Vísir - 08.08.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 08.08.1979, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Miövikudagur 8. ágúst 1979. útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davlð Guömundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjörnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elías Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Ðlaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kjartan Stetánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðsson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Ölafsson. 'Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Augtýsingar og skrifstofur: Sfðumúla 8. Slmar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Ritstjórn: Slöumúla 14 slmi 86611 7 llnur. Askrift er kr. 3JOOÓ mánuðT innanlands. Verö l lausasölu kr. 180 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f Fjöldi norskra fiskiskipa veiöir nú úr Islenska ioönustofninum, sem gengiö hefur á Jan Mayen-svæöiö. En samkvæmt 63. grein I drögunum aö hafréttarsáttmála ber Norö- mönnum og öörum, sem vilja stunda veiöar úr þessum stofni, aö leita samþykkis ts- lendinga, þó aö stofninn gangi út úr Islensku efnahagslögsögunni. tslendingar hafa heimilaö Norömönnum veiöiá 90 þúsund tonnum, og viö þau mörk ber Norömönnum aö halda sig. Það þrátef li, sem upp er komið í samningaumleitunum milli okkar fslendinga og Norðmanna í Jan Mayen-málinu, gefur okkur vissulega tilefni til að skoða af- stöðu okkar i málinu alveg upp á nýtt. Við höfum til þessa verið mjög opnir fyrir þeirri hugmynd, að Norðmenn helgi sér lögsögu um- hverfis Jan Mayen utan 200 sjó- mílna efnahagslögsögu okkar sjálfra gegn því að jafnframt verði samið um mjög víðtæk rétt- indi okkar innan hinnar norsku lögsögu. Það er ekkert laun- ungarmál, að þessi afstaða okkar hefur byggst á lagatæknilegum sjónarmiðum fremur en því, að tilkall Norðmanna til hagnýting- ar auðlinda á Jan Mayen-svæðinu liggi í augum uppi. Norðmenn virðast hins vegar ekki skilja, hve hagstæðir þeim eru í raun og veru þeir samningar, sem jafn- vel hinir kröfuhörðustu í okkar hópi hafa viljað ganga að. Það er engu líkara en ráðandi öfl í Noregi telji sig geta helgað sér sjálfstæða 200 sjómílna efna- hagslögsögu við Jan Mayen á sama hátt og við höf um fært okk- ar efnahagslögsögu út í 200 sjó- mílur umhverfis (sland. Þetta sjónarmið er auðvitað alveg frá- leitt. I raun og veru eru ekki nokkur efnisrök fyrir norskri efnahagslögsögu við Jan Mayen. Á Jan Mayen er ekkert ef nahags- líf, og þar býr ekkert fólk, sem lifir á gögnum lands og sjávar. Allur samanburður milli Islands og Jan Mayen er því út í bláinn. Þetta verða Norðmenn að f ara að skilja, ef samkomulag á að nást milli okkar og þeirra. Ekki sak- aði heldur, að þeir litu jafnframt nokkuð til sanngirnissjónarmiða. Norðmenn hafa þegar geysivíð- áttumikla efnahagslögsögu úti fyrir sinni miklu strandlengju, þar sem ekki eru einungis ágæt fiskimið, heldur einnig auðugar olíulindir. Fyrir Norðmenn skipta fiskveiðarnar tiltölulega litlu máli, því að minna en 2% af þjóðartekjum þeirraer-uaf fisk- veiðum. Fyrir okkur skipta fisk- veiðarnar hins vegar öllu. Vísir hefur hamrað á því mán- uðum saman, að það bæri að hraða samningum milli (slend- inga og Norðmanna um réttindin á Jan Mayen-svæðinu. En stjórn- völd beggja þjóðanna féllu á tíma, því að formlegar samn- ingaviðræður voru ekki teknar upp milli landanna fyrr en svo mikill þrýstingur var kominn á norsk stjórnvöld heima fyrir frá