Vísir - 02.08.1979, Blaðsíða 27

Vísir - 02.08.1979, Blaðsíða 27
27 vísm Fimmtudagur 2. ágúst 1979. 1 Umsjún: Friftrik Indri&ason 4 K * f >~~4~ / L Nú eru allir starfsmenn sjónvarpsins væntaniega komnir úr sumarleyfi, hressir og kátir, og þeir byrja útsendingar nú annaö kvöld. SJÚNVARPID BYRJAR A MORGUN Annað kvöld byrjar sjónvarpið aftur eftir mánaðarsumarfrl. Ýmislegt veröur á boðstólnum fyrstu helgina. Prúðuleikararnir verða aö vanda á föstudagskvöld en gestur þeirra verður James Coca. Laugardagsmyndin verður eftir hinn þekkta leikstjóra Alfred Hithcock óg á sunnudagskvöld byrjar flokkurinn Astir erfða- prinsins sem margir hafa eflaust beðið eftir með eftirvænting;u en hann fjallar um ástir Edwards VIII og frú Simpson. En hún var tvi-fráskilin og varð hann að af- sala sér konungdómi til þess að geta gifst henni. Einhver ágætur náungi kallaði þennan þátt „sæt- súpu með rjóma” og er það við- eigandi að ég held. Utvarp f kvðld ki. 20.10 í kvöld verður fluttleikritið ,,Gestir hr. Birowski” eftir Gunter Eich, i þýðingu Ingibjargar Stephen- sen. Leikstjóri er Lárus Pálsson en með helstu hlut- verk fara Þorsteinn ö. Stephensen, Arndis Björns- dóttir og Ingi Þórðardóttir. Gestlr hr Birowski lifir á ellistyrk og býr ásamt tveim gömlum konum i húsi utan við bæinn, þar sem talið er reimt enda hafði þar verið bú- staður böðuls fyrr á öldum. Þetta getur varla talist skemmtilegur staður en Birowski þarf ekki að láta sér leiðast, þvi hann á vini sem stytta honum stundirnar. Gunter Eich fæddist I Lebus við ána Oder árið 1907. Hann stundaði nám i lögfræði og klnverskri sögu, barðist I heimsstyrjöldinni siðari og var tekinn til fanga af Bandarikjamönnum. Um 1950 fór hann að skrifa útvarpsleikrit og náð mikilli leikna á þvi sviði. Eich fékkst einnig við ljóðagerð, einkum siðari ár ævinnar. Hann náði mikilli leikni á þvl sviði. 1 leikritum Eichs kemur oft fram dulúð og sum þeirra eru á mörkum þess raunverulega og yfirnáttúrulega. En hann hefur djúpa samkennd með þvi fólki sem farið hefur halloka I lifsbar- áttunni. Jafnframt kann hann þá list að blanda hæfilegum skammti af gamni :við alvöruna. Meðal leikrita sem útvarpiö hefur áður flutt eftir Eich má nefna: „Rakara greifans” 1959, „Allah heitir hundrað nöfnum” 1962, „Stúlkurnar frá Viterbo” 1968 og „Tinbresti” 1976. Leikritið er endurflutt frá 1960 og er 50 mln I flutningi. Lárus Pálsson ieikstjóri fimmtu dagsleikritsins úlvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Korriró” eftir Asa f Bæ Höfundur les sögulok (14). 15.00 Miödegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 17.20 Lagiö mitt. 18.10 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Arni Böðvarsson flytur þáttinn. 19.40 tslcnskir einsöngvarar og kórar syngja 20.10 Leikrit: „Gestir herra Birowskis” eftir Gunter Eich Aður útv. 1960. Þýö- andi: Ingibjörg Stephensen. Leikstjóri: Lárus Pálsson. Persónur og leikendur: Birowski ... Þorsteinn ö. Stephensen.Paula ... Arndls Björnsdóttir, Theresa ... Inga Þórðardóttir, Leonard ... Steindór Hjörleifsson, Cecilia ... Margrét Guð- mundsdóttir, Erdmuthe ... Kristbjörg Kjeld, Emil ... Arni Tryggvason. Aörir leikendur: Helga Valtýs- dóttir og Anna Guðmunds- dóttir. 20.55 tslandsmótiö I knatt- spyrnu — fyrsta deild Hermann Gunnarsson lýsir siðari hálfleik Vlkings og Keflvikinga á Laugardals- velli. 21.50 Smátrió fyrir flautu, selló og pianó eftir Leif Þór- arinsson, Jón Sigurbjörns- son, Pétur Þorvaldsson og Halldór Haraldsson leika. 