Morgunblaðið - 30.09.2001, Side 21

Morgunblaðið - 30.09.2001, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 21 Þ AÐ hefur löngum verið snar þáttur í akadem- ísku námi að nemendur tileinki sér sjálfstæð, heiðarleg vinnubrögð og skilmerkilega sé gerð grein fyrir því í ritgerðum hvar fanga hefur verið leitað. Ritstuldur er því brot sem hvarvetna er litið alvarlegum augum við háskóla. Tilkoma Netsins hefur valdið miklum vanda í þessu sam- bandi þar sem nemendur geta skipst á ritgerðum án þess að kennarar hafi tök á að koma auga á hvaðan efnið er komið. Haft er fyrir satt að nú séu í boði mörg hundruð vefsetur á Netinu sem bjóði nemendum ritgerðir við flest tækifæri, sjá t.d. http:// www.schoolsucks.com. Einnig eru til vefir sem berjast gegn þessu fyrir- bæri samanber http://www.plagiar- ism.org. Af augljósum ástæðum verður rit- stuldur eða önnur ótilhlýðileg hag- nýting á hugverkum annarra seint jafnumfangsmikið vandamál á Ís- landi og á stærri málsvæðum. Þess vegna hefur mál það sem kom upp við lagadeildina í haust vakið mikla athygli á meðan það þætti heldur hversdagslegt annars staðar og yrði fráleitt blaðamatur. Kemur þar einn- ig til að lagadeildin hefur verið ákaf- lega vönd að virðingu sinni hingað til og þekkt fyrir að gera miklar kröfur til nemenda sinna. Lagadeild átti fárra kosta völ Í greinargerð fyrir þeirri ákvörð- un lagadeildar að svipta Vilhjálm H. Vilhjálmsson kandídatsnafnbót sem send var fjölmiðlum síðastliðinn fimmtudag eru málavextir raktir og rök borin fram. Við lestur greinargerðarinnar verður ekki annað séð en að óhjá- kvæmilegt hafi verið að taka þessa ákvörðun og þá ekki endilega í laga- legum skilningi heldur með tilliti til orðspors deildarinnar. Tæplega helmingur meginmáls ritgerðarinn- ar, þ.e. 16 síður af 37, var tekinn meira og minna orðréttur úr texta sem annar maður hafði samið án þess að heimildar væri getið. Er rakið hvernig kandídatinn komst yfir efnið og hvaða skilaboð fylgdu með frá upplýsingafulltrúa ESB en allt hefur það verið rækilega tíundað í fjöl- miðlum. Segir í greinargerðinni að kandídatinum hafi hlotið að vera ljóst að hann væri að nota höfundarverk nafngreinds manns án þess að afla sér leyfis. Þessi háttsemi hafi verið andstæð lögum og óskráðri megin- reglu svo og góðum siðum varðandi akademísk vinnubrögð við samningu rannsóknarritgerðar. Það er rík ástæða fyrir lagadeild að gera strangar kröfur um heiðar- leg vinnubrögð. Hún hefur haft einkarétt á að útskrifa lögfræðinga, starfsstétt sem svo aftur hefur einka- rétt samkvæmt lögum eða venju á ýmsum þýðingarmiklum störfum þjóðfélaginu. Nægir að nefna að dómarar, sem fara með mikilvægan þátt ríkisvalds, eru skilyrðislaust lögfræðimenntaðir. Hvaða kröfur eru gerðar? Þótt þetta mál varði auðvitað fyrst og fremst einn einstakling þá fer ekki hjá því að það vakni spurningar um hvort almennt sé nógu vel staðið að málum í lagadeild hvað varðar leiðbeiningar til nemenda um hvað séu fræðilega viðurkennd vinnbrögð. Fram kemur að í ritgerðinni var hvergi vísað beint í rit eftir aðra menn heldur látið duga að hafa heim- ildaskrá aftast. Það kemur verulega á óvart að slík ritgerð skyldi teljast tæk sem lokaritgerð í lögfræði burt- séð frá þeim annmörkum sem síðar komu í ljós. Þá vekur