Vísir - 29.06.1979, Page 11
VISIR Föstudagur 29. júni 1979
11
FLUGLEHIR SEGJA UPP
200 STARFSMÖNNUM
- 30% fækkun í stjórnunar- og skrlfslofustfirfum - samdráltur á fillum fiuglelðum
Um 200 starfsmönnum hjá Flugleiöum innanlands hefur veriö
sagt upp störfum. Samdráttur á öllum flugleiöum félagsins hefur
veriö boöaöur á næstu vetraráætlun. Jafnframt er unniö aö um-
fangsmiklum skipulagsbreytingum á fyrirtækinu. Einstaka deildir
veröa lagöar niöur en starfssviö annarra breytist.
Þessar upplýsingar komu fram hjá Siguröi Helgasyni forstjóra
félagsins á blaöamannafundi í gær meö stjórnendum Flugleiöa.
„Okkur er óljúft aö gripa til þessara aögerða en þaö er gert i
varnaðar- og öryggisskyni”, sagöi Sigurður.
Þetta væri viöleitni i þá átt aö rétta viö hag fyrirtækisins og ná
fram sparnaði og hagkvæmni I rekstri.
Sigurður benti á þá rekstrar-
örðugleika sem hefðu verið hjá
Flugleiðum á siðasta ári en þá
var sem kunnugt er um 3ja
milljarða rekstrartap hjá félag-
inu.
Ýmislegt benti til að áfram-
haldandi taprekstur yrði á
þessu ári og liklega enn meiri en
i fyrra.
Sigurður rakti siðan þann
vanda sem við er að gli'ma en
það er einkum þrennt: erfið
samkeppnisaðstaða á Atlants-
hafsfluginu, ört vaxandi oli'u-
kostnaður og kyrrsetning DC 10
þotunnar i Bandarlkjunum.
Engar fargjaldahækkanir
hefðu hins vegar orðið til að
mæta þessum aukna rekstrar-
kostnaði.
Sigurður sagði að þessar upp-
sagnir væru miöaðar við fyrir-
hugaðan samdrátt, en verið
væri að kanna ýmsar leiðir, ný
verkefni og nýjar flugleiðir, til
að nýta vélar fyrirtækisins bet-
ur. Flest af þessu væri á frum-
stigi en þó væri búið að gera
drög að samningi um pfla-
grímaflug i haust.
Tækist að afla nýrra verkefna
yrði'einhver hluti af þvi starfs-
fólki sem sagt hefur verið upp
endurráðinn.
Þessar uppsagnir þýða um
16% heildarfækkun á starfsliði
Flugleiða innanlands, en um
30% fækkun I skrifstofu og
stjórnunarstörfum. Um 51 flug-
liða verður sagt upp þar af 18
flugmönnum, 9 frá Félagi is-
lenskra atvinnuflugmanna og 9
frá Félagi Loftleiðaflugmanna,
7 flugvélstjórum og 26 flugfreyj-
um.
Sigurður sagði að Flugleiðir
myndu gera sérstakar ráðstaf-
anir til þess að það fólk sem
missti atvinnuna fengi vinnu
annarsstaðar og hefði Starfs-
mannadeild Flugleiða verið fal-
ið að vinna að þvi. Fyrirhugað
er einnig að segja upp hluta af
Stjórnendur Flugleiöa tilkynntu um uppsagnir fjöida starfsmanna og boöuöu samdrátt I rekstri fé-
lagsins. Jón Júliusson framkvæmdastjóri stjórnunardeildar, Einar Helgason framkvæmdastjóri innan-
landsfiugs, Siguröur Helgason forstjóri, Leifur Magnússon framkvæmdastjóri flugrekstursdeildar,
Björn Theódórsson framkvæmdastjóri fjármáladeildar og Martin Petersen framkvæmdastjóri mark-
aösdeildar. Visismynd GVA.
erlendum starfsmönnum Flug-
leiða á ýmsum stöðum en
Sigurður sagði að ekki þyrfti að
koma til þess strax þar sem hjá
þeim væri yfirleitt miklu styttri
uppsagnarfrestur.
