Vísir - 02.08.1979, Blaðsíða 18

Vísir - 02.08.1979, Blaðsíða 18
vísm Fimmtudagur 2. sandkorn Umsjón: Eiias Snæland Jónsson, blaöamaöur Fæðing fyr- ir tímann Dagbiaöiö hefur augsýni- lega mikinn áhuga á aö koma þvi á framfæri, aö dr. Kristján Eldjárn, forseti, eigi aö láta af þvi embætti þegar kjörtimabil hans rennur út næsta sumar. Þannig var þvi siegiö upp yfir þvera forsiöu Dagblaösins fyrradag aö dr. Kristján myndi hætta sem forseti. Þaö væri ákveöiö mál. Aö visu haföi blaöiö þaö eftir forsetanum, aö slfk ákvöröun lægi ekki fyrir. „Þaö er ákvöröun sem veröur aö taka og ég mun siöar tilkynna hana stjórn völdum ”, sagöi dr. Kristján i viötalinu viö blaöiö. Engu aö siöur fullyröir blaö- iö, aö dr. Kristján muni hætta! Og í gær kom skýringin á or- sökum þessa óöagots. Þá til- kynnti blaðiö meö sams konar uppslætti aö Albert Guö- mundsson, alþingismaöur, myndi gefa kost á sér til for- setakjörs ef dr. Kristján hætti. Þar meö kom skýringin á hinum mikla áhuga Dagblaös- ins á þvi aö dr. Kristján gæfi ekki kost á sér aftur. Smekk- legra heföi þó óneitanlega ver- iö aö biöa þess, aö núverandi forseti tæki sina ákvöröun, áöur en farið er aö hefja opin- berlega kosningabaráttu fyrir Albert eöa öörum, sem ganga meö forseta i maganum. Gæsluskurður Komnar eru fram tillögur um róttækan niöurskurö á Landhelgisgæslunni, enda viröast margir hafa misst a 11- an áhuga á landhelgi okkar og landhelgisgæslu cftir aö þroskastriöinu viö Breta lauk. Nýjustu tillögurnar eru þær, aö báöar Fokker-flugvélarnar veröi seldar en flugvélar þess i staö leigðar til gæsluflugs af Flugleiöum eöa Flugmála- stjórn eftir efnum og ástæö- um, en eins og kunnugt er af fréttum eru mjög takmörkuö verkefni fyrir nýju skrúfuþotu Flugmálastjórnar miöaö viö eölilega nýtingu slikra véla. Þá eru einnig hugmyndir um aö leggja einhverjum varö- skipanna. Dómsmálaráöherra hefur nú samþykkt aö annar Fokk- erinn veröi seldur þegar nýja Sikorský-þyrlan kemur til landsins á næsta ári, en kaup- in á þeirri þyrlu hafa ekki ver- iö sföur umdeild en skrúfu- þotukaup flugjálastjóra. Þá hefur veriö ákveöiö aö leggja Árvakri og hugmyndir eru uppi um aö leggja Þór lika, hvaö sem úr þvi veröur. Vafalaust er nauösynlegt aö spara hjá Landhelgisgæslunni eins og annars staöar, en fyrr má nú vera. Og vissulega er athyglisvert, hversu skjótt skipast veöur I lofti. En kannski loönustrlö viö Norö- menn veröi til aö bjarga gæsl- unni frá dýpstu stungum skuröarhnifsins. — ESJ. Ulf Andersson Anatóli Karpov Rafik Vaganian Zoltan Ribli 1951 golt ár fyrir skákmenn 1951: þaö var fyrir 28 árum. Auk annars sem ár þetta haföi vafalitið til sins ágætis, þá fæddust þaö ár óvenjumargir menn sem nú hafa skipað sér i fremstu röð skákmeistara. Fyrstan skal frægan telja Anatóla Karpov, heimsmeist- ara,en hann mun vera fæddur i nautsmerkinu. Annar kunnur Sovétmaöur er sömuleiðis fædd- ur þetta ár, þ.e.a.s. Rafael (Rafik) Vaganian, upprennandi