Morgunblaðið - 30.09.2001, Síða 19
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 19
Upplýsingar og skráning í síma 510 8400
og á www.greining.is
9. - 10. október 2001
Snemmtæk íhlutun
Meðferð, þjálfun og
stuðningur fyrir ung börn með
þroskafrávik og fatlanir og
börn í áhættuhópum.
Aðalfyrirlesari Dr. Mark Sigurjón Innocenti
Námstefna á Grand Hótel
H
aH
a
Greiningar- og
ráðgjafarstöð ríkisins
VETRARSTARF Félags íslenskra
háskólakvenna hefur göngu sína 3.
október næst-
komandi með
leikhúsnámskeið-
inu „Að njóta
leiklistar“.
Að sögn Geir-
laugar Þorvalds-
dóttur formanns
félagins hefur
leikhúsnámskeið-
ið notið mikilla
vinsælda og verið
vel sótt. „Þetta er 6. árið í röð sem
við höldum þetta námskeið.“
Að þessu sinni verða 3 ný íslensk
leikrit til umfjöllunar eftir leik-
skáldin Ólaf Hauk Símonarson,
Hávar Sigurjónsson og Benóný
Ægisson og að auki verður Kristni-
hald undir Jökli eftir Halldór Lax-
ness tekið fyrir.
„Það er félagsleg athöfn að fara í
leikhús, enda fer hópurinn saman á
æfingar og á sýningar,“ segir Geir-
laug en fyrirlestrar verða um verk-
in áður en leikhúsin eru heimsótt
en síðan verða umræður á eftir með
þátttöku höfunda og listrænna
stjórnenda. „Þetta er kjörið tæki-
færi fyrir leikhúsáhugafólk að
kynnast nýjum verkum ofan í kjöl-
inn og eiga stefnumót við höfunda
þeirra.“
Stjórnandi námskeiðsins í haust
verður Hávar Sigurjónsson leikhús-
fræðingur.
Innritun er hjá formanni félags-
ins Geirlaugu Þorvaldsdóttur. Öll
námskeið og fyrirlestrar á vegum
félagsins eru opin öllum.
Leikhúsnámskeið Félags háskólakvenna
Skoða þrjú ný
íslensk leikrit
Hávar
Sigurjónsson
HÓLMFRÍÐUR Benedikts-
dóttir sópransöngkona held-
ur söngdagskrá í sal Borg-
arhólsskóla á Húsavík í dag,
sunnudag, kl. 17. Henni til
fulltingis er Aladár Rácz pí-
anóleikari. Flutt verða lög
eftir húsvísku tónskáldin
Ingimund Jónsson og Sigurð
Sigurjónsson sem og tón-
smíðar eftir Puccini, Mozart,
Sibelíus, Wolf, Gershwin og
Weill.
Lög húsvískra tónskálda
Tónlistarmennirnir sem flytja m.a. tón-
list húsvískra tónskálda á Húsavík.
FRÚ Oddný Kristjánsdóttir efnir til
útgáfuteitis í félagsheimilinu Þjórs-
árveri í Villinga-
holtshreppi í dag,
sunnudag, kl. 14
og fagnar þar út-
gáfu ljóðabókar
sinnar Best eru
kvöldin. Bókin
verður kynnt, les-
ið úr verkum höf-
undar og flutt lög
við ljóð hennar.
Oddný er frá Ferjunesi í Villinga-
holtshreppi. Hún varð níutíu ára
hinn 3. september sl. og kemur bókin
út í tilefni afmælisins.
Útgáfuteiti í
Þjórsárveri
Oddný
Kristjánsdóttir
KVIKMYNDIN Rússland og
Ljúdmíla verður sýnd í bíósal MÍR,
Vatnsstíg 10, í dag, sunnudag, kl. 15.
Myndin er byggð á samnefndu
skáldverki eftir rússneska þjóð-
skáldið Alexander Púshkín.
Söguhetjurnar eru umkringdar
góðum og illum öflum.
Leikstjóri er Alexander Ptúshko,
tónlistin er eftir T. Khrennivov. Með
aðalhlutverk fara Valeríj Kozinets
og Natalja Petrova. Kvikmyndin
hlaut verðlaun á alþjóðlegri hátíð
barnakvikmynda á Ítalíu árið 1976.
Myndin er talsett að mestu á ensku,
en stuttir kaflar í lok hvors mynd-
hluta eru á rússnesku, óþýddir.
Aðgangur er ókeypis.
Ævintýramynd
sýnd í MÍR
GUÐMUNDUR Kristmundsson
víóluleikari og Hávarður Tryggva-
son kontrabassaleikari halda tón-
leika í Kirkju- og menningarmiðstöð
Fjarðabyggðar, Eskifirði, í dag
sunnudag, kl. 16.30. Á efnisskrá eru
m.a. verk eftir J.S. Bach, Bartók og
Gliere.
Bach fluttur í
Fjarðabyggð♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