útgerðarmönnum og sjómönn- um, að þau eiga kannski í bili erf- itt með að gera nokkra samn- inga, sem aðgengilegir eru fyrir okkur. Að sjálfsögðu ber að vinna áf ram að samningum, en trúlega eigum við nú aðf lýta okkur hægt. I sambandi við loðnuveiðar Norð- manna á Jan Mayen-svæðinu, er staðan sú, að samkvæmt ákvæðurh í drögum að hafréttar- sáttmála, sem bæði Islendingar og Norðmenn eru samþykkir, geta hvorki Norðmenn né aðrir veitt eina einustu loðnu á þessu svæði án samkomulags við okkur (slendinga, og skiptir engu máli, hvort Norðmenn taka sér lögsögu á svæðinu eða ekki. Við höfum ekki fallist á nema 90 þúsund tonna veiði Norðmanna úr ís- lenska loðnustofninum á yfir- standandi vertíð. Af þessu eru Norðmenn bundnir og munu að sjálfsögðu sjá til þess, að floti þeirra haldi sig innan leyfilegra marka. Lóðnuveiðar á þessu svæði af hálfu annarra þjóða virðast ekki vera á dagskrá gagnstætt því, sem til skamms tíma var búist við. Vegna þeirra erfiðleika, sem reynst hafa á því að ná sam- komulagi við Norðmenn um Jan Mayen-svæðið, og vel geta orðið meiri en við héldum í fyrstu, er svo full ástæða fyrir fulltrúa okkará hafréttarráðstefnunni að gefa góðan gaum að þeim hug- myndum, sem þar hafa komið upp um sérstakar takmarkanir á réttindum óbyggðra smáeyja eins og Jan Mayen. Af hestbaki og uppí flugvél Eiginlega má segja aö viö ts- lendingar höfum fariö af hest- baki og uppi flugvélina. Viö vor- um svo heppnir aö lenda ekki I járnbrautunum, nema aöeins til hafnargeröar I höfuöstaönum, stórmerkilegt fyrirbrigöi sem eldri Reykvlkingar minnast meö miklum viröuleik og ánægju. Ef viö berum okkur saman viö gömlu drottnarana, Dani, þá veröur samanburöurinn ekki par fallegur, Danir umbil 27 sinnum fleiri á landrými sem er þrisvar sinnum minna en okkar, og þar aö auki fjalllaust, utan einstaka bæjarhóls er stingur nefi uppúr flatneskjunni. Þaö skiptir engu máli hvort þaö voru afturhaldssamir prestar eöa einhverjir aörir er foröuöu okkur frá járnbrautarklaf- anum, okkur var foröaö frá óbærilegum klafa, og þaö fór vel. Einn af okkar „þrýstihóp- um”, bifreiöaeigendur, hefur undanfariö veriö meö ýmsar fáránlega barnalegar mótbáru- aögeröir, vegna hækkaös verös á brennsluefni til bifreiöa, og hæst hafa gapaö og flautaö þeir sem eiga bandarlska hjóldreka er nota 22-25 lltra á hverja 100 km, hinir, sem eiga farartæki er nota 8-12 lltra hafa veriö hljóö- látari, enda hyggnari menn. Auövitaö er bfll nauösynlegur hér á landi, en þaö er alveg út I hött aö vera aö kaupa blla sem geta komist allt uppl 220 km hraöa, til aö aka þeim á vegum sem eru byggöir fyrir 40-60 km hraöa, enda viökomandi „drekar” hannaöir fyrir egg- sléttar akbrautir, en ekki mis- hæöótta fjaörandi malarvegi. Astæöan fyrir þvfaö I dag höf- um viö svo aö segja ekkert nema malarvegi, er einfaldlega sú, aö þegar fjárveitingarvaldiö hefur skammtaö fé til vega- geröar, þá hafa þingmenn hver I kapp viö annan, keppst um aö fá bita til slns kjördæmis svo þeir haldi atkvæöum, og þetta hefur þvi skapaö þá framvindu mála, aö allt aö 40% af fjárveitingunni hefur veriö gleypt I flutnings- kostnaö milli vinnustaöa, staö- inn fyrir aö fara aö ráöum ráö- leggjandi manna, aö fara sem skynsamlegast meö þaö sem úr buddunni fæst. Þaö er alveg úti- lokaö, aö sllkan hugsunarhátt sé hægt aö kalla samhyggju, þetta er hin svo kallaba hreppapólitlk I öllu sinu veldi, dragbltur á allt er stuölar aö þjóöhagshyggju. Ráöamenn og ráöherrar hafa ekki leyfi til aö sniöganga álit manna er þjóöin hefur kostaö til