Vísir - 11.08.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 11.08.1979, Blaðsíða 16
Laugardagur 11. ágilst 1979. 16 Laugardagur 11. ágúst 1979. 17 //Þaöátti að rífa þetta hús/ þegar ég kom hingað 1970/ enda þótt að því lítil prýði"/ sagði Þór Vigfús- son, borgarfulltrúi, þegar Helgarblaðið sótti hann heim einn sólbjartan Hundadag. Litla húsið við Brekkustíg getur ekki enn talist glæsilegt, en það er vinalegt og minnir notalega á þá tíma þegar Reykjavik var bær og kröfur manna til húsakynna voru minni en þær eru í dag. Húsið er um 100 ára gamalt og enn má sjá í þvi þiljur og til- hoggið grjót, sem notað var við upphaflegu bygg- inguna. Síðustu árin hefur Þór unnið mikið við endurbætur, svo nú er húsið hið vistlegasta. Eina kosningaloforðið „Ég þurfti aö gefa eitt kosn- ingaloforö fyrir borgarstjórnar- kosningarnar i fyrra”, sagöi hann. „bá lofaöi ég konunni minni aö ég skyldi ganga frá inn- ganginum og þaö verk er nú búiö, eins og þú sérö”. — Þýöir þetta aö þú standir viö öll þin kosningaloforö? „Ja, ég þori nú ekki aö segja þaö. Þetta var eina loforöiö sem ég gaf þá og ég er ekki viss um aö i framtiöinni veröi þau öll eins auöveld”. Þór kvaö litla húsiö á baklóö- inni fyrst og fremst vera vinnu- staö, en hann og kona hans, Hild- ur Hákonardóttir vefari, búa ann- ars i stærra húsi, sem stendur framar á sömu lóö. „Þetta er ágætur vinnustaöur”, sagöi hann. „Hér rétt fyrir hand- an er barnaleikvöllur og þaöan berast notaleg hljóö. Börnin eru góöir grannar”'. Hagfræðingur í þýskukennslu Þór er aö aöalstarfi kennari viö Menntaskólann viö Sund og kenn- irhann þar þýsku. Þar hefur hann veriö siöustu 9 árin, þar af 2 ár sem konrektor, en áöur kenndi hann um 7 ára skeiö á Laugavatni viö héraösskólann og mennta- skólann. Auk þess hefur hann unniö viö skrifstofustörf, veriö á togara og i sildarvinnu, svo nokk- uö sé nefnt. „Þaö var áöur en ég geröist ráösettur”, sagöi hann. Kennslan var þó ekki strax framtiöarsýnin, þvi Þór tók há- skólapróf i hagfræöi i Þýskalandi. „Ég fór fyrst aö kenna af for- vitni og vegna þess aö mig lang- aöi ekki til aö vinna skrifstofu- störf. En svo þótti mér þetta svo skemmtilegt aö ég hélt áfram og tók siöan uppeldisfræöi viö Há- skóla Islands. Sumir halda aö kennsla hljóti aö vera leiöigjörn, þvi alltaf sé veriö aö kenna þaö sama ár eftir ár. En þaö eru engir tveir bekkir eins og engir tveir einstaklingar eins. Þaö eru samskiptin viö nemendurna, sem mér þykir skemmtilegust. Mér finnst gam- an aö vera meö unglingum og reyndar gömlu fólki llka, svo ég get horft meö gleöi til elliáranna! Meöal nemendanna eru alltaf einhverjir húmoristar og þaö eru oft óborganleg tilsvörin sem maö- ur fær 1 kennslustundum. Krakk- arnir eru heldur frjálsleg I fasi og viröast ekki vera bæld”. Skynja ekki vaidið — Hvaö segir þú um þá póli- tisku innrætingu, sem ýmsir full- yröa aö farii fram i skólunum? „Ég veit raunverulega ekki hvaö átt er viö meö þessu hug- taki. Auövitaö er oft fjallaö um hugmyndir og skoöanir i kennslu- stundum, jafnvel i þýskutimum, þegar þýskar bókmenntir eru á dagskrá. En ég lit svo á aö hlut- verk