Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
Þaðan var siglt á bátum eftir ánni Napo til
búða á vegum ferðaskrifstofunnar í Paña-
cocha. Þar hófst gönguferð um frumskóginn
að morgni miðvikudagsins 4. júlí sl. sem átti
að taka 2–3 tíma.
„Svo gerist það að leiðsögumaðurinn fann
ekki réttu leiðina til baka í búðirnar og við
þrömmuðum á eftir honum fram á kvöld. Við
sáum ekki til sólar fyrir trjánum og vissum lít-
ið hvar við vorum. Hann viðurkenndi þó ekki
fyrr en um kvöldið að við værum villt. Við
fundum yfirgefinn strákofa til að gista í fyrstu
nóttina. Við höfðum engan mat með okkur og
aðeins hálfan lítra af vatni. Ætli hver fyrir sig
hafi ekki drukkið um 300 millilítra af fersku
vatni alla ferðina. Við fundum sykurreyr og
jöpluðum á honum allan tímann. Einnig átum
við villt ber og fundum nokkra banana sem
við bökuðum yfir eldi,“ sagði Sigurjón.
Daginn eftir fundu fjórir leiðsögumenn þau
sem höfðu leitað þeirra í sólarhring, en Sigur-
jón sagði að fljótlega hafi komið í ljós að þeir
höfðu einnig tapað réttu leiðinni í búðirnar.
„Þeir fundu okkur í sefi þar sem drulla var
úti um allt með litlum gróðureyjum. Við börð-
umst í gegnum það fram á kvöld í hellirign-
ingu og við orðin holdvot. Við bjuggum þá til
skýli úr bambusgreinum og sváfum þar aðra
nóttina í kolniðamyrkri og grenjandi rign-
STUTT gönguferð um frumskóga Ekvador,
sem átti að taka 2–3 tíma, snerist upp í hálf-
gerða martröð hjá Íslendingunum Sigurjóni
Magnússyni, 25 ára, og Borghildi Kristjáns-
dóttur, 22 ára, sem villtust í skógunum í síð-
ustu viku ásamt frönskum ferðamönnum og
leiðsögumönnum frá ferðaskrifstofu í Ekva-
dor. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær
var ferðafólksins leitað í nokkra daga þar til
það kom fram í tjaldbúðum í Pañacocha í
norðausturhluta landsins. Höfðu þau þá
þvælst um frumskógana í rúma þrjá daga, og
gengið 12 tíma á dag í bæði steikjandi hita og
sól og grenjandi rigningu. Sigurjón sagði við
Morgunblaðið í gærkvöldi að hann hefði verið
orðinn svo sárfættur eftir ferðina að skera
þurfti stígvélin af honum. Þau Borghildi sak-
aði ekki að öðru leyti en um tíma voru þau far-
in að óttast um líf sitt.
Ferðalag Sigurjóns og Borghildar hófst í
rútu frá bænum Baños og ekið var til Coca.
ingu. Við vorum öll útbitin eftir maura og
moskító-flugur. Þá var okkur ekkert farið að
lítast á blikuna. Aðbúnaður leiðsögumann-
anna var heldur ekki til að auka traust okkar
á þeim. Þeir voru bara á stuttbuxum búnir
sveðjum einum saman, enginn var áttavitinn
og hvað þá talstöð. Þetta var eins og í versta
Tarzan-ævintýri,“ sagði Sigurjón.
Urðum að halda áfram
Ganga þeirra um frumskógana hélt áfram
þriðja daginn, föstudaginn 6. júlí, og sagði
Sigurjón að þá hefðu þau verið orðin heldur
framlág, hann sárfættur og Borghildur með
flugnabit. Þá mátti litlu muna eitt sinn að þau
væru bitin af eitursnáki. Þegar fram á laug-
ardag var komið fundu leiðsögumennirnir
loks réttu leiðina og komu þau í búðirnar í
Pañacocha síðdegis á laugardag, en ekki á
mánudagsmorgun eins og fregnir fjölmiðla í
Ekvador hermdu. Sigurjón sagði þær fregnir
hafa verið heldur ónákvæmar en hvarf þeirra
í skógunum engu að síður vakið athygli bæði
dagblaða og sjónvarpsstöðva.
Sigurjón og Borghildur stunda bæði nám í
Danmörku en ákváðu að verja sumarfríi sínu í
Ekvador. Borghildur var þar skiptinemi fyrir
fjórum árum og var för þeirra heitið til borg-
arinnar Guayaquil í vesturhluta Ekvador þar
sem „fósturforeldrar“ hennar búa.
