Vísir - 11.08.1979, Blaðsíða 14

Vísir - 11.08.1979, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 11. ágúst 1979. (jÉoRGJ Njálsgötu 112, símar 18680 & 16513. Smurða brauðiö er sérgrein okkar. ATH: aóeins framleitt úrekta náttúruefnum Fást um allt land Sparið hundruð þúsundo meö endurryðvörn á 2 ja ara fresti RYÐVÖRN S.F. Grensásvegi 18 Simi 30945 Sparið tugþúsundir með mótor- og hjólastillingu einu sinni ó ári BÍLASKOÐUN ^&STILLIWG g t a-tO O SKÚLAGÖTU 32 Uniljofr.Eldborg sf Klapparstíg 25-27 S.M.A. barnamjólkiu frú Wyclh hrmM uæst hcniii i itnasam- S.M.A. er framlag é óri barrtsins. Atlar frekarí upplvsingar er KEMIKALIA HF. Skiphotti 27. f,Imar: 2Ui3«og 2B377. UPPBOÐ Að kröfu tollinnheimtu ríkissjóðs í Hafnar- firði verða neðangreindar ótollafgreiddar vörur seidar á opinberu uppboði mánudaginn 13. ágúst nk. ki. 14.00 að Helluhrauni 2, Hafnarfirði til lúkningar á aðflutningsgjöld- um: Smávarningur til húsgagnagerðar, varahlutir i bifreiðir og lyftara, niðursoðnar matvörur, leirstyttur, bifhjól, byggingarefni, sólningar- efni og notaðar bifreiðar. UPPBODSHALDARINN I HAFNARFIROI. V, & DLAÐDURÐARDÖRN ÖSKAST SÓLHEIMAR Goðheimar ALFHEIMAR Glaðheimar SiMI 86611 — SIMI 86611 Teikning af UB-65, fleytunni fordæmdu. Fordæmd fíeyta FYRIR ELLEFU ARUM sigldi Sven Mogens-Larsen, ásamt konu sinni ameriskri June að nafni, frá Crookhaven á Suður- Irlandi á snekkju sem þau áttu og nefndist Grey Seal. Þann morgun skoðuðu þau strand- lengjuna i nánd við Cape Clear, en uppúr hádegi var haldið yfir til Fastnet Rock þarsem sér- kennilegur viti stendur, reistur fyrir meiren heilli öld. Um hálfsjöleytið um kvöldiö fengu þau sér bita á þiljum uppi i bliðviðrinu, en þá bar fyrir þau óvænta sýn: Fyrst heyrðist hálfkæföur sprengjudynur, en siöan tók sjórinn að ólga i litiö meiren hundrað metra fjar- lægð. Sven bað konu sina og börn sem lika voru á snekkjunni að taka nú vel eftir þvi honum skildist að kafbátur væri að siga uppá yfirborðið rétthjá. Andar- taki seinna bólaöi á turninum og siðan rauf stafninn vatns- skorpuna. I þessum svifum veittu þau athugli einkennis- búnum manni sem stóð á kaf- bátnum framantil, og skipti engum togum að nær samstund- is var sá herramaður á bak og burt. Hjónin og börn þeirra tvö sáu þetta öll gapandi af undrun. Og ekki nóg með það: öll uröu þau litlu seinna vitni að þvl að kafbáturinn sjálfur leystist upp I ekki neitt og sjórinn varð aftur einsog spegill. Samt hafði Sven unnist timi til að bera sjónauka að augum, og þannig greindi hann einkennisstafi bátsins: númerið var 65! Þau biðu nú enn um stund til að sjá hvort önnur sprenging heyrðist neöansjávar. En svo varð ekki og Sven þokaöi snekkju sinni yfirá þann blett þarsem kafbáturinn hafði sést. Eitthvert brak hlyti að fljóta upp ef þetta hefði verið eitthvað annaðen missýning. En særinn glampaði tær og sléttur og ekki einu sinni oliubrá á yfirborðinu. Sven beið ekki boðanna að láta irsku strandgæsluna vita, en hún hafði ekki spurnir af að neinum kafbáti heföi hlekkst á né væri saknað um gervallt Norður-Atlantshaf. Ekki