Vísir - 31.07.1979, Síða 16

Vísir - 31.07.1979, Síða 16
VÍSIR Þriöjudagur 31. júll 1979. Umsjón: Katrin Páls- dóttir. Þann dag sem Vlsismenn litu inn i sjónvarpiö var ieikstjóri og höfundur aö lofa stúlkunum aö spreyta sig viö hlutverk Eisu. F.v. Sigrún, Saga Jónsdóttir, Lárus og Guölaugur. Visismyndir JA. Lárus Vmir Óskarsson útskýrir fyrir Sigrúnu Vilhjálmsdóttur, hvaö hún eigi aö gera, en hún er ein þeirra tólf, sem valdar voru úr hópi 140 stúlkna sem komu i viötal. 180 VILDU LEIKA ELSU - í leíkrítl Guðlaugs Arasonar „Drottinn blessi heimilið” „Það er enn óráðið hver fer með hlutverk Elsu en nú hafa verið valdar 12 stúlkur af þeim 140 sem komu i viðtal og myndatöku”, sagði Lárus Ýmir Óskarsson leikstjóri sjónvarpsmyndar sem verið er að vinna eftir handriti Guðlaugs Arasonar rithöfundar. „Drottinn blessi heimilið”, hefur höfundur nefnt verkið, en reyndar var nafnið ekki endan- lega ákveðið fyrr en i gærdag. Elsa sú, sem ungar stúlkur hafa sýnt svo mikinn áhuga er dóttir hjónanna Hannesar og Olgu. Hún er 13 ára gömul. Faöirinn er sjómaður, tæplega fertugur að aldri. Hannes leikur Þráinn Karls- son, Olgu Saga Jónsdóttir, en einnig fer Sigurveig Jónsdóttir með hlutverk i myndinni, þau eru öll Akureyringar svo að norðanmenn eiga þar drjúgan þátt. Eftir að auglýst var eftir stúlku i hlutverk Elsu i útvarp- inu voru allar simalinur i sjón- varpinu glóandi. Alls hringdu 180 stúlkur en 140 komu i viðtal og teknar voru af þeim myndir. Þegar við litum inn til leik- stjóra og höfundar i gær, voru þeir að láta þessar tólf stúlkur spreyta sig i hlutverki Elsu. „Það er alltaf dálitið happ- drætti hver verður fyrir val- inu”, sagði Lárus. „Við völdum þann kostinn að auglýsa eftir stúlkum i hlutverk Elsu, fremur en að fara eftir ábendingum”. Hver svo sem verður fyrir valinu i hlutverk Elsu þá eru nú til upplýsingar og myndir af öllum stúlkunum sem getur komið sér vel fyrir aðra sem þurfa að velja i hlutverk i nýjum myndum. Fyrstu verðlaun fyrir prófverkefni. Leikstjórinn Lárus Ýmir Óskarsson, stundaði nám við Dramatiska Institutet. i Stokk- hólmi, i tvö ár þar sem hann lærði leikstjórn kvikmynda og sjónvarpsmynda. Lokaverkefni Lárusar nefndi hann Búrfuglinn. Sú mynd er 23 minútur að lengd. Fyrir hana hlaut Lárus fyrstu verðlaun i Oberhausen i Vestur-Þýska- landi. Eftir að námi lauk starfaði Lárus við Borgarleikhúsið i Stokkhólmi i hálft ár sem aðstoðarleikstjóri. Jafnlangan tima vann han við ýmis störf tengd náminu. „Drottinn blessi heimilið” er fyrsta verkefnið, sem Lárus vinnur að hérlendis. Kvikmyndin verður að mestu tekin upp i sjónvarpshúsinu, en einnig verða hlutir hennar teknir um borð i togara. Guðlaugur Arason sótti nám- skeið hjá Sjónvarpinu s.l. vetur fyrir höfunda. Eftir að þvi lauk voru sex verk valin til sýninga og verða þrjú þeirra tekin upp i haust. Verk Guðlaugs er það fyrsta i röðinni, en siðan verða unnin verk þeirra Steinunnar Sigurðardóttur og Daviðs Odds- sonar. Hinn síungi bjófur frá naghdad í fyrra gerði Clive ein nótt,” en sá bóka- Donner fjórðu útgáfu flokkur hefur sömu myndarinnar Þjófurinn stöðu meðal araba og frá Bagdad. Myndin fornsögumar hafa með- byggir á hinum vinsæla al okkar. bókaflokkl „Þúsund Og Þaö er auövelt að sjá hvers Pavla Ustinov sem Yasmin prinsessa. Peter Ustinov i hlutverki kalifans I nýjustu útgáfunni af Þjófurinn i Bagdad. vegna þetta efni hefur heillað kvikmyndageröarmenn I yfir 50 ár. Að breyta ævintýrum „Þús- und og einnar nætur” yfir i mynd er verðugt verkefni fyrir hvaða leikstjóra sem er, meðan tækni- mennirnir vinna i eftirvinnu viö að reyna að ná hinum sérkenni- legu brögðum og atburðum sagn- anna sem trúanlegustum. Tilþrifamesta útgáfan er senni- legasú þögla frá 1924 meö Dougl- as Fairbanks i hlutverki þjófsins, sigrandi dauðann og þyngdaraflið meö akróbatiskum stökkum frá svölum og turnum og hlaupandi upp og niður stiga i eilifum sveröaleik við menn Wazirs (sá vondi) Julanne Johnston, uppgötvun Fairbanks, lék hina fögru og eft- irsóttu prinsessu I þeirrimynd, en myndin er enn i minnum höfð fyr- ir fjörugan leik, frábæra svið- setningu og góða tónlist. Otgáfa Alexander Korda 1940, gerö af London Films, er þekkt fyrir góöa myndatöku, snilldar- tækni og stöðugt flóö af myndræn- um kraftaverkum,, Þjófur” Korda var langt á undan sinni samtið sem tæknilegt töfraverk. Einnig þótti Sabu i hlutverki þjófsins eftirminnilegur, en aðrir sem komu fram i þeirri mynd voru t.d. Conrad Veidt (sem ó- þokkinn Jaffar vesir) og June Du- prez (sem prinsessan). Arið 1961 setti MGM á markað- inn ítalska útgáfu af þessu klassiska verki, en sú útgáfa þyk- ir hvaö lélegust af þeim öllum. 1 aðalhlutverki var bandariska vöövafjallið Steve Reeves en söguþráöurinn var mjög ólikur hinum tveim myndunum. Leik- stjórn var i höndum hins reynda Hollywood-leikstjóra Arthur Lu- bin. Nýjasta útgáfan er i höndum Clive Donners eins og áður var getið. Hann hefurfengið I lið með sér Peter Ustinov sem kalifann i Bagdad, en prinsessuna Yasmin leikur dóttir Ustinovs, Pavla. 1 öðrum hlutverkum eru t.d. Roddy Macdowell sem hinn heimski þjófur, sem hjálpar hinum hetju- lega sveröaleikara Taj, leiknum af indverska hjartaknúsaranum Kabir Bedi, og Terence Stamp er I hlutverki hins illa vesirs, sem notar galdra sina til þess að koma prinsinum frá völdin og ná hinni fógru og ómótstæöilegu Yasmin prinsessu. — Það er mikil kimni i mynd okkar, segir Donner, en hún er örugglega ekki eins og „Up Bag- dad.” Við viljum koma áhorfend unum á óvart, en við viljum jafn- framt að það sé hluti af sögu- þræðinum. Við viljum ekki gefa upp nein leyndarmál en hiö fljúg- andi teppi er vélknúið. (Byggt á Fiims Iilustrated)

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.