það auðvitað líka spurningar hvort menn geti hikstalaust tekið kafla úr stjórnmála- fræðiritgerð og nýtt í lögfræðilegum skrifum. Á ekki nálgun þessara tveggja fræðigreina að vera ólík með einhverjum hætti? Í þessu sambandi hljóta menn að staldra við umsögn leiðbeinandans og prófdómarans sem rakin er í greinargerð lagadeildar. Þeir segja meðal annars: „Þrátt fyrir þann hnökra að tilgreina ekki heimildina, sem nemandinn kveðst ekki hafa vit- að til að hefði birst á prenti, og tals- verða hnökra um efnisvalið, metum við málið svo að þeir hefðu ekki leitt til þess að einkunn hefði verið lækk- uð í falleinkunn. Við þetta mat er m.a. litið til þess að hluti efnisins var úr heimild, sem tilgreind var í rit- gerðinni, en aðrir hlutar þess mis- mikilvægir og lutu mjög að lýsingu á staðreyndum og öðrum þekktum at- riðum sem m.a. höfðu komið fram í fyrirlestrum undirritaðs kennara. Einnig er litið til ritgerðarinnar að öðru leyti. Með hliðsjón af framan- greindu teljum við að ekki sé full- nægjandi ástæða til þess að próf við- komandi verði ómerkt.“ Þessi umsögn var gerð á því stigi þegar ekki var ljóst hvaðan nákvæm- lega efnið, sem farið var svo frjáls- lega með, var komið og mótast sjálf- sagt af því. Samt er erfitt að fá botn í hana. Leiðbeinandinn og prófdómarinn virðast vera að segja að jafnvel þótt þeir hefðu vitað, þegar einkunn var gefin, að hartnær helmingur megin- málsins var skrifaður af öðrum manni en nemandanum þá hefðu þeir ekki fellt hann! Maður spyr sig, hvar eru mörkin eiginlega dregin? Hlýtur það ekki að vera aðalmarkmiðið með gerð ritgerðar að þar sýni menn að þeir séu færir um sjálfstæð, akadem- ísk vinnubrögð? Ef drjúgur hluti er fenginn beint frá öðrum þá er auðvit- að ekki um slíkt að ræða. Lagadeild hefði gjarnan mátt láta í ljósi að hún væri ekki sammála þess- ari afstöðu. Þess í stað segir hún: „Í bréfi Stefáns Más Stefánssonar pró- fessors, umsjónarkennara með við- komandi kandídatsritgerð, og próf- dómarans, Jóns Ögmundar Þor- móðssonar skrifstofustjóra, til deildarforseta, dags. 5. september 2001 ... er einvörðungu fjallað um einkunn, miðað við að umrædd gögn hefðu verið notuð í góðri trú, en þar er hins vegar ekki tekin afstaða til þess, hvort framin hafi verið brot á gildandi reglum og afleiðinga þess.“ Hvað er góð trú í þessu sambandi? Það er vissulega ekki jafnalvarlegt að notfæra sér efni annars manns í háskólaritgerð með leyfi og án hans leyfis. Annað varðar við höfundarlög en hitt ekki. Hvort tveggja hlýtur hins vegar – ef heimildar er ekki get- ið – að vera í sjálfu sér jafnmikið brot á meginreglum um það hvernig eigi að vinna fræðiritgerðir með heiðar- legum hætti. Lögfræðingar líti í eigin barm Það er ákaflega auðvelt að fyllast vandlætingu þegar mál af þessu tagi kemur upp. Menn skyldu samt held- ur líta í eigin barm og spyrja hvort þeir hafi alltaf sjálfir farið rétt með heimildir. Mjög misjafnt er hvernig lögfræðingar og meira að segja lagaprófessorar standa þar að verki. Í litlu samfélagi komast menn gjarn- an upp með slakleg vinnubrögð því enginn þorir að halda uppi gagnrýni. Í stærri þjóðfélögum ríkir sam- keppni milli háskóla og gagnkvæmt aðhald þar sem slök fræðimennska er umsvifalaust skotin í kaf. Það hvarflar því að manni að mál Vilhjálms