Vísir - 08.08.1979, Blaðsíða 15

Vísir - 08.08.1979, Blaðsíða 15
 VISIR Miðvikudagur 8. Hálalarakerii Laugarflalsvallar er mlsnotað Ibúi í nágrenni Laugar- dalsvallar skrifar: Það er undarleg sú árátta starfsmanna Laugardalsvallar að vera sýknt og heilagt að gjamma i hátalarakerfi vallar- ins. Eins og allir vita sem komið hafa á völlinn þá er þar mjög sterkt og mikið hátalarakerfi sem lengst af hefur verið notað i hófi. Siðustu vikur og mánuði hefur hins vegar brugðið svo við að starfsmenn vallarins eru farnir að nota kerfið i óhófi. Fyrir utan dansmúsik sem glymur yfir okkur úr téðum hátölurum stundum heilu eftirmiðdagana, virðust okkur sem búum i nágrenni vallarins einhver þeirra karlmanna sem við völlinn vinna áberandi „hátalaraglaðastur”. Finnst okkur algjör óþarfi og raunar helber dónaskapur að það þurfi að þruma þvi yfir alla sem i nágrenni vallarins búa, þótt svo að Landssiminn sé að biðja um einhvern Gunnar, eins og gerð- ist núna um daginn. Þá er það ekki til að bæta ósómann að sá sem þenur sig mest i hátalarana er greinilega geðvondur og ræður hans og skipanir hryssingslega fram settar. Það er eindregin von okkar sem þurfum að hlusta á þennan ófögnuð að yfirvöld vallarins gripi i taumana og skrúfi niður i hátölurum vallarins eða reyni að koma i veg fyrir þessa mis- notkun sem angrar okkur sem búum i nágrenninu. Vínveítingaieyfi til 1 árs í senn - seglr ÁlengisvarnaráO um öreskar reglur l áfenglsmálum Hólmfriður Arnadóttir fram- kvæmdastjóri Sambands veit- inga- og gistihúsaeigenda spurðist fyrir I iesendadáikinum fyrirnokkru hvaða reglur giltu I Bretlandi um veitingar og sölu áfengis. „Afengisráð vill e.t.v. svara þessu”, sagði Hólmfriður og nú hefur svar einmitt borist frá Afengisvarnaráði. „Vegna fyrirspurnar fram- kvæmdastjóra Sambands veit- inga- og gistihúsaeigenda i Visi 26. júli vekur Afengisvarnaráð athygli á eftirfarandi: 1. Ekki gilda sömu reglur um sölu og veitingar áfengis um allt Bretland. Þær eru mis- munandi eftir héruðum. 2. Mjög ákveðnar reglur gilda um lokunartima áfengissölu- staða og eru viðurlög ströng ef út af er brugðið. Jafnvel svonefndir næturklúbbar verða að hlita ákveðnum timatakmörkunum hvað áfengisveitingar varðar. 3. Sums staðar á Bretlands- eyjum eru krár lokaðar á sunnudögum. 4. Yfirvöld ákveða fjölda áfengisveitingastaða. Ef þeir sem eiga heima nálægt krám kvarta yfir nábýlinu, t.d. vegna mengunar af völdum hávaða, er undir hælinn lagt hvenær leyfi fáist endurnýj- að. 5. í Bretlandi eru leyfi til áfengisveitinga aðeins veitt til eins árs i senn. (Hérlendis oftast til 4 ára) 6. Breskur ráöherra færi vart aö hafa orð á þvl að hann væri andvigur auknu frelsi vin- sölulýðs til að stunda iðju sina ef slikt frelsi væri algert eins og framkvæmdastjórinn gefur i skyn. 7. Áfengisvarnaráði er ekki kunnugt um nokkurt land þar sem ekki gilda einhverjar reglur (boð og bönn) um með- ferð vímuefnisins áfengis og i ýmsum menningarlöndum (t.d. Noregi, Bandarikjunum og Bretlandi, sbr. gildistima vinveitingaleyfa) eru þær i vissum greinum strangari en þær reglur sem á Islandi gilda. Afengisvarnaráð.” Kona í Kleppsholtinu skrifar: Það er ekki oft, sem i útvarp- inu heyrast þættir sem hrein unun er að hlusta á, en sú hefur orðið raunin með þættina hans Jónasar Jónassonar, Epla- mauk. Þvi vil ég þakka fyrir, og það mikið vel. 1 þættinum hefur Jónas valið yndisleg lög og rabbað skemmtilega um lifið og til- veruna á milli. Ég held, að ef út- varpið byði upp á fleiri þætti i þessum dúr, þar sem leikin væru dægurlög siðustu áratuga, létt klassisk músik ásamt t.d. tónlist úr eldri kvikmyndum, myndi ekki skorta áheyrendur. Ef að þeir, sem þessum málum stjórna, vita ekki alveg hvernig á að bera sig við þetta, ráðlegg ég þeim að hlusta vel á þáttinn Eplamauk. Húrra fyrir Jónasi. S.