Morgunblaðið - 30.09.2001, Side 11
braut, almenn skurðdeild og brjóstholsskurð-
deild sameinast tímabundið á deild þar og
skurðsviðið losar aðra deild. Þetta hefur í för
með sér að rúmum fyrir brjóstholsskurðdeild
fækkar um sex í um sjö mánuði.
Kostar mikið, en borgar sig
Þetta eru aðeins nokkur dæmi af þeirri
keðjuverkun sem fer af stað við sameiningu sér-
greina innan Landspítala og sýnir ljóslega hve
stórt verkefni það er að nýta núverandi húsnæði
spítalans sem best.
Sameining starfsemi, sem áður fór fram á
fleiri stöðum, hefur þegar kostað umtalsverðar
fjárhæðir. Þessi kostnaður hefur m.a. verið
nefndur til sögunnar eftir að í ljós kom að LSH
hafði farið 247 milljónum fram úr fjárheimildum
á fyrstu sex mánuðum þessa árs.
Á fundi stjórnarnefndar Landspítala – há-
skólasjúkrahúss 13. september sl. kom fram, að
kostnaður samfara nauðsynlegum framkvæmd-
um vegna sameiningar sérgreina er áætlaður
um 300 milljónir króna. Hins vegar er talið að sú
hagræðing sem fæst með þessum tilfærslum
verði ekki undir 150 milljónum króna á ári, þeg-
ar breytingarnar hafa komið fram að fullu. Það
sýnir skýrt hagkvæmnina sem felst í að reka
alla skylda starfsemi á einum stað.
Þótt hagrætt sé og deildir sameinaðar eru
forsvarsmenn spítalans á einu máli um að ráð-
ast verði í miklar byggingaframkvæmdir, eigi
sjúkrahúsið að standa undir nafni og geta sinnt
sjúklingum framtíðarinnar. Dönsk ráðgjafar-
stofa, Ementor, hefur lagt mat á húsnæðisþörf
spítalans til næstu 20 ára og skilaði lokaskýrslu
sinni í síðustu viku. Danirnir töldu þrjá kosti
koma til greina, að nýta áfram lóðir spítalans við
Hringbraut og í Fossvogi á svipaðan hátt og
gert er í dag, að meginstarfsemin þróaðist á
annarri hvorri lóðinni eða að reistur yrði nýr
spítali, t.d. á lóð Vífilsstaða.
Tillögur Ementor, sem ná fram til ársins
2020, gera ráð fyrir að Landspítalinn þurfi um
120 þúsund fermetra húsnæði. Á Vífilsstöðum
þyrfti að byggja frá grunni sem fyrr segir, við
Hringbraut eru nú alls 60 þúsund fermetra
byggingar og í Fossvogi 30 þúsund fermetra
byggingar. Ef allar byggingar Landspítala –
háskólasjúkrahúss eru taldar, þar með Landa-
kot, Grensásdeild, geðdeildin Arnarholt,
Kleppsspítali og Vífilsstaðaspítali er heildarfer-
metrafjöldinn nú um 160 þúsund fermetrar.
Sumt af því húsnæði yrði rýmt og það selt þegar
framtíðarstaðsetning aðalsjúkrahúss verður
ljós og búið verður að hagræða í rekstrinum.
Starfsemi vex ekki
eins og íbúafjöldinn
Fram til ársins 2020 mun íbúum höfuðborg-
arsvæðisins fjölga um 36%, eða um 60 þúsund
manns, samkvæmt spám Hagstofunnar. Hins
vegar munu breyttar áherslur í heilbrigðisþjón-
ustu leiða til þess að umfang starfsemi sjúkra-
húsanna vex ekki að öllu leyti að sama skapi.
Þessar breyttu áherslur endurspeglast í tillög-
um Ementor, sem gera ráð fyrir að fram til árs-
ins 2020 fækki inniliggjandi sjúklingum um
fjórðung, en dagsjúklingum fjölgi um 46%.
