Morgunblaðið - 30.09.2001, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.09.2001, Qupperneq 12
Í áfangaskýrslu sinni í apríl sl. taldi danska ráðgjafarstofan ódýrasta kostinn í framtíðaruppbyggingu Landspítala – háskólasjúkrahúss að skipta starfseminni milli Hringbraut- ar og Fossvogs, en þar með næðist ekki markmiðið um sameinaðan spít- ala. Ekki liggja fyrir útreikningar um hversu hagkvæm eða óhagkvæm slík skipting yrði til lengri tíma litið, en ganga má út frá að rekstrarkostnað- ur yrði hærri en ef meginstarfsemi spítalans væri öll á sama stað, a.m.k. gefa tölur um hagræðingu vegna yf- irvofandi sameiningar sérgreina það til kynna. Uppbygging á Hringbraut væri næstódýrasti kosturinn, að mati dönsku ráðgjafanna, þar sem ekki þyrfti að byggja eins mikið og í Foss- vogi. Þær byggingar sem fyrir eru við Hringbrautina eru hins vegar marg- ar og misgóðar, sumar þyrfti að fjar- lægja og erfiðara væri að athafna sig þar með nýbyggingar en í Fossvogi. Inngangar inn á spítalann við Hring- braut eru margir og erfitt að rata þar um, auk þess sem sjúklingar á bráða- deild þurfa að fara um sama inngang og starfsmenn og þeir sem flytja að- föng til spítalans. Vegna plássleysis er erfitt að koma bílum að bráðainn- gangi og hinum dönsku ráðgjöfum þykir illt að vita til þess að við bráða- innganginn er ekki eingöngu aðkoma sjúkrabíla, heldur og vörumóttaka og sorpgeymslur. Þá er bent á að erfitt muni reynast að byggja upp á lóðinni við Hringbraut án þess að valda trufl- unum á núverandi starfsemi þar. Vissulega eru kostir við Hring- brautina. Þar er að rísa nýr barna- spítali, í nánum tengslum við kvenna- deild og fæðingardeild. Geðdeildin er í tiltölulega nýju húsnæði, sem nægir í mörg ár. Ágætlega er búið að krabbameinsdeild, geislalækningum og blóðmeinadeild. Háskólinn er á næstu grösum og fyrirhugaður flutn- ingur Hringbrautarinnar suður fyrir hús læknadeildar Háskólans stækkar spítalalóðina verulega. Nægt landrými í Fossvogi Í Fossvogi eru kostir þeir helstir, að þar er nægt landrými og hægt yrði að byggja án röskunar á núverandi starfsemi þar. Gjörgæsludeildin er ný, sem og vöknun. Auðvelt er að komast akandi að bráðamóttökunni og spítalinn er aðeins ein bygging í þokkalegu ástandi, auk viðbygging- arinnar G-álmu. Fossvogur er þó ekki gallalaus. G- álman þykir til dæmis ekki hentug fyrir spítalastarfsemi, þótt hana mætti nota fyrir skrifstofur eða há- skólastarf, auk þess sem bráðamót- takan, skurðstofur og röntgendeild eru ekki samkvæmt nútímastöðlum. Það sama á við þar og við Hring- brautina, að inngangar fyrir sjúk- linga eru of margir og eldhúsið tekur pláss miðsvæðis sem mætti nýta á hagkvæmari hátt. Ljóst er að Landspítali – háskóla- sjúkrahús fer ekki í framtíðarhús- næði á einni nóttu. Skammtímalausn- ir, sem gætu dugað til allt að 25 ára, kalla á ýmsar framkvæmdir. Þær verða ekki ákveðnar einar og sér, heldur þarf fyrst að ákveða hvar framtíðaruppbyggingin verður, svo framkvæmdum nú verði ekki kastað á glæ. Dýrast yrði að sjálfsögðu að byggja nýjan spítala frá grunni, en um leið gæti reynst auðveldara að hafa yfirsýn yfir þann kostnað en með stórfelldum breytingum og endur- byggingum. Minnst röskun í Fossvogi Endanlegar tillögur Ementor um langtímalausn á húsnæðisvanda Landspítala, háskólasjúkrahúss, eru að byggt verði upp í Fossvogi, ef ákveðið verður að byggja ekki nýjan spítala frá grunni. Ementor segir að í Fossvogi verði komist næst því, því eins og fram hefur komið yrði að- koma að spítalanum góð og rífa þyrfti fáar byggingar, ef nokkrar. Eins og áður sagði er það galli á uppbyggingu í Fossvogi, að mati Dananna, að byggja þarf fleiri ný- byggingar þar en ef starfsemin yrði við Hringbraut, en á móti kæmi að breytingum á eldra húsnæði væri hægt að halda í lágmarki. Þá nefndir Ementor það einnig sem galla við Fossvoginn að þaðan er lengra til Háskóla Íslands, en þar sem meginháskólastarfsemin tengd spítalanum verði rekin innan hans ætti það ekki að skipta sköpum.  Í framhaldsgrein verður greint frá hugmyndum sænskra arki- tekta, White Arkitekter, um nýt- ingu á lóðunum við Hringbraut, í Fossvogi og á Vífilsstöðum. Morgunblaðið/Ásdís Við Landspítala Fossvogi hefur þessum gámum verið komið fyrir undir vegg bráðamóttökunnar. Í gámunum eru skrifstofur lækna. Ársþing SAMFOK 2001 þriðjudaginn 2. október kl. 18:00-22:00 í Borgaskóla, Vættaborgum 9, Grafarvogi Þema þingsins er: Einstaklingsmiðað nám Nám við hæfi - hvað þýðir það? Skóli án aðgreiningar - skóli þar sem öll börn, afburðagreind, fötluð eða þroskaskert, hafa sömu möguleika á námi við hæfi? Hefur grunnskólanum verið gert kleift að sinna hlutverki sínu eins og það er skilgreint í grunnskólalögunum? Hver er staðan í matarmálum grunnskólanema í Reykjavík? Þessum spurningum, ásamt fjölmörgum öðrum, munum við velta fyrir okkur á Ársþingi SAMFOKs sem haldið verður í Borgaskóla, Vættaborgum 9, þriðjudaginn 2. október kl. 18:00-22:00. Þingið er opið öllum foreldrum grunnskólabarna og er aðgangur ókeypis. Dagskrá: 18:00-18:05 Setning Ársþings SAMFOKs 2001 - Óskar Ísfeld Sigurðsson, formaður SAMFOKs 18:05-18:45 ,,Einstaklingsmiðað nám - veruleiki eða tálsýn?“ - Kristín Jónsdóttir, kennslu- kona, flytur erindi og svarar fyrirspurnum. 18:45-19:05 Einstaklingsmiðað nám í Ingunnarskóla í Grafarholti - Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri, flytur erindi og svarar fyrirspurnum. 19:05-19:15 ,,Frá gellufötum til skólabúninga?“ - Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKs, veltir vöngum. 19:15-19:30 Niðurstöður óformlegrar könnunar SAMFOKs á matarmálum í grunnskólum Reykjavíkur - Óskar Ísfeld Sigurðsson. 19:30-20:00 Hressing. 20:00-21:15 Hópastarf. 21:15-21:35 Niðurstöður hópastarfs. 21:35-21:55 Samantekt og ályktanir. 21:55-22:00 Ársþingi SAMFOKs 2001 slitið. Foreldrar! Fjölmennum á Ársþing SAMFOKs og látum rödd okkar hljóma! Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir þriðjudag 2. október í síma 562 7720 eða netfang samfok@samfok.is 12 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.