Vísir - 11.08.1979, Blaðsíða 21

Vísir - 11.08.1979, Blaðsíða 21
VÍSIR Laugardagur 11. ágúst 1979. 21 sandkasslnn Sæmundur Guövinsson skrifar. Skattskrár eru vinsælt lesefni umþessar mundir og þar kemur margt fróölegt I ijós. Margir reynast þar smáir og fátækir sem almenningur hélt stóra og rika. Þjóöviljinn er iöinn viö aö benda á mönnum ýmsar leiöir I skattamálum og i vikunni gaf blaöiö eftirfarandi ráö I fyrir- sögn: „HÆGT AÐ FELA ENDAN- LEGA ALAGÐA SKATTA — GOTT RAÐ HANDA ÞEIM SEM BERAST A EN BORGA ENGA SKATTA”. Ég veit aö þaö er ljótt aö gera grin aö slysförum eöa dauös- föllum. enda dettur mér þaö ekki i hug. Hins vegar játa ég þaö hreinskilnislega, aö ég átti mjögbágt meö mig þegar ég las eftirfarandi fyrirsögn i Tim- anum f gær: HÖFUNDUR FÓRST ASAMT UPPLAGI BÓKAR SINNAR”. Helgarpósturinn birtir viötal viö Kidda Finnboga. Eftir lestur viötalsins veröur manni ljóst aö fáir munu grandvarari menn hérlendis en Kiddi. Enda segir i fyrirsögn viötalsins: „ÉG SÉ EKKI EFTIR NEINU SEM ÉG GERI”. Þaö er ósköp skiljanlegt þegar aldrei er gert neitt rangt. Mér krossbrá þegar ég sá fyrirsögn á forystugrein Þjóö- viljans i vikunni: „ÍHALDS- SPILLING ÚR SÖGUNNI”, stóö þar. Þaö er naumast aö ihaldiö hefur bætt sig upp á siökastiö. Hins vegar viröist Visir fullur tortryggni og snýr sér til Geirs Hallgrim ssonar fhaldsfor- manns. i flennifyrirsögn á bak- siöu segir Geir um máliö: „GET EKKI GEFIÐ BIND- ANDI YFIRLÝSINGAR”. „EKKI VERRA FYRIR RITHÖFUND AÐ HAFA GÓÐAN RASS” segir Ólafur Haukur Simonarson i viötali viö Vfsi. Ekki veit ég nú alveg hvernig ber aö skilja þetta. Kannski aö fólk fari nú aö spyrja um bækur eftir rassgóöa höfunda og álfti þaö einhverja tryggingu fyrir skemmtilegri bók? Hrollvekjandi fyrirsögn blasti viö lesendum Visis: „KRABBA- MEINSMYNDANDI EFNI t VISKt OG BJÓR”. Þaö er svei mér gott aö vera hættur. Nú þarf ég bara aö vara mig á flestum mat, tóbaki, andrúmsloftinu og vatni. Takist mér aö foröast þetta lika þá á ég smá sjens á aö sleppa viö krabbann. Alltaf veröum viö vinstri menn fyrir nýjum áföllum þrátt fyrir meirihiutann i borgarstjórn Reykjavfkur. Hvaö stóö ekki i Þjóöviljanum I vikunni: „BYGGINGAR- NEFND: ÍHALDIÐ FELLDI TILLÖGU”. Hvurs lags er þetta eiginiega, er ekki vinstri meirihluti f borg- inni? Ekki á hún Sjöfn sæti I byggingarnefnd svo ég viti til. Af hverju getur þá Ihaldiö fellt tiliögu, Sigurjón? Alþingi samþykkti f vor aö bjóöa skyldi út tveggja miilj- aröa króna happdrættislán til aö fjármagna framkvæmdir viö varanlega vegagerö áleiöis til Akureyrar. Þjóöviljinn haföi samband viö Ragga Arnalds samgöngu um daginn og var Raggi alveg bit á aö ekkert heföi frést um útboöiö. Þá hringdi Þjóöviljinn i Alþýöubandalagsmanninn i Seölaban kanum, Guömund Hjartarson bankastjóra. Samkvæmt fyrirsögn Þjóövilj- ans sagöi Gummi þetta um máliö: „ÓRÆTT, ÓKANNAÐ, ÓHUGSAД Hvaö þýöir lika fyrir Alþingi aö vera aö samþykkja eitthvaö út ibláinn.