Vísir - 08.08.1979, Page 11

Vísir - 08.08.1979, Page 11
11 VÍSIR Miðvikudagur 8. ágúst 1979. „STEFNUM AÐ ÞVI AB FA ÞROSKA- HEFTA MEIRA ÚT í DAGLEGA LÍFIO” - segir Magnús Krlstinsson, formaður Styrktarfélags vangefínna Meðan á þinginu stendur verður sýnd handavinna þroskaheftra i Hagaskóia. Myndin sýnir hluta af islensku deildinni. Mynd J.A. Má þar nefna efni eins og „Félagsleg skipulagning i mál- efnum þroskaheftra” og „Að- stoðvið foreldra þroskaheftra”. Slikar hópumræður fyrir þingið, með þátttakendum allra land- anna, er nýjung. Þetta hópstarf fór þannig fram að einn aðili frá hverju landi greindi frá þvl helsta sem er á döfinni, á hverju sviði, i hverju landi og siðan ræddu menn um efniö. Veg og vanda af þessu þingi hefur Styrktarfélag vangefinna en við hittum að máli formann þess Magnús Kristinsson niðri I Hagaskóla I gær. „Þingið er þannig fjármagn- að að hver þátttakandi greiðir þátttökugjald”, sagði Magnús. „Það vekur eftirtekt að hing- að eru komnir um 500 útlendigar og þar af margir alþingismenn til þess að sitja þetta þing. Auk þess samanstendur þessi hópur af fagfólki, fólki frá stofnunum sem með málefni þroskaheftra, fara svo og foreldrum þroska- heftra.” „Það hefur veriö stefnan i þessum málum að fækka stofn-1 unum á þessu sviði og fá þroskahefta meira inn meðal eðlilegs fólks. Það hefur verið litið á þroskahefta sem sjúkl- inga en aö okkar áliti er þetta ekki sjúkdómur.Meðkennslu og þjálfun má gera þetta fólk minna háð þjóðfélaginu.” 1 morgun kl. 9 hófst 16. sam- norræna þingið um málefni þroskaheftra i Háskólabiói. Þessi þing eru haldin 4. hvert ár og er þetta i fyrsta sinn sem slikt þing er haldið hérlendis. Allmikil’ undirbúningsvinna liggur að baki þessu þingi en það sækja 520 manns frá öllum Norðurlöndunum. 1 gær störf- uðu hópar þeirra sem sækja þingið að ýmsum verkefnum. Magnús Kristinsson formaður Styrktarfélags vangefinna en þaðfélag sér um ráðstefnuhald- iö. Mynd J.A. „Það er okkar lokatakmark I dag að fá þetta fólk meira til starfa, virkja þaö meira i hinu daglega lifi. Þá á ég fyrst og fremst viö að láta það vinna meira á vernduðum vinnustöð- um,” sagði Magnús að lokum. Aö lpkum má geta þess aö meðaná þinginu stendur verða, auk fyrirlestra 1 Háskólabiói, einnig opnar umræður i Haga- skóla og þar verða flutt mörg athyglisverð erindi af þeim san koma á þingiö. Fi. Litið inn hjá einum umræðuhópnum f gær en þarna var veriö að fjalla um samskipti systkina við hinn þroskahefta. Umræöum stjórnaði Lennart Vessman. Mynd J.A. VIKUENDANUM! Heildsölubirgðir FESTI Frakkastig 13, simar 10550 eg 10590 Helgarblað Vísis er rúsínan okkar enda hefur það þegar skapað sér sérstöðu á blaðamarkaðnum. Það kemur út sérhvern laugardag, smekklegt og efnismikið, fullt af frísklegum greinum og viðtölum til lestrar yfir helgina. Áskrift að Vísi tryggir þér eintak stundvíslega sérhvern virkan dag og svo rúsínuna í vikuendanum: Hejgarbjaðið. Sendu seðilinn til Vísis Síðumúla 8 eða hringdu í síma 86611 og við sjáum um framhaldið. ...oghelgin erkomin!

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.