Vísir - 04.07.1979, Page 11
VÍSIR
MiOvikudagur 4. júll 1979
Siguröur A. Magnússon viö Akrópölishæö I Aþenu i siöustu viku.
TX'TO:
n
UðRULEIÐiR HF.
Kleppsmýrarvegi 8 - Sími 83700
Vörumóttaka alla virka daga til:
SKRIÐULAND BúÐARDALUR KRÓKSFJ. NES
HÓLMAViK— DRANGSNES AKUREYRI
RAUFARHÖFN — ÞÓRSHÖFN SEYÐISFJÖRÐUR
ESKIFJÖRÐUR HORNAFJÖRÐUR SELFOSS
HVERAGERÐI — STOKKSEYRI — EYRARBAKKI
KEFLAVIK— NJARÐVIK
..OJUMN M REYNR
EITTHVM NYTT"
- seglr Slgurður I vlDtali vlð Vlsi.en hann mun fara með
hlulverk griskumæiandi Breta I nýrri
kvlkmynd lelksljðrans voulgaris
„Kvikmyndin fjallar um
ákveðið skeið I æfi eins mesta
stjórnmálamanns Grikkja á
þessari öld. Hann hét Elefþerios
Venizelos, en mér hefur verið
falið að fara með hlutverk
helsta ráðunauts hans, sem var
Breti”, sagði Sigurður A.
Magnússon rithöfundur er Visir
hitti hann að máli i Aþenu á dög-
unum og spurðist fyrir um fyrir-
hugaðan kvikmyndaleik
Sigurðar. Þetta er eitt af
stærstu hlutverkum myndar-
innar sem verður um einnar og
hálfrar klukkustundar löng.
Það er einn kunnasti kvik-
my ndaleikstjóri Grikkja,
Pandelis Voulgaris, sem stjórn-
ar gerð kvikmyndarinnar um
Venizelos, og hefur Voulgaris
unnið að handritinu fyrir myn<l-
ina undanfarin tvö ár. Kvik-
myndatakan hefst 16. júli og er
áætlað að hún standi yfir til 21.
september.
„Kommér mjög áóvart’
„Voulgaris kom til Islands i
sambandi við kvikmyndahátið
Listahátiðar i tilefni af sýningu
einnar kvikmyndar hans og átti
sæti i dómnefnd hátiðarinnar”,
sagði Sigurður. „Ég var fenginn
til þess að vera túlkur hans og
fylgdarmaður og fór vel á með
okkur, en það kom mér mjög á
óvart, þegar hann birtist, þar
sem við hjónin búum nú i
Vouliagmeni og sagði að ég væri
maðurinn, sem hann þyrfti að fá
i hlutverk Bouchers i kvik-
myndinni.”
„Tókstu boðinu strax?”
„Eg sagðist vera i vafa um
að ég gæti leikið slikt hlutverk
vegna reynsluleysis, en Voul-
garis sagðist helst vilja fá til
samstarfs við sig óreynt fólk,
sem hann gæti mótað að vild i
hlutverkin og þegar hann sagð-
ist vera viss um að hann gæti
gert úr mér góðan leikara ákvað
ég að slá til. Það er alltaf gaman
að reyna eitthvað nýtt”.
Með sagnaflokk i smíð-
um
Sigurður A. Magnússon
dvaldist I Grikklandi i um það
bil ár fyrir þrjátiu árum, lærði
grfsku, ferðaðist um landið og
skrifaði bókina „Griskir reisu-
dagar”. Siðan hefur hann alloft
komið til Grikklands og fylgst
náið með griskum málefnum og
talar grisku reiprennandi.
Sigurður er um þessar mundir
starfandi sem aðalfararstjóri
ferðaskrifstofunnar Útsýnar i
Grikklandi og tekur kvik-
myndaleikurinn við er þvi starfi
sleppir i sumar.
Siðastliðinn vetur dvaldist
Sigurður ásamt fjölskyldu sinni
i Berlin, þar sem hann vann að
ritun skáldsögu og hlaut hann
þýskan styrk til dvalarinnar.
Að sögn Sigurðar hefur hann
nú nýverið skilað handriti að
bókinni til Máls og menningar
með tilliti til útgáfu i haust.
Hann segist hugsa sér að þetta
verði fyrsta bókin i trflógíu,
flokki þriggja skáldsagna, sem
byggi að nokkru leyti á reynslu
hans sjálfs og sé grunnur fyrstu
bókarinnar minningabrot frá
bernskuárunum. Heiti fyrsta
hluta verksins sé enn ekki
endanlega ákveðið, en helst
hallist hann að þvi að nefna
hana „Undir kalstjörnu”.
