Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GEYSISKLÚBBURINN var stofnaður árið 1997 þótt starfsemi hans hafi ekki hafist fyrir alvöru fyrr en árið 1999 í tveimur litlum herbergjum í Hátúninu. Samtökin hafa stækkað hratt á þeim tíma og eru nú um 80 virkir félagar í klúbbnum sem hefur verið á Æg- isgötu 7 frá því í janúar sl. Þau Björk Agnarsdóttir, Guðmundur Gíslason og Marteinn Már Haf- steinsson eru öll félagar í Geysi og samþykktu þau að fræða blaða- mann um starfsemi og hugmynda- fræði Geysis ásamt Ólínu Huldu Guðmundsdóttur, verkefnisstjóra klúbbsins. Hugmyndafræðin að baki Geysi er komin frá alþjóðlegu samtök- unum Fountain House sem starf- rækja nú um 370 klúbba í 28 þjóð- löndum. Fountain House eru upphaflega frá Bandaríkjunum en árið 1947 veltu nokkrir útskrifaðir sjúklingar af geðdeild í New York því fyrir sér hvað þeir gætu gert í framhaldi af lífinu á geðdeild. Þær vangaveltur þróuðust smám saman og hugmyndafræði samtakanna varð til. Geysir er hins vegar fyrsti klúbburinn sem starfræktur er á Íslandi og byggist starf hans tölu- vert á samvinnu við klúbba erlend- is. Engir sjúklingar Að sögn Ólínu Huldu er hug- myndafræðin að baki Geysi af- skaplega skýr. „Það eru engir sjúklingar og við höfum öll sömu ábyrgð. Við höfum öll eitthvað að segja og tökum ákvarðanir saman. Fólk kemur líka og fer þegar það vill,“ segir hún og kveður það sama eiga við um þá vinnu sem klúbbfélagar inna af hendi hjá Geysi. „Þetta er vinnumiðaður staður og við lítum á hann sem vinnustað.“ Að mati þeirra Bjarkar, Guð- mundar og Marteins Más skiptir þetta viðhorf afskaplega miklu máli, enda Geysir hvorki meðferð- ar- né endurhæfingarstofnun held- ur eins konar brú á milli stofnunar og samfélags þar sem starfið byggist á samhjálp félaga og starfsmanna. „Ég mundi segja að í dag haldi klúbburinn mér frá því að leggjast inn á deild. Ef ég hefði hann ekki þá er ég alveg viss um að ég myndi leggjast í þunglyndi,“ segir Björk, en eitt af meginmark- miðum klúbbsins er að einstakling- urinn finni að þörf er fyrir hann og einhvers sé vænst af honum. „Og jafnvel þó að maður þurfi að leggj- ast inn er gott að vita að það bíði eitthvað eftir manni þegar maður kemur út aftur. Að það [sem fyrir liggur] sé ekki bara að liggja heima og gera ekki neitt – að hafa engan tilgang, heldur hafa tilgang með því að fara niður í Geysi,“ bætir hún við. Guðmundur er á sama máli og þakkar Geysi að hafa ekki þurft að leggjast inn á spítala undanfarið. „Ég var, og er, búinn að stríða við geðhvarfasýki í 19 ár og lenti í mjög alvarlegu þunglyndi 1998 og hætti þá að geta unnið. Ég hef stundað klúbbinn Geysi í nokkuð langan tíma núna og ég hef ekki þurft að fara inn á spítala,“ segir Guðmundur og kveður Geysi orð- inn hluta af sínu daglega lífi. „Þarna fær maður félagslega fyll- ingu og getur tekið þátt í ýmsum smáverkefnum sem er verið að vinna í klúbbnum.“ En Guðmundur hefur m.a. starfað við blaðaútgáfu og bréfaskriftir fyrir klúbbinn. Fjölbreytt starf og stuðningur Starf Geysis skiptist í tvo meg- inþætti – annars vegar starf innan klúbbsins og hins vegar vinnumiðl- un sem aðstoðar þá klúbbfélaga sem þess óska við að fá störf úti á hinum almenna vinnumarkaði. Það er fjölbreytt starfið sem fram fer á Ægisgötunni og er því skipt í nokkrar deildir sem sér- hæfa sig í ákveðnum verkefnum og má þannig nefna að eldhúsdeildin sér um matseld, þrif, matarinn- kaup og -sölu, skrifstofudeildin um útgáfu blaðs á