Vísir - 11.08.1979, Blaðsíða 12

Vísir - 11.08.1979, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 11. ágúst 1979 vism hljómleikaferö um Bandarikin sem haföi algerlega mis- heppnast. Mdrallinn var alger- lega i lágmarki. Þeir komu fram dauöadrukknir, slógust á sviðinu og ofan á allt bættist að þeir kunnu ekki lengur text- ana. En hjá RCA byrjaði nýtt timabil. Þeir gáfu út plötu sem þeir kölluðu Muswell Hillbillies- en þeir bræður fæddust einmitt i Muswell Hill i London. Nú fór enskum aödáendum greinilega fækkandi en þeim fjölgaði að THE KINKS. SÚPERMENN: Ray Davies og Kinks Ariö 1974 stofnuðu Kinks eigiö hljómplötufyrirtæki sem kallað var Konk Records. Sjálfir voru þeir samnings- bundnir RCA svo þeir fengu til sin aðra listamenn. Söngkonan Claire Hamill gerði við þá samning og Ray sá um upptökustjórn á píötu hennar Stage Door Johnnies. Einnig gáfu þeir út plötu meö hljómsveitinni Cafe Society sem var fyrsta hljómsveit Tom Robinson. Aður hafði Ray samið tónlist við kvikmyndina Percy og leikið eitt af aðalhlutverkunum I sjón- varpsleikritinu The Long Distance Piano Player. Nú var komið að Soap Opera sem talin er besta plata Kinks. Platan er i óperu-formi og byggist á millistéttarmanni sem vinnur frá niu til fimm. Textinn er ádeila á hið kerfisbundna breska þjóðfélag. Þá sneri Ray sér aftur að Mr. Flash og lýsir uppvaxtar- árunum hans á plötunni School- boys in Disgrace. Velgengni Kinks hjá RCA var ekki mikil þrátt fyrir frábærar plötur og mikið lof gagnrýn- enda. Þeir skiptu þá um fyrir- tæki um áramótin 76-77 og fóru yfir til Arista sem var tiltölu- lega nýtt fyrirtæki. RCA gaf þá út Greatest Hits plötu sem hreinlega týndiSt i plötuflóðinu það árið. Þeir hófu þegar að vinna að nýrri plötu Sleepwalker sem reyndist gjörólik fyrri plötum, enda lögin ekki i tengslum við hvert annaö. Sleepwalker hlaut góöa gagnrýni i Bandarikjunum en heldur siöri i Bretlandi. Og sömuleiðis seldist hún mun betur vestanhafs. Einhver umrót áttu nú sér staö innan hljómsveitarinnar og John Dalton fékk ekki aö birta mynd af sér á albúmi Sleep- walker. Hann mun þó hafa starfað með þeim áfram. 1 fyrra kom platan Misfits sem er mikil framför frá Sleep- walker. Hún inniheldur frábær lög eins og titillagið Misfits og Rock N Roll Fantasy sem er Næsta lag Dedicated Follower Of Fashion var byggt upp á svipaðan hátt og náði tölu- verðum vinsældum, sem hitt hafði ekki gert. Siðan hafa textarnir verið aðalatriði hjá Ray Davies, svo og vandaður flutningur lag- anna. A næstu tveimur LP-plötum Face To Face og Something Else voru hit-lögin Sunny After- noon, Dead End Street, Water- loo Sunset, og AutumnAlmanac sem öll eru sérlega ensk og byggð upp úr hefðbundnum music-hall formúlum. Kinks minnkuðu hljómleika- ferðir og Ray samdi tónlist við rkvikmyndina The Virgin Soldiers. A meðan fór Dave út I sóló-feril um tima og gaf út lögin Death Of A Clown, sem sló i gegn viða um heim, Susannah is Still Alive og Lincoln County. Þegar hér er komið við sögu er Shel Talmy leystur frá störfum og Ray tekur algerlega við stjórn. Fyrsta verk Ray var The Kinks Are The Village Green Preservation Society. Platan er byggð á lögum sem eru öll tengd sama þema. Útkoman er mynd af gamla Englandi og hvernig það bregst við breyttum timum. Anæstu plötu, Arthur (Or The Decline And Fall Of The British Empire) kemur allt skýrar fram. Arthur er popp-ópera sem byggð er á persónunni Arthur sem er miðaldra miðstéttar- verkamaður. Textinn fjallar um vandamál hans gagnvart þjóð- félaginu og hvernig þessi vandamál hafa áhrif á næstu kynslóð. Arthur kom Kinks i hóp virtustu hljómsveita og þótti ein af merkilegustu plötum ársins 1969. Er upptökur á Arthur voru u.