Einnig eru væntanlegar á
markað i haust tvær bækur sem
Sigurður hefur þýtt fyrir bóka-
útgáfuna Sögu tengdar griskri
og norrænni goðafræði.
í griskum harmleikj-
um i Bandarikjunum
Sigurður er ekki alls ókunnug-
ur leiklistinni og má i þvi sam-
bandi nefna, að hann var i um
það bil áratug leiklistar-
gagnrýnandi hjá Alþýðublaðinu
og Morgunblaðinu og árið 1962
sýndi Þjóðleikhúsið leikrit eftir
hann sem hér Gestagangur.
„Leikhús er ein af minum
ástriðum, en ég get ekki sagt að
mikið hafi reynt á leikarahæfi-
leika mina fram að þessu að
öðru leyti en þvi, að ég lék i
tveimur forngrískum harm-
leikjum i New York á meðan ég
var við nám I Bandaríkjunum
fyrir mörgum árum”, sagði
Sigurður er hann var inntur
eftir reynslu sinni á leiksviði.
„Ég er búinn að fá handritiö I
hendur, þykkan doðrant, og
verð nú að fara að lesa mig til og
kynna mér hlutverkið. Eftir
kynni min af griskum málefn-
um og sögu hef ég miklar mætur
á Venizelos, þeim sem myndin
fjallar um og Boucher sá sem ég
á að leika, er kunnur samninga-
maður og virðist hafa verið
snjall, en hann var meðal
annars tengiliður Venizelosar
við Búlgara, er hann stóð i
samningamakki við þá. Hann
starfaði aftur á mdti sem frétta-
ritari breska blaðsins The
Times hér i Grikklandi.”
íslendingur leikur
Breta
„Hver heldurðu að sé
ástæðan fyrir þvi, að Voulgaris
velur Islending i hlutverk
Bretans?”
„Hann sagðist vilja fá i þetta
hlutverk útlending, sem væri al-
talandi á grisku en talaði málið
þó með örlitlum hreim. Þess
vegna kvaðst hann vilja fá mig I
hlutverkið auk þess sem hann
sagði að útlitið hæfði þvi ágæt-
lega, en það verður nú að koma i
ljós.”
„Er þetta söguleg mynd?”
„Handritið, sem Voulgaris
hefur samið er með sögulegu
ivafi og atburðarás og samtöl i
myndinni byggjast á upplýsing-
um, sem hann hefur aflað sér
um persónurnar, sem koma við
sögu og timabilið, sem myndin
fjallar um, en það eru árin 1910
til 1924.”
Taka kvikmyndarinnar hefst
nú um miðjan júli og fer hún að
miklu leyti fram i Aþenu, en auk
þess á ýmsum öðrum stöðum
þar á meðal eyjunni Krit.
Eftir að kvikmyndaleiknum
lýkur mun Siguröur A. Magnús-
son halda aftur til Berlinar
ásamt fjölskyldu sinni, þar sem
hann hefur vetursetu og hyggst
skrifa annan hluta skáldverks-
ins, sem hann tók til við i fyrra-
vetur. -ÖR
Þetta er ekki atriði úr kvikmyndinni. Hér er Siguröur f hlutverki leiðsögumanns farþega Ctsýnar i
Grikklandi aö segja frá sögu og menningu Grikkja.
hó rg reiðslustof a
HELCU JÓAKIMS
Reynimel 34, slmi 21732
STEFNAN
Uppteisrt
ítTálshygigÍunnaT
Nýjar bœkur um stjórnmál
HÆOUROQfllTGEBOtR
t92S-19?S
Safn 10 greina
um stefnu Sjálf-
stæðisflokksins
HÖFUNDAR:
Jón Þorláksson
Jóhann Hafstein
Bjarni Benediktsson
Gunnar Gunnarsson
Birgir Kjaran
Ólafur Björnsson
Benjamin Eiriksson
Geir Hallgrimsson
Jónas H. Haralz
Gunnar Thoroddsen
Dreifingaraðilar:
s. 82900 og
23738
Safn 15 nýrra
greina um frjáls-
hyggjuna
HÖFUNDAR:
Ilannes Gissurarson
Jón St. Gunnlaugsson
Pétur J. Eiriksson
Geir H. Haarde
Jón Asbergsson
Þráinn Eggertsson
Baidur Guölaugsson
Halldór Biöndal
Bessi Jóhannsdóttir
Erna Ragnarsdóttir
Þór Whitehead
Daviö Oddsson
Friörik Sophusson
Þorsteinn Pálsson
Bœkurnar fást í helstu bókaverslunum
og kosta kr. 4.000 og 3.500