sérnáms og segja sem svo: „ég fer aö þeirra ráöum ef þaö hentar mér”, eins og einn ráö- herra sagöi foröum. Ráöamönn- um og ráöherrum ber aö hugsa um þjóöarhag en ekki sinn eigin. Stökkiö okkar Islendinga af hestbakinu og uppl flugvélina var merkilegt, og má telja aö viö sæmilega aöstööu hvaö flug- velli og tæki er aö ræöa sé viö aö búa I dag, þó ekki sé aö öllu leyti fullkomiö, sem varla er von á svo skömmum tlma slöan þaö var framkvæmt. Meira ábótavant er meö vegi' okkar, og þar viröist mest um ráöa endurvakin hreppapólitlk, ekki fariö aö ráöum þeirra manna er gerst vita, verkfræö- inganna er viö höfum menntaö til aö ráöa fram úr þeim vanda. Slöastliöiö þing bar tölu- veröan keim af þessum hugs- unarhætti I formi þjngsálykt- unartillagna og frumvarpa, þar sem þingmenn fyrst og fremst hugsuöu um sln eigin kjördæmi. Bifreiöaeigendur hafa undan- fariö veriö meö ýmsar fárán- legar mótbáruaögeröir vegna hækkaös verös á brennsluefni til bifreiöa, segir Asgeir Asgeirs- son I þessari grein. Þessi hugsunarháttur á ekki neinn rétt á sér og veröur aö hverfa, svo vel veröi haldiö á þvl er úr „buddunni” fæst. Notkun skatttekna af bifreiöum, brennsluollu, gúmi, varahlutum o.fl. þeim tilheyrandi, ber auð- vitaö aö nota til þess aö lengja lifaldur þeirra úr 7 árum eins og nú er, meö þvl aö betrumbæta þær brautir er þeim eru ætlaöar, þ.e.a.s. vegina. Þaö er rétt sem fyrrverandi ráðherra sagöi fyrir skömmu (24. mal s.l.) aö „grettistaki á hálfri öld” hefur veriö lyft hér hjá okkur hvaö vegagerö snertir, en þó ekki allskostar á hinn hag- kvæmasta máta, þvl hinir fær- ustu menn hafa ekki fengið að ráöa sem skyldi, heldur oftátiö- um atkvæöapólitlkin. Mikiö hefur veriö um þaö rætt undanfariö aö varanlegt slitlag beri aö leggja á vegi okkar, varanlegt slitlag þekkist ekki enn, steinsteypa endist án viö- halds umbil 15 ár, malbik 3-12 ár og olíumöl kannske skemur, þessi lög eru bundin en ekki varanleg. Eins og málin standa I dag (júll 1979) þá kostar hver ferm. malbiks umbil 9. 566,00 kr. efnislega séö, en steinsteypa 0,25 m þykk kr. 7.450,00. Akrein 3,5 m breiö kostar samkvæmt þessu: malbik kr. 33.480,00/1 m, en steinsteypa kr. 26.110,00. Nú er svo, eins og aö framan er getiö, aö ending þessara bindi- laga er æöi misjöfn, þannig aö ef reiknaö er meö 8 ára endingu á malbiki þá mun hver árskm. kosta 4,185 millj. kr. en stein- steypa 1,741 millj. kr. Gengiö er útfrá aö uppbygg- ing undirbyggingar sé hin sama I báöum tilfellum, og aöeins er átt viö efniskostnaö slitlaganna. Sameiginlegt meö báöum nefndum slitlögum, er þaö aö þau er ekki hægt ab leggja nema undir heppilegum veöurskilyrö- um. Aftur á móti er möguleiki til aö verksmiöjuvinna vegplöt- ur allan ársins hring, en malbik ekki, og sama gildir um oliumöl. Viö eigum sementsverk- smiöju, sem aö vlsu enn notar erlent brennsluefni, en þaö ætti hæglega aö vera möguleiki fyrir aö breyta þar um, t.d. meö raf- orku og seinna meir meö vetni sem aðalorkugjafa. Ég trúi ekki ööru en aö okkur sé I lófa lagt aö verksmiöju- framleiöa vegplötur úr stein- steypu, sem sagt allan ársins hring, og varöandi flutning þeirra geta varla veriö nein vandkvæöi, þvl vegplata sem er 3,5x6x0,25 m vegur umbil 13,11, og vegplata sem er 3,5x5x5x0,25 vegur umbil 11 tonn, svo þaö er hægðarauki aö flytja 25-30 lengdarmetra á hverjum tengi- og dráttarvagni. Ef þannig væri haldiö á spil- unum, kæmi engin hreppapóli- tlk meö I spiliö, og þaö væri sannarlega spor I rétta átt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.