22.00 A ferö um landiöFimmti þáttur. Geysir. Umsjónar- maður: Tómas Einarsson. Talaö við dr. Trausta Ein- arsson prófessor og Armann Kr. Einarsson rithöfund. Lesari meö umsjónar- manni: Snorri Jónsson. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Afangar Umsjónar- menn: Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Þefað utan í framboðssæti Morgunblaöiö hefur veriö aö gera heilmikla hluti vegna fyrirsjáanlegra framboösrauna Alþýöubandalagsins á Vestur- landi, og hafa Halldóri Blöndal varaþingmanni veriö kennd þau skrif. Þessar bollaleggingar hafa viöýmis rök aö styöjast, en veröa ekki slitnar úr tengslum viö þær umræöur, sem nú fara fram I öllum flokkum, um ný andlit á framboöslistum. Hermt er aö á Vesturlandi vilji Jónas Arnason koma tengdasyni sinum, sem nú er afleysingaritstjóri á Þjóövilj- anum, til þeirra metoröa aö skipa efsta sæti framboöslist- ans. Þar á móti er Bjarnfrlöur Leósdóttir mjög fús til þess aö draga sig I hlé fyrir tengdasyni sinum Einari Karli Haraldssyni, ritstjóra Þjööviljans. Llklegast er taliö aö annar hvor þessara ungu manna veröi tromp Alþýöubandalagsins gegn Eiöi Guönasyni, sem enn nýtur sjón- varpsvinsælda sinna I kjördæm- unu. Sjálfstæöismenn á Vestur- landi finna nú mjög til þess aö þeir veröi eins og I ýmsum öörum kjördæmum aö skipta um liö. Inga Jóna Þóröardóttir sækir þar fast á og þykir Hkleg til aö ýta Jósef Þorgeirssyni til hliöar. Og ekki kæmi á óvart þó aö sterkir menn i kjör- dæminu myndu kulla á Björn Bjarnason til forystu I staö Friöjóns Þóröarsonar, sem virtist dauöur úr öllum æöum I pólitik. Meö þessu mynda Vest- lendingar auka áhrif sin I valda- kjarna flokksins. Þá munu vinsældir Pálma á Akri fara mjög þverrandi heima fyrir enda fremur litiö á hann sem þriöja þingmann Fram- sóknar á Noröuriandi vestra en fyrsta þingmann Sjálfstæöis- flokksins. Aframhaldandi fram- sóknarþingmennska Pálma á Akri gæti orðiö Sjálfstæöis- mönnum dýrkeypt. Bakhjarlar Pálma vilja ekki Eykon I fyrsta sætiö en telja aö meö þvl aö kalla á JónMagnússon formann ungra sjálfstæðismanna fái þeir bæöi ungt blóö og flokksmann á toppinn. A Suöurlandi hafa menn tekiö eftir þvl aö sá pólitfski fundur er ekki haldinn þar aö Baldur Óskarsson framkvæmdastjóri verkalýösráös Alþýöubanda- lagsins sé ekki mættur til leiks. 1 Vestmannaeyjum er hann tiöur gestur I frystihúsunum oggefur sér tima til þess aö ræöa viö verkafólkið og er öörum seigari viö aö sýna þvl fram á aö þaö skipti máli I pólitlk. Talið ér öruggt aö hann ryöji Garöari Sigurössyni úr þingsæti slnu I kjördæminu, enda gefur hann sig litt aö verkalýönum i seinni tiö. A Noröurlandi eystra er hafinn mikill slagur milli Halidórs Blöndal og Gunnars Ragnars um sæti Jóns Sólness, sem menn óttastað muni ganga af flokknum dauöum, haldi hann áfram. Þá er hermt aö Bjarni Magnússon ábyrgðar- maöur Alþýöublaösins sé llk- legur til þess aö fara I framboö meö Arna Gunnarssyni á Norðurlandi eystra og gæti þaö kostaö átök yiö unga krata heima fyrir. Endurnýjunin hjá Framsókn verður fólgin i EirDd Tómas- syni, Guömundi G. Þórarins- syni og Jóni Sigurössyni. Akveöiö er aö Guömundur reyni I þriöja sinn viö þingsætiö I Reykjavlk og vist er aö Jón Sigurðsson er mjög sterkur I Reykjaneskjördæmi, sérstak- lega Kópavogi. Eirikur Tómas- son hyggst á hinn bóginn biöa átektaog s já til þegar nær dreg- ur kosningum i hvorukjördæm- inu meiri árangurs sé aö vænta. Þannig er þefaö: af framboös- sætum I öllum flokkum. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.