Skýringin felst í tækniframförum, sem hafa það
í för með sér að inngrip verða minni en ella. Sem
dæmi má nefna að ýmsar aðgerðir sem áður
kölluðu á holskurð og langa sjúkrahúslegu eru
nú leystar með kviðsjáraðgerðum, sem sjúk-
lingar jafna sig miklu fyrr af. Legutími sjúk-
linga var að meðaltali 15 dagar fyrir áratug, en á
vefrænum bráðadeildum er hann nú kominn
niður í 7 daga. Aukin tækni þýðir dýrari tæki,
en sjúklingar komast fyrr til starfa á ný og þró-
unin er því þjóðhagslega hagkvæm þegar allt er
talið. Allt bendir til að sjúklingum framtíðarinn-
ar verði í vaxandi mæli sinnt á göngu- og dag-
deildum.
Þá könnuðu dönsku ráðgjafarnir aldurssam-
setningu þjóðarinnar. Flestir sjúklinga, sem
þurfa viðameiri aðgerðir, eru 60 ára og eldri.
Stórir árgangar eru nú að færast að þessum
aldri og eftir 2010 geta sjúkrahúsin reiknað með
að sá þungi leggist á þau að fullu. Kröfur sjúk-
linga um aðbúnað hafa einnig breyst og þeim fer
fækkandi sem sætta sig við legu á 4 eða 6 manna
sjúkrastofum. Þetta þýðir, að þótt inniliggjandi
sjúklingum fækki hlutfallslega, þá fækkar
sjúkrastofunum ekki að sama skapi.
Við mat á þróun í starfi spítalans kemur fram,
að starfsfólki muni fjölga verulega, haldi starf-
semin áfram að vaxa á sama hátt og undanfarin
ár. Hins vegar megi halda aftur af þeirri fjölgun
og jafnvel nær alveg koma í veg fyrir hana ef
Landspítalinn – háskólasjúkrahús nær sömu
hagkvæmni í rekstri og dönsk og norsk sjúkra-
hús sem miðað er við í skýrslunni. Þó er tekið
fram, að þótt með þessu megi fá vísbendingu
um framtíðarþróunina séu þau sjúkrahús ekki
fyllilega sambærileg við LHS, til dæmis geri
smæð þjóðfélagsins hér það að verkum að sér-
hæfing á Landspítala sé fjölbreyttari en á
mörgum hinna sjúkrahúsanna. Hin sjúkrahúsin
hafi einnig betri aðstöðu og húsnæði.
Margar og ólíkar byggingar við Hringbraut
Varðandi núverandi húsnæði Landspítala –
háskólasjúkrahúss hefur Ementor ýmislegt við
það að athuga. Að vísu er tekið fram að hús-
næðið í Fossvogi sé nokkuð heildstætt en
Hringbrautin fær öllu lakari dóma. Þar eru
margar og ólíkar byggingar. Fyrst skal telja að-
albygginguna, byggingu 1, sem skiptist í A, B,
C, D, W, E, F, G og K álmu. Þar að auki eru níu
aðrar byggingar. Bygging 2 hýsir kvennadeild
og fæðingarheimilið, bygging 3 hýsir geðdeild-
ina og að auki eru rannsóknarstofur Háskólans,
eldhús sjúkrahússins, ketilhús og rafverkstæði,
Blóðbankinn og Hjúkrunarskólinn. Þarna er
svo að bætast við nýr barnaspítali. Í nágrenni
sjúkrahússlóðarinnar við Hringbraut eru sex
hús til viðbótar á vegum spítalans, við Þorfinns-
götu, Eiríksgötu og Rauðarárstíg. Loks má svo
nefna að rannsóknarstofur í sýkla- og veiru-
fræðum er að finna í Ármúla.
Dönsku ráðgjafarnir gera athugasemdir við
að skurðstofur eru ekki á einni og sömu hæð-
inni, og gildir það bæði um Hringbraut og Foss-
vog. Skurðstofurnar eru einnig mjög litlar, ef
miðað er við staðla á nútímasjúkrahúsum, og
nauðsynlegt að bæta þar úr. Þótt litlar skurð-
stofur geti nýst við aðgerðir á inniliggjandi
sjúklingum og göngusjúklingum, þá verða að-
gerðir á göngusjúklingum sífellt flóknari og
slíkar skurðstofur þurfa einnig að vera stórar,
eða um 120 fermetrar.