fékk Sven gleymt þess- ari furðulegu sýn, og þegar hann kom heim til Baltimore tók hann að kynna sér hafsvæöið við Suðvestur-Irland, einkum útaf Cape Clear — ef vera kynni að hann rækist á einhverja vis- bendingu um kynlegar kafbáta- ferðir á þeim slóöum. Loks fundu þau hjón stutta umgetningu i bók sem greindi frá atburðum i fyrri heimsstyrj- öld: Siðla dags 10. júli 1918 bar svo til skammt frá Fastnet Rock að ameriskur kafbátur, AL2, undir stjórn skipherra sem Foster nefndist, skaut hringsjá sinni uppúr sjó og kom þá i ljós einhver furðuhlutur rétt fram- undan. Þegar betur var að gáð reyndist þetta vera þýskur kaf- bátur sem mjakaöist áfram að mestu ofansjávar. Foster skip- herra lét hefja vanalegan við- búnað, en naumast gafst ráð- rúm til nokkurra aögerða þvi sprenging virtist verða rétt framanviö þýska kafbátinn og hann tók að sökkva. En áður hafði Foster séð mann standa á stefni hans með krosslagðar hendur á brjósti, öldungis hreyfingarlaus, en var horfinn þegar sjórinn laukst saman yfir bátnum. Þetta gerðist kl. 18.30, staðar- ákvörðun: 51 gr. 7 min. norður, og 9 gr. 42 min. vestur. Samkvæmt frásögn Fosters skipherra var báturinn UB 65, en Sven hafði séð töluna 65. Honum fór nú að flögra margt i hug og ákvað að halda áfram að athuga málið. Sven átti leið til Munchen og leit þar inni flotaskjalasafnið i Institut fur Zeilgeschuche. Þar gróf hann upp kynlega sögu: UB 65 var smiðaöur i Ham- borg, sjósettur 26. júnl 1917, hóf þátttöku i hernaði I ágúst sama ár, 500-600 tonn, áhöfn: 34, skip- herra: Kapitanleutant Scheele. Ögæfan skall á strax er kjöl- urinn var lagður: maöur kramdist til bana þegar biti losnaði úr krana og annar særð- ist til ólffis. Eldur gaus upp i vélarrúmi umþað er báturinn var að verða fullbúinn og þrir menn létu lifið. Þessum óhöpp- um héldu ráðamenn leyndum svo eigi blossuðu upp sögusagn- ir sem yllu kviða og vantrú meöal sjómanna. I reynsluförinni bar svo við að skipherra sendi reyndan kaf- bátsmann framá bátinn ein- hverra erinda, en hann gekk rakleitt i sjóinn. Þegar báturinn kafaði i fyrsta sinn réttvið land I Norðursjó ætláði hann aldrei að nást upp aftur og áhöfnin var nær dauða en lifi þegar það loksins tókst. Nú skyldi halda til hafs og berja á Bretanum, en þegar tundurskeyti voru sett um borð sprakk eitt þeirra og grandaöi sex manns, þeirra á meðal öðr- um stýrimanni. Eftir þetta virtist fjandinn laus I skipinu. Hver skipverja af öðrum fullyrti að hinn látni ann- ar stýrimaður gengi þar ljósum logum. Einn lýsti þvi sérstak- lega að hann hefði séð hann ganga framá stafn og standa þar nokkra stund með kross- lagöar hendur á brjósti. Reynt var með öllum ráðum að þagga niður sögusagnir þess- ar. Aðstoðarmanni Schröders aömiráls var samt gert aðvart, en ekki þóttu önnur ráð hald- betri en kenna útsendurum Breta um alltsaman, þeir áttu að spinna upp draugasöguna. UB 65 mun hafa sökkt skipi á Ermarsundi fljótlega eftir að hann hélt úr höfn á ný. Daginn þareftir átti að leggja til atlögu við skip úr breska flotanum, en þá birtist hinn látni stýrimaður