þ.b. hálfnaðar, hætti Peter Quaife og John Dalton tók við bassanum. Talið er að hann hafi verið hættur fyrr en það ekki gert opinbert. Næstu tvö lög Kinks Days og Lola gerðu sæmilega lukku en plata þeirra Lola vs. Powerman and The Money Go Round seldist litið. Hún er nokkurs konar ópera sem fjallar um peningamennina i poppbrans- anum. Talið er að Kinks hafi oröið illilega fyrir barðinu á þeim. Nú skiptu Kinks um fyrirtæki og fóru yfir á RCA. Einnig bættu þeir fimmta manninum I hljóm- sveitina, sem var John Gosling hljómborðsleikari sem stundað hafði nám við Royal Academy of Music (Konunglega tón- listarskólann). Stuttu áður höfðu Kinks farið i Ray Davies er talinn einn besti textahöfundur popp-sögunnar. sama skapi I Bandarikjunum og fóru þeir þvi að stila á þann markað. Þar næst kom tvöföld plata þar sem annar helmingurinn var tekinn upp á hljómleikum. Þess má geta að árið áður eöa 1971 heimsótti Kinks Island i annað skipti. A plötu þessari Everybodyiá in Showbiz er lagið Celluloid Heroes sem talið er eitt af þeirra bestu lögum, en ekki fór það hátt á vinsældalistana. Næsta verk þeirra var óperan Preservation Act. Hún er á þremur plötum. Fyrst kom ein- föld (Act. 1.) og siðan tvöföld (Act.2). Ray sótti aðalpersón- una Mr. Flash frá plötunni Village Green Preservation Society. Þráöurinn byggist á þvi aö illmennið Mr. Flash tekur völdin I sinar hendur og endar meö þvi að andstæðingur hans Mr. Black nær af honum völd- unum og lætur hann viðurkenna illverk sin. 1 gegnum verkið skin bresk þjóðfélagsádeila sem kemur fram i frábærum textum. skrifað I minningu Elvis Presley þó það komi ekki augljóslega fram i textanum. Textinn fjallar um ungan mann sem hlustar á rokk-hljómplötur liðlangan daginn og lifir i ein- hverskonar draumaveröld. Undanfarið hafa ýmsir lista- menn farið aö tileinka sér disco- taktinn eins og t.d. Rolling Stones og Rod Stewart. Kinks gerðu slikt hið sama og stuttu eftir siðustu áramót kom út með þeim tveggja laga plata með laginu (Wish I Could Fly Like) Superman sem byggist á þessum takti. Nú er væntanleg stór plata meö Kinks innan tiðar. Heyrst hefur að John Gosling hafi yfir- gefið hljómsveitina, og verður þvi fróðlegt aö vita hver út- koman verður. AferJisinum hafá Kinks náö þeim árangri að verða ein virt; asta hljómsveit allra tima og byggist það allt á einum manni, Ray Davies, sem með þraut- seigju og elju hefur gert Kinks að nafni sem lifa mun i popp- sögunni. K.R.K. Kinks er ein af þeim gömlu hljómsveitum sem enn eru starfandi. A fimmtán ára ferli hafa þeir þurft að þola áúrt og sættog I seinni tið aðallega súrt, þrátt fyrir aö tónlist þeirra hefur batnað með hverju ári. Kinks voru stofnaðir I London árið 1964 af bræðrunum Ray og Dave Davies. Mick Avory, sem starfað haföi með ýmsum skiffle-hljómsveitum i nokkur ár, varð þriðji meðlimur Kinks. Sá fjórði var Peter Quaife bassaleikari. Þeir félagar komust á samn- ing hjá hljómplötufyrirtækinu Pye, sem gaf strax út tveggja laga plötu með Long Tall Sally á A-hlið. Platan þótti léleg eftir- öpun af útgáfu Bitlanna á sama lagi. Þriðja plata þeirra You Really Got Me kom þeim á sporið. Lagið komst i fyrsta sæti I Bretlandi og það sjöunda I Bandarikjunum. Náungi að nafni Shel Talmy sá um upptökustjórn fyrir Kinks á plötu þessari og var með þeim næstu árin. 1 kjölfar You Really Got Me komu lög eins og All Day And All Of The Night , Tired Of Waiting For You, See My Friends, og Set Me Free. öll á átján mánaða timabili. Arið 1965 gáfu Kinks út fjögurra laga plötu Kwyet Kinks. Eitt laganna Well Respected Man sýndi nýja hlið á Ray Davies. Hann var kominn I hóp fremstu textahöfunda poppsins. ,,Oh mr. Pleasant.. .”, Ray I hörkustuði á hljómleikum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.