Hér er uppsagnarfresturinn 3
mánuðir og munu umræddir
starfemenn hætta störfum 1.
september og 1. október að öllu
óbreyttu. Nokkrum af þessum
starfsmönnum var sagt upp um
siðustu mánaðamót en hinir fá
uppsagnarbréfin i hendur þessa
dagana. — KS.
stórlöxum
KULDI 0G VEIÐILEYSI
haia hrjáð velðimenn I Húnavatnssýslum
IHúnavatnssýslum eru margar
bestu laxveiöiár landsins, en þar
hefur til þessa veriö fremur treg
veiöi i sumar, aldrei sllku vant.
Laxinn viröist fyrst þessa dagana
vera aö ganga I árnar aö ein-
hverju marki og til aö bæta gráu
ofan á svart hefur flesta dagana
viöraö ilia á veiöimenn. A laugar-
daginn munaöi ekki miklu aö
mennþyrftuaö vera á sklöum viö
veiöina, aö sögn veiöivaröarins i
Miöfjaröará!
Vatnsdalsá
49 laxar voru komnir á land i
gærmorgun Ur Vatnsdalsá. Þar
hófst veiði 17. júni, en það var
ekki fyrr en á miðvikudaginn, 27.
júni, sem sæmilega veiddist. Þá
fengust 12 laxar. 1 gær var áin
afturorðin vatnsmikil og mórauð,
að sögn Ingibjargar ráðskonu i
veiðihúsinu, og þvi ekki mikil
veiðivon. Stærsti laxinn, sem
veiðst hefur á þessu sumri I ánni,
var 16 pund.
Viðidalsá
„Mönnum finnst eitthvað vera
að lifna yfir ánni,” sagði Gunn-
laug Hannesdóttir ráðskona i
veiðihúsinu við Viðidalsá. 1 gær
höfðu komið 66 laxar á land úr
ánni, sá stærsti 16 pund og kom
hann úr Kerfossi. Þetta er treg
veiði miðað viðsfðasta sumar, en
þá veiddust 1851 lax i Viðidalsá.
Miðfjarðará
„Veiðin datt mjög niður i
kuldakastinu um siðustu helgi,”
Það er vlöar en á norö-vestur-
landi sem laxveiöin er treg enn
sem komið er. Þessi mynd var
tekin um siðustu helgi af veiöi-
mönnum viö ölfusá. Þar hefur llt-
ið fengist þrátt fyrir miklar til-
raunir.
Visismynd: EJ.
sagði örn Sævar Eyjólfsson veiði-
vörður í Miðfjarðará. ,,En nú er
þetta aðeins að braggast. Sá lax
sem kominn er i ána er kominn
vel uppeftir og menn eiga von á
þvi að nú fari að veiðast.”
Frá þvi veiði hófst 8. júni hafa
veiðst 170 laxar i Miðfjarðará og
tveir þeirstærstu voru 18 pund að
þyngd. örn sagði að það væri fall-
egur fiskur sem fengist.
Blanda
„Þetta er að glæðast núna,”
sagði Sigurður Kr. Jónsson á
Blönduósi,þegarviðinntum hann
eftir veiðinni f Blöndu. Hann
sagði að bestu dagarnir hefðu
verið á þriðjudag og miðvikudag.
Þá hefðu veiöst 16 laxar hvorn
daginn, en frá byrjun veiðitimans
hafa aðeins veiðst 70—80 fiskar.
,,Ain er afskaplega skemmtileg
núna,” sagði hann. „Hún er blá-
tær eins og undanrenna og frekar
vatnslitil. Og það er eins og veiðin
séaðhefjast núna hálfum mánuöi
seinna en venjulega.”
Frá Laxá i Asum fengum við
þær Léttir að þar væri sömu sögu
að segja. Siðustu dagarnir gæfu
góða von um að nú væri laxinn
farinn að ganga fyrir alvöru.
— SJ.
1949 ^ 30 ÁRA ÞJÓNUSTA 1 1979
§é
SENDIBÍLASTÖÐIN H.F. • BORGARTÚNI21