Vísir - 11.08.1979, Blaðsíða 6

Vísir - 11.08.1979, Blaðsíða 6
Laugardagur 11. ágúst 1979. „Hvað sem hver segireða heldur þá kann ég ó- sköp lítið í skák og ég hef aldrei teflt neitt sérstak- lega mikið", segir Guðlaug Þorsteinsdóttir, sem varð Norðurlandameistari kvenna í skák í þriðja skipti á laugardaginn var. Helgarblaðsmenn röbbuðu við þessa 18 ára gömlu skákdrottningu á heimili hennar í Kópavogi á fimmtudaginn. Guðlaug er ekki mikið fyrir að aug- lýsa sjálfa sig en hún varð þó góðfúslega við því að spjalla örlítið við blaðið. Guölaug var fyrst að þvi spurð, hvort hún hefði átt von á þvi að sigra á mótinu. „Ég átti ekkert frekar von á þvi. Ég vissi litið um andstæð- inga mina, þekkti fæsta þeirra. En þegar á hólminn var komið fannst mér mótið ekki mjög erf- itt, allavega ekki erfiðara en siöasta mót”. — Finnst þér rétt og eðlilegt að tefla i sérstökum karla- og kvennaflokkum á þessu móti? ,,Ja, þaö er nú það. Það tefldi ein kona i karlaflokkunum vegna þess að henni fannst ekki rétt að tefla i sérstökum kvennaflokki. Og við erum siöur en svo bundnar við aö tefla i kvennaflokki. Þaö er bara það, að karlarnir eru svo miklu betri en konurnar enn sem komið er. Nú ættu konur að geta teflt, ekki siður en karlar, en þaö er eins og þær gefi sér ekki eins mikinn tima i taflmennskuna og karl- arnir. Svo er það lika, að til skamms tima höfðu konur litinn og hreinlega engan áhuga á skák. Áhuginn hefur aukist mik- ið undanfarin ár. Ég hef ekki teflt I kvenna- flokki á tslandsmóti siðan 1975 og i Skákfélaginu Mjölni, en þar er ég félagi, er engin flokka- skipting eftir kynjum”. Engir fastir skákdagar — Hvaðteflirðumikiöá viku? „Það er erfitt að segja nokkuð um það. Ég hef aldrei teflt mjög mikið. Ef mig langar til að tefla þá fer ég bara á æfingu hjá Mjölni, annars læt ég það vera. disk, ansi fallegan. En hann er þvi miður ekki áritaður. Peningar handa körlunum — dót handa konunum Mér finnst það satt að segja dálitiö óréttlátt, að i karlaflokki eru peningaverðlaun, og þau há, en i kvennaflokki fáum við að velja okkur einhvern hlut úr dóthrúgu. Við gætum bætt úr þessu fyrir næsta Norðurlandamót, þvi það verður haldið á Islandi eftir tvö ár”. — Eru einhver mót framund- an, sem þú ætlar að taka þátt i? „Ég hef ekki ákveðið þátttöku i neinu móti. Þaö eru náttúru- lega mörg mót i gangi en mjög fá mót sérstaklega fyrir konur. Ég gæti tekið þátt i einhverjum léttum mótum en ég hef sem sagt ekkert ákveðið ennþá”. Skákkonur voru mjög litiö I sviðsljósinu á tslandi áður en Guðlaug varö Norðurlanda- meistari I fyrsta skipti, 1975. Það vakti mikla athygli á ts- landi og var töluvert um það skrifað i islensk blöð. — Hefur skákáhugi kvenna aukist siðan þú varðst Norður- landameistari I fyrsta skipti? „Þaö virðist vera. Allavega hefur fjölgaö mjög þeim konum, sem tefla á skákmótum. Konur virtust ekki gera sér grein fyrir þvi að kvenfólk gæti teflt fyrr en islensk stúlka varð Norður- landameistari. Nú hef ég trú á þvi, að áhugi kvenna á þessari fþrótt haldi á- fram að aukast á tslandi”. ,, Hef aídrei tefít sérstakíega mikið 99 Ég á mér enga fasta „skák- daga”. Ég hef annars teflt mjög litið frá þvi Olympiuskákmótinu lauk i Argentínu fyrir áramót- in”. — Lestu mikiö af skáktima- ritum og bókum? „Nei, mjög 'íítíð, enda er eg ekki góð i teoriunni. Það er stað- reynd, hvaö sem menn kunna aö halda, aö ég er ekkert sérstak- lega góöur skákmaöur. Hins vegar hef ég fullan hug á að lesa mér meira til um skák, komast betur inn i teoriuna — þetta er spurning um timann, sem maður gefur sér”. — Hver voru verðlaunin sem þú fékkst á Noröurlandamót- inu? „Þau voru nú ekki mjög merkileg. Það var ýmislegt dót, sem ég gat valiö úr. Ég valdi ál- Lærir á pianó — Ahugamál önnur en tafl- mennska? „Ég er að læra á pianó I Tón- listarskólanum i Kópavogi og er komin á 6. stig i þvi námi. Ég eyði mun meiri tima viö pianóiö en skákborðið, enda er pianónámið eins og hver annar skóli. Ég hef engin sérstök áhuga- mál fyrir utan þessi tvö og mér finnst þetta svo sem meira en nóg”. — Við hvað starfarðu núna? „I sumar vinn ég á skrifstofu hjá ATVR en annars er ég i MR á veturna”. — Ætlaröu aö taka þér eitt- hvaö sumarfrí, fara til útlanda? „Ég er sumarafleysingakona hjá ATVR svo ég á ekkert sum- arfri frekar en aðrir skóla- — Guðlaug Þorsteinsdóttir Norðurlandameistari i skák i viðtali við Helgarblaðið krakkar. Ég fékk hins vegar leyfi til að komast á Norður- landamótið. Það eru lika einu skiptin, sem ég hef farið til útlanda, það er I keppnisferðir. Þær eru mjög skemmtilegar, keppnisferðirn- ar, sérstaklega var Argentinu- ferðin i vetur skemmtileg”. Ekkert öðruvísi þó ég tefli smávegis — Þekkir fólk þig á götu? „Ekki lengur. Það var dálitiö um það eftir að ég varð Noröur- landameistari i fyrsta skipti. Það var svo mikiö skrifað um mótið og mig þá. Nú eru mynd- irnar sem birtast af mér svo gamlar, að það er erfitt að þekkja mig á þeim. T.d. var mynd, sem birtist af mér i sjón- varpinu um daginn. Ég hef ekki veriö meira en 12-13 ára á myndinni og á þessum árum breytist maður ekki svo lftið. Mér fannst það heldur leiðin- legt þegar fólk þekkti mig á götu. Ég vil siður aö fóik sé að taka sérstaklega eftir mér. Ég er ekkert öðruvisi en annað fólk þó ég tefli smávegis”. —• Ertu nokkuð búin að á- kveða hvað þú ætlar að gera i framttðinni? „Nei, ég er alveg óákveðin. Ég ætla bara að byrja á þvi að klára menntaskólann”. —ATA MEO GESTSAUGUM Teiknarl: Kris Jackson EF EG VÆRI £KKI KOMlNN, Þfl VÆRI ÉG EKKI HER, RÍtt? AF,HVERT0 SPy/KJ-fl lSL£NDINGflR SUKRfi FURÐULEGRH SPURNINGPl j EINS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.