Vísir - 11.08.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 11.08.1979, Blaðsíða 3
MYNDAMÓT Laugardagur 11. ágúst 1979. 3 i Los Angeles og vinn i New York. Þaö hefur alla tiö veriö þeytingur á manni og hann er þreytandi til lengdar”.. „Tekuröu þátt I tiskusýning- um?” „Nei, ég vinn eingöngu meö ljósmyndurum. Svo hef ég leikiö i nokkrum sjónvarpsauglýsing- um. Ég hef unniö viö þetta i þrjú ár, þrjú erfiö ár. Þetta hefur veriö skemmtilegur timi og ég hef grætt ansi mikiö. Þaö er nefnilega töluvert upp úr þess- um „módelbransa” aö hafa i Bandarikjunum, mun meira en I Evrópu”. 100 þúsund dollarar „Ertu þá ekki oröin flugrik?” „Nei, ég er ekki rik, en þetta gengur ágætlega hjá mér og ég er ánægö”. „Hvaö haföirðu miklar tekjur i fyrra?” „Ætli ég hafi ekki haft um eitt hundrað þúsund dollara i fyrra (um þrjátiu og fimm milljón Is- lenskar flotkrónur) en ég tek þaö fram, aö þetta var mjög gott ár hjá mér. Þaö er geysimikil samkeppni iþessum „bransa” en ef maöur er nógu haröur og nægilega framagjarn, þá gengur þetta”. „Hvers vegna fórstu út I þetta starf?” „Ég haföi kynnst þessu aö- eins. Mamma var módel hér áöur fyrr en hún vildi helst ekki að ég færi út I sama „brans- ann”. En einhvern veginn æxlaöist þetta þó þannig. Ég ætlaöi aö vinna mér inn smá- aukatekjur meö tiskusýningum, en annars stóö til aö ég yröi dýralæknir”. „Hvað auglýsirðu helst?” „Ýmislegt, en þó aöallega föt, hárgreiöslur og sjampó, og svo snyrtivörur. Ég er til dæmis á samningi viö stórt japanskt snyrtivörufyrirtæki og sé um allar auglýsingar fyrirtækisins, sem fara á Bandarikja- markað.” „Hvaö helduröu aö þú eigir mörg ár eftir á toppnum?” „Ég held aö ég eigi eftir svona 3-5 ár, kannski lengri tima. Þaö fer eftir þvi hvaö maður vill leggja mikiö I þetta. Bara fallegt andlit! „Annars hefur það alltaf verið draumurinn hjá mér aö veröa leikari. Þess vegna hef ég verið i leikskóla I New York. En sé samkeppnin hörö i „módel- bransanum” þá veröur hún enn harðari ef ég fer út I leiklistina. Þá hjálpar þaö ekki, hafi maöur veriö módel. Fólk segir bara: Hún getur ekkert leikiö. Hún var módel og er sjálfsagt bara fallegt andlit! Annars finnst mér undarlegt hvaö þaö eru fáar Islenskar stúlkur sem vinna sem módel I Bandarikjunum. Ég hef staðiö sjálfa mig aö þvi I Reykjavik aö skoöa stúlkurnar og ég hef séö fjöldann allan af stúlkum sem gætu náö langt I U.S.A.” „Hvernig á módel að lita út?” „Persónan hefur jafnmikiö eöa meira aö segja en útlitiö. Margar fallegar stúlkur myndast afar illa meöan stúlk- ur, sem viröast ekkert sér- stakar, myndast hreint stór- kostlega”. Nú var Jens ljósmyndari far- inn aö ókyrrast. Hann haföi tekiö heila filmu af Brynju meðan á viötalinu stóö og vildi ólmur fá hana til aö sitja fyrir. í beinu framhaldi af þvi var Brynja spurð hvaö auglýsinga- ljósmyndararnir tækju margar filmur þegar þeir tækju auglýs- ingamyndir. „Það er misjafnt. En ætli þeir taki ekki um þaö bil þrjár filmur aö meðaltali (rúmlega hundraö myndir) fyrir hverja mynd, sem ætlunin er aö nota. Þetta getur svo fariö allt upp I tuttugu filmur”. Aö lokum var Brynja spurð hinnar slgildu spurningar, hvernig henni likaði á lslandi. „Mjög vel. Ég get vel hugsað mér aö búa hér þegar ég verö eldri. En meðan ég er i þessu starfi er allt of rólegt fyrir mig á tslandi, markaöurinn er of litill. En mig langar mikiö til aö halda jól hér og ég kem kannski aftur I desember”, sagði Brynja. —ATA „Þegar vel gengur er töluvert upp úr „módelbransanum” aö hafa”. Mazda verksmiöjurnar í Hiroshima eru taldar meö tæknilega full- komnustu bílaverksmiöjum í heimi, enda bera Mazda bílar þaö meö sér í hönnun og öllum frágangi. Gerið samanburö. Bílaborg hf. hefur enn einu sinni gert ótrúlega hagstæða samninga fyrir árið 1980. Árgerð 1980 byrjar að koma í september. Vinsamlegast staðfestið pantanir á MAZDA 323, MAZDA 626, MAZDA 929 I, MAZDA RX7 OG MAZDA PICUP BÍLABORG HF. SMIDSHÖFDA 23 símar: 812 64 og 81299

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.