Vísir - 28.06.1979, Side 7
VÍSIR
Fimmtudagur 28. júni 1979.
Umsjón:
Gylfi Kristjánsson
Kjartan L. Pálsson
Slenmark
getur bð
slgraðt
A fundi Alþjóöa Skiöasam-
bandsins sem haldinn var I
Frakklandi I vor, voru ákveönar
nýjar reglur varöandi stigailt-
reikning I Heimsbikarkeppni
Alpagreina á skiöum.
Sem kunnugt er var s.l. keppn-
istimabil keppt eftir nýjum regl-
um sem þóttu mjög ósanngjarn-
ar, og sættu þær mikilli gagnrýni.
Nú veröur breytt til á nýjan
leik, og veröur stigagjöfin þannig
að 15 þeir bestu i hverrri keppni
fá stig, sá fyrsti fær 25, næsti 20,
þarnæsti 15, sá fjóröi færi 12 stig
og siöan koll af kolli.
Þess má geta til gamans, að
heföi þetta stigakerfi veriö notað
siðasta keppnistimabil heföi Svl-
inn Ingimar Stenmark sigraö i
Heimsbikarkeppninni en ekki
Svisslendingurinn Peter Luscher.
gk--
Eitt af fjölmörgum marktækifærum Þróttara sem ekkinýttust. Halldór Arason sem skoraði þrjú mörk i gær er hér einn á móti Magnúsi Guö-
mundssyni markveröi KR sem náöi aö verja i horn i þetta skipti. Vfsis-mynd Friöþjófur.
-ingar brotlentu
Laugardaisvein
Þegar Þróllarar slgruðu bá 5:1 - slgurlnn hefði allt elns getað verið
mun stærrl - ÍBK nú eitt á loppl 1. delldarlnnar
KR-ingar misstu heldur betur
flugiðí 1. deild íslandsmótsins i
knattspyrnu I gærkvöldi er þeir
léku viö Þrótt. Þeir máttu
þakka fyrir að tapa aöeins meö
1-5, munurinn heföi hæglega
getaðorðið 8-9 mörk svo miklar
voru yfirburöir Þróttara i
marktækifærum.
KR-liöiö var allt upp til hópa
eins og byrjendur i gærkvöldi,
ekki til barátta i liöinu, og við
bættist að liöiðvirkaði allt mjög
taugaslappt strax þegar á móti
blés. Var engu likara en aö
KR-ingarnir heföu talið sig vera
með unninn leik fyrirfram, og
þegar Þróttur skoraöi strax á 5.
rftinútu leiksins hrundi KR-liðið
eins og illa byggð spilaborg.
STADAN
Staðan 11. deild Islandsmots-
ins i knattspyrnu er nú þessi:
Þróttur—KR 5:1
Keflavik........6 33 0 11:2 9
Fram............ 6 2 4 0 10:5 8
Akranes..........6 3 2 1 11:8 8
ÍBV..............6 3 1 2 8:3 7
KR...............6 3 1 2 7:9 7
Valur............6 1 3 2 7:7 5
Þróttur.........6 213 9:10 5
Vikingur........6 2 1 3 7:9 5
KA .............6 20 4 7:124
Haukar..........6 1 0 5 3:16 2
Markhæstu leikmenn:
Sveinbjörn Hákonars. Akr .... 5
Pétur Ormslev Fram .........5
Næsti leikur I deildinni fer
fram á föstudag en þá leika KA
og Fram á Akureyri kl. 20.
Mörkin:
1:0... A 5. mínútu léiku Þrótt-
arar laglega i gegn um vörn
KR-ingana á miðjunni, og eftir
stóöu þeir tveir friir fyrir miðju
marki og Halldór Arason skor-
aði fyrsta markiö — 1:0
2:0... Þrettánmi'nútum slðar tók
Rúnar Sverrisson aukaspyrnu
út á hægri kantinum. Hann
sendi vel fyrir markið þar sem
Jóhann Hreiöarsson var fyrir,
og hann skallaöi boltann fyrir
fætur BaldursHannessonar sem
skoraði af stuttu færi — 2:0.
3:0... Aukaspyrna, nú úti á
hægri kantinum. Hár bolti kom
inn aö markinu og eftir að ein-
um Þróttara haföi mistekist aö
skora hrökk boltinn til Halldórs
Arasonar sem geröi engin mis-
tök — 3:0.
4:0... Strax á fjóröu minútu siö-
ari hálfleiks fylgdi Halldór Ara-
son vel eftir sendingu innaö
markiKR, hirti siöan boltann af
tveimur hikandi varnarmönn-
um KR-inga og skoraði af
öryggi — þriöja mark Halldórs I
leiknum — 4:0.
