Vísir - 02.08.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 02.08.1979, Blaðsíða 9
9 w±sy±xt Fimmtudagur 2. ágúst 1979. ÞessÍrlMÍ^aÍ^'MnamlMÍn.'j og háttvlrdr kiösendur i Á þessu sumri hefur mikið verið skrifað og skrafað um stjórnmál- in, meira en oft áður. Harðar sviptingar urðu i þingsölum 1 vetur, og þær bylgjur, sem þá risu, hafa ekki hnigið enn. Þegar deilum þing- manna lauk, ruddust óvigar sveitir hugsuða og snillinga fram á rit- völlinn og skvettu bleki I allar áttir. Margir höfðu og hafa ráð undir rifi hverju til að leysa hverskonar vanda þjóöarbúsins. Það væri til- raunarinnar virði að stinga 60 þeirra inn á þing og kvelja þá til að sitja þar eitt kjörtimabil eða svo. Hætt er við að einhverjir aörir gáfumenn gætu fundið enn önnur ráð, og talið hina 60 bæði óaiandi og óferjandi. Lifiö er stundum skritið og jörðin heldur áfram að snú- ast. En með fullri virðingu fyrir flestum háttvirtum kjósendum, þá eru I hópi þeirra karlar og konur, sem alltaf bölva öllu og öllum, fólk, sem tærist upp i eigin gremju og hugsar um fátt annað en að koma höggi á og sverta náungann, einkum ef I hlut eiga stjórnmáia- menn eða forystumenn á einhverju sviði þjóðmálanna. Þetta er af- skaplega leiðinlegur og þreytandi hópur, sem langoftast hefur ekki hundsvit á þvi, sem hann fjallar um og er ævinlega og ávallt nei- kvæður i afstööu sinni til manna og málefna. Hér undanskil ég já- kvæða og raunsæja gagnrýni, sem mótast af þekkingu og skilningi. En þvi miður hefur svartagallsraus bullukoilanna einkennt mjög öll stjórnmálaskrif að undanförnu. Tilefnið En hvert er nú tilefni þessa formála? Það eru fyrst og fremst skrif og umræður nokk- urra manna, þar á meðal þing- manna, um „svik” Alþýöu- flokksins við kjósendur. — Fyrir siðustu kosningar kraföist Al- þýöuflokkurinn gerbreyttrar stefnu i efnahagsmálum. Á fyrstu vikum og mánuðum stjórnarsamstarfsins lögðu þingmenn flokksins nótt við dag til að ganga frá efnahagsmála- stefnu, sem samstarfsflokkarn- ir gætu fellt sig við. Flestar til- raunir flokksins strönduðu á óbilgirni og afbrýðisemi sam- starfsflokkanna, sem ekki gátu hugsaö sér að láta þessa „stráklinga og óreynda gapuxa 1 Alþýðuflokknum” segja sér fyrir verkum. Fyrir bragðið var of seint á málum tekið, þótt seint og um slðir fengjust sam- starfsmennirnir til að sam- þykkja efnahagsstefnu, sem byggðist á hugmyndum Alþýðu- flokksins, en varö i mörgum til- vikum ekki virk fyrr en um seinan. Uppskeran er nú að koma i ljós og verður liklega svipuð jarðargróða á þessu kalda sumri. Barátta Alþýðuflokksins fyrir efnahagsmálastefnu sinni varð rauði þráðurinn I öllu starfi hins unga þingflokks fyrir og eftir áramót. Hann varð að bita I það súra epli, að i þriggja flokka stjórn þarf mikið möndl, japl, jaml og fuður til að koma hug- myndum á framfæri, sem þá verða ekki svipur hjá sjón, er þær loks sjá dagsins ljós. 1 sliku samstarfi, sé þaö ekki varöað heilindum, þurfa helzt allir að eigna sér „góðar hugmyndir”. Allir vilja hirða höfundalaunin. En þingflokkurinn og einstak- ir þingmenn létu ekki sitja við orðin tóm frá þvi fyrir kosning- ar. Þeir snéru sér aö margvis- legum umbótamálum, fluttu tugi þingsályktunartillagna og frumvarpa, fleiri en nokkur hinna þingflokkanna. En þá hófst sérkennilegur kafli I starfi siöasta þings, sem ekki hefur verið nægur gaumur gefinn. Til- lögur og frumvörp strönduöu i nefndum, voru „söltuö” og hin- ar ótrúlegustu tafir urðu á af- greiðslu þeirra. Hér á eftir verða rakin þau mál, sem Al- þýðuflokksþingmenn lögöu fram á þingi I vetur og er upp- talningin einkum til fróðleiks þeim, er mest hafa rætt um