megi að einhverju leyti rekja til þess að viðmið um hvernig standa eigi að verki séu á reiki meðal annars vegna þess að lærimeistar- arnir, og þá er ég ekki að tala um ein- staka menn, eru ekki með þessa hluti alveg á hreinu sjálfir. Stjórnsýsluþátturinn Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum getur Vilhjálmur skotið ákvörðun lagadeildar til háskólaráðs. Þaðan mætti svo skjóta málinu til áfrýjunarnefndar háskóla. Lögmað- ur Vilhjálms hefur haldið því fram að það skorti lagaheimild fyrir ákvörð- un lagadeildar. Það er vissulega rétt að engar skráðar reglur eru um það hvernig eigi að taka á máli sem þessu innan Háskóla Íslands eða deilda hans. Lagadeild byggir að verulegu leyti á óskráðum meginreglum. Þess- um skorti á skráðum reglum sem og hugsanlegum formgöllum á meðferð málsins má auðvitað bera við ef vilji er fyrir hendi aðhalda málinu til streitu. Margir velta því sjálfsagt fyrir sér hvernig á því stendur að Vilhjálmur sætti sig ekki við ákvörðun sem hann bað sjálfur um með bréfi í ágústlok. Lagadeild byggir einmitt á því í ákvörðun sinni að kandídatinn hafi sjálfur óskað eftir að fá að skrifa nýja ritgerð og að embættisprófið yrði ómerkt. Málið er samt ekki svona einfalt. Áðurnefnd umsögn leiðbein- anda og prófdómara þar sem þeir töldu að ritgerðin hefði þrátt fyrir allt ekki hlotið falleinkunn gaf Vil- hjálmi auðvitað byr undir báða vængi. Er spurning hvort bréf lög- manns hans til lagadeildar 13. sept- ember þar sem allur réttur er áskil- inn til að bera fram andmæli og bent á að deildin geti ekki hnekkt niður- stöðu umsjónarkennara og prófdóm- ara verði ekki að túlkast sem afstöðu- breyting Vilhjálms að þessu leyti. Viðurlög Heyrst hafa dæmi þess að til séu háskólar erlendis þar sem rithnupl eða önnur stórlega vafasöm meðferð heimilda varði skilyrðislausum brott- rekstri. Má í því ljósi segja að það sé allvel sloppið að fá að skila inn nýrri ritgerð og halda einkunn í öllum öðr- um námskeiðum. Ýmsir innan há- skólans velta því nú fyrir sér hvort þessar verði málalyktir eða hvort há- skólayfirvöld eigi með einhverjum hætti að láta málið til sín taka. Sam- kvæmt lögum um Háskóla Íslands er það rektor sem hefur agavald yfir nemendum. Hann getur veitt áminn- ingar eða jafnvel beitt brottrekstri tímabundið eða fyrir fullt og allt. Ef Vilhjálmur innritast á ný á 5. ár laga- náms er spurning hvort agavald rektors yfir honum rakni ekki við á ný. Kynni hann að vilja taka strangar á málum en lagadeildin gerði til þess meðal annars að senda skýr skilaboð til annarra nemenda um að krafan um sjálfstæð, heiðarleg vinnubrögð sé ekkert grín. Aftur á móti kann að vera erfitt um vik að grípa fram fyrir hendur laga- deildar þegar reglur um þetta efni eru að miklu leyti óskráðar eins og fyrr segir. Sýnir það þó best að nauð- synlegt er að festa í lög reglur um málsmeðferð þegar mál af þessu tagi koma upp. Viðmið um heimilda- notkun á reiki Morgunblaðið/Kristinn Háskóli Íslands, lagadeild, lögfræði. Höfundur er lögfræðingur á mann- réttindaskrifstofu Evrópuráðsins. Skoðanir sem fram kunna að koma í þessari grein eru á ábyrgð höfundar. Vinsamlegast sendið ábendingar um efni til pall@evc.net. Lög og réttur eftir Pál Þórhallsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.