5:0... Vltaspyrnadæmd áSigurö
Indriðason fyrir aö brjóta á Ar-
sæli Kristjánssyni innan vita-
teigs.Umdeildurdómuren Daöi
Harðarsson skoraöi af öryggiúr
vltaspyrnunni.
5:1... KR-ingar komust loks á
blað á 79. minútu Þá átti Sæ-
björn Guömundsson góða send-
ingu inn á Sverri Herbertsson
sem skoraöi af öryggi.
Segja má að KR-ingar hafi
ekki átt fleiri marktækifæri i
leiknum sem orö er á gerandi.
Þróttararfenguhinsvegar urm-
ul tækifæra. Arsæll þrumuskot
sem Magnús Guðmundsson
gerði vel aö verja I horn, Hall-
dór Arasonkomst einn innfyrir
en Magnús varöi vel, bjargaö
var á linu frá Jóhanni Hreiöars-
syni og áfram mætti telja.
Þróttarar léku við hvern sinn
fingur i Laugardalnum i gær-
kvöldi, enda gaman þegar mðt-
staðaner nánastengin; oghægt
að róta til í vörn andstæöing-
anna. Þróttararnir voru heil-
steyptir í gærkvöldi, en þeirra
bestu menn voru Agúst Hauks-
son, Halldór Arason og Ólafur
Hróarsson. — Ef nefna á ein-
hvern KR-ing öörum fremri er
það Magnús markvöröur sem
svo sannarlega bjargaöi liði
sinu frá enn stærra tapi en raun
varö i gærkvöldi.
Dómari var Sævar Sigurös-
son, og er veikleiki hans einkum
fólginn I þvi hversufljótur hann
er að dæma oft á tiöum, og af-
leiöingin verðu sú aö brotlega
liðið hagnast á brotinu. Það er
ekki beöiöeftir þvi aö sjá hvern-
ig brotið þróast.
gk —•
í
|KROPPUM
■ DANSI
Sænski tennisleikarinn Björn
Borg lenti i miklu basli i 2. um-
ferð Wimbledon-keppninnar I
gær, en þá lék hann gegn Vijay
Amritraj frá Indlandi. Borg
tapaði fyrstu hrinunni 2:6, vann
siöan næstu 6:4, en tapaði þeirri
þriöju 4:6. 1 fjóröu hrinunni
gerði Indverjinn allt sem hann
gat til aö tryggja sér sigur, en
Borg tókst aö sigra og tryggja
sér sigur i fimmtu og siðustu
hrinu.
John McEnroe, bandariski
pilturinn sem margir spá aö
muni leika til úrslita viö Borg
lenti einnig i kröppum dansi i
gær er hann lék gegn Buster
Mottram frá Bretlandi. En
McEnroe tókst aö sigra 6:7, 6:2,
7:6 og 6:2, og heldur þviáfram i
þriðju umferö eins og Borg.
BandarlklamaOurlnn John McEnroe:
Tennissnliiingur
sem rlfur kjafti
„Ilie Nastase er eins og skóla-
strákur við hliö hans, og j^ö er
nauösynlegt aö gera eitthvaö til
þessaö stööva þessa framkomu
piltsins”, sagði einn af dómur-
um I alþjóðlegu tennismóti I
London á dögunum, en þar var
bandariski tennisleikarinn John
McEnroe á meðal keppenda.
McEnroe er aðeins 20 ára, en
er þegar orðinn eitt af stóru
nöfnunum I tennisheiminum. En
framkoma hans I garö dómara,
llnuvaröa og jafnvel andstæö-
inga sinna þykir svo ruddaleg
að hvaö eftir annaö hefur komiö
til tals aö dæma hann frá keppni
I nokkurn tima, en enn hefur
ekkert orðiö úr þvi.
A mótinu I London lék Mc-
Enroe gegn Englendingnum
Sandy Mayer, og sagöi sá siöar-
nefndi eftir keppnina: „Þaö ætti
aö setja hann I keppnisbann I 5-6
mót, þaö myndi hugsanlega
kenna honum, að hann getur
ekki ávallt hagaö sér eins og
hann gerir. Hann er eins og
þriggja ára krakki sem ekki fær
isinn sinn þegar hann vill”.
Fyrir Wimbledon-keppnina
sem nú stendur yfir I London
var rætt um aö útiloka McEnroe
frá þeirri keppni, en ekkert varö
út. Sjálfur segir McEnroe:
„1 Wimbledon-keppninni ætla
ég aö halda kjafti þótt þeir setji
áttræöan linuvörö á leikina hjá
mér. Ég ætla aö sýna heiminum
að ég sé bestur og stööva Björn
Borg i þvi aö vinna þar sinn
fjóröa sigur I röö”.
McEnroe vann átakalausan
sigur i 1. umferö keppninnar, og
er taliö liklegt aö hann muni
leika til úrslita i keppninni við
Borg.
gk—•