vegum klúbbsins, bréfaskriftir og samskipti við sam- tök erlendis og kynningardeildin ber ábyrgð á kynnisstarfi á sjúkra- húsum. Á vegum Geysis er þá starfrækt móttökudeild sem sér um að taka á móti nýjum félögum og hefur samband við eldri félaga ef þeir hafa ekki látið sjá sig í ein- hvern tíma. Leggist einhver klúbb- félaganna síðan inn á sjúkrahús sér móttökudeildin um að heim- sækja hann, auk þess sem hún ber ábyrgð á að senda félögum bæði jóla- og afmæliskort. „Í sumum til- fellum eru þetta kannski einu kort- in sem fólkið fær,“ segir Ólöf Hulda um þennan þátt starfsins. Vinnumiðlun Geysis vinnur síðan að því að ná tengslum við vinnu- veitendur og undirbýr þá félaga sem þess óska undir það að fá starf úti á hinum almenna vinnu- markaði á þeim starfsvettvangi sem þeir hafa áhuga á. „Þetta er enginn feluleikur,“ segir Ólöf Hulda og á við að ekki sé reynt að leyna veikindunum. „Fólk fer aldr- ei í meira en 50% vinnu og við för- um með einstaklingunum í vinnuna og erum með þeim eins lengi og þeir vilja, eða allt þar til þeir eru búnir að læra starf sitt og finnst þeir vera öruggir. Og ef þeir verða veikir hringja þeir í okkur og við leysum þá af.“ Sá þáttur starfsins hefur þó einungis einu sinni komið til framkvæmda frá því vinnumiðl- unin tók til starfa. Alls hefur vinnumiðlunin nú að- stoðað 12 manns við að fá vinnu úti á hinum almenna vinnumarkaði, en auk þess eru tveir Geysisfélagar í námi. Marteinn Már var fyrstur félaganna til að fá vinnu í gegnum Geysi og hefur hann starfað í versluninni Nettó í Mjódd frá því í ágúst í fyrra. Að hans sögn hefur vinnan gengið mjög vel. „Ég mæti góðu viðmóti hjá samstarfsmönn- unum. Þetta gengur mjög vel, það eru litlir fordómar og vinnuandinn góður,“ segir Marteinn Már, sem hafði áður starfað í Bergiðjunni í rúm þrjú ár. Hann er hins vegar ánægðari með að vera úti á hinum almenna vinnumarkaði og segir það hafa bætt líðan sína til muna. „Það er ekki nógu gott að vera fastur á svona hálfgerðri stofnun. Maður getur þá lokast inni í eigin hugarheimi og það er bara á alla kannta fyrirtak ef menn komast út á vinnumarkaðinn því það er öllum til bóta, þeim sjálfum og þjóðfélag- inu.“ Að mati Ólafar Huldu hafa við- brögð vinnumarkaðarins verið mjög góð. Erfiðlega hafi gengið að fá fyrsta starfið, en árangurinn síðan spurst út og vel gangi með alla þá sem nú séu að vinna. „Þetta gengur betur heldur en við þorð- um að vona,“ segir hún og kveður mikinn mun fyrir Martein Má og hina félagana að eiga vinnufélaga og njóta þess eðlilega lífs sem vinnunni fylgir. „Fyrir utan hvað þetta sparar þjóðfélaginu. Núna er Marteinn kominn út að vinna og hann borgar sína skatta, félags- gjöld, lífeyrissjóð og hlýtur auk þess öll þessi almennu réttindi sem fólk dettur út úr,“ segir hún og nefnir sumarleyfi sem dæmi. Fá tækifæri til að blómstra Samfélaginu hættir hins vegar nokkuð til að afskrifa þá sem greinst hafa með geðsjúkdóma og gleymist þá oft að hver og einn einstaklingur getur haft heilmikið fram að bjóða. „Það er þar sem Geysir kemur að. Fólk fær að blómstra hér á sínum forsendum og fær þá tilfinningu að þess sé vænst og þess sé þörf. Án félag- anna væri jú enginn Geysir,“ út- skýrir Ólöf Hulda. Þeim fer þá alltaf fjölgandi sem þekkja til Geysis þótt þau Mar- teinn Már, Björk og Guðmundur segi almenning enn fáfróðan um samtökin. Töluvert hefur hins veg- ar áunnist með kynningarstarfi undanfarið og gera meðferðarað- ilar nú æ meira af því að