Vísir - 08.08.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 08.08.1979, Blaðsíða 2
VÍSIR Miðvikudagur 8. ágúst 1979 Hvað gerðir þú um verslunarmannahelg- ina? Kristinn Helgason, lagermaður: Égvar I bænum, endaþurfti ég ab sinna ýmsum verkefnum heima. Lárus Hauksson, húsgagnasmið- ur: Ég dvaldi i sumarbústað i Kjósinni! Það var algjör klassi. Hreinn Agdstsson húsgagnasmið- ur: Skrapp i veiðitúr upp i Svlna- dal, en fékk litiö. Umsjón: Anna Heiður Oddsdóttir og Gunnar E. Kvaran. 16% GEGNUM þAK Dæmi um orkutap I einbýlishúsi. UMTALSVERÐUR KYNDINGAR SPARNAÐUR ER AUDVELDUR Orkumálastjóri skipaöi i febrúarmánuði siðastliðnum vinnuhóp um orkusparnaö i hit- un húsa. Vinnuhópurinn hefur nýverið skilað af sér áfanga- skýrslu um störf sin og þær niðurstöður sem komist hefur verið aö. t skýrslunni kemur margt athyglisvertfram, aukþess sem bent er á leiöir sem fara má til að draga úr kyndingarkostnaöi húsa i landinu. Eins og fram kemur á með- fylgjandi uppdrætti sem fylgdi skýrslunni fara 28% af heildar- orkutapi meðal einbýlishúss fram i gegnum glugga og hurð- ir. Næstmest er orkutapiö vegna loftskipta, eða 25%, þá vegna varmataps við veggi og þök, 16%, og loks um 15% gegnum gólf. Það er þvi ljóst að þeir sem vilja stuðla aö sem minnstu varmatapi geta það best með þvi að hafa glugga sem allra minnsta. Þáer I skýrslunni talið algjörlega óverjandi að hafa aðeins einfalt gler i gluggum, en á hinn bóginn bent á, að ekki er endilega nauösynlegt að setja tvöfalt verksmiðjugler i stað- inn. Er fullyrt að hvað ein- angrunarhæfni varði þá sé óverulegur munur á tveimur rúöum (svokallað mixaö gler) og verksmiðjuframleiddu tvö- földu einangrunargleri. Svo sem fram kemur eru svo- kölluð loftskipti stór þáttur I heildarorkutapi húsnæöis. Loft- skipti er það þegar upphitaða loftið i húsinu streymir út i gegnum rifur og op og kalt loft kemur I staðinn. Skýrslan nefnir 5 ráð sem beita megi til að draga úr óæski- legu varmatapi vegna loft- skipta. Þær aöferðir sem nefnd- ar eru eiga það sameiginlegt að vera hvort tveggja i senn, ódýr- ar og einfaldar i framkvæmd. 1. Endurbæta glerisetningu þar sem gustar inn meö gleri. 2. Komafyrir þéttilistum á opn- anlegum gluggum og hurðum þar sem þeir eru ekki nú þegar. Endurbæta þarf og skipta um þá lista sem eru lélegir. Til eru nokkrar mismunandi gerðir þéttilista og þétta þeir við mis- jafnlega mikla samþjöppun. Talið er að svokallaðir „slöngu- listar” þétti best. 3. Gluggakrækjur eru oft van- stilltar þannig að opnanlegu gluggarnir leggjast illa aö kant- inum. Eftir að skipt hefur verið um þéttilista er einnig mikil- vægt að stilla gluggakrækjur og dyralæsingarjárn. 4. Þétta skal rifur milli eininga i svokölluöum einingahúsum innan frá. Hampi er þá troðið i rifurnar og gjarnan „etafoam” frauðlista. Siðan skal sprauta kitti yfir. 5. Einnig má þétta rifur með „polyurethan” froöu sem fæst i túpum. Froðan þenst út og myndar loft- og rakaþéttan massa. Með þessum einföldu aðferð- um sem hér hafa verið nefndar er talið að sparnaður við húshit- un geti orðið 3-5% ef vel tekst til. -GEK Kjörhiti I herbergjum er mjög mismunandi og má spara umtals- verða orku með þvi að stilla hitanum I hóf. SKATTAR - SKATTAR - SKATTAR - SKATTAR - SKATTAR - SKATTAR Aðalsteinn Hjálmarsson bifvéla- virki: Var I bænum lengst af, en skrapp þó upp á Akranes á sunnu- dag. Bryndis Kristjánsdóttir verslun- ■ arkona: Fór upp I Borgarnes i ■ seglbáti. Feröin upp eftir tók 17 ■ timaenaðeins6timal góðumbyr I heim. | ÚTTARR MÖLLER HÆSTUR FOR- STJÖRA STÖRFVRIRTÆKJANNA Opinber gjöld Sambands Islenskra samvinnufélaga námu um 600 milljónum á þessu ári og næsta fyrirtæki fyrir neðan var Flugleiðir meðum 287 milljónir. Vfsi lék forvitni á að vita hvað forstjórar 10 skatthæstu fyrir- tækjanna greiða I opinber gjöld á þessu áriog kom þá I ljós, að Óttarr Möller, sem nýverið lét af störfum hjá Eimskip greiðir hæstu skatta af forstjórum þeirra fyrirtækja sem þessi út- tekt nær til. Óttarr Möller greiöir rúmar Erlendur Einarsson forstjóri SIS Sigurður Helgason, forstj. Flugleiða Óttarr Möller fy rrv. forstjóri Eimskip Vilhjálmur Jónsson forstj. Oliufélagsins Jón H. Bergs forstj. Sláturfélags Suðurlands Indriöi Pálsson forstj. Skeljungs h.f. Hildur Petersen forstj. Hans Petersen önundur Asgeirsson forstj. Oliuverslunar Islands Ólafur Haraldsson forstj. Fálkans Sigurður Jónsson forstj. Sjóvátryggingafélagsins Tekju skattur Eigna skattur Útsvar Barna bætur Samtais 3.822.557 594.910 1.441.800 0 6.147.628 6.436.083 338.026 1.879.500 100.660 8.931.477 7.185.049 808.476 2.070.000 0 10.480.535 3.963.957 270.966 1.302.000 0 5.796.669 2.858.562 429.593 1.103.600 0 4.610.837 4.524.254 451.263 1.398.300 100.660 6.654.977 302.313 0 257.400 0 613.135 1.697.719 570.658 928.700 0 3.381.769 1.767.005 164.722 826.700 402.632 2.520.809 3.008.143 463.020 1.227.700 0 4.946.780 10.4 milljónir króna I opinber gjöld og samkvæmt útsvari hef- ur hann einnig veriö tekjuhæst- ur forstjóranna meö tæplega 19 milljónir I árslaun. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða greiöir næsthæstu gjöldin eöa rúmar 8.9 milljónir og sam- kvæmt útsvari hefur hann einn- ighaft næsthæstu tekjurnar, um 17 milljónir króna. Samkvæmt þessari úttekt er Hildur Petersen, forstjóri Hans Petersen h.f. meö lægstu gjöld- in, en þess ber að geta, að hún mun nýveriö hafa tekið við starfi forstjóra hjá fyrirtækinu þannig að hennar tölur gefa væntanlega ekki rétta mynd af forstjóratekjum. Þá skal þess einnig getið, aö Landsbanki Is- lands er númer niu I röö yfir skatthæstu fyrirtækin en stjórnendum þeirrar stofnunar er sleppt i þessari úttekt. -Sv.G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.