hafa fleiri verkefni raðað
sér á verkefnalista fyrirtæk-
isins. Frumraunin á kvik-
myndasviðinu mun svo líta
dagsins ljós í haust.
„Í stuttu máli sagt er
þetta saga sem gerist í nú-
tímanum þótt það sé ákveðið
tímaleysi í henni,“ upplýsir
Unnur um efni myndarinn-
ar.
„Við kynnumst lífi manns
sem rekur gistiheimili á
Ránargötu og hefur ein-
angrast frá umheiminum.
Það er í raun og veru eins og
tíminn hafi staðið í stað í
þrjátíu ár hjá þessum þrí-
tuga manni, sem leikinn er af
Hilmi Snæ Guðnasyni. Hann
er á miklum tímamótum í lífi
sínu og þarf í raun í fyrsta
sinn að horfast í augu við sjálfan sig
og umhverfi sitt sem hann hræðist
mjög mikið.“
Veruleikaflótti
Hvernig kom það til að þið ákváðuð
að gera kvikmynd?
„Maður hefur orðið fyrir áhrifum í
gegnum tíðina af bæði vondum og
góðum kvikmyndum. Okkur fannst
við allt í einu hafa eitthvað að segja
og fannst kvikmyndin spennandi
form,“ segir Unnur.
Hvað tók myndin langan tíma í
vinnslu?
Unnur situr fyrir svörum: „Merki-
lega stuttan í raun og veru. En við að-
löguðum okkur svolítið að því að við
vorum með þröngan tímaramma,
bæði út af okkar námi og eins út af
leikurunum og öllu starfsfólkinu.“
„Þetta er svona tveggja ára ferli-
allt í allt. Það var stefnt að frumsýn-
ingu haustið 2001 og það stendur,“
segir Björn.
„Tökurnar tóku ekki nema þrjár
vikur. Þær gengu hratt og vel,“ bætir
Unnur við.
Þau Unnur og Björn eru höfundar
handritsins ásamt Berki, sem einnig
er kvikmyndatökumaður myndarinn-
ar.
„Við skrifuðum í hvert sínu horn-
inu og komum svo saman og ræddum
hugmyndir. Við vorum við með fólk
til að lesa yfir hjá okkur,“ segir Unn-
ur og Björn bætir við: „Já leikstjóra,
rithöfunda og kvikmyndagerða-
menn.“
„Við unnum handritið mikið út frá
hugtökunum innilokun, einangrun og
hræðsla,“ segir Björn. „Hvað gerist
innandyra hjá fólkinu sem tekur ekki
þátt í neyslusamfélaginu og hræðist
hraðan nútímann. Fólkinu sem flýr
raunveruleikann eins og við þekkjum
hann. Persónurnar eru raun-
verulegar en um leið svolítið
skrýtnar. Þetta er svona fólk
sem þú myndir horfa á eftir
ef þú mættir því á götu.“
„Þetta er miklu meira per-
sónusaga um forvitnilegt
fólk,“ segir Unnur.
Fáir árekstrar
Daníel Bjarnason sér um
að semja alla tónlist fyrir
myndina. Hann er á tón-
smíðabraut í Tónlistarskóla
Reykjavíkur. Björn og Unn-
ur eru mjög ánægð með ár-
angurinn.
„Tónlistin er allt frá því að
vera angurvær og mjög fal-
leg og í það að vera létt og
kómísk. Bara það að hlusta á
tónlistina fær mann til að
hlæja og gráta til skiptis,“
segir Unnur hrifin.
Er ekkert erfitt að vera
tvö að leikstýra sömu mynd?
Unnur situr fyrir svörum:
„Nei það var aðallega
skemmtileg reynsla. Í upp-
hafi veltum við því auðvitað
fyrir okkur hvort það væri
geðveiki að ætla að leikstýra bæði en
þar sem við erum mjög vön því að
vinna náið saman þá ákváðum við að
kýla á það. Við lögðum af stað með
verkaskiptingu. Ég sá meira um leik-
arana en Björn meira um framleiðsl-
una í heild.“
Að lokum lék blaðamanni forvitni á
að vita hvort Unni og Birni hefði ekki
langað að fara sjálf með hlutverk í
myndinni.
„Nei furðulega lítið,“ segir Unnur.
„Það var mjög meðvituð ákvörðun
hjá okkur að leika ekki í myndinni.
Þetta er auðvitað frumraun okkar í
leikstjórn og við vildum hafa fókusinn
á réttum stað.“
„Við vorum líka með svo góða leik-
ara í öllum hlutverkum. Við höfum
alla framtíðina til að vera hinum meg-
in við linsuna,“ segir Björn að lokum.
Forvitnilegt fólk
Í haust verður frumsýnd ný
íslensk kvikmynd sem ber
heitið Reykjavík Guesthouse
– Rent a Bike. Birta Björns-
dóttir hitti þau Unni Ösp
Stefánsdóttur og Björn
Thors leikstjóra, handrits-
höfunda og framleiðendur
myndarinnar. Morgunblaðið/Sigurður JökullBjörn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir.
Íslenska myndin Reykjavík Guesthouse – Rent a Bike frumsýnd í haust
birta@mbl.is
Leikarar kvikmyndarinnar Reykjavík Gesthouse –
Rent a Bike í öllu sínu veldi.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Á leikferð um landið:
!"
#$
!" #" $% $&''()&
% *+ "" ,% &-- ..'//**!""0+1!2/!
333 & ( $4 & (
Í kv
öld
Vesturgötu 2, sími 551 8900
Nýr matseðill,
léttir og spennandi réttir
Hljómsveitin
Hunang
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM
e. Ray Cooney
Lau 14. júlí kl. 20 – NOKKUR SÆTI LAUS
Lau 21. júlí kl. 20 – LAUS SÆTI
Fö 27. júlí kl 20 – LAUS SÆTI
SÍÐUSTU SÝNINGAR Í SUMAR
WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason
Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU
Fi 19 júlí kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Su 22. júlí kl. 20 - LAUS SÆTI
Fi 26. júlí kl. 20 – LAUS SÆTI
Ath. TAKMARKAÐUR SÝNINGAFJÖLDI
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Stóra svið
Sumarsöngleikurinn
HEDWIG KL. 20.30
Fös 13/7 örfá sæti laus
Fös 20/7 örfá sæti laus
Lau 21/7 AUKASÝNING örfá sæti laus
Lau 28/7 nokkur sæti laus
Lau 11/8
Fös 17/8
Lau 25/8
Fös 31/8
Ath. aðeins sýnt í sumar!
„í einu orði lýst meistaraleg“ S.H. Mbl
„stjarna er fædd“ DV
„hvergi er slegið af trukkinu“ A.E. DV
„óborganleg“ S.S. Fréttablaðið
Barinn opnar kl. 19.30, tveir fyrir einn tilboð til kl. 20.
Plötusnúðar leika fyrir sýningu og í hléi.
Hádegisleikhúsið
RÚM FYRIR EINN
Sýningar hefjast aftur 15. ágúst
Miðasalan er opin frá kl 10-14 í Iðnó og 14-18 í
Loftkastalanum alla virka daga og frá kl. 14 fram
að sýningu á sýningarkvöldum.
Hópasala er í síma 530 3042 og skrifstofusími er
530 3032 eða 530 3037.
midasala@leik.is — www.leik.is
Miðasölusími er 530 3030
Í HLAÐVARPANUM
Ungir menn
á UPPLEIÐ
lau. 14. júlí kl. 20
fim. 19. júlí kl. 20
5
5//*2"//
%6333 ' (
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Vita-A-Kombi olía