Vísir - 02.08.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 02.08.1979, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 2. ágúst 1979 Varðskip í Reykjavlkurhöfn: Þröstur Sigtryggss. telur ekki hægt að fækka varðskipum, en hins vegar sé rétt að selja annan Fokker gæslunnar. Vlsismynd: JA „Ekki hægt að draga úr skiparekstrlnum” segir Þröstur Sigtryggsson skipherra „Ég tel að ekki sé hægt að draga úr skiparekstri Land- helgisgæslunnar frá þvi sem nú er,” sagði Þröstur Sigtryggsson skipherra i samtali við Visi i morgun. Fjárlaga- og hagsýslustofnun hefur gert tillögur um samdrátt i rekstri Landhelgisgæslunnar. Meðal þess sem ákveðið hefur verið i þvi efni er að selja eldri Fokker Friendship-þotuna þeg- ar nýja þyrla Landhelgisgæsl- unnar kemur til landsins, sem væntanlega verður á næsta ári. Auk þess hefur verið ákveðið að leggja varðskipinu Arvakri og hugmyndir eru uppi um að leggja Þór einnig og selja nýrri Fokkerþotuna. „Ég hef verið fylgjandi þvi að gamli Fokkerinn verði seldur, þegár og ef þyrlan kemur,” sagði Þröstur. „Hins vegar er það lágmark að hafa tvö skip á miðunum að staðaldri yfir sumartímann. Nú eru aðeins tvö skip i rekstri, en það þýðir að mikinn hluta timans er eitt skip á sjó, sem mér finnst allt of litið. Og nú er nýtt mál i uppsiglingu, þegar útlendingar fara að stunda veiðar, jafnvel á upp- sjávarfiski I námunda við fisk- veiðimörkin.” Hugmyndir munu uppi um það að ef Fokker-vélarnar yrðu seldar væri hægt að gera samninga við flugmálastjóra eða Flugleiðir um afnot af þeirra vélum við eftirlitsstörf, en það kvað Þröstur ekki raun- hæfa lausn að sinu viti. —SJ RUSLAPOKAR Eru nauðsynlegir i alla bila Fást gef ins á bensinstöðvum Shell k * » V» A VÍ «C* * 3 * 'v f • i teiSÍIIsiái;1 ■ ' :■ ■■:::' ... ' :: : ■: ' ■ : ' ! ■:■:■■'.■•■■ ■:::.■••:■ ; _ : ' ■ ■.■■:■ .■'■■.:■. ' : " S: -m 1 Kcelibox, m Verö fré kr. ; ■ f-p . :.■■■.'■■:■ Sólbeddar, tialddýnwr, pottasotf, tgöld, vindscongur. bakpokar og sóltgöld Laugavegi 13,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.