Morgunblaðið - 13.07.2001, Side 46

Morgunblaðið - 13.07.2001, Side 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Bridget Jones. Þær voru allar klæddar fötum frá Top Shop og farð- aðar með vörum frá Max Factor. Að lokinni verðlaunaafhendingu og upplestri á verðlaunasögunni var boðið upp á skemmtiatriði. Valdimar Kristjónsson steig á svið ásamt fríð- um flokki hálfnakinna karlmanna og flutti lagið „Ég elska menn“ úr söng- leiknum Wake me up before you go go við góðar undirtektir. Eftir kroppasýninguna rökkvaðist salurinn og gestir fengu að berja myndina augum. Ekki var annað að sjá en að áhorfendur skemmtu sér vel og færu sáttir heim, kannski til að skrifa í dagbókina sína. Til gamans er hér látin fylgja með vinningssaga Ágústu í Bridget Jon- es-smásagnakeppninni. Undirbúningur: Inni á baðher- bergi sit ég með ílát fullt af háreyð- ingarvaxi, nokkra tauklúta og leið- beiningar um hvernig skuli fjarlægja hárin af leggjunum þannig að þeir verði silkimjúkir og fallegir. Athöfn- in byrjar og ég hita vaxið í vaskinum á meðan ég renni yfir leiðbeiningarn- ar. Þær eru skrifaðar með örsmáu letri og þar að auki á snyrtifræði- ensku. Ég tel mig ná meginmáli efn- isins og hefst handa við að klístra á mig vaxi. Ég maka vel og vandlega yfir leggina, þek þá vel með þessum ótrúlega klístraða og þykka vökva. Þar sem ég sit á upphituðu flísunum á baðherbergi foreldra minna renna á mig tvær grímur þegar ég kemst að raun um að ég er límd föst við bað- herbergisgólfið. Hitinn á gólfinu og vaxið mynduðu nánast tonnatak. Hvílíkur sársauki þegar ég reyni að losa leggina frá. Eina ráðið sem ég fæ er að kalla hástöfum á mömmu mína. Hún kemur og eftir ýmsar til- raunir til að losa mig hendist móðir mín í apótekið og kaupir límleysan- legt efni. Efnið virkar vel og smám saman losna einnig allar gervinegl- urnar sem ég eyddi þvílíkum tíma í að púsla á mig, snyrta og lakka. Nú var tíminn orðinn naumur og ekki tími fyrir fleiri stórar fegurðarað- gerðir. Mig langaði mest til að hætta við stefnumótið, liggja uppi í rúmi og grenja það sem eftir var kvöldsins. Ég náði nú samt að taka mig saman í andlitinu og skella mér út. Stefnu- mótið gekk ágætlega en ég var kannski ekki jafn sjálfsörugg og glæsileg og ég hafði hugsað mér að vera. sæti varð Erla Ósk Arnardóttir og í því þriðja Íris Ósk Davíðsdóttir. Ágústa hlaut að launum ferð til London frá ferðaskrifstofunni Go og fataúttekt frá Top Shop. Auk þess hlutu allar stúlkurnar þrjár Bridget Jones-bækur, snyrtitösku frá Max Factor ásamt boðsmiðum á myndina. Vinningshafarnir voru keyrðir í Háskólabíó á slökkviliðsbíl að hætti MARGT VAR um manninn á for- sýningu kvikmyndarinnar Dagbók Bridget Jones, sem fram fór í Há- skólabíói á miðvikudag. Fyrir sýningu myndarinnar voru veitt verðlaun fyrir bestu smásöguna í smásagnakeppni Bridget Jones sem mbl.is stóð fyrir. Það var Ágústa Harðardóttir sem þótti eiga bestu smásöguna. Í öðru Dagbók Bridget Jones forsýnd Slökkviliðsstemning í Háskólabíói Guðný, Unnur, Margrét Anna og Hildur kunnu vel að meta drykkjuglaða dagbókarhöfundinn Jones. Vinningshöfunum var ekið í Háskólabíó á slökkvi- liðsbíl í anda Bridget Jones. F.v. Íris Davíðsdóttir, Erla Ósk Arnardóttir og Ágústa Harðardóttir. Morgunblaðið/Jim Smart „Ég elska menn.“ Í KVÖLD og annað kvöld tekur villt gleðin völdin þegar fönksveitin Atóm hefur leik sinn hálftíma eftir miðnætti á Vídalín, Aðalstræti. Sveitarmeðlimir segjast sannkall- aðir fönkhundar, en þeir eru saxó- fónleikarinn Eyjólfur Þorleifsson, trymbillinn Sigfús Óttarsson, gít- aristinn Ómar Guðjónsson og bassa- leikarinn Þorgrímur Jónsson, tón- listarmenn sem eiga rætur sínar að rekja til ekki ómerkari sveita en Funkmaster 2000, Jagúar og Casino. „Þetta eru vanir menn og hver kemur með sínar hugmyndir inn í bandið sem blandast mjög vel sam- an, gefur af sér mikinn hrynhita og fönk,“ segir Eyjólfur sem segir þá ætla að reyna að koma fram sem oft- ast í sumar. Hluti tónlistarinnar er frumsam- inn auk þess sem Atóm leikur töku- lög, og er þetta allt að vonum mjög dansvænt. „Við víkjum ekkert frá hefðinni, spilum fönk og fólk getur ekki annað en dillað sér með því,“ segir Eyjólfur og lofar stuði og alla- vegana einu lagi með James Brown. Atóm fönkar á Vídalín Morgunblaðið/Jim Smart Glaðbeittir fönkarar bjóða upp á stuð í kvöld og annað kvöld. Dansvæn dilltónlist

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.