að- gerðarleysi þingmanna Alþýðu- flokksins. Eigin tillögur og frumvörp Lesendur verða að lita á þessa upptalningu sem skýrslu þing- manns um flutning mála og meta og vega réttmæti og gildi þeirra. — Asamt tveimur þing- mönnum Alþýðuflokksins flutti undirritaður þingsályktunartil- lögu um niðurfellingu og lækkun leyfisgjalda af litlum bifreiöum. Þar var gert ráð fyrir, að af minnstu bifreiðum félli 50% leyfisgjald alveg niður, en af miðlungi stórum yrði það lækk- að um 25%. Þessi tillaga var flutt, þegar ljóst var, að gifur- legar hækkanir yröu á benzini. Tilgangurinn var að hvetja til notkunar eyðslugrannra bif- reiða, gera endurnýjun þeirra auðvelda, spara þjóöarbúinu gjaldeyri og gera fleirum kleift að eignast litlar en vandaðar bifreiðar. Ekkert fréttist af þessari tillögu eftir að hún fór til nefndar. Hinsvegar hefur iön- aðarráðherra séð ástæðu til að reifa hugmyndina i orku- sparnaðartillögum sinum, og er það þó nokkur árangur. Undirritaður flutti, ásamt niu öðrum þingmönnum Alþýðu- flokksins, þingsályktunartillögu um umbætur I málefnum barna. Þetta var gert I tilefni barnaárs, af brýnni nauðsyn og tillagan byggð á stórmerkri stefnuskrá Sambands Alþýðuflokkskvenna um málefni barna. Þar var gert ráö fyrir, aö ný lagasetning og umbætur I málefnum barna yrðu tilbúnar fyrir komandi haust. Talin voru upp 16 atriöi, er einkum skyldu tekin til at- hugunar og tiliaga gerð um samstarfsnefnd stjórnmála- flokka og félagasamtaka. Þessi tillaga hvarf inn fyrir dyr nefndar einnar og hefi ég ekki haft frekari spurnir af henni. Undirritaöur og Gunnlaugur Stefánsson fluttu tillögú um endurskipulagningu á oliu- verzlun i landinu. Astæðan hlýt- ur að vera öllum augljós. Fyrir þessu máli hefur Alþýðuflokk- urinn barist um margra ára skeiö og gagnrynt harðlega nú- verandi kerfi, þar sem þrir aðil- ar dreifa sömu oliunni um allt land. Þessi tillaga fékk góðar undirtektir hjá Alþýðubanda- lagsmönnum, en frá nefnd kom hún aldrei. Undirritaður, ásamt nokkrum þingmönnum Alþýöuflokks og einum úr Alþýðubandalagi, fluttu tillögu um sérstakt gjald á veiðileyfi útlendinga, sem veiða I islenzkum ám. Um fá mál var meira rætt á þingi I vetur og landbúnaðarráðherra tók vel I hugmyndina. Málið situr enn I nefnd. Hér var á feröinni mikið réttlætismál allra tslendinga, er njóta vilja þeirra sjálfsögðu réttinda, aö láta ekki útlendinga bola sér frá beztu veiðiám landsins með fjármagn aö vopni. Asamt þremur þingmönnum Alþýöuflokksins flutti undirrit- aður tillögu um fæöingarorlof kvenna i sveitum til aö knýja á um fæðingarorlof fyrir allar konur. Þetta mál fékk góðar undirtektir og er nú, ásamt öðr- um réttindamálum af þessu tagi, i almennri endurskoöun al- mannatryggingalöggjafarinn- ar. Vilmundur Gylfason og undir- ritaður fluttu tillögu um úttekt á verktakastarfsemi við Kefla- vikurflugvöll. Flutningsmenn vildu láta gera itarlega úttekt á fyrirtækinu lslenzkir aðalverk- takar, kanna viðskipti þess og dótturfyrirtækja, sem hafa um áratuga skeið farið fram á bak við byrgða glugga og fært eig- endum mikinn auð. Aðrir verk- takar hafa veriö útilokaðir og einokun þessa fyrirtækis á byggingaframkvæmdum fyrir varnarliðið verið algjör. Þessi tillaga var felld i utanrikis- málanefnd. Bragi Sigurjónsson og undir- ritaður fluttu tillögu um lúkn- ingu Laxárvirkjunar III, sem vafalaust er bezti virkjunar- kosturinn i Noröurlandi eystra á meðan óvissa rikir á Kröflu- svæðinu, og kæmi i veg fyrir, að hundruðum milljóna króna yrði varið i fullkomna óviysu. Árni Gunnarsson, alþingis- maður, skrifar um gagnrýni þá, sem þingmenn Alþýðuflokksins hafa sætt undanfarið