Vísir - 02.07.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 02.07.1979, Blaðsíða 9
Mánudagur 2. júli 1979 „Heilu hibliurnar sem vlð burlum að kunna utanbókar 99 - spjallaö við Árna Sigurjónsson, fuiitrúa h|á Otlendlngaeltlrlitlnu ,,Það eru heilu bibliurnar sem við hér þurfum að kunna utanbókar, þvi íslendingar hafa gert sérsamninga um þessi mál við hvert riki heims, og við þurfum að kunna á öllu skil,” sagði Árni Sigurjónsson, fulltrúi hjá tJtlendingaeftirlitinu i stuttu spjalli við Visi um starf eftirlitsins og starfssvið. „Enda erum viö að allan sólarhringinn, annars yrði land- ið fullt.” Árni sagði að menn þyftu að vera vel þjálfaðir i þessu starfi og talar þar af reynau, hann hef- ur starfað við þessi mál i sam- tals 31 ár. En hvaða skilyrðum þurfa útlendingar að fullnægja til að mega koma til landsins? „Það verður að greina milli skandinava og annarra. Skandi- navar eru sérhópur, þetta er eitt svæði og þeir eru undanþegnir ýmsum reglur, mega koma hingað skilrikjalaust etc. Áðrir þurfa sérstakt dvalar- leyfi 3 mánuði i einu og svo at- vinnuleyfi ef þeir ætla að stunda hér vinnu. Þeir verða að hafa atvinnuleyfið er þeir koma til landsins, fyrst útvega sér at- vinnuveitanda sem siðan sækir um atvinnuleyfið til félags- málaráðuneytis, sem veitir það eftir að hafa haft samband við verkalýðsfélög.” Greenpeace? „Það er annað mál, þeir ætluðu sér að afskrá hér menn án þess að tilkynna það út- lendingaeftirlitinu eða hafa til þess leyfi. Þeir settu i land menn sem voru komnir upp á hótel áður en við höfðum upp á þeim. Seinna ætluðu þeir svo að taka menn um borð.” Er mikið um aðmönnumsé visað hér úr landi? „Nokkuð. Ef menn geta ekki gert grein fyrir sér við komu eða eiga ekki farseðil til baka, er þeim ekki hleypt inn. Svo má geta þess að ef menn eru reknir úr landi hér gildir það einnig um hin Norðurlöndin og vice versa. Fálkaþjófurinn þýski sem var rekinn héðan i fyrra t.d. var um leið bannað að koma til hinna Norðurlandanna.” En eru einhverjir „svartir sauðir” sem þú manst eftir I starfi þinu hér? „Hér eru engir svartir sauðir. Við erum þá búnir að reka þá burt. Ég vona að hér séu ekki menn á fölsuðum vegabréfum. Heimild til að reka menn úr landi er rúm hérlendis. llta grein lagana um eftirlit með út- lendingum hljóðar svo: „Dóms- málaráðherra er heimilt að visa útlendingi úr landi, 4) ef áfram- haldandidvölhans hér á landi telst hættuleg hagsmunum rikisins eða almennings, eða Arni Sigurjónsson fylgist meö er blaðamaður skoðar lista með „óæskilegum persónum, unum þýsku. ’ RAFskærulið- vist hans er óæskileg af öðrum ástæðum.” Og samkvæmt 19. grein á enginn kröfu um upplýsingar er varða synjun um landgöngu, eða brottvisun. Við getum þvi nánast visað hverjum sem er úr landi ef við teljum hann óæski- legan. Þó náttúrlega með sam- þykki dómsmálaráðuneytis og innan þessara laga.” — 1J. SASÍR með námskeið i helmllishjálp lyrir aidraða „frAbær ÁRAHGUR" - seglr Salóme Þorkelsdóttír, formaður SASÍR ,,Þetta var ákaflega vel heppnað námskeið og þátttakendur, sem voru frá öllum sveitarfélögum á Reykjanesi voru mjög ánægðir”, sagði Salóme Þor- kelsdóttir, formaður SASÍR, þegar Visir spurði hana um námskeið sem sambandið hélt i heimilis- hjálp fyrir aldraða fyrir nokkru. Námskeiðið stóð nokkur kvöld og að því loknu fengu þátttakend- ur viðurkenningarskjal, því kom- ið hefur til tals að gera að skyldu aö sækja námskeið af þessu tagi fyrir fólk sem starfar við heim- iíishjúkrun aldraðra. Salóme sagði að árangurinn hefði verið frábær, farið fram úr öllum vonum og vildu þátttakend- ur helst fá framhaldsnámskeið. Námskeiðið fór þannig fram, að skipt var niður í vinnuhópa og sið- an voru sameiginlegar umræður á eftir. Akaflega skemmtilegar, að dómi þátttakenda. Námskeiðið var kostað af SASIR og haldið i húsakynnum Félagsmálastofnunar Kópavogs að Hamraborg 1. „Mér finnst jákvæðast við þetta námskeið hvað konurnar höfðu mikinn áhuga á að fá meiri fræðslu.” sagði Agústa Einars- dóttir hjá Félagsmálastofnun Kópavogs, „Það hefur verið litið gert af þvi að fræða þessar konur og þetta verður kannski kveikjan að föstu námskeiðahaldi. Ég tel það raunar alveg nauðsynlegt,” sagði hún. — JM.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.