Vísir - 31.07.1979, Síða 24
Þriðjudagur 31. júlí 1979
síminner 86611
I
Spásvæöi Veöurstofu tslands
eru þessi:
1. Faxaflói, 2. Breiðafjörö-
ur, 3. Vestfirðir, 4. Norður-
land, 5. Norðausturland, 6.
Austfirðir, 7. Suðausturland,
8. Suðvesturland.
veöurspá
Um 250 km NV af Irlandi er
990 mb. lægð sem hreyfist ASA
en 1022 mb. hæð er yfir Græn-
landi. Svalt verður áfram á
Norður-os? Austurlandi. Sunn-
an og vestanlands verður
hlýtt á deginum.
SV mið: Austan og N gola og
siðan kaldi, smáskúrir.
SV land Faxaflói og Faxa-
flóamiö: NA gola eða kaldi og
léttskýjað að mestu.
Breiöafjöröur og Breiða-
fjarðarmiö: NA kaldi eða
stinningskaldi, bjart veður.
Vestfiröir og Vestfjaröa-
miö: NA kaldi eða stinnings-
kaldi. Bjart veður sunnan til á
Vestfjörðum, en skýjað norð-
an til og á miðunum.
N land og N miö: NA kaldi
til landsins og viða stinnings-
kaldi á miðunum. Þurrt i inn-
sveitum vestan til, en annars
skýjað og súld með köflum.
NA land og NA mið: NA
gola, súld með köflum.
Austfirðir og Austfjarða-
mið: NA kaldi, þurrt sunnan
til á Austfjörðum með kvöld-
inu, en annars súld með köfl-
um.
SA land og SA miö: NA
kaldi, smáskúrir i dag. Bjart
til landsins i nótt. Skúrir á
miðunum.
veðrlð hér ■j
og har ■i
Veöriö kl. 6 i morgun:
Akureyri alskýjað 6, Bergen
skýjað 14, Helsinki léttskýjað
18, Kaupmannahöfn alskýjað
15, ósld alskýjað 15, Reykja-
-. ik léttskýjað 8, Stokkhólmur
aiskýjað 17, Þórshöfn þoku-
rióða 9.
-^eðriö kl. 18 i gær:
Aþena heiðskirt 26, Berlín
léttskýjað 20, Chicago skýjað
26, Feneyjar þokumóða 27,
Frankfurt léttskýjað 24, Nuk
skýjað 10, London, skýjað 20,
Luxemburgléttskýjað 22, Las
Palmas I eiðskirt 29,MaBorka
heiðskirt 23, Montreal hálf-
skýjað 29, New York
léttskýjað 26, Parisskýjað 23,
Rdm þokumóða 28, Malaga
léttskýjað 32, Vln skýjað 25,
Winnipeg skýjað 19.
LOKI SEGIR
t landhelgisstriöum okkar
hefur oft veriö kvartað undan
þvi, aö fréttir af atburöum hér
viö land kæmu fyrst aö utan.
Nú er svo komiö, aö nánast
eina leiöin til aö fá yfirlýsing-
ar frá sjávarútvegsráðherra
er að fylgjast meö viðtölum
hans við erlenda fjölmiöla.
Utgeröarmenn og sjómenn l Noregl á fulla lerð:
REIBIR VE8NA RRBERRR-
LEYSIS STJÚRNRRIRNAR
Norskl slávarútvegsráöherrann segist vona að íslendingar haldl róseml slnnl
Mikil óánægja hefur komið fram meðal norskra sjdmanna og út-
vegsmanna vegna framgöngu norsku ríkisstjórnarinnar i Jan
Mayen málinu. i fréttatima norska sjónvarpsins i gærkvöldi var
fjallað itarlega um Jan Mayen deiluna. Þar kom fram aö sjómenn
og útgcrðarmenn krefjast skýrra svara frá rikisstjórninni um
hvernig hún hyggist vernda norska hagsmuni viö Jan Mayen.
Töluðu þessir aðilar um að
norska stjórnin ætti að tileinka
sér sömu aðferðir og íslending-
ar hefðu notað þ.e.a.s. að færa
landhélgina fyrst út en bjóða
siðan upp á viðræður.
Talsverð fundarhöld eru
framundan hjá útgerðarmönn-
um og sjómönnum næstu daga.
Þannig munu útgerðarmenn
koma saman til fundar i
Stavanger i dag, en sjómenn á
morgun. Aðalumræðuefni fund-
anna er Jan Mayen deilan.
Formaður samtaka norskra
bátaútgerðarmanna sagðist i
viðtali við norska sjónvarpið i
gærkvöldi búast við, að á fund-
inum i dag yrði samþykkt að
fara fram á að norska rikis-
stjórnin setji fram tryggingu
vegna hugsanlegs tjóns sem út-
gerðin gæti orðið fyrir ef islensk
varðskip taki norsk loðnuveiði-
skip.
