Vísir - 31.07.1979, Síða 4

Vísir - 31.07.1979, Síða 4
4 VÍSIR Þriöjudagur 31. júli 1979. ►KLAPPARSTIC Klapparstíg 29 - simi 13010 HÁRGREIÐSLUSTOF AN KLAPPARSTÍG Úrval af bílaáklæöum (coverum) Sendum í póstkrofu Altikabúðin Hverfisgotu 72 S 22677 OPIÐ KL. 9 GJAFAVÖRUR — BLÓM — BLÓMASKREYTINGAR. Nag bilagtaBI a.m.k. ó kvöldln IMOMtAMXIlH IIUMKSIRtll Simi 12717 LAUSARSTÖÐUR Stöður aðstoðarskólastjóra við Fjölbrautaskólann á Akranesi, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Keflavik, og Flensborgarskólann i Hafnarfirði, fjölbrautaskóla, eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Samkvæmt reglugerð er gert ráð fyrir aö aðstoöarskólastjóri sé ráðinn til fimm ára i senn úr hópi fastra kennara á framhalds- skólastigi. Umsóknir, með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 25. ágúst n.k. Umsóknareyðublöð fást i ráðu- neytinu. Menntamálaráðuneytið, 25. júli 1979. j RANNSÓKNASTYRKIR EMBO t SAMEINDALtFFRÆÐI Sameindaliffræðisamtök Evrópu (European Molecular Biology Organization, EMBO), hafa i hyggju að styrkja visindamenn sem starfa i Evrópu og ísrael. Styrkirnir eru veittir bæði til skamms tima (1 til 12 vikna) og lengri dvalar, og er þeim ætlað að efla rannsóknasamvinnu og verklega framhaldsmenntun i j sameindaliffræði. i Skammtimastyrkjum er ætlaö að kosta dvöl manna á erlendum j rannsóknastofum viö tilraunasamvinnu, einkum þegar þörf i verður fyrir slikt samstarf með litlum fyrirvara. Langdvalar- | styrkir eru veittir til allt að eins árs i senn, en umsóknir um end- I urnýjun styrks til eins ár i viðbót koma einnig til álita. Umsækj- endur um langdvalarstyrki veröa aö hafa lokið doktorsprófi. j Umsóknir um styrki til dvalar utan Evrópu og tsraels koma til álita, en þær njóta minni forgangs. t báöum tilvikum eru auk dvalarstyrkja greidd fargjöld styrkþega milli landa. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá Dr. J. Tooze, j Executive Secretary, European Molecular Biology Organ- izaUon, 69 Heidelberg 1, Postfach 1022.40, Vestur-Þýskalandi. Umsóknir um skammtimastyrki má senda hvenær sem er, og er ákvörðun um úthlutun tekin fljótlega eftir móttöku umsókna. j Langdvalarstyrkjum er úthlutað tvisvar á ári. Fyrri úthlutun fer j fram 30. april, og veröa umsóknir að hafa borist fyrir 20. febrú- ar, en siöari úthlutun fer fram 31. október, og verða umsóknir að i hafa borist fyrir 31. ágúst. Menntamálaráðuneytið 19. júli 1979. I------------------------------------------------------------ TIL SÖLU notaðar járnsmíðavélar: Rennibekkur, stór Rennibekkur til fjöldaframleiBslu Loftpressa, 500 I Hefill, borvél oil. LANDVÉLAR HF. Sími 91-76600 f f • r f » •» * Japanlr Ireysla m|ög á hvallnn Japanir hafa um margra ára- tuga bil búið við blómlegan hval- veiðiiðnað, sem nú er sagður berjastibökkum eftir allróttækar ákvarðanir, sem alþjóðasamtök hafa tekið til verndunar hvölum. A ársfundi Alþjóða-hvalveiði- ráösins i London á dögunum var samþykkt að banna allar hval- veiðar verksmiðjuskipa, nema þá á hrefnu. Einnig var ákveðið að friða alveg hvali i Indlandshafi. 23 lönd eiga aðild að Alþjóða- hvalveiðiráðinu og þar á meðal Japan. Ráðið var stofnað 1948 til þess að tryggja verndun og við- komu hvalastofnanna og hefur i reynd haft þvi meginhlutverki að gegna að setja.reglur um hval- veiðar og deila út veiðikvótum. Þessi siðasti ársfundur var mikill afturkippur fyrir Japan og Sovétrikin, sem hafa byggt hval- veiðar sinar að miklu leyti á verksmiðjum. Japanir og Sovét- menn hafa árlega veitt um þrjá fjórðu allra hvala, sem veiddir eru i heiminum. Fundurinn að þessu sinni ein- kenndist venjufremur af vernd- unarsjónarmiðum, enda höfðu náttúruverndarsinnar mjög haft sig i frammi fyrir fundinn, eins og menn minnast úr fréttum af til dæmis Greenpeacesamtökunum og atferli þeirra hér á Islands- miðum. — Fulltrúar