Vísir - 11.08.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 11.08.1979, Blaðsíða 9
Laugardagur XI. ágúst 1979, 9 Spáð í vindinn Seinni hluti Fyrri hluti greinarinnar birtist i siðasta Helgarblaöi (4. ágúst) Þar var m.a. rætt um orkukreppuna, sem skolliö hefur á, meöal annars vegna hækkandi olluverös, og hvernig hún hefur breytt af' stööu okkar til vindsins sem hugsanlegs orkugjafa. Þar var og f jall aöum vindhverfla og vangaveltur um þaöhvernig geyma má vind orkuna. Texti: Jóhann J. Jónsson AL Hversu mikil orka? En hversu stór er sú orkulind sem þýtur i lofti yfir landiö. Skv. frétt i rikisútvarpinu nýlega telja Danir aö þeir gætu full- nægt 20% af orkuþörf sinni um næstu aldamót meö vindorku. En vindur er sagöur helmingi öflugri hér en á meginlandinu. Vindorka eykst i 3ja veldi af aukningu vindhraðans. Þannig myndi helmingi meiri vind- styrkur á islandi ekki skapa aö- eins helmingi meiri orku heldur átta sinnum meiri. Þessi staðreynd hefur mikla þýðingu þegar velja á vind- hverfli stað. Þvi hærri staður eða þvi meiri „vindrass”, þeim mun meiri orka i 3ja veldi. Þvi er spáð að um næstu alda- mót geti vindorka framleitt 10% þeirrar raforku sem Banda- rikjamenn þarfnast. öll orkuþörf yrði 13 TWh/a á íslandi skv. áöurnefndri grein Dr. Jóhannesar Nordal. Ef að- stæður hér yrðu sambærilegar og i Bandarikjunum ætti vindorka að geta framleitt 1,3 TWh/a fyrir Islendinga. Raf- orkuþörf árið 2000 er spáð 6 TWh I sömu grein og gæti vindorka þvi framleitt 0.6 TWh/a eða 600 GWh. Þetta er jafnt og einoghálf Búrfellsvirkjun i fyrra tilfelli en 70% af Búrfellsvirkjun i þvi siðara. En þetta eru aðeins getgátur. Ýtarlegar rannsóknir eru nauðsynlegar til þess að meta möguleika okkar á þessu sviði. Hinn aðal*ókostur vindorkunnar (annar var lognið) er hversu dreifð þessi orka er og erfitt að safna henni saman til þess að beisla hana. Vindelfan er glfur- lega stór eins og að framan er getið. Vatnsorkan byrjar I rigningardropunum, sem falla á jörðina en náttúran er okkur svo hliðholl að safna þeim saman i stórfljót sem við getum virkjað á hagkvæman hátt. Þessu er ekki þannig farið með vindinn, þótt viða séu strengir. Ef við notuðum gömlu hollensku vind- myllurnar, þyrftum við slikt gifurlegt magn að kostnaðurinn yrði upp úr öllu valdi og þar að auki myndum við aöeins nota neðsta og lygnasta hluta vinds- ins. En framfarir i smiði vind- hverfla eru stórstigar. í timariti Consolidated Aluminium „Reflections” 1978 segir frá þvi að verið sé að reisa á eyjunni Magdalen i St. Lawrence flóa i Canada stærsta vindhverfil I heimi sem sé 50 metrar á hæð og framleiði 230 KWh. Rafmagnið á aö fara inn I rafveitukerfi eyjarinnar og sjá 600 heimilum fyrir rafmagni. Það myndi þurfa 652 slika hverfla til þess að framleiöa 0,6 TWh raforku. Fyrirtæki það, sem er að smiða vindhverfilinn fyrir Magdalen eyju er að þróa annan hverfil, sem á að geta framleitt 5 MWh. Sá yrði 350 metrar á hæð. Þaö þyrfti 30 slika til þess aö fram- leiöa 0,6TWh/a raforku. 12 slik- ir hverflar gætu séð járn- blendinu á Grundartanga fyrir raforku eftir stækkun bræðsl- unnar. 1 þessum dæmum er gert ráð fyrir að vindur blási 4000 tima á ári. Ef til vill getur meiri vindstyrkur hérlendis breytt þessum tölum eitthvað. 17.600 hverflar En hægt er aö skoöa aðrar viðmiðanir. Vindelfan, sem þýtur yfir landiö, er gifurlega stór og gerir stærstu vatnsföllin okkar á jöröu niöri nánast litilsmegn’Ug. Myndin sýnir veöurkortaf tslandi og er kröpp lægöyfir Iandinu. Ef 230 KW vindhverflar væru að meðaltali á hverjum 5 fer- kilómetrum landsins (vötn og jöklar ekki meðtaldir) væri hægtað framleiða 4 TW/h á þótt vindur blési ekki nema fjórða hluta úr ári, tæplega þó. Þá þyrfti sautján þúsund og sex- hundruð hverfla. Ef 5 MW hverflar væru notaðir á hverja 10 ferkflómetra landsins að meðaltali væri hægt að framleiöa 88 TW/h á ári ef vind gæfi fjórðung úr ári tæp- lega. Þá þyrfti átta þúsund og áttahundruð 5 MW hverfla. Þá væri vindorkan orðin lang- stærsta orkulind landsins/jafn- stór og 105 Búrfellsvirkjanir. 