og segir m.a. að flestar tilraunir þeirra til þess að breyta efnahags- stefnunni hafi strandað á óbil- girni og afbrýðisemi samstarfs- flokkanna, sem ekki hafi getað hugsað sér að láta „þessa stráklinga og óreynda gapuxa i Alþýðuflokknum” segja sér fyrir verkum. Asamt fjórum þingmönnum Alþýðuflokksins flutti undirrit- aður frumvarp til laga um há- tekjuskatt. Mikill ótti greip um sig i röðum hátekjumanna og málsvarar þeirra á þingi áttu ekki orð um ósómann. Þessi launajöfnunartillaga hvarf i djúpiö mikla. Vilmundur Gylfason og undir- ritaður fluttu frumvarp um breytingu á lögum um þingsköp Alþingisins. Þar var gert ráð fyrir þvi, að þingnefndir fengju meira vald en nú er til að kanna framkvæmd laga, sem þingiö sjálft setur. Með þessu frum- varpi hefði þinginu veriö falin sú ábyrgö að fylgja eftir og hafa eftirlit með framkvæmd lag- anna. Þetta frumvarp féll i grýttan jarðveg hjá „hinum þingreyndu”, þótt þetta efirlits- hlutverk þyki einn merkasti og veigamesti þáttur i starfi ann- arra þinga, t.d. Bandarikja- þings. Ýmis önnur mál Þingflokkurinn og einstakir þingmenn fluttu mikinn fjölda annarramála. — Nokkur þeirra veröa nú nefnd: „Tillaga um virðisaukaskatt i staö söluskatts og afnám tekjuskatts af al- mennum launatekjum”. Asamt frumvarpinu um hátekjuskatt hafði þessi tillaga náö lengra til launajöfnunar en nokkur önnur lagasetning. — „Tillaga til þingsályktunar um aöstoð við aldraða og öryrkja viö lagfær- ingar á gömlum Ibúðum”. — „Tillaga til þingsályktunar um velfarnað sjómanna á sigling- um og i erlendum höfnum”. — „Tillaga til þingsályktunar um tollfrjálst iðnaðarsvæði við Keflavikurflugvöll”. — „Tillaga til þingsályktunar um endur- skipan varnarmálanefndar ut- anrikisráöuneytisins”. — „Til- laga til þingsályktunar um notkun farstööva”. — „Tillaga til þingsályktunar um löggjöf um þjóðaratkvæðagreiðslur”. — „Tillaga til þingsályktunar um kannanir á tekjuskiptingu og launakjörum”. — „Tillaga til þingsályktunar um könnun á . heilbrigöis- og félagslegri þjón- ustu fyrir aldraða”. — „Tillaga til þingsályktunar um kaup og sölu notaðra bifreiða”. — „Til- laga til þingsályktunar um orkusparnað”. — „Tillaga til þingsályktunar um varnir gegn oliumengun i nágrenni Kefla- vikurflugvallar”. — „Tillaga til þingsályktunar um niöurfell- ingu gjalda af efni og búnaði til stofnframkvæmda hitaveitna”. — „Tillaga til þingsályktunar um lágmarks- og hámarkslaun og takmörkun yfirvinnu”. — Frumvörp Þá er rétt að geta nokkurra frumvarpa, sem Alþýðuflokks- menn fluttu. „Frumvarp til stjórnskipunarlaga um breyt- ingu á stjórnarskrá lýðveldis- ins”, þar sem gert er ráð fyrir lækkun kosningaaldurs i 18 ár. „Frumvarp til stjórnskipunar- laga um breytingu á stjórn- arskrá lýðveldisins”, þar sem kveðið er á um afnám deildaskiptingar Alþingis, svo einfalda megi störf þess og gera það virkara. — „Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Seðla- banka Islands”, þar sem raun- vaxtastefnan er mótuð. — „Frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um framleiðsluráð landbúnaðarins, veröskráningu, verömiðlun og sölu á landbún- aðarafurðum”. Með þessu frumvarpi er gerð tilraun til aö ráða bót á þvi alvarlega ástandi, sem skapast hefur við greiðslu útflutningsuppbóta. — „Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sam- vinnufélög”, en i þessu frum- varpi er gert ráð fyrir að stjórn SIS skuli kosin i beinum og leynilegum kosning- um, en ekki samkvæmt þvi „þrepalýðræði”, sem nú gildir. — „Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Hús- næðismálastofnun rikis- ins”, þar sem gert er ráð fyrir, að stofnunin megi lána