Vísir - 02.07.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 02.07.1979, Blaðsíða 4
vtsm Mánudagur 2. júll 1979 ASKRHT ER AUÐVELD! / Ég óska eftir aö gerast áskrifandi aö Vísi \ \______________________________________/ Sendu seðilinn til Vísis Síðumúla 8 eða hringdu í síma 86611 og við sjáum um framhaldið. Karlmannabuxur á aðeins kr. 6.900- Verksm.-salan Skeifan 13 Suðurdyr Samkvæmt lögum nr. 22 frá 18. maí 1979 verður 15 milljónum króna ráðstafað úr Gengismunarsjóði til orlofshúsa sjómanna- samtakanna. Umsóknir um framlög úr sjóðnum óskast sendar ráðuneytinu fyrir 15. júlí 1979. Umsóknum fylgi upplýsingar um fjölda starfandi manna í félögunum. Sjávarútvegsráðuneytið, 29.júní1979. FRAMKVÆMDASTJÓRI Staða framkvæmdastjóra H.f. Raftækjaverk- smiðjunnar í Hafnarfirði er hér með auglýst til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til formanns stjórnarinnar, Guðmundar Árnasonar, Sunnuvegi 1, Hafnar- firði fyrir 1. ágúst n.k. STJÓRNIN AUGLÝSING 4 Hver íbúl 10 sinnum ( sundlaus í fyrra Kostnaöur viö starfrækslu almenningssundstaöa á landinu nam á siöasta ári rúmum hálf- um milljaröi króna eftir þvi sem segir i skýrslu frá Þorsteini Einarssyni, iþróttafulltrúa rikisins. Á hvern Ibúa landsins veröur kostnaöurinn 3070 krón- ur, en þess er aö geta aö hver maöur hefur sótt aö meðaltali sundlaugar landsins 10 sinnum á árinu. Sundlaugargestir á slöasta ári voru 1.630.066 og hefur sóknin staöiö I stað frá þvi var 1977. í skýrslu Þorsteins Einars- sonar er aö finna töflur um 27 sundlaugar. 1 þeim er getið um fjölda baðgesta, reksturskostn- að á hvern baðgest ofl. 1 skýrslunni kemur fram að heildarsókn i sundlaugarnar i Reykjavik, Sundhöllina, Laugardal og Vesturbæ, var 950.070 manns og samsvarar það þvi að hver ibúi borgarinnar hafi farið 11.37 sinnum i laugarnar. Langflestir komu i Laugardalslaugina eða rúm hálf milljón, þvi næst i Sundlaug vesturbæjar 340 þúsund manns og fæstir i Sundhöllina eða 115 þúsund. í skýrslu iþróttafulltrúans kemur m.a fram hvenær flestir komu i hverja og eina sundlaug á árinu 1978. 1 sundlaugina I Laugardal komu flestir 25. mai 1978 eða 3396 manns og er það langmesti fjöldi i eina laug á dag á þvi ári. —SS— Benda á nauð- syn albiðða- tungumáls Fjciröa landsþing tslensk esperantosambandsins var haldiö fyrir skömmu. Þingiö samþykkti almenna ályktun um nauðsyn tjá- skipta millimanna hvar sem er ,úr heiminum. Þjóömálin séu hindrun i samskiptum manna og ekki virðist önnur leið úr þessum vanda en aö tekiö veröi upp aö- gengilegt hlutlaust aiþjóöamál. Þingið beinir einnig þeirri áskorun til yfirvalda Islenskra menntamála að fylgjast meö þeirri sókn sem esperanto er nú I og fylgjast með kennslufræðileg- um tilraunum sem standa viða yfir. Nám i esperanto sé ótrúlega góður undirbúningur undir nám I öðrum tungum og stuðli að skiln- ingi á eöli og byggingu tungumála almennt. Forseti esperantosambandsins var endurkjörinn Baldur Ragnarsson. —SS— ASÍ semur við rlkl og borg Undirritaður hefur verið samn- ingur milli rikisins og Reykja- vikurborgar og Alþýöusambands Islands um 3% grunnkaupshækk- un er taki gildi frá 25, þ.m. Samningarnir voru undirritaðir af Snorra Jónssyni, forseta ASI, Guðmundi Karli Jónssyni, f.h. rikisins og Magnúsi Óskarssyni f.h. Reykjavikurborgar. —SS— Opnuð hefur verið ný matstofa hér í borg, Lauga-ás, og er hún til húsa að Laugarásvegi 1. Það eru Ragnar Guðmundsson og Gunn- laugur Heiðarsson, sem eiga hana. Matstofan er öll hvltmáluð og mjög björt. Hún tekur um 40 manns i sæti og er opin frá átta á