beina ein- staklingum með geðsjúkdóma til Geysis. „Við þurftum kannski svo- lítinn tíma til að festa okkur í sessi og sanna okkur, en núna er þetta alltaf að aukast,“ segir Ólöf Hulda. Um 45–65, þeirra 80 sem teljast virkir klúbbfélagar, heimsækja húsið á Ægisgötunni í hverjum mánuði. Flestir koma nokkrum sinnum í viku og sumir jafnvel daglega. En að mati Bjarkar, sem reynir að heimsækja Geysi dag- lega, er gott að geta unnið í sínum eigin málum. „Það er mjög gott að geta verið að vinna fyrir sig sjálfan því að maður græðir mest á því sjálfur að geta opnað umræðuna um geðsjúka fyrir fólk úti í þjóð- félaginu.“ Landssöfnun Kiwanismanna Húsið á Ægisgötunni er nú orðið fulllítið og nýtist ekki sem skyldi, en húsnæðið missir Geysir í mars- mánuði á næsta ári. Vonir standa hins vegar til að unnt reynist að kaupa húsnæði undir klúbbinn og ætlar Kiwanishreyfingin að láta stærstan hluta af landssöfnun þeirri sem nú stendur yfir að renna til kaupa á húsnæði fyrir Geysi. En mikilvægt er fyrir klúbb á borð við þennan að eiga fastan samastað. Einhverjir heltast nefni- lega alltaf úr lestinni við hvern flutning þótt nýir félagar bætist einnig í hópinn. Að mati þeirra Ólafar Huldu, Bjarkar, Guðmundar og Marteins Más nýtur klúbburinn mikils vel- vilja meðal ráðamanna og almenn- ings, en starfsemin hlýtur fjár- hagsstuðning fjárlaganefndar, verkalýðsfélaga og sveitarfélaga og segir Guðmundur engan vafa leika á að sá stuðningur skili stjórnvöldum og samfélaginu miklu. „Ég hef ekki tiltæka tölu en ef rekstrarkostnaður svona sam- félags eins og Geysis á ársgrund- velli er ámóta og eitt rúm á mót- tökudeild þá gefur það auga leið, að ef í því felst einhver úrlausn – jafnvel þótt hún sé ekki nema hlutaúrlausn fyrir 80 manns – þá hljóta stjórnmálamenn að leggja saman tvo og tvo sjá þetta sem framtak sem beri að skoða sem hagkvæma leið. Ég er líka alveg sannfærður um það að fyrir marga kemur þetta í veg fyrir margar innlagnir sem ella mundu verða. Í staðinn fyrir að hírast heima einn í þunglyndi, sem síðan endar bara með innlögn, þá geta menn komið í Geysi og tekið þátt í einhverju, haft tilgang og fyllt upp í daginn. Ég er alveg sannfærður um það að það hefur sitt að segja því það er gott að vita af þessum stuðningi.“ Klúbburinn Geysir er vettvangur einstaklinga sem eiga við geðræn veikindi að stríða. Geysir er hins vegar ekki meðferðarstofnun og ekki er litið á klúbbfélaga sem sjúklinga heldur er vakin með þeim ábyrgðarkennd, enda taka þeir fullan þátt í starfi og ákvarð- anatökum klúbbsins sem þeir sjálfir reka ásamt tveimur starfsmönnum. Anna Sigríður Einarsdóttir kynnti sér starf Geysis. Geysir gefur lífinu tilgang Morgunblaðið/Kristinn Húsnæðið á Ægisgötu er orðið of lítið fyrir Geysi, en þar fer engu að síður fram öflugt félagsstarf, m.a. er eldað á fimmtu- dagskvöldum auk þess sem starfræktur er gönguklúbbur. Hér slappa klúbbfélagar og starfsmenn af og ræða málin. Morgunblaðið/Kristinn F.v. Björk Agnarsdóttir, Guðmundur Gíslason og Marteinn Már Hafsteinsson eru öll sammála um að starfið á vegum Geysis veiti lífinu aukinn tilgang og dragi úr innlögnum á sjúkrahús. Í stað þess að hírast heima í þunglyndi geti klúbbfélagar tekið þátt í starfi samtakanna og fyllt þannig upp í daginn. Morgunblaðið/Kristinn „Hugmyndafræði Fountain House er skýr,“ segir Ólína Hulda Guðmunds- dóttir: „Það eru engir sjúklingar og allir bera ábyrgð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.