þremur mönnum samtimis. Hann stóð framá stafni einsog fyrr. Ahöfnin var skjálfandi af hræðslu næstu daga, en tókst samt að sökkva einu skipi og laska annað. Þegar báturinn var kominn til hafnar sást stýrimaður enn. Um það leyti varö fyrsti stýri- maður fyrir sprengikúlu og lést. Schröder aömiráll likaði mið- ur allur draugagangur I skipum sinum sem von var, á slikan ó- vin tjóáði ekki aö skjóta. Hann brá þvi á annað ráð og lét prest frá hinni lúthersku kirkju syngja messu i skipinu og biöja sjálfan guð og vernd fyrir iilum öndum. Gekk nú allt skaplega um hrið, og UB 65 barði rösklega á Bretanum, undir stjórn sama kapteins, en með nýrri áhöfn. I maí 1918 skyldi haldið allt suöur i Biskaya-flóa til árása á skipalest. En undan Landsenda á Norðvestur-Spáni ærðist aðal- skyttan, sagðist hafa rekist á draug I þýskum foringjabún- ingi. Stýrimaðurinn var kominn aftur þrátt fyrir allan messu- söng, og hitt lika að enginn af á- höfninni utan skipherra vissi um furður þær sem gerst höfðu áður. Unnt var að róa skyttuna i bili, en hann var ekki fyrr búinn að hrista af sér þá sem settir voru til að gæta hans en hann svipti sig lífi. Sama kvöld fótbrotnaði véla- meistari, og næsta morgun þeg- ar báturinn var kominn uppá yf- irborð að eltast við amerisk skip hljóp einn foringjanna i sjóinn og synti úti buskann. Sást hann aldrei framar. Að kvöldi þess dags laskaöist UB 65 I viðureign við herskip bandamanna og sökk til botns, en dýpi var ekki svo mikið að sakaöi. Meöan hann hvildi á hafsbotni ætlaði allt af göflun- um að ganga innanborös, að þvi er greint er frá i skipsdagsbók- inni. Grænhvitum eldglæringum brá fyrir hér og hvar um skipið, og sumir töldu vofur ýmist koma i ljós eða hverfa. Skipherra tókst samt að láta gera við helstu skaða og komast til hafnar. Þar fór fullnaðarvið- gerð fram, og á nýjan leik hélt UB 65 úr höfn. Hann varð fyrir tundurskeyta-árás i Norðursjó, en slapp, og siðan bárust eigi frá honum önnur tiöindi en frá- sögn Fosters skipherra á AL2. Hinn 31. júli telja þýsk flotayfir- völd hann af. Rekistefna var gerð útaf at- buröum þessum hjá þýska sjó- hernum, en ekkert látiö opin- berlega uppi. Naumast þótti einleikið hve mögnuð óhöpp sóttu á þetta skip, og sjálfur Schröder aðmlráll taldist viss að draugur gengi þar ljósum logum og byggi þvi fárleg enda- lok. Svo langt gekk sú athugun að leyniþjónusta hersins stóð fyrir vitnaleiðslum — sem raun- ar leiddu ekkert i ljós annaðen þær staöhæfingar fyrrverandi skipverja að bölvun hlyti að hafa hvírtá kafbátnum, hefðu sú vissa leitað á þá með lamandi hrolli alltfrá komið var um borð. Stýrimaðurinn látni var á svingli um allt, en oftast meö hendur krosslagðar á brjósti og grafkyrr einsog myndastytta — uns hann leystist upp. Max Hecht prófessor i sál- fræði lét svo um mælt eftir at- hugun á kringumstæöum i UB 65 að engin skýring lægi á lausu, ekki virtust brögð i tafli hjá skipverjum og engin lausn gát- unnar nærtækari en að dulinn máttur hefði haldið öllu á skip- inu i heljargreip.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.