sveitarfélögum, launþega samtökum og öðrum fé- lagslegum aöilum lán til smiði dagvistarheimila fyrir yngri og eldri borgara. — „Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Stjórnarráð Islands”, þar sem gert er ráð fyrir að fræðslu- málaskrifstofan veröi sjálfstæð stjórnardeild. — „Frumvarp til laga um framkvæmd eignar- náms”. — „Frumvarp til laga um breytingu á iðnaðarlögum”. — „Frumvarp til laga um Framkvæmdasjóð öryrkja”, sem var eitt merkasta mál þingsins. „Frumvarp til laga um breytingu á stjórnars"krá lýðveldisins”, þar sem kveðið er á um, að þing- menn megi ekki hafa með höndum launuð störf á meðan Alþingi stendur yfir, önnur en þingmannsstörfin. — „Frumvarp til laga um meðferö opinberra mála”, þar sem til- gangurinn er, að tryggja betur en nú er rétt handtekinna manna. — „Frumvarp um þing- fararkaup alþingismanna”, þar sem gert er ráð fyrir, að Kjara- dómur ákveði laun þeirra og annan kostnaö, en ekki þing- menn sjálfir. -— „Frumvarp til laga um aukin gæði fiskafla”. — „Frumvarp til laga um takmörkun loðnuveiða á sumar- og haustvertið vegna öryggis- sjónarmiða”. — „Frumvarp til laga um sérstakan dómara og rannsóknardeild I skattamálum og bókhaldsmálum”. — „Frum- varp til laga um athugun á há- marksarðsemismöguleikum þorskveiða”. Ekki tæmandi Þessi upptalning er ekki tæm- andi. Auk þessara frumvarpa og tillagna voru Alþýöuflokks- þingmenn með flutningsmenn aö fjölmörgum frumvörpum og til- lögum, er til framfara horfa. Þaö er ekki að undra þótt hinum þingreyndari mönnum hafi þótt gusta af „stráklingunum” I Al- þýðuflokknum, að ógleymdum kvenskörungnum Jóhönnu Sigurðardóttur, sem ósjaldan velgdi þeim þingreyndu undir uggum. — Þeir, sem tala um starfsleysi Alþýöuflokksþing- manna og „svik”, skyldu nú lesa þessa upptalningu aftur. Frumvörpin og tillögurnar er hægt að fá I skrifstofu Alþingis, ef áhugi er fyrir nánari kynn- um. Það er svo efni I langa grein hvernig tekist hefur að koma málum þessum i höfn, og yrði þaö heldur ófögur lýsing á hin- um lakari þáttum i mannlegu eðli, pólitiskum loddaraskap, afbrýðisemi og öfund. Það verður að biða betri tima. Háttvirtir kjósendur Það er talsverö lifsreynsla aö sitja á þingi. Þangað koma menn fullir áhuga á umbótum og stundum barnslegir i trú sinni á einlægan áhuga annarra. En þeir reka sig fljótlega á önn- ur lögmál, sem verður aö brjóta niður áöur en hægt er að hefja stofnunina Alþingi til þess vegs og virðingar, sem hún verður aö njóta. — Sú staðreynd, sem þeg- ar blasir við er, að núverandi flokkakerfi stendur stjórnun þessa lands fyrir þrifum. Hinar eilifu samstjórnir tveggja og þriggja flokka standa stjórnun og lýðræði fyrir þrifum. Samn- ingamakkið, auglýsingastarf- semin og potið hefur neikvæð áhrif á allt jákvætt starf og hef- ur raunar dæmt flestar sam- steypustjórnir til dauöa, einkum þriggja flokka stjórnir. Tveggja flokka kerfi hlýtur að komast á fyrr eða siðar. Háttvirtir kjósendur skyldu hafa hugfast, að Alþingi verður ávallt afsprengi skoðana þeirra og hugmynda. „Égveitallt- mennirnir”, sem ausa vizku sinni yfir lesendur blaðanna eru oftar en ekki innantómir bullu- kollar, sem kannski hafa orðið fyrir vonbrigðum vegna þess að „þingmaðurinn þeirra” var ekki kraftaverkamaður eða nægilega harður i fyrir- greiðslunni. Slikir menn gera oft þá kröfu, að hagsmunum þjóðarheildar skuli fórnað fyrir nokkra einstaklinga. Þingmenn, sem taka hlutverk sitt alvar- lega, hlaupa ekki eftir skoöun- um sllkra manna. Þeir vita sem er, aö betra er að glata þeirra atkvæöum og að kemba þá ekki hærurnar i þingsölum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.