kennarans sé aö sýna fram á aö þar sé ekki um aö ræöa algild- an sannleika. ÞaÖ er ekkert óeöli- legt aö skoöanir kennarans komi þá i ljós, en hann á ekki aö predika þær. Ég hef ekki oröiö var viö aö kennarar geri þaö. Aö visu er kennarastarfiö þannig, aö maöur sér aldrei kollega sina vinna, svo þaö er ekki gott aö segja hvaö aörir gera. En ég hef ekki sky njaö mitt starf þannig, aö ég hafi vald til aö hafa áhrif á nemendur”. Pólitískt heimili — Hefur þú alltaf haft áhuga á pólitik? „Þaö má segja þaö. A heimili minu, þar sem ég ólst upp á Selfossi, var mikill pólitiskur áhugi. Faöir minn var alla tiö rót- tækur, en móðir min var mikill stuöningsmaöur Sjálfstæöis- flokksins. Þetta skapaöi mikiö fjör I umræöum. Ég fylgdi móður minni mjög aö málum á barns- aldri, en þaö breyttist á mennta- skólaárunum. Og siðan ég komst til vits og ára, ef ég hef þá nokk- urn tima komist það, hef ég haft áhuga á stjórnmálum. Ég var i Sósialistaflokknum og siðan einn stofnenda Alþýöu- bandalagsins 1968”. Breytt bylting — Finnst þér Alþýðubandalag- iö likjast sósialistaflokknum? „Aö ýmsu leyti ekki. Þaö er miklu meiri breidd i skoöunum Alþýöubandalagsmanna. Annars hefur oröiö óskapleg breyting á hugsunarhætti róttækra manna, þaö er þeirra sem telja nauösyn- ^ legt aö breyta þjóðfélaginu. Þegar Kommúnistaflokkurinn starfaöi var taliö aö byltingin myndi fara aö koma og aöeins þyrfti aö búa sig nógu vel undir þaö sem kæmi eftir hana. Nú hafa menn gert sér ljóst, að það er flóknari og lengri leiö aö þessu marki. Þaö er óhjákvæmilegt aö breyta samfélaginu, en þaö verö- ur frekar gert meö mörgum smá- um breytingum, en einni allsherj- ar byltingu. Hlutirnir ganga ekki þannig fyrir sig. Og reynslan hef- ur sýnt aö þaö er ekki alltaf aö breyting á valdhöfum leiöi til betra samfélags. Nei, byltingin er ekki úr sög- unni, en menn hafa áttaö sig á aö hún verður ekki gerö á þann hátt, sem áöur var taliö”. Aðeins miðað — Hefur starf Alþýöubanda- lagsins I rikisstjórn og meirihluta borgarstjórnar leitt til einhverra þeirra breytinga, sem miöa I rétta átt aö þinu mati? „Já, aöeins finnst mér nú hafa miöað. Sérstaklega vil ég þar nefna landhelgismáliö og atvinnuuppbyggingu. Þaö er ekki allt Alþýöubandalaginu aö þakka, þvi þeir hafa ekki verið einir viö stjórnvölinn. Og þaö hefur ekki alltaf verið samstaöa um þaö sem gert hefur veriö. Samflokksmenn minir eru ekki allir jafn-hressir meö þaö sem gert er”. — Hvernig er þitt draumaþjóö- félag? „Ja, stórt er oröiö Hákot, segir einhvers staöar! Ég held að nú blasi viö okkur mikil vandamál i samfélaginu meö stórum staf. Orkulindir heimsins minnka stöö- ugt og minna verður af lifrænum efnum. Viðeyöum ansi miklu um- fram þaö sem þyrfti aö vera. Við veröum að koma á meiri félags- legri skipan til aö vel geti fariö. Þórhellir á könnuna ieldhúskróknum. Þar, eins og vföar I húsinu, er vissara aöpassa á sér höfuöiö, þvi aö ekki er alis staöar hátt til lofts. „Ég hjóta ekki af heiíagri hugsjón HELGARBLAÐIÐ RÆÐIR VIÐ ÞÓR VIGFÚSSON BORGARFULLTRÚA „Byltingin veröur ekki gerö á þann hátt, sem áöur var taliö.” Samfélagsleg