Stutt gönguferð Íslendinga um frumskóga Ekvador endaði með ósköpum
„Eins og í versta
Tarzan-ævintýri“
Sigurjón Magnússon og Borghildur
Kristjánsdóttir.
Morgunblaðið/Billi
SUMARHÁTÍÐ Vinnuskóla Reykja-
víkur var haldin í blíðskaparveðri í
Laugardal í gær og var þar mikið
um dýrðir. Um 1.400 starfsmenn
Vinnuskólans á aldrinum 14 til 16
ára komu þar saman, kepptu í
íþróttum og sýndu listir sínar. Með-
al þeirra var þessi stúlka sem flögr-
aði um á trampólíninu.
Loftstökk
Vinnuskólans
Um 1.400/4
FYRSTU íslensku kartöflurnar á
þessu sumri verða til sölu í dag í
verslunum Hagkaups á höfuðborg-
arsvæðinu.
„Um takmarkað magn er að ræða í
fyrstu, u.þ.b. 1 tonn. Kartöflurnar
koma frá Sóleyjarbakka í Hruna-
mannahreppi. Um er að ræða prem-
ier-afbrigði. Framboðið verður tak-
markað næstu 10 dagana en eftir það
fer það að aukast. Kílóverðið í fyrstu
verður 349 kr.,“ að því er fram kem-
ur í fréttatilkynningu frá Hagkaupi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jens Gíslason með fyrstu ís-
lensku kartöfluuppskeruna í
sumar.
Nýjar
íslenskar
SEX kíló af hassi fundust í ferða-
tösku bresks karlmanns þegar hann
kom til landsins frá Ósló á sunnudag-
inn. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli
hefur lagt hald á hátt í 19 kíló af
hassi á þessu ári en allt árið í fyrra
var lagt hald á rúmlega 12 kíló.
Fíkniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík fer með rannsókn málsins
en maðurinn hefur verið úrskurðað-
ur í tveggja vikna gæsluvarðhald.
Breti stöðv-
aður með 6
kíló af hassi
♦ ♦ ♦
FJÖLÞJÓÐLEGT fjareftirlit með fiskveiðum, sem
Ísland er aðili að, hefur gert fiskveiðieftirlit mun
skilvirkara, að sögn Hafsteins Hafsteinssonar, for-
stjóra Landhelgisgæslunnar.
Mál norsku skipstjóranna, sem hafa verið ákærð-
ir fyrir landhelgisbrot innan íslenskrar lögsögu, er
fyrsta málið sem fer fyrir dómstóla, frá því kerfið
var tekið í notkun fyrir tveimur árum.
Hafsteinn segir fjareftirlitskerfið einnig vera
mikilvægt öryggistæki, þar sem skip sem búin eru
ákveðnum búnaði sendi frá sér mjög nákvæm stað-
setningarhnit á klukkutíma fresti og lendi eitthvert
skip í vandræðum sé strax hægt að sjá hvaða skip
eru stödd í næsta nágrenni og senda þau á vettvang.
Hann segir að hægt væri að auka öryggi ís-
lenskra sjómanna með því að færa tilkynninga-
skylduna til Landhelgisgæslunnar og koma fjareft-
irlitsbúnaði fyrir í öllum íslenskum skipum. Hann
segir einnig að mikið hagræði myndi hljótast af því.
Landhelgisgæslan sendir Slysavarnafélaginu
Landsbjörg, sem hefur umsjón með tilkynninga-
skyldunni, upplýsingar um staðsetningu þeirra
skipa sem eru búin þessum tækjum tvisvar á sólar-
hring. Búnaðurinn er þegar til staðar, þannig að
ekki þyrfti að ráðast í miklar fjárfestingar.
Ísland aðili að fjölþjóðlegu fjareftirlitskerfi sem er mikilvægt öryggistæki
Hægt að koma búnaðinum
fyrir í öllum íslenskum skipum
Í fyrsta/10
LISTAR Framsóknarflokks og
Skagafjarðarlista hafa myndað nýj-
an meirihluta í sveitarstjórn Skaga-
fjarðarkaupstaðar, en meirihluta-
samstarfi Framsóknar- og Sjálf-
stæðisflokks var slitið sl. föstudag
vegna ágreinings. Stefán Guð-
mundsson, sveitarstjórnarfulltrúi
Framsóknar, sagði að fundur full-
trúaráðs í gærkvöld hefði samþykkt
þau drög sem lágu fyrir um myndun
meirihlutasamnings við Skagafjarð-
arlista. Sagði Snorri Styrkársson,
formaður Skagafjarðarlista, að
félagsfundur þeirra hefði og sam-
þykkt drögin á fundi í gærkvöld.
Framsókn og
Skagafjarð-
arlisti mynda
meirihluta