Á gjörgæsludeildum sjúkrahúsanna eru nú
21 rúm, 11 Í Fossvogi og 10 á Hringbraut.
Ementor telur þörfina vera 18 rúm árið 2020,
svo nú séu rúmin í reynd of mörg.
Rannsóknarstofur verði á einum stað
Varðandi rannsóknarstofur LHS telur
Ementor nauðsynlegt að safna þeirri starfsemi
sem mest á einn stað, til að nýta sem best starfs-
menn og tæki. Hins vegar ætti að koma vinnu-
stöðvum upp á völdum stöðum á sjúkrahúsun-
um, þar sem hægt væri að taka einföld sýni og
tryggja þannig skjóta þjónustu við einstaka
deildir. Rannsóknir ætti að vera hægt að panta
með tölvupósti eða samskiptatækni af svipuðum
toga og fá niðurstöðurnar með sama hætti. Sýn-
in væri svo hægt að flytja á rannsóknarstofuna
með bílum sem færu reglulega á milli vinnu-
stöðvanna og rannsóknarstofunnar. Ementor
tekur sérstaklega fram að svo virðist sem nú-
verandi rannsóknarstofur hafi ekki sömu af-
kastagetu og sambærilegar rannsóknarstofur á
Norðurlöndunum.
Til að nýta skjalageymslur sem best er mælt
með að eldri skýrslur en 3 ára séu geymdar ut-
an sjúkrahússins. Um allan heim séu sjúkrahús
að taka upp tölvuskráningu slíkra gagna en á
meðan slíkt kerfi sé ekki komið endanlega í
notkun verði einnig að styðjast við pappírsgögn.
Búa þarf betur að háskólastarfinu
Búa verður betur að háskólastarfi innan
Landspítala – háskólasjúkrahúss en nú er gert,
að mati dönsku ráðgjafanna. Þeir benda á að
það skorti m.a. 400 sæta fyrirlestrasal, minni
sal, aðstöðu fyrir hópvinnu nemenda, fataskápa,
mötuneyti og lestrarherbergi. Þá þurfi rann-
sóknar- og skrifstofuaðstöðu fyrir starfsmenn
háskólans, auk læknisfræðibókasafns.
Eldhúsmál sjúkrahúsanna eru ekki í góðu
horfi, að mati Ementor, sem telur æskilegt að
losna við eldhússtarfsemina frá Hringbrautinni
og Fossvogi. Við Hringbraut er eldhúsið í húsi
norðvestan við aðalbygginguna og í Fossvogi er
eldhúið í miðju sjúkrahúsinu. Þetta húsnæði
mætti nýta á mun hagkvæmari hátt.
Þá er mælt með að þjónusta verði aukin við
aðalinnganga sjúkrahúsanna, t.d. með því að
opna kaffiteríur, selja dagblöð o.s.frv., auk þess
sem stjórnendum spítalans er bent á að huga að
auknum upplýsingum til sjúklinga, koma e.t.v. á
fót starfi umboðsmanns sjúklinga og bókasafni
með netaðgangi.
Aðstaða starfsfólk þykir ekki í samræmi við
þær kröfur sem gerðar eru á nútíma sjúkra-
húsum, t.d. er nefnt að sjálfsagt þyki nú til dags
að þeir starfsmenn, sem ekki hafa eigin skrif-
stofu, hafi læstan skáp til umráða og aðgang að
mötuneyti.
Loks mælir Ementor með að stjórnendur
Landspítala – háskólasjúkrahúss kanni hvort
ekki megi færa starfsemi sem tengist þrifum,
dauðhreinsun, rekstri lyfjabúrs, vörugeymslu,
dreifingu og sorphirðu í hendur utanaðkomandi
aðila, í stað þess að reka starfsemina innan spít-
alanna.
Vantar 16 þúsund fermetra nú þegar
Dönsku ráðgjafarnir litu ekki eingöngu til
framtíðar, heldur lögðu mat á núverandi ástand.
