Vísir - 08.08.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 08.08.1979, Blaðsíða 5
5 Umsjón: Guönmndnr Pétursson VÍSIR Miðvikudagur 8. ágúst 1979. Spðir að Kennefly verði I framboði en ekki carter Robert Dole, eitt af forseta- efnum Repúblikana.spáir þvi, að Edward Kennedy verði fram- bjóöandi Demókrata i forseta- kosningunum 1980 — nema til komi einhver óvænt fylgisaukn- ing hjá Carter. 1 kvöldverðarboöi með blaða- mönnum sagði Dole, sem var varaforsetaefni Repúblikana I siöustu kosningum, aö Repúblik- anar ættu að miöa kosningaundir- búning sinn við aö Kennedy verði i framboði, en ekki Carter. Sagði Dole, að eðlilegt væri, að einkalif frambjóðenda i forsetakosningum væri dregið fram á siöur blaðanna, og slysið við Chappaquiddick, þegar Mary J Kopechne dó i bifreið Kennedys fyrirlO árum, væri engin undan- tekning. Hinsvegar kvaðst hann sjálfur ekki mundu hafa frumkvæöi aö þvi, ef hann yrði i framboöi gegn Kennedy, að Chappaquiddick- slysið yrði tekið til umræðu. Sagði Dole, aö þótt einkalif frambjóð- enda kæmi til umfjöllunar, ætti ekki að gera það að kosninga- máli. Hreinsanir (írak Sérstaklega skipaður dómstóll I írak hefur dæmt til dauða tuttugu og tvo embættismenn, sem sak- aðir eru um samsæri gegn stjórn Saddam Hussein, forseta. 1 fréttatilkynningu frá Bagdad segir, að dómstóllinn hafi þar að auk dæmt 33 aðra i eins árs til fimmtán ára fangelsi fyrir svip- aðar sakir, en sýknaö 13. Þessir dómar eru kveðnir upp þrem vikum eftir að Saddam Hussein, sem löngum hefur verið með valdamestu mönnum I Irak, var formlega viðurkenndur sem aðalráðamaður og gerður að eft- irbanni Al-Bakr hershöfðingja, sem lét af forsetaembætti sakir veikinda. Elnu-gos V-þýska geimrannsóknar- stöðin Bochum fékk þessa ljósmynd frá gervihnetti sinum Tiros-N, en hana tók gervitunglið af eldgosinu úr Etnu. Myndin sýnir ljós- lega Sikiley og meginlandið i efra horninu, en strókur- inn stendur upp úr eldfjall- inu. Dayan sakar USfl um aö flraga taum flrada vegna oiíukreppunnar Heldur þykir hafa kólnaö vinátta Bandarikjanna og ísraels eftir aö Moshe Dayan, utanrikis- ráðherra Israels, lýsti þvi yfir i gær, aö stjórn Hvita hússins væri farinað hallast á sveif með aröb- um til þess að kaupa sér lausn á orkukreppu U.S.A. Þessi ummæli Dayans birtust i blaðaviðtölum að loknum þriggja daga beiskum viðræðum i Haifa, þar sem Israel, Egyptaland og Bandarikin hafa rætt möguleika á sjálfstjórn til handa Palestinu- aröbum á vesturbakka árinnar Jórdan og á Gaza-svæðinu. Samkomulag náðist ekki i þess- um viöræðum nema i nokkrum minniháttar atriðum, en grund- vallarágreiningsefni eru enn óleyst. Egyptar, sem hafa marglýst þvi yfir, aö þeir vilji, að Palestlnuvandamálið verði tengt friðarsamningum þeirra við Israel, vilja, að fulltrúar Palestinuaraba veröi viðstaddir frekari viðræður um framtlö þeirra. Þeir vilja leggja til grund- vallar þeim viðræðum samþykkt Sameinuöu þjóðanna nr. 242, en þó breytta. Sú samþykkt er frá 1967 og laut að möguleikum til friðar i Austurlöndum nær. Israelsmenn telja sérhverja breytingu á samþykkt nr. 242 hljóta leiða af sér endurskoðun á skilmálum friöarsamnings lsra- els og Egyptalands, sem undir- ritaður var fyrr á þessu ári. Skógareldur á feröaslðö- um á Spáni Hundruð orlofsgesta hafa flúið hinn vinsæla ferðamannastað Lloret del Mar á Spáni vegna skógarelda sem geisa þar I kring og hafa kostað 22 manns lifið. Yfirvöld staðarins segja, að I- kveikjan sé af mannavöldum, og er tjón á verðmætum ómælt. Slökkviliðsmenn og her börðust enn i morgun við að reyna að hefta útbreiðslu eldsins til sumar- bústaða, sem eru á dreif I skógin- um umhverfis Lloret del Mar. Hvasst var á þessum slóðum i gær og breiddist eldurinn ört út. Umlukti hann strax átta sumar- bústaði og lokuðust inni i þeim þessir 22, sem vita er að hafa orð- ið eldinum að bráð. Voru það 11 karlmenn 5 konur og 6 börn, en yfirvöldum er ekki kunnugt um, hvort einhver þeirra voru útlend- ingar, enda ógerningur að bera kennsl á likin. Enginn vafi þykir leika á þvi, að eldurinn sé af mannavöldum. Hann braust út á þrem stöðum samtimis með nokkurra kiló- metra millibili. Lloret del Mar er sjávarþorp með 10.000 fastaibúa, en mann- fjöldinn kemst þar um sumar- timann oft upp i 140.000, þvi að staðurinn er mjög vinsæll af frönskum, v-þýskum, breskum og skandinaviskum ferða- mönnum. Skógarverðir segja, að um 1000 hektarar af skóglendi (ösp) hafi eyðilagst i eldinum. Skógar- eldar hafa verið tiöir á austur- strönd Spánar siðustu mánuði og hafa skógarverðir æ ofan i æ þóst kenna þar mannshöndina að verki. Viða varð rafmagnslaust á Costa Brava, þegar raflinur slitn- uðu i eldinum við Lloret del Mar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.