eign og rekstur þarf aö koma viöar til og sá draumur minn tekur aöeins miö af bláköldum staöreyndum”. Ráðherrar á reiðhjóli — Eru hjólreiöar þitt framlag I orkusparnaöi? „Ja, þetta meö reiöhjóliö er aö nokkru leyti sjálfsprottiö. Ég hjóla ekki af heilagri hugsjón. Þegar ég var á Laugavatni hug- leiddi ég aö fá mér bil til að kom- ast á milli staöa, en sá þá aö ég gat þaö ekki og fékk mér hjól I staðinn. Þetta er mjög hentugt samgöngutæki. Ég er jafnfljótur og iöulega fljótari á reiöhjóli en bil, þegar ég þarf að sinna erind- um innan Elliöaáa. Þaö er enginn smátimi, sem fer I aö finna bila- stæöi i miöbænum. Ég held aö reiöhjóliö sé merk- asta uppfinning mannsins. A þvi kemst maöur mjög hratt án þess aö eyöa orku. Auðvitaö er þaö vandi i miklu roki og rigningu, en ef maður er vel gallaöur er þaö I lagi. Þaö tekur aö visu dálitinn tima aö koma sér úr gallanum, þegar farið er á milli fundar- halda. Aöalvandinn er þó á vet- urna þegar hálkan setur manni stólinn fyrir dyrnar með hjólreiö- ar. Þá fer ég i strætó. Opinberir aöilar ættu að ganga á undan meö góöu fordæmi I þessu efni. Allt þetta tal um bila- kaup ráöherra hefði átt aö leiöa til aö keypt yröu undir þá reiö- hjól. En sá hugsunarháttur er ekki kominn enn...” Geitagrín — Þú ert ekki aöeins þekktur fyrir reiöhjól, heldur geitur lika. „Þaö kom þó einn geitabóndi út úr kosningunum eftir allt sam- an.” „Já, ég minntist nú bara i grini á geitur i viötali viö einhvern blaöamann. En þaö varö fram- hald á geitagrininu, þvi þaö kom einn geitabóndi út úr kosningun- um, eftir allt saraan. Þannig var, aö fyrir nokkrum árum þurfti Þjóöleikhúsiö aö nota tvær geitur viö einhverja uppsetningu. Þeim var sföan sleppt upp á Hellisheiöi, þar sem þær hafa slöan aukiö kyn sitt. Þessi geitahópur er sem sagt i eigu menntamálaráöuneytisins og þar meö er Ragnar Arnalds oröinn geitabóndi. Annars hafa menn talað viö mig um aö þeir vildu byggja meö þaö I huga aö hafa smábúskap. Reykvikingar eru mestu hrossa- menn landsins og auövitað væri miklu vitlegra aö hafa hrossin I bilskúrnum en aö þurfa aö keyra langar leiðir til aö sinna þeim. Ég held aö þaö sé ekkert sem bannar þaö. Þaö er ekki gott aö segja hvaö gerist þegar bensiniö verö- ur enn knappara og dýrara”. Opnara kerfi — Hvernig likar þér starfið I borgarstjórninni? „Þaö voru mér mikil umskipti aö fara i borgarstjórn. Þó ég hafi starfað lengi i flokknum, var eins og aö koma inn i nýjan heim. Ég þekkti ekki stjórnskipan Reykja- vikur mikið, en þó var þar allt ööru visi en ég haföi haldiö. Þaö hefur veriö mjög skemmtilegt aö kynnast þarna nýjum aöstæðum og fjöldanum öllum af nýju fólki. Þarna kynntist ég fólki, sem ég leit á sem pólitiska andstæöinga og komst að þvi að litrófið i þvi fólki er miklu stærra og fjöl- breyttara en ég geröi mér grein fyrir”. „Ég er flakkari aö cölisfari”. — Hefur mikil breyting oröið á meö nýja meirihlutanum? Ég er ekki viss um aö þetta hafi breyst svo verulega mikiö. Viö göngum inn i það kerfi sem fyrir er. Stjórnkerfiö i Reykjavik er mjög flókið. Þar eru ýmsar nefndir og ráð, sem hafa verið aö bætast smátt og smátt