sumra aöildarrikj- anna beinlinis bergmáluðu mál- flutning verndarmanna, eins og til dæmis fulltrúar Bandarikj- anna, og tillöguflutningur þeirra i samræmi við það. Undanfarin ár hafa andstæð- ingar hvalveiða haft sig töluvert i frammi við fundarstaö Alþjóða- hvalveiðiráösins á ársfundum þess I London, en aldrei þó eins mikið og i ár, þegar mótmæla- hóparnir brenndu japanska fán- ann til að andmæla hvalveiöum Japana. Japanir höfðu búið sig undir það fyrir fundinn, að eitthvað mundi enn skert athafnafrelsi þeirra til veiða á hvölum. Þá ór- aði þó ekki fyrir þvi, hvað gengið yröi langt. Fyrir fundinn höfðu fulltrúar japanska hvalveiöiiðn- aðarins sagt, að minnkun veiði- kvóta þeirra mundi tákna „dauðadóm” fyrir þennan iönað. Friðun Indlandshafsins og bann við verksmiöjuskipum til veiða gengu enn lengra. En Japanir eygja sér nokkra vonir i þvi, að hvalveiðiráðið hækkaði kvótann á hrefnuveiðun- um (þar sem leyfilegt er aö nota verksmiðjuskip). Telja Japanir sig geta bætt sér upp á hrefnunni það sem þeir missa i búrhvala- veiðum. Að minnsta kosti næsta árið eða svo. t Bannið á veiöum verksmiöju- skipa kemur annars ekki eins Tvær langreyðar á þilfari japansks verksmiðjuskips. mikiö niöur á Japönum og Sovét- mönnum. Veiðiáhugi Sovét- manna hefur aðallega beinst að búrhvölum. Japanir stunda hrefnuveiðarn- ar sér til kjötöflunar, þvi að þeir sækja 50% af próteinöflun sinni i sjóinn. Búrhvalir eru hinsvegar meir veiddir fyrir snyrtivöruiðn- aðinn og ilmvatnsframleiðendur. Hrefnukvótinn i Suður-íshafinu fyrir næsta ár var hækkaður úr 6.221 upp i 8.102 hvali. Japanir hafa samið við Sovétmenn og Brasiliumenn um aö fá af þessum kvóta 3.579 hvali i sinn hlut, sem er 846 meir en i fyrra. Þaö bætir þeim að mestu leyti upp tapið á þeim 200 búrhvölum, sem Japanir veiddu i fyrra i S-Ishafinu. Það er raunar óvist, þegar litið er fram á veginn, nema bannið á verksmiðjuskipunum veröi þeim veiðistöövum i Japan, sem rekn- ar eru ámóta og hvalveiðistööin i Hvalfirði — með daglegri löndun hvalveiðibátanna — til fram- Náttúruverndarsinnar I mótmælaaðgerðum viö ársfund Alþjóða- hvalveiöiráðsins f London. dráttar. Ef Sovétmenn koma sér ekki upp hvalveiðistöð i Norður- Kyrrahafi, hljóta veiðar þeirra að leggjast þar niöur eftir verk- smiðjuskipabannið. Japanir og Suður-Kóreumenn, sem nýlega gengu i Alþjóða-hvalveiðiráðið, munu þá skipta þeim veiöum á milli sin. Búrhvalakvótinn i N-Kyrrahafi fyrir komandi ár ákveðinn 2.412 hvalir (en var 3.800). Kvótinn fyr- ir Bryde-hvali er 460 og fyrir hrefnur 400. Hvað sem þvi öllu liöur, þá hafa minnkandi veiðikvótar ár frá ári, dregið mjög máttinn úr japanska hvalveiðiiðnaðinum frá þvi sem var um 1960. Þá starfaöi viö þenn- an iönað um ein milljón Japana, enda veiddir árlega i N-Kyrrahafi og S-Ishafi um 20 þúsund hvalir. — Nú starfa i þessum iðnaöi um 200 þúsund manns, og af tiu hval- veiðiflotum Japana einungis einn eftir. Fyrir áratug fengu Japanir úr hvalkjöti nær 20% af þvi próteini, sem þeir neyttu úr dýrum. Enda ekki nema öld siðan þeir af trúar- legum ástæðum neituðu enn að leggja sér til munns kjöt af fer- fætlingum. Siðan hefur margt breyst og þá lika þessi siður, svo að nú borða þeir orðið nautakjöt og kjöt af fleiri skepnum. Samt sem áður er mikil eftirspurn eftir hvalkjöti, og telja Japanir að hún nemi um 100 þúsund smálestum á ári. I fyrra fluttu Japanir inn um 30 þúsund lestir af hvalkjöti. Aðal- lega frá Sovétrikjunum. En þeir lágu undir ámæli fyrir aö kaupa hvalkjöt frá löndum, sem ekki voru i Alþjóða-hvalveiöiráðinu og hlittu ekki reglum þess um hval- veiöar. Skömmu fyrir ársfundinn i London bannaði Japansstjórn innflutning frá slikum utanráðs- aðilum, enda hafði þá S-Kórea, sem var stærst þessara inn- flytjenda, gengið i samtökin.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.