ennþá að sögn. Hollendingurinn Jan Timman er einnig árgerð ’51, en hann er nú orðinn fimmti sterkasti skákmaður heims skv. stigun- um hans Elos. Sviinn Ulf Ander- son baröi heiminn augum sama ár, hann er vist kominn i fremstu röð. Þá má nefna Fil- ipseyinginn Torre, fyrsta stór- meistara Asiu utan Sovétrikj- anna. Ótaldir eru þá Ungverjarnir Zoltan Ribli og Guyla Sax, strákarnir sem ásamt gamla manninum Lajos Portisch sigr- uðu á siðasta ólympiuskákmóti og rufu þar með sigurgöngu Sovétmenna sem sigraö hafa á öllum slikum mótum til þessa, að undanteknu mótinu í Haifa sem þeir tóku ekki þátt i. Ribli Hér eru þær stúlkur, Ellsa og Llsa, meö foreldrum sinum, komnar heim sin I hvoru lagi. „Guð og lækn- arnir...” Þartil fyrir skömmu voru þær Elisa og Lisa Hansen siamskir tviburar. Þessar ungu stúlkur eru nú tæpra tveggja ára gamlar og voru viö fæðingu fastar saman svo sem gerist og gengur með siamstvibura. Eftir miklar spekúlasjónir lækna var sú á- kvöröun tekin að reynt yrði aö stia stúlkunum I sundur, enda þótti ótækt að þær þyrftu að dragnast um hvor meö aðra mikiö lengur. Sögð var þetta áhættusöm að- gerðogmátti engumuna að illa færi. Loks fór þó svo aö tókst aö skilja þær f sundur án þess að lifi þeirra væri hætt. Það var svo nú nýveriö aö Elisa og Lísa fóru heim af sjúkrahúsinu I fyrsta sinn eftir aögeröina,i fylgd foreldra sinna Patriciu og David Hansens. öll búa þau reyndar I Saltvatns- borg i Amríku. Náttúrulega eru foreldrarnir glaöir og kátir. „Stundum halla ég mér aftur I stólnum og fæ ekki skiliö hvað gerðist.” Það er Patricla sem lætur þessi visdómsorö falla. „Ég er viss um aö Guö hefur hér einhvers staöar komið nærri. Ég tel aö þeir hafi haft þetta sín i milli, Guö og læknarnir.” Tjöld 2ja, 3ja, 4ra, 5 og 6 manna. Göngutjöld, Hústjöld, Tjaldborgar-FellitjaIdið, Tjaldhimnar i miklu úrvali. Sóltjöld, Tjalddýnur, vindsængur, svefnpokar, gassuðutæki, útigrill, tjaidhitarar, tjaldljós, kælitöskur, tjaldborö og stólar, sólbeddar, sól- stólar og fleira og fleira. og Sax eru vist mjög upprenn- andi skákmenn og má nefna að Sax var að enda viö að vinna IBM-mótið i Amsterdam. Nefna má, auk þessa, aö 1950 er fæddur Ljubomír Ljuboievic, frægur Júgóslavi, og 1952 Hen- rique Mecking, undarlegur brasiliskur huldumaður sem teflir helst ekki nema á milli- svæðamótum, sigrar þá lika meðpompi ogpragt. ’52 fæddist lika Rússinn Oleg Romanishin, sem á i erfiðleikum um þessar mundir. Ef þér eigiS leið um Hvalfjörð er sjálf- sagt að koma við í Olíustöðinni Okkar ágætu afgreiðslumenn sjá um að láta olíur og benzín á bílinn og á meðan getið þér fengið yður hress- ingu. Við bjóðum: • Samlokur • Smurt brauð • Nýbakaðar Skonsur 9 Kleinur 9 Pönnukökur ásamt fleira bakkelsi. 9 Gott viðmót. Nýlagað kaffi, te og súkkulaði. • Heitar pylsur, gos- drykkir og sælgæti. Olíustöðin Hvalfirði SIMI 93-5124

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.