Þaöer Seölabankinn sem ræöur og hann á eftir aö ræöa, hugsa og kanna. Ert þú í hringnum? Þessi mynd var tekin viö sundlaugina I Laugardal klukkan 14,22 á fimmtudaginn. Viö lýsum eftir þeim sem á hælinn sem er mni i hringnum. Ef þú átt hælinn þá komdu á ritstjórn Vísis þegar I staö. Þá færöu gjöf ef þú getur sagt mér hver þaö er sem liggur viö hliö- ina á þér. SG. Hvað er þetta rall, sem allir eru að tala um? ,,Rall er keppni við tímann” — segir Ólaffur Guðmundsson, stjórnarmaður i BÍKR Hvað er rall? Er rall þaö sama og kapp- akstur? Lesendur blaösins lesa nú á hverjum degi um eitthvaö Visis- rall, en þótt mörgum kunni aö vera ljóst hvaö rallkeppni er, þá eru þeir kannski fleiri sem eldci vita þaö, en vildu gjarnan. Til þess aö bæta Ur þvi ræddi Visir viö Olaf Guömundsson, stjórnarmann i Bifreiöaíþrótta- klúbbi Reykjavikur. Ólafur er einn helsti skipuleggjarinn i klúbbnum, nokkurskonar „primus motor” og „altmulig- mand”. „Keppnin er i þvi fólgin aö akaeftirleiöarbók, sem gefin er út stuttu fyrir keppni,” sagöi Ólafur. „Bókin gefurupp leiöina milli ákveöinna staöa meö teikn- ingum af þessum stööum og fjarlægöinni á milli þeirra I fyrsta lagi, og fjarlægöinni frá rásstaönum I ööru lagi.” EKKI ERU TEIKNINGAR AF ÖLLUM LEIÐUNUM? „Nei. Einungis eru gefnar teikningar af svokölluöum ferjuleiöum. A ferjuleiöum þarf billinn aö komast frá rásstaönum aö markinu á vissum tima. Viö rásstaöinn er þeim afhent sér- stakt timakort og á þeim fá þeir fyrst aö sjá þann meðalhraöa eða tima sem þeir eiga að halda á þessari ferjuleiö. Þaö sem keppendur þurfa aö vita er TÍMI, MEÐALHRAÐI OG VEGALENGD. Eitt af þessu er ekki gefiö upp og þaö þurfa keppendur aö reikna út. A ferju- leiðum er þaö ætiö tfminn eöa meðalhraöinn sem þeir þurfa aö reikna út. Tökum dæmi. Ég kem aö timavaröstöö og fæ á mitt kort aö vegalengdin sem ég á aö aka er 5 km löng og meöalhraöinn á aö vera 60 km á klst. Sú formúla sem ég þar aö nota er svona: TImi= Vegalengdxmeðal- hraöi: 60 Þaö er timinn sem ég þarf aö fá og hann er samkvæmt þessari formúlu 5 minútur. Ég legg af staö frá minni tfmavaröstöö klukkan 11:35:00 ogá þviaö koma I mark klukkan 11:40:00, en ég hef á ferjuleiö 59 sekúndum lengri tima til aö koma mér I mark, þ.e.a.s. ég verö aö koma i mark einhvern tima á bilinu 11:40:00 — 11:40:59. Komi ég siöar I mark þá fæ ég eina mfnútu I minus en , komi ég of fljótt þá fæ ég tvær minútur I minus fyrir hverja eina sem ég kem of fljótt.” ER ÞETTA ÖÐRUVÍSI MEÐ SÉRLEIÐIRNAR? „Nei, þetta er mjög svipaö. Ég verö þó aö koma nákvæm- lega á réttri sekúndu I mark á sérleiö, en komi ég of seint fæ ég þær sekúndur i minus sem munar á uppgefnum tima og minni seinkun. Komi ég hinsvegar of fljótt i mark á sérleiö fæ ég tvær sekúndur i minus fyrir hverja eina sem ég kem of fljótt.” Ólafur Guðmundsson, stjórnar- maöur i BÍKR HVER ER ANNARS MUNURINN A SÉRLEIÐUM OG FERJULEIÐUM? „Ferjuleiöir eru yfirleitt á almennum vegum innan um aöraumferö og á þeim er timinn gefinn þaðrúmur.aöáleiðinni á aö vera möguleiki til þess aö framkvæma nauösynlegar viö- geröir, taka bensin, snæöa o.