Ráðherrar norsku stjórnar-
innar hafa upp á siðkastið litið
viljað láta hafa eftir sér um Jan
Mayen deiluna.
Eivind Bolle sjávarútvegs-
ráðherra brá þó út af þessum
vana i gærkvöldler hann sagðist
vona að tslendingar héldu ró-
semi sinni.
Mikil sumarfri hafa verið inn-
an norsku rikisstjórnarinnar
siðustu daga. Þannig voru
aðeins 3 af 15 ráðherrum mættir
til vinnu i siðustu viku, aðrir
voru i frii. GEK/JEG, Osló.
/1
Fulltrúar eru I Japan frá flestum löndum heims. Hér sjáum viö ungfrú
Noreg, Finnland, Sviþjóö og Bretland.
Slella I Japan
Miss Young International
keppnin stendur nú yfir i Tókió i
Japan. Fulltrúi tslands i' keppn-
inni er Stella Kristinsdóttir, 17
ára stúlka Ur Reykjavik. Stella er
nemi i Fjölbrautaskólanum i
Breiðholti. HUn hefur verið i sýn-
ingarflokki i Dansskóla Heiðars
og einnig er hún sýningarstúlka i
Módel 79.
Úrslit i keppninni verða gerð
kunn á föstudaginn. — KP.
m--------------------——*-
Stella Kristinsdóttir keppir i Miss
Young International keppninni I
Japan.
varOsklo á mlðln:
Þör rak
Pðlverla
í burtu
Varðskipið Þór kom klukkan 10
I gærkvöldi aö pólska togaranum
URAN GDY-302, þar sem hann
var að ólöglegum veiöum 10 mll-
um innan islensku landhelginnar,
á ,,gráa svæðinu” svokallaöa viö
Jan Mayen.
Fyrr um daginn hafði land-
helgisgæsluflugvél i yfirlitsflugi
séð þennan sama togara að
veiðum ennþá innar i landhelg-
inni, eða um 14 milum fyrir innan,
ásamt einum rússneskum togara.
Rússneski togarinn var á bak og
burt þegar varðskipið kom á vett-
vang.
Tveir varðskipsmenn, 2. og 3.
stýrimaður, voru sendir um borð i
pólska togarann og athugðu þeir
afla togarans og veiðarfæri.
Reyndist eingöngu um kolmunna
að ræða.
Mikið bar á milli varðskips-
manna og skipsstjórnarmanna
togarans varðandi staðarákvörð-
un.
Töldu Pólverjarnir sig vera
miklu norðar og um 10 milum fyr-
ir utan landheigina. Að sögn
Bjarna Helgasonar hjá Land-
helgisgæslunni lentu varðskips-
menn i nokkrum brösum við Pól-
verjana og var ákveðið að fara
ekki út i að færa togarann til
hafnar, heldur var honum visað
út úr landhelginni sem hann og .
gerði.
1 fluginu i gær var að sögn
Bjarna ekki vart neinna norskra
loðnuveiðiskipa á þessum slóö-
um. —GEK.
■VIB H0FUM UMRRB
YFIR FLUOTURNINUM'
seglr Höröur Helgason. ráðuneyllssllörl I utanrlklsráðuneyllnu
„Við höfum ráð yfir þessu, það er engin
spurning um það”, sagði Hörður Helgason, ráðu-
neytisstjóri i utanrikisráðuneytinu, við Visi. Gömul
deila stjórnvalda um yfirráðin yfir flugi á Kefla-
vikurflugvelli hefur aftur komið fram i dagsljósið
með þvi að fulltrúum Flugráðs var fyrir skömmu
meinaður aðgangur að ratsjárherbergi i nýja flug-
turninum syðra.
i
„Starfsmenn flugturnsins eru
allir okkar starfsmenn og ráðnir
af utanrikisráðuneytinu”, sagði
Hörður og visaði i lög nr. 73 frá
1969, sem kvæðu á um fram-
kvæmd varnarsamningsins við
Bandarikjamenn. þar sem flug-
mál væru m.a. flokkuð undir
utanrikisráðuneytið.
Deilan snyst um það hvort sam-
gönguráðuneytið, sem setteryfir
allar samgöngur i landinu. skuli
hafa með flugumsjón á Kefla-
vikurflugvelli að gera ellegar
varnarmáladeild utanrikisráðu-
neytis með visun i varnarsamn-
inginn.
Benedikt Gröndal utanrikisráð-
herra er ekki á landinu og ekki
tókst að ná sambandi við Ragnar
Arnalds samgönguráðherra i
morgun.
—Gsal