Þeir telja að LSH þurfi um 16 þúsund fermetra
viðbótarhúsnæði nú þegar, eigi hann að standa
undir kröfum og stöðlum nútímaspítala. Brýn-
ast er að bæta úr plássleysi á legudeildum, auka
ferliþjónustu og stækka skurðstofur og rönt-
gendeild, auk þess að búa betur að starfsfólki og
háskólastarfseminni. Ef ekkert verður að gert
mun spítalann vanta 31 þúsund fermetra hús-
næði árið 2020.
Það er athyglisvert að Ementor telur barna-
spítalanum ætlað of stórt húsnæði, því honum
eigi að nægja 2.400 fermetra rými í stað þess
3.600 fermetra húss sem í byggingu er. Um-
framplássið megi nýta í þágu háskólakennslu
spítalans, þvagfæradeildar og lýtalækninga-
deildar. Forsvarsmenn spítalans benda hins
vegar á, að þótt barnaspítalinn teljist stór miðað
við annað húsnæði LSH, þá sé hann byggður til
framtíðar og sé í samræmi við þá staðla sem nú
séu uppi um sjúkrahús.
Tillögur Ementor gera ráð fyrir þeirri
skammtímalausn að skipting sérgreina milli
Hringbrautar og Fossvogs yrði í stórum drátt-
um eins og forsvarsmenn sjúkrahússins höfðu
ætlað, þ.e. í Fossvogi slysa- og bráðamóttaka,
taugalækningar, lungnalækningar og fleira. Við
Hringbraut yrðu barnalækningar, fæðinga-
lækningar, almennar lyflækningar, krabba-
meinslækningar, þvagfæralækningar, lýta-
lækningar, augnlækningar og geðlækningar.
Ementor gerir að vísu ráð fyrir almennum
skurðlækningum í Fossvogi og lýtalækningum
við Hringbraut, en það hefur snúist við með
samþykkt stjórnarnefndar LSH á dögunum. Þá
gerir ráðgjafarstofan ráð fyrir að rannsóknar-
stofur yrðu sameinaðar á einum stað. Til að
koma þessu skipulagi á með viðundandi hætti
þyrfti að byggja 30 þúsund fermetra húsnæði
samtals.
! "
# $! %& '(() )
!! &&* +
, !! "- ./0
# $! &12) !! +
)
/ 3
"
+
/
# !!
2 1 4
&12/
# 3
!
) %& +
/
!! ,5 6 -0
4 #
! 25
4 7 / $!
!!) "
1 8
! "
- "-
9
! -
" ./
#
!!
:
. !! 25
4 / .
!!
"
+
/
#
"
1 4 /
7
1/ "
"
!
- !!/ 3 "
/
/
;1 - ) " 7
)
"7 (( (
/
# < !!
1 4
- =
!!
-
/ < !!
- =&
+
/
# $! %%2
%%
+
)
-
&/ " "-
%%2
%%
#
!!
"-
+
) %% ) 4 /
"
- !!
- / $! 2> 2& 4
")
-
#
!
7
!! %&
+
"
/ 3
!!/
?
" 2@ 4 )
7!!/
7!! . 4
# %& +
!!) %1/ 3
)
" ,> 6 -0
5 4 / 3
" !!
!
# $! %&2 +
2@ 4 ,7
!!0/
!!
( 5 4
#
!
7
"
!! %1 +
)
3
#
!! %1 /
#
21 4 ) !!)
!!/
& 4 ) " ! A.
7
&/
#
2& 4 ) .
!!
2
! !!
!# 2& & 4 -
) . /
/ 3
.
!!
-
:
./
# =&
! "
/ 3 !!
4 /
.
#
!
7
@
4
!
4 !
7 @/
#
?
" . !! 5 4
#
?
> 4
!
/ >/ "
7)
7
/ 3
"
!
)
/
/
" B) @ 5/
# %&2 +
!
/ 3
- 7
!!/
+ %& ,
-
0 %B$
#
"-
> -
/
)
- (
4
) # 4
(
/
SJÁ SÍÐU 12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 11