Þ. skrifar Alveg er hann makalaust góð- ur árangurinn sem hann Valbjörn okkar náði á heims- leikum öldunga I Hanover um daginn. Ég stundaði sjálfur frjálsar iþróttir á minum yngri árum, en hætti alveg um 25 ára aldurinn, og fannst þá ég vera of gamall til þess að hlaupa um mýrar og móa. Eftir þessu sé ég nú, enda óæskilegt spik sest á mig hér og þar til litillar prýði og mikils ama fyrir mig. Ég heyrði svo i Valbirni i útvarpinu eitt kvöldið, þar sem Hermann Gunnarsson var að ræða við hann, að hann skoraði á alla gamla hlaupara að taka fram gaddaskóna og fara að æfa á nýjan leik. Þá var það minn maður sem rölti fram i geymslu og fór að tætast i gömlum pappakössum og hirslum ýmiss konar. Eftir rúmlega hálftima leit voru gömlu gaddaskórnir komnir i leitirnar, — og þið hefðuð átt að sjá hvað þeir fóru vel á fæti! Ég var staðráðinn I þvi að fara nú út og hlaupa, en þorði ekki alveg undirbúningslaust að fara inn i Laugardal og fara að hlaupa á gaddaskónum. Þvi varð úr að ég keypti mér létta en rándýra hlaupaskó án gadda — og skokkaðu um hverfið. Núna er ég búinn að hlaupa i 20 minútur um hverfið i þrjá daga og finn strax hvað mér liður betur. Nú vil ég nota tækifærið, fyrst ég er sestur. hér með penna I hönd, að skora á félaga mina á aldrinum 40-50 ára að láta afrek Valbjarnar verða til þess að við förum allir út að hlaupa. Við setjum bara stefnuna á næstu heimsleika öldunga, strákar! Verður árangur Vaibjörns tii þess að auka fþróttaiðkan fólks á miðjum aldri? Hvað er bannao i Bretlandi Hólmfriður Arnadóttir frkv.stj. Sambands veitinga- og gistihúsa- eigenda skrifar: Lítil fréttatilkynning frá Afengisvarnarráfti birtist i Visi þ. 18. þ.m. Þar segir, aÖ ráB- herra hafi sagt fyrir slöustu kosningar, aö breska rikis- stjórnin heföi alls ekki I hyggju aö koma á breytingum i átt tii aukins frjálsræöis hvaö varöar leyfi til veitinga ogsölu áfengis. & þarna komin skýrmg á þvl aö stjórnin f 611? Gamni sleppt — til fróöleiks væri gaman aö frétta hvaöa reglur gilda i Bretlandi um veit- ingar og sölu áfengis eöa til aö Oft er glatt á hjalla á „pöbbunum” Afengisvarnarráö svara þessu? vill e.t.v gera langt mál stutt, hvaö er bannaö þar I þeim efnum? Fðrum út að hiaupal „Jónas velur yndisleg lög og rabbar skemmtiiega um Hfið og tii- veruna” — segir bréfritari m.a. Húrra fyrir Jönasl og „Eplamauklnu” Strákar á aldrinum 40-50 ára: 15 Bílaleiga Akureyrar Reykjavik: Siðumúla 33, simi 86915 Akureyri: Simar 96-21715 - 96-23515 VW-1303, VW-sendiferðobilar, VW-Microbus — 9 sœta, Opel Ascona, Maida, Toyota, Amigo, Lada Topas, 7-9 manna Land Rover, Range Rover, Blozer, Scout ÆTLID ÞER I FERÐALAG ERLENDIS? VER PÖNTUM BILINN FYRIR YDUR, HVAR SEM ER I HEIMINUM! ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ I HEþoliTE stimplar, slífar og hringir Ford 4-6-8 strokka benzm og diesel vélar Opel Austin Mini Peugoul Bedlord Pontiac B.M.W. Rambler Buick Range Rover Chevrolet Renaull 4-6-8 strokka Saab Chrysler Scania Vabis Citroen Scout Datsun benzin Simca og diesel Sunbeam Dodge — Plymouth Tékkneskar Fiat bifreióar Lada — Moskvitch Toyota Landrover Vauxhall benzin og diesel Volga Mazda Volkswagen Mercedes Benz Volvo benzin benzin og diesel og diesel ■ I ÞJÓNSSON&CO Skeifan 17 s. 84515 — 84516 RANAS Fiaðrir Eigum óvallt fyrirlíggjandi fjaðrir i flestar gerðir Volvo og Scania vörubif reiða. Útvegum fjaðrir i sænska flutninga- vagna. Hjalti Stefónsson Simi 84720 J* j ■ i>. já i VERDLAUNAGRIPIR OGFELAGSMERKI Framleiði alls konar verðlaunagripi og lelagsmerki Hefiávallt f yrirliggjandi ymsar stærðir verðlaunabikara og verðlauna peninga,einnig styttur fyrir f lestar greinar [þrotta Leitiftupplysinga. Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 8 — Reykjavik — Simi 22804 Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.