Vísir - 02.07.1979, Blaðsíða 20

Vísir - 02.07.1979, Blaðsíða 20
vism Mánudagur 2. júll 1979 Stemmlng í Kjallaranum Við íslendingar eigum heimsmet i mörgu, sé miðað við hina frægu höfðatölu. En i einu eigum við örugglega heimsmet án þess að miðað sé við þannkvarða. Við eigum forseta, sem hefur gefið þjóðinni tvo listamenn, mjög svo frarnbærilega hvorn á sinu sviði, Þórarin Eldjárn, hið ágæta ljóðskáld, og Sigrúnu Eldjám, myíidlistar- mann. Ég brá mér þó inn á sýningu Sigrúnar Eldjárn, i Stúdenta- immm* myndlist ólafur M. Jóhannesson skrifar: kjallaranum.f þéim tilgangi aö níeta hana sém myndlistarkonu eri ekki dóttur eirihvers. Þenn- an dag var afmæli Snorra Sturlusonar og einhver hátlöar- stemmning í loftinu. Sólíri hafði, svona I tilefní afmælisins skroppið út úr skýjunum og geislar hennar smugu inri um þrönga gluggana. Ég fékk mér sæti nálægt gömlu vinalegu píanói Kaffiö þarna er nokkuð gott og mjög notalegtaö bergja á þvi um leið og maður lætur augun Frá sýningu Sigrúnar Eldjárn Vlsismynd: JA. dvelja við myndirnar. Ekki spillír að hafa franskan ljóða . söng I baksviði. Þannig mætast tvær listgreinar og geta við vissar aðstæður runnið saman I eitt. ' Fýrstu myndir Sigrúnar sem við blöstu voru mynd 7 og 15 Avaxtahlaiip. Þetta er téttar myndir, fullár af hraða og Hfi, en án verulegra átaka, Fremur minna þær á formæfirigar. Ég vatt mér I næsta bás, þar herigu tvær myndir fyrir ofan hausana á þvl óþolandi fyrirbrigði sem nefna má „sikjaftandi-skandi- navlskan-menningar-sauma- klöbb.” Verður ekki farið nánar út I skilgreiningu á þessu fyrir- brigði sem ryður sér stöðugt meir til rúms I skjóli norrænnar samvinnu Vikjum heldur að myndunum. Þessar myndir voru af nokkuð öörum toga en hinar tvær. Þarna var komin formfesta og greinilegt riierki um að lista- konan kanri riokkuð fyrír áér. Sérstaklega I modelteikningu. 3ji básinn' var auður, svo þar nutu sln vel tvær gulrótarmynd- ir. Tákngildi þessarra mynda, svo sem flestra myndá Sigrúm ar, er mjög óljóst. Risastórar gulrætur teygja sig niður úr moldinni, en efst er ofurlítið hús. Þó er ein mynd híaðin all- mögnuöu erótlsku tákngildi, Nefnist hún Loftslagsbreyting. Mér finnst Sigrún vera að segja m I þessari mynd að kynhvötín hnéppi manninn 1 fjötra. Þarna beitirhúnlitum. Ekki er ég Sátt'- ur við litabeitiriguna, finnst hún QÍ hrá og ári verulegs rriárk- íriiðs. Sömuleiðis er ég lltið sátt- úr við sambland blýants og túss Isumum myndanna. - Sigrúnu tekst best úpp þay sem hún gefur sig ævintýrinu a vald. Þar eru myndirnar sak- lausar. og tala nokkuð beint til manns, án þess að vera yfir- þyrmandi tæknilegar eöa hlaðn- ar boðskap. Ég gekk út af þessu sýriishorni á verkum Sigrúnar Eldjárn með léttum huga. Sólin skein enn I heiði, himnafaðirinn kann sannarlega að halda upp á afmæli. Manu Dibango og RTI hljómsveit Fflabeinsstrandarinnar fiytja Afriku-djass á hátlðinni. Listahátiðm „Sjóndeildarhringur” 79 (Horizonte 79) var opnuð i Berlin laugardaginn 21. júni s.l. Undirtitill hátiðarinnar er „Fyrsta hátið heims- menningarinnar.” A þessari hátiö er áherslan lögö á menningu Afriku. Hátíöahöldin. standa til 15. júli og verða á þeim tima tekin fyrir nær öll sviö afrískar. menningar, tónlist, leik- list, myndlist, þjóðtrú, bók- menntir og kvikmyndir. 