þ.h. Sérleiöirnar eru hinsvegar á frekar slæmum vegum, hæö- óttum, krókóttum og helst um einhver vatnsföll eöa hindranir af ööru tagi. A sérleiöum er uppgefinn timi haföur viljandi þaö stifur aö erfitt á aö vera fyrir menn aö koma I mark á réttumtima þannig aö á sérleiö- unum fer hin raunverulega keppni fram. Rall er samkvæmt þessu öllu keppni viö timann fyrst og fremst.” KREFST RALLKEPPNI EKKI MIKILS MANN- SKAPAR? „Þú mátt nú nærri geta. Timavaröstöövar i Visisrallinu veröa 97 og eru yfirleitt tveir menn á hverri timavaröstöö, en þess ber þó aö geta aö sömu timaverðirnir veröa á fleiri en einni tlmavaröstöö alla keppn- ina. Þeir færa sig til eftir þvi sem viö á og stoppin á leiöinni eru ekki sist til þess að koma tfmavöröunum á nýja staöi. BIKR nýtur I Visisrallinu mikillar aöstoöar frá hinum birfreiðaiþróttaklúbbunum á landinu eins og þeim i Borgar- firöi, Sauöárkróki og Húsavík.” — SS — V . •■‘’ci.il stage (TÍmavpr?stöð á H iðncrkurv qí ckki lanqt frn l irk.ju";rc'inun 6 VI- fnarfirði) ö.oo í TJ rc 0,m (Bnyot. < r af H iSn'-rkurv qi tipp á l'.alrJ- nrsrlsvrQ hq ' kið fr,m h iá kirk jii- ÖMZ /' 0.62 (H'r rr b'-yqt inn. á Rnyk.jnn-sbrnut) 1,05 3 2.55 (fkið af Hcykfjan^sbrnut on inn á Hafnai f jarðorvcq við álftannsvnf}) -3,60 1 J 5.00 (r:ú :-.r t’kið í qrqnu”. l ípnvoq oq á 1 rirqlunýmrbraut c'’ bcyqt. til ha:qri jnn á Sláttuveq) 9.Í0 >> 1 DM (Af SláttuV' qi inr. á gnmla Hafnarf j rðs u q on nú rr beyqt af honum til vinstr 'q.sé, 0.21 (Hír cr vinctri bcygju sleppt í Lskju- hlíuinni. IG3é Y 0.32 (,"kið er hár in* á v ginn Hlfðarfát, sem liggur niður í Nauthálsvfk) to.ro T Q6Z (Hrrn eru krorsgötur fyrir framnn Loft- leiehátelið oq kið nr nú inn að þvf), //,3? r 0.O3 (Harkið var upohækkaður pallur ■'inish 3nm aka Þúrfti upp á) ii. y/. i Þetta er blaðslða úr leiöarbók eins og hún var i Finlux-ralli BtKR i vor. t Visisrallinu mun hún veröa alveg eins nema hvaö leiöin er önnur. Inn i blaðsiðuna hafa veriö vélritaöar leiðbeiningar fyrir iesendur Visis þannig aö þeir geti áttaö sig hvernig leiöarbókin er notuö. Aö sjálfsögöu fá keppendur ekki slikar leiöbeiningar. RASNÚMER: Startlng No.: LEIDARHLUTI FER JULEIÐ / ROAD STAGE Tv /O - Tv. // Tc. - Tc. VEGALENGD Ditmnce: MEDALHRADI: / Aytrtgt Speed: 5: oo KOMUTlMI Arrtval Tlme BROTTFARARTlMI Departure Tlma KLST. Houra (//) // MlN. Mln. rVo) 3S SEK. Sec. Oo) oc> ATH Remerkt // ; i/o ■ co TlMAVÓRDUR - UNOIRSKRIFT: Timekeeper — Slonelurue 2. ÖKUMAÐUR — UNDIRSKRIFT: Codrlver — Signature: ^SS Timaspjald á ferjuleið. Sérleiöaspjöldin eru nákvæmlega eins, nema hvaö litur þeirra eru venjulegast annar. Inn á spjaldið höfum viö sett dæmiö sem ólafur tekur I viötalinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.