viö i tim- anna rás. Þaö er viss sjarmi yfir sliku kerfi. En þó held ég aö væri hægt að einfalda ýmislegt i þvi. Þaö fer ekki mikið fyrir litla bakhúsinu viö Brekkugötu, sem Þór hefur dundað viö aö koma i Ibúöarhæft ástand. „Ég fylgdi móöur minni mjög aö málum á barnsaldri...” Ég vildi gera kerfiö opnara fyrir almenningi, þannig aö auöveld- ara yröi aö vita hvaö færi fram og stæöi til, til dæmis i sambandi viö skipulagsmál og skólamál”. Mikill flakkari — Hefur starfiö I borgarstjórn breytt lifsháttum þinum eitt- hvaö? „Þetta er ákaflega timafrekt starf. Ég hætti konrektorstörfum og kenndi ekki fulla kennslu i vet- ur. Starf aö borgarmálum er meira en nóg starf og ég finn svo- litiö til þess aö ég hugsa minna um kennsluna, þótt ljótt sé frá aö segja. Ég hygg aö þetta tvennt fari ekki vel saman til mikillar lengdar. Nú svo er þaö aö ef ég væri ekki i borgarstjórn, væri ég áreiöan- lega einhvers staöar úti á landi aö flækjast. Þaö kemur lítiö hlé yfir sumariö, sérstaklega I nefndar- störfunum og aö öllu jöfnu er aöalstarfiö i kringum nefndirnai. Ég er bæöi i umferöarnefnd og fræöslunefnd. Ég er mikill flakkari að aölis- fari og hef gert talsvert al þvi á sumrin aö fara I feröalög og á flakk. Ég feröast mikiö fó gang- andi og á hjóli. Eitt sumariö sett- um viö hjónin til dæmis hjólin um borö i flugvél, flugum til Akur- eyrar og hjóluöum siöan mikiö um Þingeyjarsýslur”. Kommatrimm „Viö höfum lika fariö með nokkrum félögum okkar i göngu- feröir um hálendiö og á Strandir. Þetta var kallaö af ýmsum „kommatrimm”. Viö höfum oft lent I ýmsum mannraunum og ævintýrum á þessum feröum okk- ar. Einu sinni lentum viö i svo miklum byl i júlímánuði aö viö uröum að halda kyrru fyrir i þrjá daga. Tjöldin stóðust þetta ekki öll og urðum viö aö hafa vakta- skipti, þvi þaö komust ekki allir fyrir til aö sofa i einu. Hinir sátu þá i stærsta tjaldinu og sungu”. 100 metra á 12 tímum „1 annaö sinn gengum viö i Þórs- mörk úr Landmannalaugum. Þá voru Emstruár i miklum vexti og viö uröum þvi að fara á jökli fyrir upptök fyrri árinnar. Eftir 12 tima puö vorum viö komin á nokkurn veginn sama staö og viö höföum tjaldaö nóttina áöur, aö visu hinum megin árinnar. Okkur haföi þvi aðeins miöaö um 100 metra allan þennan tima. Þá voru margir orönir ansi sárir. En viö uröum mjög ánægð þegar við komum niöur i Þórsmörk og heyröum aö leiöin væri talin ófær”. — Finnst þér róttækt fólk þurfa aö búa sér til sérstakt lifsmunstur i samræmi viö stjórnmálaskoöan- ir sinar? „Allt fólk hefur sin sérkenni og sem betur fer sina sérvisku um þaö hvernig þaö mótar sitt lif. Mér finnst þaö eitt þaö alvitlaus- asta ef róttækir menn færu að lifa lifi sem er ekki i samræmi viö þaö sem þeir óska sér. Þaö er oft búin til mynd af fólki, sem þaö á svo aö passa inn i. Ég tel enga nauösyn á aö fara eftir þvi. Svo er þaö, aö margir eru róttækir án þess aö vita þaö og aðrir ihaldssamari en þeir halda. Ég held ekki aö þaö skipti máli hvernig lifshætti fólk kýs aö temja sér”. -SJ VIÐTAL: SIGURVEIG JONSDOTTIR MYNDIR: JENS ALEXANDERSSON

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.