Vísir - 11.08.1979, Blaðsíða 20
20
Laugardagur 11. ágúst 1979.
hœ krctkkar!
Umsjón: Anna
Brynjúlfsdóttir
Þarna eru systurnar á baki gamla, góöa úlfaidans, sem þær hittu alltaf niöri viö ströndina i Kisi,
ana), þar sem villtu dýrin
eru f riðuð. Við vorum þar
í tjaldi. Við kveiktum allt-
af eld fyrir framan tjald-
ið til þess að dýrin kæmu
ekki of nálægt. En þarna
sáum við alls konar dýr
rétt hjá, fíla, Ijón, gír-
affa, og hýenur. Það var
svo skrýtið að heyra
hljóðin í þeim á nótt-
unum. Það líktist helst
hlátri.
Aparnir forvitnir
Einu sinni fórum við í
göngutúr og skildum
tjöldin eftir opin. Á
meðan komu apar og
kúkuðu inni í einu tjald-
inu.
Aparnir voru ægilega
forvitnir. Einu sinni vor-
um við í bílnum þá kom
einn apinn inn í bílinn og
opnaði töskuna hennar
tær, og skoðuðum
fiskana. Það var mjög
gaman, fiskarnir voru
alla vega litir, sumir
röndóttir og mjög skraut-
legir.
Þegar við vorum í
Afríku áttum við alltaf
hunda. Fyrsta tíkin okkar
hét Týra og hún eignaðist
einusinni 12 hvolpa. Ég á
engan hund núna, en nú á
ég naggrís, sem heitir llli.
Hann er brúnn og hvítur
og svartur.
í leikskóla
Og llli kom í fangið á
Ernu, þegar hún var að
segja mér frá dvölinni í
Afríku, en eitt átti ég eft-
ir að spyrja hana um og
það var skólavist hennar í
Kenýa.
— Þegar við vorum í
Kisi, sagði Erna, var ég í
leikskóla. Þar voru aðal-
„Gamía úífaídanum þótti
svo gott að drekka kók”
— segir Erna Ólafsdóttir, 9 ára, sem segir hér á síðunni frá
ýmsu sem gerðist, þegar hún var í Afríku
Litil Afrfkustelpa, sem fjölskyldan kynntist. Litla stelpan var á
munaöarleysingjahæli, þar sem mamma Ernu vann stundum sem
sjálfboðaliöi.
Þarna eru Erna og Ingibjörg systir hennar fyrir utan húsiö þeirra I
Nairóbí. Þær voru aö fara i afmæli, þegar myndin var tekin og Erna
er klædd i Rauöhettubúning.
Erna ólafsdóttir heitir
níu ára stelpa, sem á
heima við Hraunbæinn í
Reykjavík. En Erna hef-
ur ekki alltaf átt heima
þar. Þegar hún var
þirggja ára f luttist hún til
Kenýa í Afríku með for-
eldrum sínum og tveimur
eldri systrum. Ég hitti
Ernu og mömmu hennar
nýlega á heimili hennar
og þær sögðu mér ýmis-
legt f rá dvölinni í Af ríku,
en þar dvöldust þau í
rúmlega f jögur ár.
Það var ágætt að koma
heim til Islands, sagði
Erna, en það var líka
ágætt að vera í Kenýa.
Það var svo skemmtilegt
margt þar, t.d. þegar við
fórum niður að ströndinni
í Kisi. Við bjuggum í Kisi
i 2 1/2 ár. Kisi er í Vestur-
Kenýa, skammt frá
Viktoríuvatni. Fyrir jólin
fórum við niður að
ströndinni og vorum þar í
litlu húsi. Við fórum út og
klipptum grein af pálma-
tré. Það var jólatréð okk-
ar. Við skreyttum það
með ýmiss konar skrauti
og röðuðum jólapökkun-
um í kring. Svo borðuðum
við hangikjöt og annan ís-
lenskan mat, sem við
fengum sendan heiman
frá Islandi.
A bak úlfalda
Þarna niðri á strönd-
inni var gamall úlfaldi,
sem við heilsuðum alltaf
upp á, þegar við komum.
Við f engum að fara á bak
úlfaldanum og þetta var
svo sniðugur úlfaldi, að
hann vildi alltaf fá að
drekka kók og bjór. Það
var sælgætið hans.
Stundum fórum við í
dýragarðana (þjóðgarð-
I Afriku kynntist Erna mörgum dýrum og þarna er hún á bakinu á
stórri skjaldböku.
Ingibjargar systur. Hann
f ann þar sælgætispoka og
tók hann og þaut í burtu
með hann.
Við vorum líka einu
sinni að keyra í bílnum
og höfðum opna glugg-
ana. Þá öskraði mamma
allt í einu: slanga. Það
var svört mamba rétt
fyrir utan gluggann, en
hún var svo hrædd, þegar
mamma öskraði, að hún
hvarf ofan í jörðina.
Það sem mér þótti nú
einna skemmtilegast í
Afríku, var að kafa.
Þegar við vorum við
ströndina köfuðum við í
sjónum, sem var mjög
lega innfædd börn og ég
átti þar marga vini. I
Nairóbí var ég í barna-
skóla, þar sem öll kennsla
fór fram á ensku. Við
systurnar vorum allar
jafnlangan tíma á dag í
skólanum, frá klukkan 8-
3 og við fengum mat í
skólanum. Það var skóla-
bíll, sem sótti okkur og ók
okkur heim.
Nú er ég í Árbæjarskóla
i Reykjavík. Ég byrjaði
þar í sjö ára bekk og hef
verið í tvo vetur. Það er
gott að vera í Árbæjar-
skólanum, og ég hef góð-
an kennara. Hún heitir
Halldóra Kristinsdóttir.