1 tilefni barnaársins verða framlagi barna til menningar álfunnar gerö góö skil. Fjöldi afriskra listamanna kemur fram á hátlð inni og margir helstu sýningar- salir Berllnar hafa þessa d?.ga að geyma afrlská list. —SJ Hin umdeilda skáidsaga Indriða G. Þorsteinssonar, Þjófur I Paradis, er komin út I annarri útgáfu. Bókin kom fyrst út árið 1967 og hefur hún slfellt verið til umræðu slðan, bæði fyrir efiii sitt og inn- tak. 1 henni segir frá paradls is- lenskrar sveitar á kreppu- árunum. Aðalpersónan er vel lið- inn bóndi, sem vegna fátæktar gerist þjófur. Nokkurtfjaðrafok hefur orðiö - ilt af Þjóf I Paradfe á slöustu árum vegna þess að sett var Iög- bann á lestur hennar I út- varp. Astæðanvarsú aömörgum hefur fundist lýsingunni á verkn- aði þjófsins svipa til raunveru- legra atburða,. Þessu lögbanni hefur nú verið aflétt meö dómi. Þjófur I Paradls er 134 bls. að stærð. Otgefandi er Almenna bókafélagið. Indriði G. Þorsteinsson rit- höfundur Laugarvatn er mikill ferðamannastaður á sumrin. Nú virðast feröa- menn þar sem annars staðar á landinu vera seinnaá ferðinni. Feröamenn selnna á leroinni en venjulega Ferðamannastraumurinn úti á landsbyggöinni hefur verið óvenju lltill það sem af er vegna þess hve sumarið hefur veriö seint á feröinni. Þetta kom fram þegar Visir hafði samband við nokkur gisti- hús úti um land og spuröist fyrir um það hvort ferðamanna- straumurinn væri þar hafinn. Erna Þórarinsdóttir hótelstjóri . á Edduhótelinu á Laugarvatni sagði að óvenju relegt hefði verið fram að þessu nema hvað ráð- stefnur hefðu verið nokkrar. íslendingar væru yfir- leitt lftið á ferðinni I júní en þegar komið væri að mánaöamótum júní-júli' færi straumurinn strax að aukast mikið. Arni Arnason starfemaöur á Hótel Höfii í Hornafiröi sagði að fyrstu ferðamannahóparnir væru að koma núna og væru ferðamenn nokkru seinna á ferðinni nú en áður. Kvaðst hann búast við að aðalferöamannatiminn hjá þeim færi aö hefjast hvað úr hverju. „Þaðer allt miklú seinná nú en áöur vegna kuldanna sem verið hafa” sagði Ragnar Ragnarssori hótelstjóri á Hótel KEA á Ákur- eyri. Sagði hann að ferðamenn á Akureyri væru nú mun færri á þessum tfma sumarsins en áður og kenndi þar kalda veðrinu um. Bjóst hann við að ferða- mönnum myndi þó fjölga þegar liðl að mánaðamótunum, sérétaklega þeím Islensku. —HR Leikfélag HUsavlkur er nýlega komið heim úr leikferð til Danmerkur og Sviþjóðar með leikritið Heiðursborgara eftir Irska höfundinn Brian Friel I þýð- ingu Jakobs S. Jónssonar, leik- stjóri Maria Kristjánsdóttir. Sýnt var I Södertalje I Sviþjóð, Rönne á Bornholm og Bagsværd ' við Kaupmannahöfn, alls 5 sinnum. Leiknum var hvar vetna vel tekið og móttökur allar höföinglegar, en leikfólkið bjó á heimilum gestgjafanna. 1 Rönne gerðist það að leikfélagið fékk að sýna I elsta leikhúsi Danmerkur, Rönne teater, sem nú er um 150 ára. Leikferð þessi er liöur I sam- starfi áhugaleikfélaga á Norður- löndum, svokölluöum „Teaterring B”, er hann saman- stendur af einu leikfélagi frá hverju Norðurlandanna nema tveim frá Danmörku. Samstarfi þessu var komiö á fót með stuön- ingi frá Nordisk amatörteater rad, sem einnig styrkti þessa leikferð nú. Þátttakendur I fert- inni voru 22. Formaður Leikfélags Húsavlkur er Anna Jeppesen. HÁTÍB (BERLÍN ÞJÓIIir ( Paradls I annarrl úlgáfu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.