morgnana fram til klukkan hálf tólf á kvöldin. Eigendurnir hyggjast gefa laugargestum kostá þvi að koma i morgunkaffi eftir laugarferð á morgnana og verður þá á boðstól- um morgunverður eftir óskum hvers og eins. Þeir Ragnar og Gunnlaugur hafa verið mats-veinar I 14 ár. Þeir lærðu listina á Hótel Borg og Hressingarskálanum. Siðan hafa þeir verið viöa. Ragnar á Aski, Hressingarskálanum og viðar. Gunnlaugur hefur verið á Mat- stofu Austurbæjar og viðar. Innréttingarnar á matstofunni teiknaði Jón Kaldal. — SS — íslandsdeild Amn- esty mjðg virk Aöalfundur Islandsdeildar Amnesty International var haldinn fyrir stuttu. A yegum deildarinnar starfa nú f jórir starfshópar. Tveir hóp- ar beita sér fyrst og fremst fyrir frelsi svonefndara samvisku- fanga, þ.e. manna sem fangels- aðir hafa verið fyrir stjórnmála- eöa trúarskoðanir sinar eöa vegna kynþáttar, kynferðis, þjóðernis eða tungu sinnar. Hafa hóparnir á liðnu starfsári unnið fyrir slika fanga i Sovétr- ikjunum, Taiwan, Rhodesiu, Argentinu, Júgóslaviu og Malasiu. Þrir þeirra voru látnir lausir á árinu, einn i Sovétrikj- unum og tveir i Rhodesiu, en annar þeirra hefur nú veriö handtekinn á ný. Þriðji hópur- inn hefur unnið að svonefndum skyndiaðgeröum, þ.e. þátttöku i samræmdum alþjóðlegum bréfaskriftum vegna 130 fanga I ýmsum löndum. Fjórði hópur- inn hefur unnið að bréfaskrift- um og öðrum aðgeröum vegna mannréttindabrota i tilteknum löndum, Rúmeniu, Eþiópiu, Argentinu og Taiwan. I tilefni 30 ára afmælis mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna var af hálfu Islandsdeildar Amnesty International sent bréf til utan- rikisráðherra Islands og hvatt til þess, að íslendingar staðfestu og lögfestu hið fyrsta allar þær aiþjóðasamþykktir, sem gerðar hafa verið á grundvelli mann- réttindayfirlýsingarinnar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Deildin tók þátt i alþjóðlegum mótmælaaðgerðum vegna liflátsdóma byltingardómstóla i Iran og tilraunum til að fá þyrmt lifi Zulfikars Alis Bhuttos, fyrrum forsætisráð- herra Pakistans og manna þeirra, sem með honum voru dæmdir, — ennfremur aðgerð- um vegna fangelsana og ofsókna á hendur forystumönn- um verkalýðsfélaga i Túnis og vegna fanga i Uruguay. Mjög ýtarlegar breytingar voru gerðar á lögum deildarinn- ar á þessum fundi, margar þeirra með hliðsjón af samræmingu á lögum allra landsdeilda Amnesty International. Samkvæmt tilmælum framkvæmdastjðrnar alþjóða- samtakanna hefur stjórn tslandsdeildarinnar auglýst meðal félagsmanna starf framkvæmdastjóra aðalbæki- stöðva samtakanna I Lundún- um, en núverandi framkvæmdastjóri, Martin Ennals, lætur af störfum á miðju næsta ári. Starfið hefur verið auglýst i öllum landsdeild- um og nokkrum útbreiddustu dagblöðum heimsins, en gert er ráð fyrir að umsóknum sé skilað til aðalskrifstofu Amnesty International i Lundúnum fyrir 1. júli. Framkvæmdastjóri aðal- stöðvanna er helsti fulltrúi Amnesty International i samskiptum við rikisstjórnir og alþjóðasamtök og vegna eðlis- samtakanna og þeirrar áherslu, sem þau leggja á pólitiskt hlut- leysi og jafnvægi koma umsækjendur frá smáþjóðum ekkert siður til greina i starfið en umsækjendur frá hinum stærri þjóöum. Stjórn íslandsdeildar Amnesty International skipa nú: Margrét R. Bjarnason, formaður, Sigurður Magnússon, varaformaður Erika Urbancic, ritari, Friörik Páll Jónsson, gjaldkeri og Anna Atladóttir, skjalavörður. Formenn starfs- hópa eru, Bergljót Guðmunds- dóttir, Linda Jóhannesdóttir og Þórir Ibsen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.