1 viðræöum við menn um þessi mál, sérstaklega tækni- menntaða menn, hefur komið fram sú skoðun að vindorkan sé ekki þess virði að virkja hana. í fyrsta lagi sé hún svo dreifð að kostnaðurinn við virkjunina verði allt of mikill. Þetta leiði svo af sér að þeirra mati svo- kallaða sjónmengun. Það þurfi slikan fjölda af vindmyllum að sá fjöldi verði til lýtis. Þá hafa náttúruverndarmenn áhyggjur af fuglalifi. Þetta eru hvort tveggja gild sjónarmið. Það er ljóst að við þurfum að biöa þeirrar þróunar að vindhverflar verði stórir og afkastamiklir. Land vort er strjálbýlt og nægilegt landflæmi þar sem slikir vindhverflar yrðu úr augsýn lengst af, I óbyggðum eða uppi á háum fjöllum. Náttúrufræðingar vorir þurfa að skýra hegðun fugla og vara við staðsetningu vindhverfla þar sem fuglum getur stafað hætta af. Til hvers er að hug- leiöa orkuvinnslu með vindorku, þegar við eigum slika gnótt orkumöguleika I vatni og jarð- varma,37 TWh umfram þarfir áriö 2000? Islenskur iðnaður. Astæðurnar eru margar. Þegar kostnaður við virkjun vindorku er oröinn hinn sami og virkjun vatnsorku hefur enn einn valkostur til orkuöflunar bæst við. Möguleikarnir eru orönir fleiri. Einn kostur vind- orku fram yfir sólarorku og vatnsorku er sá, að hún er meiri á vetrum þegar meiri orku er Vetnisbili, sem Mercedes Benz sýndu á vörusýningunni I Hannover I aprii s I. Vindmyllur, eins og listamenn „National Geographic” sjá þær. þörf. Hún gæti þvi styrkt orku- öflunina. Vindhverflar þeir, sem að framan getur, eru sérsmiðaðir úr áli. Hér gæti orðiö grundvöll- ur að islenzkum iðnaði. Ef aðrar þjóðir geta framleitt rafmagn úr vindorku, þá getum við þaö ekki aðeins lika, heldur höfum við að mörgu leyti betri aðstöðu til þess en aðrar þjóöir. Þannig er vindorkan mikil við- bót við þá orkumöguleika sem við eigum fyrir. Isiand er að verða eitt hagkvæmasta land til orkuframleiöslu I heiminum. Vindorkan bætist við þær orku- lindir, sem fyrir eru, og er hrein og ómenguð og endurnýjar sig stöðugt. Landsvirkjun hefur gefið út rit eftir Dr. Agúst Valfells, verkfræðing, þar sem hann leggur áherslu á nauðsyn þess aö við hagnýtum okkur orku landsins og hér hefjist skeið orkubúskapar. Ég er honum mjög sammála. Þá gæfist um leið tækifæri til þess að veita fiskveiðum og landbúnaöi nauðsynlegt skjól og svigrúm, svo endurskipuleggja megi þessa atvinnuvegi. Lifsbeltin tvö fái frið til að gróa sára sinna og ná betri og meiri afkasta- getu. Útflutningur Orkuframleiðsla til út- flutnings (vetni) þarf að verða ein af hinum styrku undirstöð- um atvinnulifs okkar I framtið- inni. Allar iðnaðarþjóðir heims- ins leggja mikið fé i rannsóknir á þvi hvernig nota megi aðra orku til þess að knýja farartæki framtiðarinnar, þegar bensin og olia eru þrotin. A vörusýningu I Hannover var sýndur bill knú- inn af vetni og læt ég mynd af honum fylgja þessari grein. Við Islendingar þurfum að fylgjast með þessari þróun vegna mikilla möguleika okkar. Ekki væri i of mikið ráðist þótt lagt væri I kostnað við að mennta nokkra menn til þess að fylgjast með möguleikum og þróun I hagnýtingu vindorkunn- ar. Þessir menn ynnu að sjálf- sögöu á vegum Orkustofnunar Islands. Hafa þarf gott sam- band við orkustofnanir annarra þjóða. Evrópubúar og Japanir hljóta að leggja mikiö i slikar rannsóknir. Gert er ráð fyrir að orkustofnun Bandarikjanna (ERDA) legði 12 milljónir doll- ara (4milljarða króna) til rann- sókna á nýtingu vindorku árið 1976. Tæknikreppa Vatn og loft hafa lengi verið litils metin á Islandi, talin ódýr og einskis virði. Slik eru jafnan áhrif ofgnóttarinnar. Hérlendis hefur tæknikreppa jafnan rikt lengst af. Forfeður okkar króknuðu úr kulda á landi, en eldur brann undir. Þeir sultu með eitt auðugasta matarbúr heimsins undan ströndum sin- um. Vatn og loft eru einhver dýrmætustu og hreinustu efni jarðarinnar. Hvern skyldi hér áður hafa grunað að forsjónin hafi hlaðið okkur Islendinga slikum auöæfum, sem við höf- um jafnan forsmáð og litilsvirt. 1 sögunum þúsund og ein nótt segir frá þvi aö þegar Aladin kemur til móður sinnar með gimsteina á stærð við egg, halda þau mæðginin i fáfræði sinni að þeir séu skrautkúlur úr gleri, einskis viröi og leggja þau til hliðar i nokkur ár. Hvenær er hið ótrúlega fjar- stæðukennt? I sögu Jóns Trausta, Heiðar- býlinu, sér Kjartan framtlöina I hillingum. Bætta mannabústaði og bættar samgöngur, jafnvel járnbrautir. Bleika akra og slegin tún, afl ánna beislað til framfara. Ef slikur Kjartan þeirra tima gæti litast um i dag, myndi hann sjá aö þróunin hefur farið langt fram úr þvi, sem menn þá töldu „fagra fjar- stæðu”. Andi töfralampans hans Aladins blæs um Island og mun geta skapað slik óþrjótandi verðmæti að gimsteinarnir sem sagan I ævintýrinu sagði frá, eru aðeins glerkúlur hjá þvi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.