Vísir - 02.07.1979, Blaðsíða 12

Vísir - 02.07.1979, Blaðsíða 12
 12 VÍSIR Mánudagur 2. júli 1979 BrtyHw OPID KL. 9-9 Allar skreytiagar Mkfcar aI fagrt*a»am. No*g bilastcaSl a.m.k. á kvöidin HIOMÍWIXIIH HAKNARSTR.HTI Simi 12717 I Lærið vélritun Ný námskeiö hefjast Þriöjudaginn 3. júlí. Kennslaeingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13. VélritunarskóHnn Suðurlandsbraut 20 UðRUICIDIR Hf. Kleppsmýrarvegi 8 - Sími 83700 Vörumóttako alla virka daga til: SKRIÐULAND BúÐARDALUR KRÓKSFJ. NES HÓLMAViK— DRANGSNES AKUREYRI RAUFARHÖFN — ÞÓRSHÖFN SEYÐISFJÖRÐUR ESKIFJÖRÐUR HORNAFJÖRÐUR SELFOSS HVERAGERÐI — STOKKSEYRI — EYRARBAKKI KEFLAVIK— NJARÐVIK Skrásetning nýrra stúdenta í Háskóla íslands fer fram frá 2. til 16. júli 1979. Umsóknir um skrásetningu skal fylgja staðfest ljós- rit eða eftirrit af stúdentsprófsskirteini, skrásetningargjald kr. 13900,- og tvær litlar ljósmyndir af umsækjanda. Einnig er spurt um nafnnúmer og fæðingarnúmer umsækjanda. Skrásetningin fer fram i skrifstofu háskóians og þar fást umsóknareyðublöð. Útboð Tilboð óskast i rif á núverandi þaki Braut- arholts 28, Reykjavik og byggihgu rishæð- ar sama húss að fokheldu stigi. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistof- unni Fjölhönnun hf. Skipholti 1, Reykjavik gegn 20. þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað mánu- daginn 9. júli kl. 2, e.h. úlögleg fransk- brauð I Keflavík Miklll verðmlsmunur í bakarlunum samkvæmt kðnnun verkalýðsfélaganna t könnun sem framkvæmd var af Verkalýös- og sjómanna- félagi Keflavfkur og Verka- kvennafélagi Keflavikur nú ný- veriö kom i ljós aö franskbrauö eru seld á hærra veröi þar suöur meö sjó en lög mæla fyrir um. Jafnframt kom f ljós umtals- veröur verömismunur milli bakarfa. Könnunin náöi til Valgeirs- bakaris, Ragnarsbakarls og Gunnarsbakaris. Kannaö var verö fjögurra tegunda, djöfla- tertu, vfnarbrauöslengju, hvftr- ar tertu og franskbrauös. Franskbrauö kostaöi 215-220 Krónur I bakarkium en meö þvi aö vega þau og athuga verö 100 gramma kom i ljós aö þaö var dýrast i Gunnarsbakarii, 53.75 krónur á 100 grömm en sföan komu hin tvö meö 47.77-47.80 krónur. Samkvæmt verölags- ákvæðum er hæsta leyfilega verö á franskbrauði 42.40 krón- ur á hver 100 grömm og er þvi greinilega um lögbrot að ræða. Verö hinna tegundanna þriggja reyndist mjög mismun- andi eftir bakarium. Djöflaterta kostaði í Valgeirsbakarii 950 kr., I Ragnarsbakarli sama en i Gunnarsbakarii 1150 krónur. Þar eru þær hins vegar þyngst- ar og verö á hverjum 100 grömmum reyndist langlægst I Gunnarsbakari, 138.55 krónur á móti 182.69 kr. i Ragnarsbakarii og 190 kr.i Valgeirsbakaríi. Vinarbrauðslengjur voru sömuleiöis ódýrastar i Gunnarsbakarii, kostuðu 97.96 kr. á hver lOOgrömm, en 123.81 i Ragnarsbakarii og 173.33 kr. i Valgeirsbakarii, eða langmest. Hvitu terturnar reyndust skv. könnuninni ódýrastar I Ragnarsbakarii, 134.62 kr. á 100 grömm, Gunnarsbakari setti upp 153.85 kr. og Valgeirsbakari 181.25 kr. Er þvi um mikinn verðmismun aö ræöa á þessum tegundum en þess skal getiö aö aöeins franskbrauö eru háö verðlagsákvæöum,af matar- brauöum. _u Höröur Haröarson á Don sigrar i unghrossahlaupinu. Flðrðungsmót norðlenskra bestamanna: Þrðltur með íslandsmet Fjórðungsmót norð- lenskra hestamanna var haldið nú um helgina á Vindheimamelum og var það fjölsótt og vel heppnað þrátt fyrir fremur leiðinlegt veður. ölvun mótsgesta var töluverð sem ekki telst til tiðinda á útisamkom- um hér á landi enda ekki til þess tekið nú fremur en endranær. Á mótinu setti Þróttur frá Mikla- bæ nýtt Islandsmet i 800 metra stökki hljóp á 58.9 sek. og sló eldra met Kára frá Uxahrygg sem var 59.7 sek. A mótinu voru sýndir tveir stóðhestar meö afkvæmum og fékk Hrafn frá Holtsmúla fyrstu einkunn en Baldur frá Syöri- Brekku hlaut aöra einkunn. Onn- ur helstu úrslit voru sem hér seg- ir: Efstur stóöhesta 6 vetra og eldri varð Freyr. Efst hryssa 6 vetra og eldri varð Lyfting og efstur gæöinga varö Óöinn. Þróttur frá Miklabæ setti glæsilegt tslandsmet i 800 metra stökki. Eig- andi Þróttar er Tómas Ragnarsson og situr hann sjálfur hestinn. Vísis- mynd: Guölaugur Tryggvi Karlsson. Efstur klárhesta meö tölti varð Krystall og I unglingakeppni varð Helga Arnadóttir hlutskörpust. í kappreiöunum sigruöu auk Þróttar, I 250 metra folakeppni Don,i 350 metra stökki Stormur i 250 metra skeiði Fannar, i nýliöa- skeiði Váli i gæðingaskeiði Alda og Frúarjarpur varö hlut- skarpastur I 800 metra brokki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.