Vísir - 08.08.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 08.08.1979, Blaðsíða 4
VISIR Miövikudagur 8. ágúst 1979. 4 ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í 132 kV sæstreng yfir Gilsf jörð og Þorskaf jörð. útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, Reykja- vík, frá og með miðvikudeginum 8. ágúst 1979, gegn óafturkræfri greiðslu kr. 1000.- fyrir hvert eintak. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 4. september kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. RAFMAGNSVEITUR RIKISINS. DlQðburðQfbörn ÓSkQSt StfQX Uppl. gefur umboðsmaður Ágústo Rondrup, sfml 92-3466 húsbyggjendur ylurinn er O -V Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi — föstudags. Afhendum vöruna á byggingarstað, viðskiptamönnum að kostnaðar lausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. Borgarplast h/f Borgarneii umi 93-7370 kvöld 03 helganimi 93 7355 Urval af bílaáklæðum (coverum) Sendum í póstkröfu Altikabuoin Hverfisgotu 72 S 22677 17* te ... • ■ ,:r ■•***&#*m.wm4**'-*t- *' • -ivt. Peking-búar skoða veggspjöld á „Lýðræðismúrn um” við Chang An-stræti. Telknin a veggnum í Peking Veggspjöldin flytja hið fjöl- breytilegasta efni. Allt frá æsi- spennandi hneykslismálum niður i einhverja flónsku, frá dulspeki upp i pólitisk sprengiefni. Og aldrei þreytist fólk á þvi aö lesa þau. 1 dag, átta mánuðum eftir að „Lýöræðismúrinn” i Peking komst i fréttirnar, laðar hann enn að sér hundruðir lesenda dag hvern. Auk auðvitaö dálkahöf- unda viðs vegar af landinu. Þessi 150 metra langi múr er við einn fjölsóttasta viðkomustað almenningsvagna á Chang An- stræti, sem er aðalgata höfuö- borgar Kina. Hann hefur öðlast aukna þýöingu siðustu mánúðina, eftir að tekið var fyrir vegg- spjaldaskrif á „lýðræðismúrinn” i öðrum stórborgum Kina. Ef Jóni Jónssyni i Kina liggur eitthvaö á hjarta og langar til þess aö ná eyrum fleiri en sinna nánustu kunningja, hefur hann eiginlega ekki i önnur hús að venda, en til „Lýöræðismúrsins” i Peking. Töflublöö á múrum eiga sér orð- ið langa sögu I Kina, en sú tegund fjölmiðlunar komst i hámark seintá siðasta áratug, þegar hver veggspjaldaherferöin rak aðra um þvert og endilangt landiö. Frægasta veggskriftin er senni- lega ávarp Maos formanns, þegar hann innleiddi menningarbylting- una 1966 meö sliku veggspjaldi, sem bar titilinn „Grýtið aðal- skrifstofurnar”. Meirihluta veggspjalda á lýð- ræðismúrnum i dag fjallar um ýmsar persónulegar raunatölur. Venjulega einhver klögumál, sem varða hið óbifanlega skrifstofu- bákn Kina. Fólk leitar viðs vegar að frá Klna til Peking með ýmis kvörtunarefni sin. Fjöldi þeirra þúsunda, sem kunna að vera komnir til höfuðborgarinnar til þess að leita leiðréttinga mála sinna, endurflytur mál sln á múrnum. Oft sem opið bréf til Hua Guofengs, flokksformanns, eða til Deng Xiaoping, varafor- sætisráöherra. Þessi klögumál geta veriö af ó- likum toga spunnin. Þetta eru fórnarlömb hreinsana, eða ónáð- ar, sem þau hafa fallið i einhvern tima á þrjátiu ára veldistima kommúnista, og vilja nú fá nafn sitt hreinsað. Oft dátar, sem lofað var, að þeir gætu horfið aftur til sinna fyrri starfa I borgunum, þegar þeir hefðu lokið herþjón- ustu, en voru i staöinn neyddir til landbúnaðarstarfa úti i dreifbýl- inu, Manneskjur, sem vilja bera sig undan Hitlerum kerfisbákns- ins. Og þannig mætti lengi telja. Nokkur óopinber töflublöð hafa öðlast fastan sess á múrnum og birst þar með jöfnu millibili frá þvi um áramót. Þau nota múrinn sem vettvang tilkynninga eða jafnvel smáauglýsinga. Það veggspjaldið, sem mestan úlfaþyt hefur vakið á siðustu þrem eða fjórum mánuðum, er ákæran, sem birtist gegn Wang Dongxing, varaformanni, sem sakaöur var um, aö hafa dregið sérsjömilljón yuan (1584 milljón- ir isl. kr.) af almanna fé til þess að byggja sér lúxusvillu. Það var undirritað af ritstjórum og blaða- mönnum hins óopinbera timarits „Peking-vorið”. Þessi áburöur hefur ekki enn verið staöfestur eða hrakinn, en frést hefur, að Wang heföi verið neyddur til þess að láta húsið, sem stendur i Shong Nanhai, en i þvi hverfi búa æðstu menn rikisins. Timaritið ”5. april-ópið” setti nýlega upp á múrinn veggspjald meö tilkynningu um, að eintak af ritinu, sem fest haföi verið upp á lýöræöismúrinn i Tianjin (hafn- arbænum), hefði verið rifið niður af „ákveönum aðilum”. 1 öðru veggspjaldi skýrði „5. april-ópið” frá fundi, sem fulltrú- ar hinna þriggja óopinberu tima- rita og nokkurra opinberra, þar á meðal „Dagblað æskunnar”, höfðu haldið með sér. I tilkynn- ingunni var einungis fjallað um umræðurnar vitt og breitt, en hið athyglisverða er, að þetta er i fyrsta sinn, sem opinberlega kemur fram, að gefin séu út i Kina timarit, sem ekki séu á veg- um annars hvors, flokks eöa rikis. Veggspjöldin á múrnum fara ekki varhluta frekar en dagblöð á vesturlöndum af skrifum ýmissa smáskrýtinna einstaklinga. Einn skrifaði t.d. opið bréf til Dengs varaforsætisráöherra og bað um leyfi til þess að fá að flytja til Taiwan. Hélt hann sig geta betur stuðlað að sameiningu Formósu- Kina og meginlands-Kina meö þvi. Annar reið á ritvöll múrsins og hélt sig sendan af Guöi til þess að frelsa Kina og kinversku þjóð- ina undan kommúnistum. Hann sagðist hafa margskrifað Mao heitnum og eftirmanni hans Hua og beðið þá um að leggja nið- ur hina kommúnistisku stjórn, og furðaði sig á þvi, að hann hafði ekkert svar fengið. Þannig kennir margra grasa á veggspjöldunum, en hið athyglis- verða er, að furðumikils frjáls-- lyndis gætir i þvi, hve leyft er þar að birtast. Þó hefur lögreglan sést rifa niöur spjöld, þar sem veist var að stjórninni, og höfundarnir hafa verið handteknir. Innan kommúnistaflokksins eru uppi deilur um það, hvort leyfa skuli þessar birtingar á múrnum áfram. Þetta kom meira að segja til umræðu i þjóöþingi alþýðunnar. En af einhverjum ástæðum er þetta liöið enn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.