Morgunblaðið - 30.09.2001, Side 2

Morgunblaðið - 30.09.2001, Side 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ hefur ekki þótt slæmt hingað til að fá aðstoð við að taka upp kart- öflurnar en takmörk eru víst fyrir öllu. Jón Ísberg, fyrrverandi sýslu- maður Húnvetninga, var ekki sér- lega hrifinn af þeirri aðstoð sem hann fékk í kartöflugarðinum sín- um því þegar hann kom í garðinn lágu þónokkrar kartöflur á yf- irborðinu og hafði verið kroppað innan úr þeim. Jón, sem hefur ára- tuga reynslu í löggæslumálum, var ekki í nokkrum vafa um hverjir hér höfðu verið að verki og hefur hann sjaldan séð það svartara í orðsins fyllstu merkingu. „Hér hafa hrafnar verið að verki,“ sagði Jón Ísberg, „öll um- merki benda til þess.“ Hann bætti við að hann hefði stundað kart- öflurækt svo lengi sem elstu menn myndu en ekki ræki hann minni til að hrafnar hefðu áður lagt sér lið í kartöflugarðinum. Morgunblaðið/Jón Sig. Jón Ísberg fékk óvænta aðstoð hrafna við kartöfluupptökuna. Tjón var ekki tilfinnanlegt en þetta uppátæki hrafnanna kom Jóni á óvart. Óvænt en lítils metin aðstoð JARÐVINNUFRAMKVÆMDIR á vegum hins opinbera jafnt sem einkaaðila hafa dregist verulega saman í haust og eru víða litlar sem engar. Þetta kom fram á fundi Félags jarðvinnuverktaka í vikunni. Árni Jóhannsson, starfsmaður félagsins, segir að á hverju hausti dragi eitthvað úr framkvæmdum en félagið hafi aldrei fyrr fundið fyrir eins miklum og harkalegum sam- drætti og nú. „Á fundinum var farið yfir stöðuna og grein gerð fyrir þeim framkvæmdum sem eru á döfinni og það var sama hvert var litið, lítið er um jarðvinnuframkvæmdir hjá stofnunum, bæjarfélögum og ein- staklingum á næstunni. “ Fjórtán jarðvinnuverktakafyrir- tæki eiga aðild að félaginu og segir Árni að á fundinum hafi komið fram að jafnvel þyrfti að grípa til fjölda- uppsagna á næstunni vegna verk- efnaskortsins. „Jarðvinnuverktakar eru þeir sem koma fyrstir að fram- kvæmdum og ef það er samdráttur hjá þeim er nokkuð ljóst að aðrir aðilar sem koma að mannvirkjagerð munu einnig finna fyrir honum.“ Fækka þarf starfsmönnum Sigurður Sigurðsson hjá malbik- unarfyrirtækinu Hlaðbæ Colas, sem á aðild að Félagi jarðvinnuverktaka, segir verkefnafjölda fyrirtækisins ávallt árstíðabundinn en nú sé þeim að fækka mun fyrr en undanfarin ár. Hann segir lítið boðið út og stundum erfitt að fá borgað fyrir þau verkefni sem ráðist er í. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 40 núna en Sigurður segir að um ára- mótin megi vænta að þeir verði 18 talsins. „Við fækkum starfsfólki á hverju hausti en mun fyrr þetta árið en áður.“ Framkvæmdaáætlun Gatnamála- stjóra Reykjavíkur fyrir næsta ár mun liggja fyrir á næstu vikum. Sigurður Skarphéðinsson gatna- málastjóri segir að ekki hafi verið rætt um meiriháttar samdrátt í framkvæmdum stofnunarinnar en engar ákvarðanir um áætlun næsta árs hafi enn verið teknar. Segir Sigurður að um þessar mundir sé stofnunin að ljúka við verkefni sem eru á áætlun yfirstand- andi árs. „Oft myndast nokkurs konar eyða í framkvæmdir frá því verkefnum ársins lýkur og þar til nýjum verkefnum er ýtt úr vör,“ og gæti það haft sitt að segja. Hjá Helga Hallgrímssyni vega- málastjóra fengust þær upplýsingar að umsvif Vegagerðarinnar í haust yrðu að öllum líkindum sambærileg við það sem verið hefur en verkefni sem taka yfir nokkur ár séu fleiri en áður. Jarðvinnu- verktakar segjast verkefna- lausir ORKUVEITA Reykjavíkur hefur skuldbundið sig til að halda meirihlutaeign sinni í Línu.Neti til næstu fimm ára til þess að ábyrgjast 130 milljóna króna verðtryggt lán sem Lína.Net hyggst taka hjá einum af lífeyrissjóðunum. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi sjálf- stæðismanna, segist álíta þessa ráðstöfun ólög- mæta samkvæmt sveitarstjórnarlögum og ætlar að leita úrskurðar félagsmálaráðuneytisins um málið. Hann gagnrýnir jafnframt að slíkar ákvarðanir skuli teknar án umræðu innan borg- arkerfisins og segir að Reykvíkingar hafi þegar þurft að reiða fram 1,1 milljarð í útgjöld og yfirtekin lán vegna Línu.Nets og ekki sjái ennþá fyrir endann á þeim útgjöldum. Guðlaugur segist hafa fengið í hendurnar afrit af lánsskilmálum 130 milljóna króna láns til Línu.Nets, þar sem fram kemur að lánstím- inn er fimm ár með föstum verðtryggðum vöxt- um upp á 10,5%. Lánið er tekið til fjárfestinga og í daglegan rekstur og samkvæmt skilmál- unum skuldbindur Orkuveita Reykjavíkur sig til þess að minnka ekki eignarhlut sinn í Línu.Neti niður fyrir 50% á lánstímanum án heimildar lánveitanda. Morgunblaðið hefur skil- mála þessa undir höndum. „R-listinn er búinn að ákveða í einhverjum bakherbergjum að næstu fimm árin verði Orku- veitan meirihlutaeigandi Línu.Nets. Þetta er ákveðið á bak við allar lýðræðislegar stofnanir borgarinnar og hefur aldrei verið rætt í stjórn Orkuveitunnar eða í borgarráði og því síður í borgarstjórn,“ segir Guðlaugur. Ákvörðunin þvert á fyrri yfirlýsingar Samkvæmt kvöðum sem fram koma í láns- skilmálum þarf eiginfjárhlutfall Línu.Nets að vera a.m.k. 35% í árs- og árshlutauppgjörum áranna 2003–2005 og bókfært eigið fé að frá- dregnum óefnislegum eignum má ekki vera lægra en 350 milljónir króna á lánstímanum. „Þetta er ekkert annað en ábyrgð borgarinnar fyrir þetta fjárvana fyrirtæki. Ég veit ekki hvort það er hægt að bjarga því fyrir horn með einhverjum hætti, en það kemur skýrt fram í 73. grein sveitarstjórnarlaganna að sveitar- stjórnir mega ekki veita ábyrgðir fyrir einhver félög úti í bæ,“ segir Guðlaugur. Í umræddri lagagrein segir: „Eigi má binda sveitarsjóð í ábyrgðir vegna skuldbindinga annarra aðila en stofnana sveitarfélagsins.“ Hann segist ætla að fá úrskurð félagsmála- ráðuneytisins um það hvort hér sé ekki verið að brjóta lög. „Sveitarfélagið er að gangast í ábyrgð fyrir þetta fjarskiptafyrirtæki, það liggur ljóst fyrir þegar þessar kvaðir eru skoðaðar. Og að Orku- veitan ætli að eiga meira en 50% í Línu.Neti næstu fimm árin er einnig þvert á allar fyrri yfirlýsingar meirihlutans,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur Þór Þórðarson segir ábyrgð OR vegna lántöku Línu.Nets ólögmæta Hyggst óska eftir úrskurði félagsmálaráðuneytisins FLOKKSSTJÓRNARFUNDUR Samfylkingarinnar var haldinn á Hótel Loftleiðum í gær. Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, lagði í ræðu sinni áherslu á að lækka þyrfti skatta á einstaklinga og einnig fyrirtæki. Til að vega upp á móti tekjumissi ríkissjóðs ætti að taka upp auðlindagjöld. Öll fyrirtæki sem fengju aðgang að takmörkuðum auð- lindum eins og fiskistofnum, orku- lindum og fjarskiptarásum ættu að greiða það verð sem markaðurinn myndaði. „Þetta auðlindagjald á að nota til að draga úr tekjusköttum einstak- linga en ekki til að blása út rekstur ríkisins. Þannig vill Samfylkingin lækka skatta,“ sagði Össur og benti á að í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks- ins hefði orðið útgjaldasprenging hjá ríkinu. Auk útgjaldaaukningar sagði hann ástæðu til að óska Sjálfstæðis- flokknum til hamingju með að hafa sett Norðurlandamet í verðbólgu, met innan OECD í skattahækkunum á einstaklinga, sett Evrópumet í við- skiptahalla og heimsmet í háum vöxtum. „Það er ekki nema hægt að taka undir með ungum sjálfstæðis- mönnum sem fordæmdu nýlega óráðsíu ríkisstjórnarinnar og sáu sig knúna til að skora á Geir H. Haarde fjármálaráðherra að „tryggja ábyrga fjármálastjórn“. Bragð er að þá barnið finnur. Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar að ungir sjálfstæðismenn teldu fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins óábyrga.“ Össur sagði að Samfylkingin vildi lækka skatta á litlum og meðalstór- um fyrirtækjum og afnema stimpil- gjöld. Það kæmi einnig til greina að veita sérstakar tímabundnar skatta- ívilnanir til atvinnugreina eins og þekkingariðnaðarins sem ætti nú í vök að verjast. „Ég segi skýrt og skorinort að eigi að ráðast í skatta- lækkanir á fyrirtæki verður líka að lækka skatta á verst settu einstak- lingana með því að afnema skatta á húsaleigubætur og félagslega að- stoð.“ Verðmæti aflans má tvöfalda á næstu 10–15 árum Össur vék einnig stuttlega að umhverfismálum í ræðu sinni. Hann sagði að Samfylkingin myndi ekki taka endanlega afstöðu til Kára- hnjúkavirkjunar fyrr en matsferlinu hjá Skipulagsstofnun væri lokið og umhverfisráðherra væri búinn að fella sinn úrskurð. Um sjávarútvegs- mál sagði Össur m.a. að Samfylking- in myndi leggja fram stefnu á þingi í vetur í formi tillagna um nýja sókn í atvinnugreininni og hvernig auka mætti verðmætasköpunina. Niður- staða flokksins benti til að „með strategískum fjárfestingum í rann- sóknum væri hægt á næstu 10-15 árum að tvöfalda þau verðmæti sem afla má úr hafinu kringum Ísland“. Á flokksstjórnarfundinum í gær var einnig rætt um undirbúning landsfundar Samfylkingarinnar 16. til 18. nóvember nk. og sveitar- stjórnarkosninga næsta vor. Össur Skarphéðinsson á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær Auðlindagjöld verði notuð til að lækka tekjuskatta Morgunblaðið/Kristinn Varaformaður Samfylkingar, Margrét Frímannsdóttir, smellti kossi á kinn Össurar Skarphéðinssonar við upphaf flokksstjórnarfundar. SAMKEPPNISRÁÐ hefur fallist á þá niðurstöðu Sam- keppnisstofnunar að slátrun kjúklinga Reykjagarðs geti að mestu farið fram hjá Ferskum kjúklingum, sem er dótturfyr- irtæki Móa-kjúklinga, en ráðið setti þau skilyrði að fyrirtækin sameinuðust ekki. Forráða- menn Móa hafa lýst áhuga á að kaupa Reykjagarð. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ráðgera for- ráðamenn fyrirtækjanna að undirrita yfirlýsingu eftir helgi um að hlíta skilyrðum Sam- keppnisstofnunar en niður- staða stofnunarinnar verður ekki birt og formlega afgreidd fyrr en að lokinni þeirri undir- skrift. Samkeppn- isstofnun setur skilyrði Slátrun Ferskra kjúklinga og Reykjagarðs MIKIÐ hefur verið að gera í fiskvinnsluhúsum á Austfjörð- um síðustu daga og unnið nán- ast allan sólarhringinn. Mjög góð veiði á síld og rækju hefur verið á miðunum undan Aust- fjörðum en vegna brælu fá sjó- menn og fiskvinnslufólk kær- komna hvíld um helgina áður en næsta törn getur hafist. Aðalsteinn Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Skinneyjar- Þinganess á Höfn, sagði að fyrirtækið væri á síðustu tíu dögum búið að frysta og pakka um eitt þúsund tonnum af síld sem farið hafa beint á markað í Póllandi, Eystrasaltslöndunum og Rússlandi. Góð síldveiði fyrir austan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.